Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Page 23
Ég held að honum hafi verið skítsama Fordæming hjálpar ekki Erna Agnarsdóttir hefur þá tilfinningu að Karl Vignir sé ekki hættur. – DVAnna Kristín Newton sálfræðingur segir útskúfun kynferðisafbrotamanna hættulega. – DV Tækifæri hugans Spurningin „Já, ég mun fylgjast aðeins með lokasprettinum ef það verður fjör. Maður dettur alltaf inn í það ef Íslandi gengur vel.“ Auður Jónsdóttir 39 ára rithöfundur „Nei, ég er einn af þessum „anti- sportistum“.“ Óskar Bragi Stefánsson 25 ára kvikmyndagerðarmaður „Nei, ég fylgist voða lítið með íþróttum.“ Kristófer Jón Kristófersson 16 ára nemi „Já, þegar ég er ekki vinnandi.“ Gunnar Ingi Hrafnsson 28 ára barþjónn „Já, en vanalega fylgist ég samt ekki með handbolta.“ Óðinn Páll Ríkarðsson 18 ára nemi Ætlar þú að fylgjast með HM í handbolta? 1 Strax hætt saman Taylor Swift er hætt með kærastanum, tónlistarmanninum Harry Styles úr hljómsveitinni One Direction. 2 Ótrúleg breyting á manni sem fór í kynleiðréttingu Myndband sem spannar þrjú ár í lífi ástralsks manns sem fór í kynleiðréttingu hefur vakið mikla athygli. 3 Sölvi lagði gildrur fyrir barnaníðinga Í næsta þætti af Málinu kannar Sölvi Tryggvason þann skelfilega heim sem barnaníðingar lifa í og hrærast, egnir fyrir þá gildur, kemur upp um þá og nær svo viðtali við einn þeirra. 4 Styttist í dómsuppkvaðningu Á fjórða hundrað milljarða króna kostnaður gæti lagst á ríkissjóð ef Icesave-málið fer á versta veg en dómur verður kveðinn upp í málinu fyrri EFTA-dómstólnum þann 28. janúar. 5 „Ég skammaðist mín svaka-lega að hafa bara trúað kallinum“ Gunnar Páll Gunnarsson kokkur steig fram og sagði frá kynnum sínum af Karli Vigni Þorsteinssyni á bloggsíðu sinni í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Mest lesið á DV.is Gleði gulfiskanna Í fiskabúri íhaldsins svamla þeir, gull- fiskarnir sem sægreifarnir hafa til skrauts; gullfiskarnir sem þiggja ljós og yl í glerbúri græðginnar og þiggja mylsnu af borði þeirra sem fara með fjöregg þjóðarinnar einsog það sé full- komlega óbrjótanlegt. Minni gullfiska er þess eðlis, að þeir muna ekki eftir því úr hvaða átt þeir koma. Og það er akkúrat þetta minni sem er svo smitandi, það gagntekur alla sem dást að litaauðgi gullfiska; glæsilegu útliti og menn fá glýju í augun þegar sólar glætan speglast í gullnu hreistrinu. Þegar aðdáun þjóðarinnar á gleði gull- fiskanna rís hvað hæst, er einsog þjóð speglahomma sé að færast yfir í sjálf- kynhneigð. Útlitsdýrkunin nær slíkum tökum á þjóðarsálinni að fólk gleymir stund og stað; gleymir að skoða hvaðan komið er og veit ekkert hvert ferðinni er heitið. Já, það er gullfiskaminni þjóðar- innar sem kemur í ljós þegar við metum verk þeirra stjórnmálamanna sem hafa haldið um stjórnartauma síðustu miss- erin. Reyndar skal ég viðurkenna, að ég verð yfirleitt alltaf fyrir vonbrigðum með alla stjórnmálamenn. Ég held í fyrstu að um ágætustu sálir sé að ræða. En eftir því sem þeir opna munninn oftar og hleypa loftbólunum út, verð ég æ sannfærðari um að kvarnir þeirra gefi þjóðarskútunni ekki þann mátt sem við höfðum lagt traust okkar á. Minni mitt segir mér þó, að stjórnarfarið síðustu misserin hafi verið manneskjulegra og að því hafi verið stýrt af meiri jöfnuði en í góðærinu þekktist; þegar góðir menn ærðu okkur með upphrópunum um græðgi og gróða. Við ættum núna öll í sameiningu að taka örstutta hugleiðslu; reyna að gleyma gullfiskaminni okkar um stund og velta því fyrir okkur hvort nú sé þörf á nýrri búsáhaldabyltingu. Er kannski þörf á nýrri skýrslu frá rannsóknarnefnd Alþingis? Hefur stjórn Jóhönnu drýgt einhvern þann glæp sem er í ætt við rán Dabba litla, Halldórs Ásgrímssonar, Finns Ingólfssonar og þeirrar alræmdu glæpaklíku sem laug því, að þjóðin væri að upplifa góðæri? Eða þurfum við kannski öll að skella okkur á kaf í gullfiskabúrið og mótmæla því að LÍÚ- klíkan þurfi að greiða fyrir afnotarétt af þeirri auðlind sem um hafið svamlar? Þessum spurningum getum við öll svarað neitandi. Við eigum að vera þakklát fyrir að enn skuli finnast fórn- fúst fólk einsog Jóhanna Sigurðar- dóttir; fólk sem hefur döngun og dug til að þrífa, eftir að sóðarnir hafa fengið að hylja gler fiskabúrsins með dollara- grænni slikju. Og jafnvel þótt (einsog áður segir) Jóhanna hafi þurft að hafa misvitra menn í liði sínu, þá er nú alla- vega ögn af öryggistilfinningu að hafa – samanborið við það sem koma skal – þ.e.a.s. ef við fáum alræmt glæpamenni sem næsta forsætisráðherra og ef við fáum afætur helmingaskiptaveldisins yfir okkur. Þá verður erfitt að synda um í gullfiskabúrinu, en þá geta gullfiskarn- ir kannski verið þakklátir fyrir minnis- leysið og þá geta þeir þakkað fyrir alla þá fáfræði sem græðgin hefur kennt þeim að njóta. Viskan sumum veitir fró og von í lífsins funa en gullfiskar í grænum sjó glíma við að muna. E itt helsta verkefni stjórnvalda er að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Þar munu aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri og fjölbreyttri menntun leika lykilhlutverk. Ísland verður aldrei stór- veldi en það er ríkt af auðlindum og gott aðgengi að menntun er auðlind sem getur veitt Íslendingum forskot á aðrar þjóðir. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámark- aður með því að sem flestir hafi tæki- færi til að mennta sig. Í hnattvæddum heimi á tímum hraðrar tækniþróunar veit enginn hvar næsta yfirburðahug- mynd verður til. Sprotar geta vaxið og blómgast á ólíklegustu stöðum. Skólarnir – lykilinn að nýsköpun Efnahags- og atvinnumál þjóðarinnar verða að grundvallast á aukinni menntun og ekki síst á möguleikum til nýsköpunar á háskólastigi og í vís- indasamfélaginu. Þar verða að haldast í hendur aukin framlög til opinna og faglegra samkeppnissjóða og mark- vissari stuðningur við háskóla svo að þeim verði gert kleift að sinna hlut- verki sínu sem aflstöðvar í framþróun samfélagsins. Efnahagshrunið hefur takmarkað möguleikana á að styðja myndarlega við þessar stofnanir en að- eins til skamms tíma. Nú eru sóknar- færi á ný og sóknin er þegar hafin. Það finna þessar stofnanir á fjárlögum þessa árs þó að við gerum enn betur á næsta ári, þegar efnahagurinn hefur rétt enn frekar úr kútnum. Aukinn stuðningur til samkeppnis- sjóða og tækniþróunar Fyrir fámenna þjóð er lífsnauðsyn að leiða fram nýjar hugmyndir sem nýst geta í atvinnulífinu. Öll áherslan þarf að vera á að auka verðmæti þeirra auðæva sem við búum að í umhverf- inu eða sköpum úr nánast engu nema hugviti. Til þess að styðja við góðar hugmyndir hafa framlög til samkeppnis sjóða og tækniþróunar verið hækkuð um 1,3 milljarða í fjár- lögum fyrir árið 2013. Þessi fjárfesting mun skila sér í nýrri þekkingu og hjálpa til við að gera Ísland að fjöl- breyttara og betra samfélagi. Ekki þarf að efa að hugmyndir eru nægar í vísindasamfélaginu til að nýta þessi auknu framlög, sem aftur munu styrkja stoðir atvinnulífsins og nýtast til að leiða fram nýjar lausnir. Stjórnvöld eiga fyrst og fremst að leggja áherslu á almenna eflingu vís- indasamfélagsins og að fjármunum sé dreift samkvæmt almennum reglum þar sem þeir nýtast best. Sjálfstæði vís- indanna skiptir þar miklu máli, þau eiga að þjóna samfélaginu en út frá eigin forsendum en ekki samkvæmt pöntunarlistum misviturra stjórnmála- manna og hagsmunaaðila. Ég trúi því að í hverjum einasta Ís- lendingi búi auður. Menntakerfið og vísindin eru meðal öflugustu tækja sem við eigum til að virkja þann auð bæði fyrir hagkerfið og samfélagið allt. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Myndin Umræða 23 Helgarblað 11.–13. janúar 2013 Fáðu leiðsögn hjá þjálfara Linda Pétursdóttir gefur ráð þeim sem ætla að taka á því í ræktinni. – DV „Fyrir fámenna þjóð er lífs- nauðsyn að leiða fram nýjar hugmynd- ir sem nýst geta í atvinnulífinu Kjallari Katrín Jakobsdóttir Hindranir yfirstignar Stórveldi í viðskiptalífinu hvíla mörg hver á hugvitinu einu saman. Myndin er af spretthlaupara með gervifætur frá Össuri hf. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Erlendir sérfræðingar Í vikunni hafa verið miklar framkvæmdir í Tryggvagötu í Reykjavík. Þar vinnur erlent teymi að því að einangra að innan gamlar skolplagnir í götunni. Í mjög einfölduðu máli, og eftir því sem blaðamaður kemst næst, þræða þeir einhvers konar trefjasokk niður holræsið sem verður svo að hörðu efni þegar sérútbúin efnablanda leikur um lagnirnar. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.