Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Síða 26
26 Viðtal 11.–13. janúar 2013 Helgarblað
af mörgum sem eitthvað bla bla. Á
sama tíma er það æpandi, að það
sem er einna mest að í þessu samfé-
lagi er einmitt skortur á samvinnu og
trausti á svo mörgum sviðum. Þarf
ekki að vinna í því?
Það er viss tilhneiging í gangi,
að vilja afgreiða vel meinandi fólk
sem léttvægt og innihaldslaust. Mér
var til dæmis bent á um daginn að
Styrmir Gunnarsson hefði kallað mig
puntustrák í bloggi. Þetta var eftir
ræðu sem ég flutti í þinginu, þar sem
ég var virkilega að reyna að segja
á fimm mínútum hvað það er sem
mér finnst mikilvægt.“ Guðmundur
fórnar höndum. „Tölum aðeins um
þessa gömlu, reiðu menn. Það eru
svona menn sem eru sífellt að segja
okkur, sem erum að taka við, að við
séum stefnu- og hugsjónalaust fólk
upp til hópa, merkingarlaust fólk
sem veður áfram og á helst bara að
gera það sem þeir vilja eða fara heim
og skammast sín. Þessi umræða um
sjálfhverfu kynslóðina um daginn,
heil kynslóð afgreidd sem hún væri
bara að hugsa um afturendann á
sjálfri sér. Þetta er kynslóðin sem er
að vaxa upp sem ég þekki ekki af öðru
en því að taka mjög alvarlega því að
taka við samfélaginu. Þetta fólk hefur
bara margt aðrar hugmyndir og ann-
an stíl en áður tíðkaðist. Talar saman
öðruvísi. Það er svo mikilvægt að
þeir sem eru farnir af sviðinu reyni
að hlusta og skilja. Þegar ég segi til
dæmis að flokkurinn sem við vor-
um að stofna sé víðsýnn, grænn og
hann sé frjálslyndur, þá veit ég al-
veg að þessi hugtök eru margnot-
uð og útjöskuð. Ég held að það sé
mjög mikilvægt að í stað þess að af-
greiða þetta sem merkingarleysu og
mig sem mann sem bullar að reyna
að skilja hvað ég á við með þessum
orðum. Hvað meinar maðurinn?
Það er alltaf lykilspurningin. Ég veit
að maður þarf til dæmis að útskýra
orð eins og frjálslyndur, vegna þess
að það er búið að ofnota það. Algjör-
lega. En það þýðir mikilvæga hluti
fyrir mér. Það þýðir að maður leggur
áherslu á fjölbreytni og rétt einstak-
linga til að tala sínu máli. Til að upp-
fylla drauma sína og taka ábyrgð á
sjálfum sér. Og að það sé hlutverk
stjórnmálamanna að skapa skilyrðin
til þess. Svo þarf að spá í það hvort
við séum raunverulega að gera það
eða ekki. Eru þessi markmið tekin
nógu alvarlega? Ég held ekki.“
Guðmundur nefnir að á móti
þýði ekkert annað í stjórnmálum
en að hafa skráp fyrir palladóm-
um, aðferðum og leikjum sem þess-
um. „Æðruleysið, æðruleysið,“ dæsir
hann og brosir.
Eins og Georg Bjarnfreðarson
Blaðamanni leikur forvitni á að vita
um menntun Guðmundar. Hvert
lá leiðin? Það kemur í ljós að hann
hefur skrifað tvær meistaraprófs-
ritgerðir í heimspeki, í Bretlandi og
Svíþjóð, nánast um sama efnið.
„Nú fer ég að hljóma eins og
Georg Bjarnfreðarson, sem var með
fimm háskólagráður,“ segir hann og
brosir breitt.
„Ég lærði íslensku og heimspeki
og hallaðist alltaf meira að heim-
speki, þar kenndi mér Þorsteinn
Gylfason sem var alveg ótrúlega
mikill lærdómur að kynnast. Hans
hugsun og hans skýra nálgun var
mér innblástur. Hann var leiðbein-
andi minn þegar ég skrifaði ritgerð
um málspeki, tungumálaheimspeki
og merkingarfræði sem gengur svo
mikið út á að greina merkingu orða
og hvaða öfl séu þar að verki. Og við
sátum alltaf lengi og ræddum mál-
in. Ég fór í heimsókn til hans og sat
þá oft í fjóra eða fimm tíma, með-
an hann reykti, ég veit ekki hvað
margar sígarettur. Með þennan
ráma hlátur og leiftrandi kímnigáfu
og magnaðar greiningar sem maður
fór í gegnum með honum.
Ég fór að stúdera Wittgenstein,
sem er ekkert einfaldur heimspek-
ingur og báðar meistaraprófsrit-
gerðir mínar fjölluðu um hann og
málspeki hans sem er eins konar
nálgun á lífið og tilveruna út frá
greiningu á tungumálinu. Mér
finnst það mikið veganesti í pólitík.
Tungumálið er leikur að orð-
um. Orð sækja merkingu sína
í samhengið. Fólk þarf að tala
saman til þess að komast að merk-
ingu orðanna og skapa skilning
sín á milli. Og þá þarf oft að kafa
dýpra. Mörg rifrildi eru vegna þess
að þetta er ekki gert. Mörg rifr-
ildi enda til dæmis á: já meintir þú
það? Ég meinti ekki það! Það get-
ur tekið tíma að finna út úr þessu.
Mörg rifrildi og deilur snúast um
mismunandi skilning á merkingu
orða. Þetta eru mannlegar aðstæð-
ur, að þurfa að komast að því hvað
fólk á við. Sé það gert, þá verður allt
svo miklu betra. Fjölmiðlar virka til
dæmis þannig að þeir taka hluta af
því sem maður segir og slá því upp.
Það sem er svo leiðinlegt að sjá er að
fyrirsagnir eða þetta eina komment
sem er haft eftir manni útskýrir svo
lítið og er ekki í samhengi. Svo lesa
gömlu reiðu mennirnir þetta og
berja í borðið: Sjáið þið þetta! Sjálf-
hverfa kynslóðin!“
Guðmundur vill gera það að ver-
kefni sínu að ná upp betri samræðu
og auka traust og skilning milli fólks.
„Það er eitthvað sem ég vil stuðla
að í stjórnmálum að við tölum
miklu meira saman. Misskilning-
ur er tímafrekur og leiðir til sóunar.
Leiðir til rangra ákvarðana og verri
geðheilsu. Það er svo margt í sam-
félaginu sem hefur verið rifist um í
árabil. Stundum hafa menn viljað
skapa misskilning. Þetta er kallað
smjörklípuaðferðin, þá er reynt að
skapa glundroða. Ef samfélagið er í
upplausn, þá myndast kjöraðstæð-
ur fyrir ákveðna tegund af pólitík,
einkum þá sem þolir illa dagsljósið.“
Bókin sem lyktaði af táfýlu
Guðmundur hefur líka skrif-
að bækur. Hann segir fyrstu skáld-
sögu sína, Áhrif mín á mannkyns-
söguna, hafa hlotið harða útreið af
gagnrýnendum. Einn sagðist finna
af henni táfýlu.
Hann hlær dátt að því atviki.
„Hún fékk skelfilega dóma. Ég var
rakkaður niður, það var alveg svaka-
leg gusa í andlitið. Ég var virkilega
búinn að eyða miklum tíma í þessa
bók. Svo fékk ég fyrsta dóminn. „Það
er táfýla af þessu,“ sagði Páll Baldvin
í sjónvarpinu og henti henni til hlið-
ar. Ég sagði bara fjandinn og ókei.
Fólk verður bara að segja það sem
því finnst. Einhverjum líkaði þó
bókin. Fyrir mér var hún lýsing á
hugarástandi mínu.“
Af slysavarðstofunni á barinn
„Bókin var frekar nýhilísk. Ég var
nýkominn úr námi og nýfráskilinn
að væflast um miðborg Reykja-
víkur. Þetta var Kaffibarstímabilið
mitt, þar sem ég fékk þetta ör,“ seg-
ir hann og bendir á augabrún. „Ég
var að grípa vin minn sem að ætl-
aði að taka sviðsdýfu af borði í hita
leiksins. Ég fór upp á slysavarðstofu
og lét sauma heilmörg spor og kom
svo aftur á barinn og hlaut fyrir það
mikla virðingu, skal ég segja þér,
meðal annars forláta viðurkenn-
ingarskjal frá Gullfossi og Geysi,
sem ég er reyndar búinn að týna.
Mig langaði að skrifa sögu um
mann sem flaut áfram eins og
rekaviður. Rekaviður frá Ströndum.
Mann sem vaknar og man ekki neitt
og endar á að hitta einhvern mann
sem ber hann í mauk og dularfulla
konu sem virðist þekkja hann. Þetta
átti að vera lýsing á tilvistarlegum
aðstæðum. En það kveikti auðvitað
enginn á þessu,“ segir hann og hlær
dátt.
Barnabók um svín
Hann segist hafa týnt áttum um
tíma. Hann samsinnir blaðamanni
um að árin milli tvítugs og þrítugs
séu oft ansi erfið. „Þá heldur maður
að maður eigi að vita allt. Ég var
svona 25 ára og hélt ég væri orðinn
ráðsettur og væri með allt mitt á
hreinu. Þá var ég giftur og bjó í út-
löndum og hélt ég væri orðinn full-
orðinn. Svo fór allt á annan veg og
maður allt í einu orðinn þrítugur og
kominn aftur í herbergið sem mað-
ur ólst upp í hjá mömmu og pabba.
Og bara, já ókei. Þetta er svona þá.“
Barnabókin um svínið Pétur fékk
hins vegar góða dóma. „Ég skrif-
aði hana í rosalegu kasti, það var
hið herrans ár 2007. Það var ekkert
sérstaklega gott ár fyrir mig,“ segir
Guðmundur og ygglir sig. „Ég var
þá varaþingmaður og ég hafði alltaf
haft lífsviðurværi mitt af fjölmiðlum
og þær dyr voru allar allt í einu lok-
aðar. Ég var eiginlega, eftir á að
hyggja, atvinnulaus. Var í stöðugu
harki, að reyna að redda mér. Ég
passaði ekki inn í þetta samfélag.
Maður gat ekki farið á tónleika án
þess að það væri partí hjá einhverj-
um bankamönnum í herberginu
við hliðina á. Barnabókin um svín-
ið Pétur er sprottin úr þessari líð-
an minni, um svín sem heldur bara
sínu striki þótt samfélagið sé farið
út í móa. Ég hugsa að ég skrifi aðra
bók um svínið Pétur. Þar á hann að
fara í kapp í kringum Ísland við hin
dýrin sem skora á hann. Hin dýrin
falla hins vegar öll í gildrur hvers
annars, þannig að Pétur sigrar í
rólegheitum.“
Hann segist vera búinn að skrifa
aðra skáldsögu sem honum þykir
ekki nógu góð. „Ég fékk algert ógeð á
henni stuttu eftir að ég skrifaði hana,
svo las ég hana reyndar aftur fyrir
stuttu og fannst hún ágæt. Ég sendi
hana eitthvert en fékk engin svör. Þá
er hún líkast til alls ekki í lagi,“ segir
hann og skellihlær.
„Mér finnst bara gott að skrifa og
með því að vinna í þessari skáldsögu
var ég líklega, að endurspegla eig-
ið sálarástand og sýn á samfélagið á
einhvern hátt eins og í þeirri fyrri.“
Þriggja daga sveitabrúðkaup
Guðmundur og leikkonan Alexía
Björg Jóhannesdóttir felldu hugi
saman árið 2005 og giftu sig að Kletti
árið 2011. „Alexía á mjög fjölbreyttan
vinnudag,“ segir Guðmundur. „Auk
þess að vera leikkona er hún með
leiðsögumannapróf, kennir börnum
leiklist, útlendingum íslensku, er
með sjálfsstyrkingarnámskeið í
Hringsjá og „casting“ fyrirtæki. Það
er enginn dagur eins. Hún er líka
með uppistand og leikur þá pöru-
piltinn Nonna Bö, sem er vægast
sagt sóðalegur og ruddalegur piltur.
Það er vinsælt hjá fyrirtækjum að fá
Pörupiltana í heimsókn. Stundum
byrjar grínið snemma á morgnana
og þá hefur hún þurft að fara í gervi
með strákinn okkar á leikskóla, sem
er svolítið kómískt.
Við giftum okkur 2. júlí 2011 að
Kletti. Þar í einni laut bjuggum við
til skógarkirkju með söguðum trjá-
bekkjum og héldum þriggja daga
veislu og það var alveg frábært,“ segir
hann með bros á vör. „Mér finnst ég
hafa verið mjög heppinn að hitta Al-
exíu. Mér finnst ógnarmikilvægt að
verja sem mestum tíma með henni
og börnunum. Við eigum einn strák
saman, Jóhannes Hermann, sem er
að verða fjögurra ára og ætlar að vera
Superman, Spiderman, Batman og
kennari, segir hann. Svo átti ég áður
Eddu Liv, sem er að verða níu ára.
Hún er hjá okkur viku og viku í senn.
Fjörug fimleikastelpa í Melaskóla.
Þetta er mikilvægasta fólkið í lífinu.“
Ekki valdatæki sérhagsmuna
Guðmundur segist vilja vera í
stjórnmálum til að bæta líf fólks og
hann er nokkuð sáttur við afrakstur-
inn á þessu kjörtímabili. „Ég lagði
niður fyrir mig nokkur skýr markmið,
um það hvar ég gæti helst gert gagn
að þessu sinni. Mig langaði til þess
að vinna að réttarbótum í barnalög-
um og er mjög ánægður með að það
hefur að mestu komist í gegn. Svo
vildi ég beina sjónum að því auka
fjölbreytni í atvinnulífinu, með meiri
áherslum á grænan iðnað, skapandi
greinar, ferðaþjónustu, nýsköpun
og þróun. Fjárfestingaáætlun ríkis-
stjórnarinnar, sem við í Bjartri fram-
tíð áttum frumkvæði að, gengur út
á þetta. Þannig að þarna er annað
dæmi um eitthvað sem ávannst.“
Guðmundur hefur einnig varið
miklum kröftum í vinnu að inn-
leiðingu á notendastýrðri, persónu-
legri aðstoð fyrir fatlað fólk, sem er
mikið mannréttindamál. Fyrir stuttu
hlaut hann Múrbrjót, viðurkenningu
Þroskahjálpar, vegna starfa sinna á
þessu sviði. „Stjórnmál eiga að bæta
líf okkar. Þau eiga að vera vettvang-
ur til þess að gera gagn,“ segir Guð-
mundur. „Mér finnst Björt framtíð
vera þannig stjórnmálaafl. Við lítum
á stjórnmál sem þjónustu, eða þjón-
andi leiðsögn. Í flokknum er sam-
ankomið fólk sem er reiðubúið að
vinna á opinn og aðgengilegan máta
að því að gera gagn fyrir samfélagið.
Við viljum vera stjórnmálaafl sem
hlúir að fjölbreytni og leitar lausna,
en er ekki valdatæki fyrir fáa. Og við
erum búin að búa til flokkinn, allan
strúktúrinn og stefnuna með þetta í
huga. Með samræðu og trausti.“
Átakapólitíkin og þjóðin
„Átakapólitíkin, þessi menning
sem er orðin hundgömul, er farin
að eyðileggja fyrir þjóðinni. Hún er
orðin niðurrifsafl. Gamlar hefðir eru
orðnir ósiðir. Við þurfum að fara nýj-
ar leiðir. Úti um allt samfélag hefur
fólk verið að átta sig á þessu, í fyrir-
tækjum og félagasamtökum. Í sveit-
arstjórnum. Í Borginni. Það gengur
ekki að skipta fólki upp í átakahópa
og ætlast svo til þess að daglegu lífi sé
mestmegnis varið í valdabrölt þeirra
á milli. Þetta skilar svo litlu. Bætir
ekki líf fólks. Við erum ekki að tala
um að allir þurfi að vera sammála.
Langt í frá. Öll eigum við að tala skýrt
um það sem við viljum og setja það
í púkk. En í ólíkum viðhorfum okk-
ar felast mikil gæði. Þau eigum við
að nýta okkur til þess að finna sem
bestar lausnir á okkar sameiginlegu
viðfangsefnum.“
Guðmundur segist hlakka til að
kynna fyrir þjóðinni frambjóðendur
Bjartrar framtíðar og vonandi nýjan,
stóran þingflokk, skipaðan drífandi
og uppbyggilegu fólki sem hugsar á
þessum nótum. „Hjarta flokksins er
djúp áhersla á mannréttindi og frið.
Ekki bara milli þjóða, heldur líka
manna á milli. Ég held að við getum
gert mjög góða hluti fyrir Ísland með
þetta upplegg í sálinni.“
Ef Björt framtíð heldur áfram að
bæta við sig fylgi er útlitið hjá Guð-
mundi gott. Heldur þú að þú gætir
orðið góður forsætisráðherra? spyr
blaðamaður og fær greinargott svar.
„Já, ég held ég gæti orðið það.“ n
„Þetta
var Kaffi-
barstímabilið
mitt, þar sem ég
fékk þetta ör.
Týndi áttum Ég var svona 25 ára og hélt ég væri
orðinn ráðsettur og væri með allt mitt á hreinu.
Þá var ég giftur og bjó í útlöndum og hélt ég væri
orðinn fullorðinn. Svo fór allt á annan veg og maður
allt í einu orðinn þrítugur og kominn aftur í herberg-
ið sem maður ólst upp í hjá mömmu og pabba. Og
bara, já ókei. Þetta er svona þá. mynd siGTryGGur Ari