Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Síða 21
Þ að voru ekki margir sem tóku því alvarlega þegar óperutónskáldið og list- málarinn Vladimir Franz ákvað að bjóða sig fram í forsetakosningunum sem fram fara í Tékklandi um helgina. Franz, sem er fæddur árið 1959 í höfuðborginni Prag, er þakinn húðflúri og töldu margir að um hreint og klárt grín- framboð væri að ræða. Þá hefur hann enga reynslu úr stjórnmálum og í raun enga þekkingu á efnahagsmál- um eins og hann viðurkenndi fúslega eftir að hafa tilkynnt um framboð sitt. Keppinautar hans um forsetastólinn í Tékklandi hafa þó fulla ástæðu til að taka Franz alvarlega enda hefur hann notið töluverðs fylgis í skoð- anakönnunum fyrir kosningarnar um helgina. Fischer og Zeman líklegir Níu frambjóðendur berjast um hylli landsmanna fyrir kosningarnar og samkvæmt skoðanakönnunum er Franz í þriðja sæti. Samkvæmt út- gönguspám mun Franz fá á bilinu 11–14 prósent atkvæða sem mun duga skammt. Flest bendir til þess að Jan Fischer og Milos Zeman, sem báðir hafa gegnt embætti forsætis- ráðherra Tékklands, muni berjast um forsetastólinn. Að því gefnu að enginn fái yfir 50 prósent atkvæða í kosningunum um helgina verður aftur kosið á milli tveggja efstu manna helgina 25–26. janúar og gera skoðanakannanir ráð fyrir að þar muni Fischer og Zeman berjast. Zeman, sem var forsætisráðherra frá 1998 til 2002, nýtur stuðnings 25 pró- senta kjósenda samkvæmt skoðana- könnunum en Zeman, sem gegndi embættinu 2009 og 2010, um 20 pró- senta. Það bendir því fátt til þess að Franz nái kjöri sem forseti Tékklands en honum hefur engu að síður tekist að hrista rækilega upp í stjórnkerfinu landsins. Dáður af ungum Tékkum „Stjórnkerfið hér er svo heillað af sjálfu sér að það hefur tapað eigin- leikanum til sjálfskoðunar,“ sagði Franz í viðtali við AP-fréttastof- una í vikunni. Hann ákvað að bjóða sig fram eftir að kunningjar hans skoruðu á hann. Markmiðið var í raun aldrei að vinna kosningarnar heldur vekja athygli á því sem betur mætti fara. Snjóboltinn rúllaði og var fljótur að stækka og á Franz nú mjög dygga fylgismenn, sérstaklega meðal ungra Tékka. Í umfjöllun breska blaðsins Guardian um fram- boð hans kemur fram að virtur tékk- neskur hagfræðingur hafi boðið hon- um ráðgjafastarf án greiðslu og þeir sem vinna að framboði hans gera það einnig frítt. Franz hefur sjálfur ekki eytt krónu í framboðið og til að mynda ekki hengt upp nein kosn- ingaplaköt. Framboð hans til þessa hefur kostað 3,3 milljónir króna sem greiddar hafa verið af stuðnings- mönnum hans. Á móti ESB Þó að stutt sé til kosninga eru í raun aðeins nokkrir dagar síðan Franz til- kynnti formlega um framboð sitt. Það gerðist í lok árs 2012 þegar Franz skilaði inn 88 þúsund undirskriftum, en frambjóðendur þurfa einungis að skila inn 50 þúsund undirskriftum. Hann hefur heitið því að berjast gegn spillingu í tékknesku stjórnkerfi, bættu siðferði en einnig talað mikið fyrir mikilvægi menntunar. Þá hefur hann talað gegn Evrópusambandinu við öll tækifæri en Tékkar gengu í sambandið árið 2004. Til marks um vinsældir hans meðal yngri kyn- slóðarinnar má geta þess að á dögun- um voru nemendur í rúmlega 440 menntaskólum landsins látnir segja hug sinn fyrir kosningarnar og hvern þeir myndu kjósa. Það er skemmst frá því að segja að Franz vann þá at- kvæðagreiðslu með yfirburðum og hlaut 40 prósent atkvæða. Húðflúrið breytir engu Þó svo að Franz sé dálítið skugga- legur með allt sitt húðflúr virðist það ekki hafa áhrif á fólk – það er ekki beint algengt að einstaklingar með húðflúr í andlitinu sigri í forsetakosn- ingum. „Húðflúrið skiptir að mínu mati engu máli,“ segir Jakub Fisera, stúdent í Prag, í viðtali við Guardian. Fisera bætir þó við að reynsluleysi Franz í stjórnmálum veki meiri áhyggjur. Sjálfur segir Franz að húð- flúrið sé einfaldlega listaverk og for- setakosningarnar séu ekki fegurðar- samkeppni. „Húðflúr er merki um frjálsan vilja,“ segir hann. n Húðflúrað tónskáld Hristir upp í tékkum Erlent 21 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað „Húðflúr er merki um frjálsan vilja. n Vladimir Franz berst um forsetastólinn n Ekki eytt krónu í framboðið úr eigin vasa Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Helgarblað 11.–13. janúar 2013 Með stuðningsmönnum Húðflúr þekur 90 prósent af líkama Franz. Hér er hann með stuðningsmönnum sínum á framboðsfundi á dögunum. MynD REuTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.