Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 24
Mér fannst á tímabili að konur gætu gert allt sem þær ætluðu sér en eftir því sem ég eldist hef ég komist að því að það er ekki alveg rétt. bókina, án þess þó að gefa stelpunum hana í jólagjöf. Þá náði hugsunin ekk- ert lengra, en allavega náði ég að klára hana og það var áfangi í sjálfu sér. Ég vissi þó að ég yrði ekki sátt við það og fékk Óðinsauga til að gefa hana út. Eftir að það var ákveðið tók hún miklum breytingum og ég fullkláraði hana ekki fyrr en núna í sumar.“ Flókið fjölskyldumynstur Kápumynd Leitarinnar að Gagarín er eftir eiginmann Sifjar, Búa Kristjáns- son listmálara, sem hún giftist 27 ára og gekk sonum hans þremur í móðurstað, en þá átti hún sjálf eina dóttur úr fyrra sambandi. Síðan hafa tvær dætur bæst í hópinn og það liggur beint við að spyrja hvernig hún hafi komið öllu þessu í verk með sex börn á heimilinu og hvort ekki hafi verið flókið að púsla þessum tveimur fjölskyldum saman. „Ég kem úr mjög normal fjölskyldu, mamma, pabbi og sex börn, og fer yfir í mjög flókið fjölskyldumynstur. Maðurinn minn var ekkill með þrjá syni, ég átti eina dóttur og síðan eignumst við tvær dætur. Það eru sex börn samtals búin að vera með lögheimili hjá okkur í gegnum tíðina og það hefur oft verið flókið að púsla þessu saman, en við eigum góða að, góðar ömmur og afa og það hefur allt gengið vel. Í dag eru þær tvær yngstu einar eftir á heimilinu, þannig að það er orðið mun rólegra hjá okkur.“ Föðurmissir kveikjan að skrifunum Sif byrjaði að skrifa Leitina að Gagarín fljótlega eftir að faðir hennar, Sigfús J. Johnsen, dó og í sumar þegar hún var að ganga frá bókinni til prentunar dó barnsfaðir hennar eftir sex mánaða veikindi. Það hafði allt sín áhrif. „Það er þetta kaos í lífinu, þessi lífsreynsla sem maður lendir í sem fær mann til að skrifa. Ég missti pabba minn fertug, sem er svo sem ekkert ungt, en ég hafði alltaf verið mikil pabbastelpa og mér fannst það mjög erfitt. Ég er yngst af systkinunum og þegar ég var sex ára fór mamma að vinna úti þannig að ég varð lyklabarn. Ég er alin upp á Háaleitisbraut. Síðan bjuggum við í Garðabæ og fluttum svo í Breiðholtið þegar ég var níu ára, sem er mér mjög minnisstætt. Þetta var barnafjölmenn- asta hverfi Reykjavíkur, mér fannst þetta hálfgert kaos og bókabíllinn varð mjög góður vinur minn fljótlega eftir að við fluttum. Ég var dálítið mikið ein, búin í skólanum eitt, hálf tvö og fannst þá hálf eilífð þangað til mamma kæmi úr vinnunni. Ég las allt sem ég náði í, byrjaði pínulítil á Öddubókunum og svo lá leiðin í gegnum Fimmbækurnar og Ævintýrabækurnar en í dag er Auður Ava í miklu uppáhaldi og sömuleiðis Gerður Kristný. Þó ég hafi aldrei lent beinlínis í lífshættu þá er það þessi kaótík í lífinu sem kemur manni til að skrifa og vilja segja sögur. „ Skrifar meðan aðrir prjóna Þrátt fyrir ástina á bókmenntum segir Sif sér aldrei hafa dottið í hug að fara í íslensku í háskólanum, eftir BA-prófið í enskum bókmenntum valdi hún mark- aðsfræðina en vegna stórs heimilis kom ekki til greina að fara utan í framhalds- nám. Hún stundaði námið á kvöldin og segir oft hafa verið flókið púsluspil að láta þetta allt saman ganga upp. „En það hafðist, maður finnur sér tíma fyrir það sem maður vill gera. Margir spyrja mig núna hvenær eiginlega ég hafi haft tíma til að skrifa þessa bók en ég bendi þeim þá á að það fer tími í allar tóm- stundir fólks, sumir prjóna, aðrir horfa á framhaldsþáttaraðir og ég skrifaði á meðan vinkonur mínar voru að prjóna og horfa á þætti. Við höfum öll einhvern tíma fyrir okkur sjálf, þetta er bara spurning um hvernig við veljum að ráð- stafa honum.“ Maður finnur sér tíma fyir það sem maður vill gera. Ljósmynd/Hari Axis húsgögn ehf • Smiðjuvegur 9 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • axis@axis.is • axis.is í tilefni af 80 ára afmæli Axis ætlum við að bjóða viðskiptavinum okkar afslátt af öllum fataskápum. Mikið úrval af skápum til sýnis í björtum og fallegum sýningarsal í verslun okkar við Smiðjuveg 9. Opið mánud. - föstud. frá kl. 9-18. Laugardag kl. 10-15. Verið velkomin 20% afmælisafsláttur af öllum fataskápum! 17 4. 19 1/ 11 .1 5 24 viðtal Helgin 20.-22. nóvember 2015 viðtal 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.