Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Page 2
FIMM ÁRUM ELDRI EN FULLYRT VAR 2 Fréttir 11.–13. janúar 2013 Helgarblað Kennitöluflakkið skoðað 3 Friðjón Björg-vin Gunnars- son, eigandi net- verslunarinnar buy.is, hefur skipu- lega fært starf- semi netverslun- arinnar buy.is á milli kennitalna á undanförnum árum til að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Starf- semi buy.is felst að mestu í sölu raf- tækja en þegar þau eru flutt inn þarf að greiða af þeim tolla og virðis- aukaskatt eða svokölluð aðflutnings- gjöld. Er nú svo komið að ýmis félög sem tengjast Friðjóni samkvæmt fyrir tækjaskrá skulda um 50 milljónir króna í opinber gjöld. Friðjón hefur áður látið hafa eftir sér að kennitölu- flakk sé hvorki siðlaust né ólöglegt. „Endurmet líf mitt“ 2 Jónas Hvann-berg, sér- fræðingur í bækl- unarlækningum í Svíþjóð, fagnaði 35 ára afmæli sínu hér á landi þann 5. janúar í skugga krabbameins. Hann er búsettur í Gautaborg í Svíþjóð ásamt sambýl- iskonu sinni, Anniku Wiel Fredén. Í viðtali við DV á mánudag sagði Jónas meðal annars frá baráttu sinni við krabbamein sem hann greindist með í ristli og lifur. Jónas segist hafa endurmetið líf sitt í kjölfar grein- ingar krabbameinsins. „Ég endur- met líf mitt þegar ég stend frammi fyrir þessu. Maður sér hvað maður hefur og hvað maður er þó heppinn að mörgu leyti.“ „Ég játa mín brot“ 1 „Ég skal segja þér eitt. Ég er trúaður og ég veit hvað er rétt og hvað er rangt. Ég hef gert rangt þó að ég viti að það sé rangt, hvernig sem á því stendur,“ sagði Karl Vignir Þorsteins- son í viðtali við DV á miðvikudag en hann játaði í Kastljósi á mánu- dagskvöld að hafa brotið kynferðis- lega gegn allt að 50 börnum. Hann sagðist vita upp á sig sökina og sagði í viðtali við blaðamann að hann myndi játa sín brot í yfirheyrslum hjá lögreglu. „Ég skila mínum málum á réttan stað. Ég játa auðvitað öll mín brot, ég geri það. Ég hitti lögregluna í dag,“ sagði Karl Vignir en viðtal DV við hann var tekið á þriðjudag. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni n Neytendur leiddir í gildru n Umboðin vernduð af reglugerð „Umboðin börðust fyrir því að þetta yrði svona og rökin hjá þeim voru að bíll væri nýr þangað til hann væri tek- inn í notkun. A kureyringurinn Garðar Ingvi Gunnarsson keypti aldeilis köttinn í sekknum þegar hann keypti Mercedes Benz C 200-bif- reið í fyrra. Hann komst að því að bíllinn reyndist ekki vera 2006 ár- gerð, líkt og haldið var fram, heldur heilum fimm árum eldri. Hvernig getur svona lagað átt sér stað gætu einhverjir spurt sig en svarið er að finna í reglugerð um nýskráningu bíla. Þar er einungis ákvæði um að bílar séu nýskráðir í íslenskri bifreiðaskrá þegar þeir eru keyptir í fyrsta skiptið, burt sé frá því hvaða ár þeir eru framleiddir. Það þýðir í raun að ef bíll er framleidd- ur árið 2001 en keyptur í fyrsta skipt- ið árið 2006, er hann skráður árgerð 2006 á Íslandi. Í engu samræmi við raunvirði Þegar Garðar leit bílinn augum á bílasölu sá hann að bíllinn var skráður sem árgerð 2006. Hann festi kaup á bílnum og ók honum heim, norður á Akureyri. Fljótlega fóru að gera vart við sig ýmiss kon- ar bilanir, líkt og gangtruflanir og bilaðir skynjarar. Í grein Félags ís- lenskra bifreiðaeiganda um málið kemur fram að við aldursgreiningu á bílnum hafi komið í ljós að hann var alls ekki framleiddur árið 2006 heldur árið 2001. Verðið sem Garðar greiddi fyrir bílinn var því í engu samræmi við raunvirði bílsins. Samkvæmt grein FÍB um málið var bíllinn forskráður í september árið 2005 en skráður á götuna í maí árið 2006. Fyrsti skráði eigandi bíls- ins átti hann fram í mars 2011 en eftir það eignaðist SP fjármögnun bílinn, síðan Landsbankinn, síðan Hömlur B&T og svo aftur Lands- bankinn sem setti bílinn á sölu hjá bílasölu í Reykjavík. Ávallt var geng- ið út frá því að bíllinn væri 2006 ár- gerð. Neytendur leiddir í gildru „Þetta er allt of algengt,“ segir Stef- án Ásgrímsson, hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, um ranga ný- skráningu á bílum. Fyrir um það bil fjórtán árum var reglugerð um ný- skráningu bíla breytt og segir Stefán neytendur vera leidda í gildru með þeim breytingum. „Bílar voru skráð- ir eftir árgerðum. Nýjar árgerðir koma oft seint á árinu og það var skráð í bifreiðaskrá. Nú þarf ekki að skrá neitt annað en hvenær bíllinn er skráður í íslenska bifreiðaskrá, það er að segja þegar hann er keypt- ur í fyrsta skiptið,“ segir Stefán. Þetta þýðir í raun að bílar geta staðið árum saman en skráningar- árið þeirra verður ekki skráð fyrr en einhver kaupir bílinn. „Umboðin börðust fyrir því að þetta yrði svona og rökin hjá þeim voru að bíll væri nýr þangað til hann væri tekinn í notkun.“ Stefán segir það fara eftir velvilja umboðsaðila hvort bifreiðaeigendur geti komist að því hver raunveruleg- ur aldur bíla þeirra sé. Bílaframleið- endur, en þó ekki allir, setja upp- lýsingar um framleiðsluviku eða mánuð bíla í kennitölu þeirra, VIN- númer eða framleiðslunúmer, en þær upplýsingar eru kóðaðar og oft og tíðum ekki skiljanlegar og neita sum bílaumboð að gefa upp hvað þær þýða. n Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is Alltof algengt Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB, segir það of algengt að bílar séu með rangt skráningarár á Íslandi. Fimm ára gamall Þetta er bíllinn sem Garðar Ingvi keypti. Hann reyndist vera framleiddur árið 2001 en Garðar keypti hann á þeirri forsendu að hann væri árgerð 2006. Kirkjan verji mismunun Ásatrúarfélagið tekur upp hanskann fyrir Þjóðkirkjuna með ályktun sem félagið sendir frá sér um fyrir hugaða söfnun kirkjunnar fyrir tækjakaup- um fyrir Landspítalann, þar sem söfnuninni er fagnað. En í sömu andrá segir félagið að kirkjan verji mismunun í sína eigin þágu. Agn- es M. Sigurðardóttir biskup sagði í nýársávarpi sínu frá fyrir ætlunum kirkjunnar um að safna fé til tækja- kaupa. Það varð meðal annars til þess að Sigríður Ingibjörg Ingadótt- ir þingkona gagnrýndi kirkjuna, enda hefði Þjóðkirkjan barist mikið fyrir auknum fjárveitingum til sín er fjárlög voru gerð í desember í fyrra. Sagði þingkonan það skjóta skökku við að kirkjan sem ríkisstofnun væri að standa fyrir söfnun fyrir spítal- ann en hafi um leið barist fyrir því að fá auknar fjárveitingar úr sama sjóði og Landspítalinn fær sínar fjár- veitingar. Ásatrúarfélagið fagnar í ályktun fyrirhugaðri söfnun þjóðkirkjunn- ar en segir þó að félagið sé mót- fallið aukaframlögum til kirkjunn- ar: „Samþykktin er að sjálfsögðu óháð því að Ásatrúarfélagið hefur, ásamt fleiri trúfélögum, lengi barist gegn því misrétti að ríkisvaldið mismuni trúfélögum með rífleg- um aukaframlögum til Þjóðkirkj- unnar úr sameiginlegum sjóðum okkar allra.“ Telur Ásatrúarfélagið að ríkis valdið sé með þessum fram- lögum að mismuna fólki eftir trúar- skoðunum: „Þannig skipa yfirvöld þeim fjórðungi landsmanna, sem kýs að standa utan Þjóðkirkjunnar, skör lægra en annað fólk og sjálf ver kirkjan mismunun í sína þágu með oddi og egg.“ Lokkaði stúlkur Karlmaður í bíl hafði afskipti af tveimur stúlkum í Árbæjarhverfi í Reykjavík á miðvikudag og fer kyn- ferðisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík með rannsókn málsins. Heimildir DV herma að manninum hafi tekist að tæla stúlkurnar upp í bifreið sína, en það hefur ekki fengist staðfest. Foreldrar barna í Árbæjarskóla fengu í gær bréf frá skólastjóranum þar sem talað er um að í hverfinu sé á ferð einstaklingur sem hefur það að „markmiði að tæla börn upp í bifreið sína,“ og að lögreglan leggi áherslu á að maðurinn finnist. Foreldrar eru hvattir til að ræða þessi mál við börn og ítreka að þau ekki ekki að fara upp í bifreiðar hjá ókunnugum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.