Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 62
Einföld og virk lausn
við óþægilegri líkamslykt
Perspi-Guard® vörurnar henta
fólki með ofvirka svitakirtla
S vitalykt og óþægileg lík-amslykt er eitthvað sem við viljum vera laus við í okkar
daglega amstri. Sumir glíma hins
vegar við það vandamál að líkaminn
framleiðir of mikinn svita (hyper
hydrosis) og því fylgir oft á tíðum
mjög sterk svitalykt. Þessir einstak-
lingar vita oftast af vandamálinu og
hafa reynt allt sem þeir geta til að
bregðast við. Afleiðingar slæmr-
ar líkamslyktar, og athugasemda
vegna hennar, er andleg vanlíðan
sem oft leiðir til félagslegrar
einangrunar þess sem á við
vandamálið að etja. Unglings-
árin geta verið sérstaklega erfið
hvað þetta vandamál varðar og
getur jafnvel haft áhrif á mótun
einstaklingsins til framtíðar. Nú
er hins vegar hægt að koma, á
einfaldan hátt, í veg fyrir þetta
vandamál með Perspi-Guard
vörunum.
Sprey gegn óþægilegri
líkamslykt
Perspi-Guard® Maximum
5™ er líkamssprey sem
vinnur bug á erfiðustu til-
fellum af óþægilegri lík-
amslykt. Perspi-Guard®
Maximum 5™ er sterk-
ur svitalyktareyðir sem
hannaður er til að koma í
veg fyrir svita og svitalykt
hjá einstaklingum með of-
virka svitakirtla. Spreyið
má nota á alla venjulega
húð til að koma í veg fyrir
vandamál sem tengjast
miklum svita og svitalykt.
Virkni Maximum 5™ er svo mik-
il að einungis þarf að nota efnið
tvisvar í viku. Í mjög erfiðum til-
fellum gæti þó reynst þörf á meiri
notkun. Til að ná bestum árangri
skal úða spreyinu á hreina og þurra
húð á meðferðarsvæðið að kvöldi
til áður en farið er að sofa. Þvoið
svæðið sem bera skal á og þurrkið
vel. Úðið í 2-3 skipti á meðferðar-
svæðið og látið þorna. Spreyið má
nota undir hendur, á brjóstkassa,
hendur, kálfa og fætur. Notið ekki
annan svitalyktareyði á sama tíma
þar sem það gæti truflað meðferð-
ina.
Bakteríusápa við slæmri
líkamslykt
Perspi-Guard® Control™ er bakt-
eríusápa til að eyða bakteríum sem
myndast á húðinni í kjölfar mikill-
ar svitnunar. Venjuleg sturtusápa
ræður ekki við þessa bakteríusýk-
ingu og því er nauðsynlegt að nota
Perspi-Guard® Control™ sápuna
sem meðferð við slæmri líkamslykt.
Perspi-Guard® vörurnar eru fáan-
legar í öllum apótekum að undan-
skildum verslunum Lyfju.
Unnið í samstarfi við
Ýmus ehf.
Innihaldsefni Maximum 5: Ethyl Alcohol,
Aqua, Aluminium Chloride, Aluminium
Chlorohydrate, Glycerin, Alcloxa,
Dimethicone Copolyol, Propylene Glycol,
Triethyl Citrate.
Innihaldsefni Control bakteríusáp-
unnar: Aqua, Sodium lauryl ether sulfate,
Ammonium lauryl sulfate, Cocami-
dopropyl betaine, Glycerin, Cocamide
diethanolamine, Silicone oil, Sodium
chloride, Tocopherol, Citric acid, Triclosan,
ilmefni.
Viðvaranir: Ef vart verður við ertingu
á þeim svæðum sem Maximum 5™ var
borið á skal hætta notkun strax. Notist
ekki á svæði sem eru með sára eða skadd-
aða húð. Ekki skal spreyja á líkamssvæði
sem eru nýrökuð. Einungis til notkunar
útvortis. Forðist að efnið berist í augu.
Geymið þar sem börn ná ekki til. Geymist
við stofuhita, fjarri beinu sólarljósi. Ef
innbyrt, hafið strax samband við lækni
og hafið fylgiseðilinn við höndina. Efnið
er eldfimt.
Smyrslin Sárabót og Hælabót
eru hluti af íslensku vöru-
línunni Gandi. Smyrslin
eru mýkjandi, frískandi og
rakagefandi krem unnin
úr minkaolíu og íslenskum
jurtum.
M inkaolía og handtíndar íslenskar jurtir eru uppi-staðan í vörunum frá
Gandi. Minkaolía hefur óvenjuhátt
hlutfall af ómettuðum fitusýrum
sem gefa henni einstaka eiginleika
í snyrtivörum. Hún er græðandi og
mýkjandi náttúruleg afurð fyrir húð
bæði manna og dýra. Minkaolían
sogast hratt inn í húðina og getur
þannig hjálpað til við að loka sárum
og sprungum sem í kjölfarið gróa
hraðar. Í smyrslunum er einnig að
finna handtíndar íslenskar jurtir,
bývax og E-vítamín.
Heldur exeminu niðri
Klara Helgadóttir prófaði Sárabót
fyrir átta ára gamlan son sinn sem
berst við exem og er með mjög
þurra húð. „Við höfum prófað ansi
mörg exem krem, þar á meðal stera-
krem og ekkert hefur virkað jafn vel
og Sárabót frá Gandi. Við höldum
exeminu alveg niðri með Sárabót.“
Frískir og nærðir fætur
Hjördís Anna Helgadóttir notast við Hælabót í
starfi sínu sem fótaaðgerðafræðingur. „Í dag nota
ég nær eingöngu Hælabót frá Gandi eftir fótaaða-
gerðir og mæli ég hiklaust með þessu kremi. Það
þarf ekki mikið magn af því. Kremið smýgur mjög
vel inn í húðina og það er mjög gott að nudda upp
úr því. Hælabótin er sérstaklega góð á sprungna
hæla og þurra fætur.“ Hjördís er einnig hrifin af
myntunni í kreminu sem gefur fótunum frísk-
leika. „Ég hef unnið með þetta krem í um það bil
fimm mánuði og bæði ég og viðskiptavinir mínir
erum mjög hrifin af Hælabótinni frá Gandi,“ segir
Hjördís. Sárabót og Hælabót eru fáanleg í apótek-
um og heilsuhillum stórmarkaðanna.
Unnið í samstarfi við
Icecare
Nærandi
smyrsl úr
íslenskum
jurtum
Hælabót er mýkjandi, nærandi og
frískandi húðsmyrsl sem hefur reynst
vel á þurra og sprungna hæla. Hælabót
inniheldur minkaolíu, bývax, vallhumal,
tea tree- og piparmyntu kjarnaolíur auk
E-vítamíns. Vallhumall hefur lengi verið
notaður sem lækningajurt á Íslandi,
þekktur fyrir græðandi og mýkjandi
eiginleika sína. Tea tree olía er talin hafa
sótthreinsandi áhrif og piparmyntan
þykir auka blóðflæði.
Sárabót er mýkjandi, græðandi og
kláðastillandi smyrsl. Sárabót inniheldur
minkaolíu, bývax, haugarfa, vallhumal
og klóelfting, lavender og rósmarín
kjarnaolíur auk E-vítamíns. Klóelfting
og haugarfi hafa sömu eiginleika og
vallhumall en haugarfinn þykir einnig
kláðastillandi.
Hjördís Anna Helgadótt-
ir, löggiltur fótaaðgerða-
fræðingur, notar Hæla-
bót eftir fótaaðgerðir.
„Kremið smýgur mjög
vel inn í húðina og það
er mjög gott að nudda
upp úr því.“
SÍÐAN
1964
LAGER
SALA
30-70%
AF ÖLLUM
VÖRUM
MÁN-LAU
13-18 OG
SUN 13-17
ASKALIND 2
KÓPAVOGI
Helgin 20.-22. nóvember 201562