Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Page 17
næst í beinni útsendingu í Kastljósi
á þriðjudagskvöld. Skömmu áður en
þátturinn fór í loftið hafði hún frétt
að Karl Vignir hefði beitt góða vin-
konu hennar kynferðislegu ofbeldi.
Hún viðurkennir að það hafi þyrmt
yfir hana.
Viðbrögðin við umfjölluninni
hafa verið gífurleg. Kveðjum og þökk-
um hefur rignt yfir þær stöllur á Face-
book og svo virðist sem ákveðin vit-
undarvakning sé að eiga sér stað.
Erna segir þær vera að fá ákveðna
lokun í máli sem þær eru búnar að
berjast í allt of lengi. „Að hann sé tek-
inn núna og færður í gæsluvarðhald
er líka ákveðin viðurkenning sem
nefndin gat ekki gefið okkur. Ég vona
bara að þetta hafi þau áhrif að þjóð-
félagið vakni upp. Þá er þetta þess
virði,“ segir Erna.
Ánægð með viðbrögð
lögreglunnar
María tekur undir það. Hún segir til-
finningarnar þessa dagana þó vera
hálf blendnar og finnst athyglin sem
þær fá helst til mikil. „Ég kem af fjöll-
um hve mikið er talað um okkur, en
ég er ofsalega ánægð með það hvað
lögreglan hefur brugðist vel við eftir
Kastljósið,“ segir hún.
„Nú verðum við bara að hugsa
glöð til framtíðar og koma í veg fyrir
að svona mál séu þögguð niður. Þetta
eru gleðitímar, annars vegar er Karl
Vignir kominn inn og forsætisráð-
herra hyggst skipa starfshóp þriggja
ráðuneyta vegna málsins. Ég trúi því
ekki að þetta sé að gerast loksins.“
María getur ekki leynt gleði sinni
með árangurinn en segir þær ekki
vanar svona jákvæðum viðbrögðum
og viti varla hvernig þær eigi að taka
þeim.
Þær vonast til að barátta þeirri
skili frekari árangri og að í fram-
tíðinni verði mál af þessu tagi ekki
þögguð niður. Þá binda þær einnig
vonir við að viðeigandi úrræði fyr-
ir barnaníðinga líti dagsins ljós sem
fyrst. „ Hugur okkar er með fórn-
arlömbunum og hetjunum sem hafa
komið fram,“ segir María að lokum. n
Fréttir 17 Helgarblað 11.–13. janúar 2013
n „Á meðan við erum öll að kafna úr meðvirkni þá er verið að mis-
nota börnin okkar“ n Snýst ekki um að hengja einhvern á torgi
Rænd baRnæskunni
Þ
að eru mörg bæjarfélög
sem eiga dónakall, það
kannast flestir við þetta.
Börnum er bannað að fara
í ákveðin hús til dæmis
til að selja merki og slíkt,“ segir
Thelma Ásdísardóttir hjá Dreka-
slóð, fræðslu- og þjónustumiðsstöð
fyrir þolendur alls kyns ofbeldis og
aðstandendur þeirra.
Hún segir nauðsynlegt að taka
það alltaf alvarlega ef börn segja frá
því að einhver fullorðinn hafi reynt
að lokka þau inn til sín með sæl-
gæti, verið dónalegur eða látið þau
horfa á klámmyndir. „Það á alltaf að
bregðast við, í hvert einasta skipti.
Viðbrögðin þurfa ekkert að vera
flókin, til dæmis bara að hringja í
barnavernd. Ef margar kvartanir
koma vegna sama mannsins þá á
ekki að sætta sig við að hann sé bara
dónakallinn sem eigi að láta í friði.
Frekar að bregðast við og hugsa að
mín viðbrögð geti orðið til þess að
bjarga framtíðarþolanda.“ Thelma
segir það of algengt að heilu sam-
félögin hafi vitneskju um mál af
þessu tagi án þess að tekið sé á
þeim.
Kannski búa börn á heimilinu
Hún veit að margir veigra sér við
að að bregðast við vegna þeirrar
áhættu að bera menn röngum sök-
um. „Fólk verður hins vegar að
treysta yfirvöldum til þess að grípa
ekki til aðgerða nema ástæða þyki
til. Með því að gera ekki neitt og
komast að því seinna að þessi að-
ili hafi verið að meiða börn þá situr
fólk uppi með það.“ Thelma telur
að sjálfsásakanirnar verði þyngri ef
sú reynist raunin. Hún bendir jafn-
framt á að yfirleitt sé einhver ástæða
að baki því að börnum sé sagt að
varast ákveðna einstaklinga. „For-
eldrar sem vilja ekki að börnin sín
fari og leiki inni á ákveðnu heimili í
bænum mega ekki bara staldra við
þar, heldur velta fyrir sér að þar búi
kannski börn sem eru beitt ofbeldi.“
Það var þannig í tilviki Thelmu
en faðir hennar beitti hana og
systur hennar kynferðisofbeldi og
leyfði öðrum mönnum að gera slíkt
hið sama. Börnin í hverfinu máttu
ekki fara heim til hennar. „Ég skil
það mjög vel enda var þetta stór-
hættulegt heimili. En það má ekki
stoppa þar.“
Ofbeldið þrífst í aðgerðaleysi
Thelma segir meðvirknina vera
mjög ríkjandi í íslensku samfé-
lagi og sú meðvirkni sem mynd-
aðist í kringum Karl Vigni sé síður
en svo einsdæmi. „Það vill enginn
vera manneskjan sem stígur fram
og segir eitthvað. Á meðan við
erum öll að kafna úr meðvirkni þá
er verið að misnota börnin okkar.
Þetta snýst ekki um að hengja ein-
hvern á torgi, heldur bregðast við
og láta ekki eins og ekkert sé. Það
er í því sem þetta þrífst.“
Þau hjá Drekaslóð hafa með-
al annars verið að hvetja vinnu-
staði til að setja upp aðgerðaáætl-
un þegar svona mál koma upp.
„Þetta eru ofboðslega erfið mál,
sérstaklega þegar um ræðir sam-
starfsfélaga, fjölskyldumeðlim eða
trúarleiðtoga. Aðila sem fólk hefur
kynnst og líkar vel við.“
Gott að skrá brotin
Eftir að mál Karls Vignis voru tek-
in til umfjöllunar í Kastljósi í byrj-
un vikunnar hafi fleiri og fleiri fórn-
arlömb stigið fram. Þá hafa enn
fleiri leitað sér aðstoðar í kjölfarið
til að að vinna úr afleiðingum of-
beldisins. Margir í fyrsta skipti.
Thelma segir það algengt að
fórnarlömb kynferðisofbeldis fari
og láti skrá brot hjá lögreglu þrátt
fyrir að þau séu fyrnd. „Þá eru brot-
in skráð hjá lögreglu. Það er líka
gott fyrir þolendur að einhvern
veginn skila af sér brotinu til yfir-
valda þrátt fyrir að vitað sé að það
fari ekki lengra.“
Thelma hvetur alla sem orðið
hafa fyrir ofbeldi af einhverju tagi
að vinna úr sínum málum. „Ekki
sitja einn með þetta, gerðu frekar
eitthvað í málunum.“ Hún segir
enga aðferð vera þá einu réttu en
fyrir hana sjálfa skipti það öllu máli
að geta talað við aðra þolendur og
deilt reynslu sinni.
Ekki láta dóna-
kallinn í friði
Erna Agnarsdóttir
Fædd: 1956
Kom á Kumbaravog: 1965
Aldur: 9 ára
Fór: 1975
María Haraldsdóttir
Fædd: 1958
Kom á Kumbaravog: 1966
Aldur: 8 ára
Fór: Strauk árið 1975
Meðvirknin mikil
Thelma segir að fólk
verði að kasta með-
virkninni og bregðast
við ef grunur leikur á
kynferðisofbeldi.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is