Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 20.11.2015, Qupperneq 16
H Hryðjuverkin í París í liðinni viku vekja sterkar tilfinningar, hrylling og ótta. Það er að vonum þar sem saklausu fólki er slátrað með viðbjóðslegum hætti. Við finnum jafn- framt til samkenndar með þeirri þjóð sem um sárt á að binda, eins og var eftir hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin haustið 2001 – og fleiri slíkar, fyrir skemmstu er rússnesk farþegaþota, þéttsetin ferðamönnum, var sprengd á flugi yfir Egyptalandi. Þá, líkt og í París, lýstu hryðjuverka- samtökin Ríki íslams hermd- arverkinu á hendur sér. Viðbrögð hernaðarvelda eins og Bandaríkjanna, Rúss- lands og Frakklands við slíkum árásum eru fyrirsjá- anleg. Bandaríkin brugð- ust við af hörku fyrir fjórtán árum. Rússlandsforseti hefur heitið hefndum vegna voða- verksins er farþegaþotan var sprengd, lýst því yfir að þeir sem bera ábyrgð á tilræðinu verðir leitaðir uppi og þeim refsað. Hert verði á sprengju- árásum í Sýrlandi vegna árásarinnar á flug- vélina. Frakklandsforseti hefur með sama hætti sagt Frakkland í stríði í kjölfar hinna hörmulegu atburða í París. Sótt verði gegn hryðjuverkamönnunum og þeim tortímt. Forsetinn hefur fylgt þeim orðum eftir með loftárásum á vígi Ríkis íslams og ljóst er að Frakkar munu auka hernaðaraðgerðir sínar, enda segir Frakklandsforseti Sýrland verk- smiðju hryðjuverkamanna. Brýnt er að finna ódæðismenn sem að slíkum ógnarverkum standa sem og vitorðs- menn þeirra um leið og öllum ráðum er beitt til þess að koma í veg fyrir frekari hermdar- verk, sem menn óttast vissulega. Þar verða þjóðir að standa saman. Spurningin er hins vegar hvernig á að bregðast við. Þar er þjóð- arleiðtogum vandi á höndum. Ganga skal á milli bols og höfuðs á hættulegum hryðju- verkasamtökum en hvort mestum árangri skilar að skjóta í tætlur það sem eftir er af Sýrlandi skal ósagt látið. Fram hefur komið hjá franska blaðamanninum Nicolas Hénin, sem í tíu mánuði var gísl Ríkis íslams, að slíkar sprengjuárásir geri illt verra. Hann segir að sársauki þeirra sem fyrir hryðju- verkum verða, sorg, vonir og líf snerti hryðjuverkamennina ekki. Veröld þeirra sé önnur. Þeir kynni sig fyrir almenningi sem ofurhetjur, en séu í raun brjóstumkennan- legir; götukrakkar á hugmyndafræði- og valdafylliríi. Blaðamaðurinn lýsir reynslu sinni af félögum Ríkis íslams, sem honum fannst jafnvel heimskari en þeir voru illir – en þó ætti aldrei að vanmeta heimsku til morða. Hann metur það svo að sprengju- árásir í hefndarskyni séu tákn um réttláta reiði, en engu að síður mistök. Hryðjuverka- samtökin geri ráð fyrir sprengingum, það sem þau óttist sé samstaða. Með aðgerðum sínum reyni þau að sá fræjum sundrungar. Samtökin muni falla en það verði vegna póli- tískrar samstöðu. Á svipuðum nótum talaði Ólöf Nordal inn- anríkisráðherra þegar hryðjuverkin í París voru rædd á Alþingi. Ekki mætti ala á ótta í kjölfar hryðjuverkanna heldur reisa fána frelsis enn hærra á loft þegar ráðist væri á grunngildi samfélagsins. Eina leiðin til að nálgast ógn af þessu tagi væri að taka höndum saman við samstarfslönd gegn ógnarvánni. Um leið verða vestræn lönd að líta sér nær. Mörg dæmi eru um það að ungir menn sem þar hafa orðið utanveltu finni sér sama- stað í öfgasamtökum. Á það benti Árni Páll Árnason alþingismaður í sömu umræðu og sagði það merkilegt að ungir múslimar sem fremdu hryðjuverk og ungir menn vestan- hafs sem fremdu fjöldamorð ættu sér sam- eiginlegan bakgrunn. Í hryðjuverkum væri oftast um að ræða unga múslima sem alist hefðu upp í viðkomandi ríkjum en upplifðu sig félagslega veikburða og fyndu sig hvorki í vinnu né skóla. Lausnin fælist í félagsleg- um aðgerðum heima fyrir. Danir eru meðal þeirra þjóða sem orð- ið hafa fyrir árásum róttækra íslamista. Sterkasta svar þjóða sem fyrir slíku verða er, að mati forsætisráðherra Dana, „að halda áfram að lifa og hafna því að vera ögrað. Ef við þorum ekki lengur að sitja á verönd kaffihúsa, þá höfum við tapað.“ Viðbrögð við hryllingnum í París Hafna ber ögruninni Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA HjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að mannleg eymd er margbrotnari en fyrri rannsóknir sýndu. Þetta breytir öllu, útkoman er nánast allt önnur. LÓ A H LÍN Samfélags- röntgen 16 viðhorf Helgin 20.-22. nóvember 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.