Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 20.11.2015, Qupperneq 40
Edda Lára vinnur við fyrirtækjaráð- gjöf í Íslandsbanka en skrifaði bókina um Lárus litla sem er að eignast systkini í frítíma sínum. Ljósmynd/Hari Eddu Láru Lúðvígsdóttur hafði lengi dreymt um að gefa út bók þegar hún ákvað að skrifa barnabókina Lárus eignast systkini. Hugmyndin að bókinni kom til hennar þegar hún var barnshafandi að öðru barni sínu og fann enga skemmtilega sögu um þá upplifun að eignast systkini. Hún ákvað að láta drauminn rætast, ekki síst til að vera sonum sínum góð fyrirmynd. Langar að vera góð fyrirmynd Þ egar ég var að verða mamma í annað sinn lang-aði mig að lesa sögu fyrir son minn sem gæti undirbúið fyrir þá upplifun að verða eldra systk- ini,“ segir Edda Lára Lúðvígs- dóttir viðskiptafræðingur sem gaf nýverið barnabókin Lárus eignast systkini. „Við maðurinn minn fórum með eldri son okkar í bókabúð en fundum enga bók við hæfi og síðar heyrði ég það útundan mér að fleiri hefðu staðið í þessum sömu sporum. Og þar sem ég hafði lengi gengið með þann draum að gefa út mína eigin bók ákvað ég að gera þessa bók bara sjálf. Ég fann það svo sterkt eftir að ég varð mamma hvað það skiptir miklu máli að vera góð fyrirmynd. Og ég held að ef maður eigi sér draum þá eigi maður að láta hann verða að veru- leika. Með þessari útgáfu langar mig að sýna þeim að þeir geta gert allt sem þeir vilja í lífinu, bara með hörkuvinnu og trú á sjálfum sér.“ Mikið fjör á heimilinu Synir Eddu Láru eru þriggja og eins árs í dag og segir hún fjöl- skyldulífið ganga eins og í sögu. Bókin hafi líka hjálpað til. „Það hjálpar alltaf að ræða hlutina, allar þessar skemmtilegu áskoranir sem verða á vegi okkar þegar börn eignast systkini. Það eru tuttugu mánuðir á milli Ármanns og Jó- hannesar þannig að heima hjá okkur er mikið fjör,“ segir Edda Lára sem hefur passað vel upp á að eldri bróðurnum líði aldrei eins og hann hafi misst sína stöðu. „Við gerðum ýmislegt sem okkur fannst hjálpa til. Maðurinn minn náði til dæmis í eldri strákinn okk- ar úr pössun til afa síns og ömmu og þeir komu saman á spítalann að ná í okkur Jóhannes. Og við fórum saman heim sem fjölskylda í stað þess að hann kæmi beint heim úr pössuninni og sæi okkur saman með litla barnið í höndunum. Svo vorum við líka mjög meðvituð þegar heim var komið að sjá alltaf um hann líka.“ Börnin gefa bestu meðmælin Edda Lára vinnur við fyrirtækja- ráðgjöf í Íslandsbanka en notaði frítíma sinn til að skrifa bókina. „Ég hafði svo mikinn áhuga á þessu að ég nýtti frítímann þegar eldri strákurinn var sofnaður til að vinna. Það skiptir líka máli að eiga mann eins og ég á sem hefur verið einstaklega hvetjandi og haft trú á verkefninu frá byrjun,“ segir Edda Lára sem getur vel hugsað sér að skrifa aðra bók. „Þetta er búin að vera mjög skemmtilega reynsla og ég get vel hugsað mér að gera þetta aftur. Það er einstaklega gefandi að sjá þennan draum verða að veruleika og ekki síst að hafa fengið mörg skilaboð á hverjum einasta degi frá ánægðu fólki sem hefur keypt bókina. Líka frá börnum sem finnst hún skemmtileg. Það eru bestu meðmælin.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 40 viðtal Helgin 20.-22. nóvember 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.