Fréttatíminn - 20.11.2015, Side 28
„Golfið hefur alltaf
verið líflínan mín og
ég hlakka til að bæta
mig enn frekar þar.
Ég veit ekki hvar ég
væri án þess og allra
minna góðu vina.“
Ljósmynd/Hari
Sigurþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður
í golfi, lifði að því er virtist eðlilegu lífi allt þar
til hann missti tökin fyrir fimm árum. Hann
var fjölskyldumaður í góðri vinnu sem spilaði
og keppti í golfi þegar tími gafst til. Undir
sléttu yfirborðinu kraumuðu afleiðingar
erfiðleika og sorgar úr æsku en sársaukann
deyfði hann með áfengi og kókaíni flestar
helgar. Þegar faðir hans lést, árið 2010,
missti Sigurþór tökin á lífi sínu og nokkrum
mánuðum síðar hafði hann misst allt.
HEFUR OPNAÐ STOFU
Í KLÍNÍKINNI ÁRMÚLA 9
Halla Fróðadóttir,
sérfræðingur í lýtalækningum
Sérgrein: almennar lýtalækningar,
fegrunaraðgerðir, fylliefni og botox
Tímapantanir í síma: 519 7000
Klíníkin Ármúla · Ármúla 9 · 108 Reykjavík · Iceland · www.klinikin.is
É g fann snemma fyrir einhverskonar ókyrrð. Frá því ég man eftir mér fyrst var ég á einhvern hátt ófullnægður á öllum sviðum og hagaði mér eftir
því. Ég fann bara aldrei neina eirð,“ segir Sigurþór Jóns-
son, 34 ára gamall Hafnfirðingur og fyrrverandi lands-
liðsmaður í golfi, sem til ársins 2010 lifði því sem virtist
vera hamingjusamt og innihaldsríkt líf.
„Ég kem frá góðu heimili. Mamma var góðri vinnu og
fósturpabbi minn var skipstjóri og vélstjóri. Mig skorti
aldrei neitt í æsku. Ég átti gott samband við pabba minn
en það var lítið, við hittumst bara um helgar. Ég fékk
í raun allt sem ég vildi en sambandið við fósturpabba
minn var erfitt, mér fannst hann aldrei samþykkja mig.
Og ég held að hann hafi aldrei gert það. Hann vildi bara
Kókaínið
varð mitt
aðalefni
í tólf ár
fyrir utan
einhverja
tímapunkta
þegar ég
var á fullu í
golfinu.
Bjó á
götunni
fyrir
tveimur
árum
mömmu mína og ég upplifði mig alltaf sem
bagga á þeirra sambandi. Ég sá líka hluti í þeirra
sambandi sem lítil börn ættu ekkert að upplifa
án þess að fara eitthvað nánar út í það. Ég var
oft hræddur og kvíðinn sem barn en það eru til-
finningar sem lítil börn eiga ekki að upplifa.“
Fann sig í golfinu
„Það var allskonar rugl á mér í skóla. Ég lenti í
slagsmálum og einelti og lagði sjálfur aðra í einelti.
Ég var til vandræða en samt ekkert alltaf og ég var
alls ekki vondur. Ég átti mjög erfitt með að læra og
leið ekki vel, var ekki í jafnvægi en gat samt aldrei
talað um það. Ég byrgði allt inni og svo þegar eitt-
hvað kom upp á þá bara sprakk ég. Ég náði ekki að
eignast nána vini, og fór því bara eitthvert annað
til að tengjast. Svo gerist það að móðurbróðir minn
dró mig með sér í golf þegar ég var ellefu ára. Þá
bara gerðist eitthvað, ég náði allt í einu að einbeita
mér og fannst gaman. Þarna fann ég fjölina mína
og það var ekkert aftur snúið,“ segir Sigurþór varð
fljótlega mjög efnilegur golfari og keppti þrettán
ára á fyrsta mótinu sínu. „Ég var öll sumur á golf-
vellinum og dagana sem ég átti að vera að læra
undir samræmdu prófin var ég á golfvellinum.“
Kynntist kókaíni tvítugur
„Ég byrjaði svo að drekka sextán ára og fann
þar leið til að sleppa tökunum og hleypa öllu út.
Feimnin fór, ég fékk útrás og varð oftast mjög erf-
iður. Eftir nokkur fyllirí fór ég svo að nota eiturlyf,
fikta við hass og amfetamín en neyslan var ennþá
bara tengd við helgar á þessum tíma. En fiktið
komst upp og ég var sendur í meðferð. Ég var samt
alls ekkert á leið í meðferð til að hætta að drekka,
fannst ég bara hafa verið að hlaupa af mér hornin,
og þegar ég var tvítugur datt ég í það aftur. Og
þá kynntist ég kókaíni. Kókaínið varð mitt aðal-
efni í tólf ár fyrir utan einhverja tímapunkta þegar
ég var á fullu í golfinu. Ég var það sem kallað er
„fúnkerandi alkóhólisti“. Ég var í góðri vinnu sem
verslunarstjóri í herrafataverslun, átti konu og tvö
stjúpbörn og var á fullu að keppa í golfinu. Var
landsliðsmaður frá 2007-2010 og lífið virtist vera
í góðu lagi utan frá. En allar helgar snerust um
að detta í það og taka kókaín. Auðvitað missti ég
stjórnina öðru hverju, var aðeins of lengi á djamm-
inu, hvarf stundum í einn eða tvo daga og eyddi allt
of miklum peningum, en ég gat samt alltaf komið
heim aftur og var alltaf fyrirgefið því ég er góður
strákur inn við beinið. Ég var ekki að skaða neinn
nema sjálfan mig á þessum tíma, að mér fannst.“
Missti allt á nokkrum mánuðum
Þegar Sigurþór komst í landsliðið árið 2007 fór
Samhjálp leitar
til landsmanna
Samhjálp keypti
Hlaðgerðarkot
af Mæðrastyrks-
nefnd árið 1974
og hefur rekið þar
meðferðarheimili
allar götur síðan.
Húsnæðið var
upphaflega byggt
af vanefnum og er
núna í mjög slæmu
ástandi og því löngu
tímabært að ráðast
í endurbætur og
nýbyggingu til að
hægt sé að uppfylla
kröfur yfirvalda. Ef
engin hjálp fæst er
fyrirséð að starf-
semin muni leggjast
af og hefur því verið
sett af stað lands-
söfnun sem verður
í opinni dagskrá á
Stöð 2 á morgun,
laugardaginn 21.
nóvember.
n 60-70 manns eru
jafnan á biðlista í
Hlaðgerðarkoti.
n 400 einstak-
lingar þurftu frá að
hverfa árið 2014.
n Yfir helmingur
skjólstæðinga Hlað-
gerðarkots er á
aldrinum 18-39 ára.
n Samhjálp rekur
einnig áfangaheim-
ilin Brú og Spor.
n Kaffistofa
Samhjálpar, þar
sem hægt er að
fá morgunkaffi
og heitan mat í
hádeginu, er opin
alla virka daga.
Framhald á næstu opnu
28 viðtal Helgin 20.-22. nóvember 2015