Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 38
38 Lífsstíll 11.–13. janúar 2013 Helgarblað S ushi, ólífuolía og sojamjólk eru meðal þeirra matvæla sem eru ekki eins holl og við höfum haldið. Það er danski næringarfræðingurinn Per Brændgaard sem heldur þessu fram í danska tímaritinu Samvirke, en hann var beðinn um að leggja mat á ellefu tegundir matvæla sem mýtan segir að séu holl. Sushi Óhollustan í sus- hi er fólgin í hrís- grjónunum og þá helst í magni þeirra. Hrísgrjón eru hrein sterkja og tómar hita- einingar. Það vantar heil- korn í hrísgrjónin þar sem hýðið hefur verið fjarlægt en þar liggur einmitt hollustan. Það er þó hægt að fá sushi með svörtum hrísgrjón- um eða heilkorna grjónum. Annar kostur er að borða fiskinn eingöngu. Ávaxtajógúrt Fólk telur að jógúrt sé holl og ávextir eru jú hollir og þegar þetta tvennt er svo sett saman hljótum við að fá holl matvæli. Það er þó ekki þannig því í flestum tegundum jógúrtar er mikið magn af sykri og fitu. Fólk er því að neyta nýmjólkur með sykri. Smoothies Þessi drykkur hefur verið mjög vin- sæll undanfarin ár, hvort sem hann er keyptur eða heima- gerður. Hann er í sjálfu sér ágætur sem milli- mál og er ágætis leið til að neyta meira af ávöxtum og berjum. Það er þó hollara að borða ávextina eina og sér. Á smoothies-flöskunum er hægt að sjá hve mikið af ávöxtum er í drykknum og áhugavert að íhuga hve lengi þú værir að borða þetta sama magn af ávöxtum. Þegar mað- ur drekkur smoothie þarf maður ekki að tyggja og innbyrðir töluvert af hitaeiningum. Þetta þýðir að þú færð ekki sömu seddutilfinningu og fleiri hitaeiningar á sama tíma. Rauðvín Hún er lífseig mýtan um að rauðvín sé hollt og byggir á rannsókn frá tíunda áratugnum sem sýndi að fólk sem drykki eitt glas af rauðvín á dag lifði lengur. Það var þó ekki rauðvínið sem hafði þessi áhrif heldur var lífsstíll þeirra sem tóku þátt í rannsókninni og drukku rauðvín heilbrigðari en annarra. Rannsóknir sýna að vín og bjór búa yfir ýmsum sömu eiginleik- um. Til að mynda geta þessir drykkir komið í veg fyrir hjartasjúkdóma en einungis hjá fólki sem neytir þeirra í takmörkuðu mæli. Magurt kjöt Í tengslum við próteinæðið sem gripið hefur líkams- ræktarfólk er kjöt mikið lof- samað. Sagt er að fólk eigi að borða mik- ið af próteini og minnka kolvetnin. Það hefur þó ekki verið rökstutt. Fólk er því byrjað að borða kjöt í meira mæli, sér í lagi steikt kjöt og grillað. Þá er vert að minna á að þegar rautt kjöt er grillað og brennur geta myndast krabbameinsvaldandi efni. Við ættum því frekar að beina neyslu okkar að grænmeti og ávöxtum. Ólífuolía Sumir halda því fram að með því að neyta ólífuolíu minnkir þú magamálið. Að þeir sem vilji flatan maga eigi að borða sem minnst af kolvetn- um og meira af próteini og ein ómettuðum fitusýrum. Margar konur hafa því löðrar salatið í ólífu- olíu og skilja svo ekki af hverju þær grennast ekki. Hvað varðar kólester- ól þá er betra að nota repjuolíu. Ólífuolían er góð en fólk er í vanda þegar það heldur að því meira sem notað er af henni því betra. Spelt Fjölmargir halda því fram að spelt sé hollari kostur en hveiti. Það eru þó margar tegundir brauðs sem innihalda venjulegt spelt en ekki heilkornaspelt. Að borða venjulega speltbollu er samsvarar í raun því að borða hvít hrísgrjón. Spelt hefur þá ímynd að vera hollt en svo er ekki alltaf raunin og fer eftir því hvort það er heilkorna eða ekki. Morgunkorn Margar tegundir morgunkorns eru auglýstar sem trefjaríkur kostur en oft er sett töluvert magn af sykri á móti til að trefjarnar renni auðveldar niður. Það er hollt að neyta heilkorna og trefja en það hallar á hollustuna þegar sykur- inn fylgir með. Þá er betra að borða hafragraut með mjólk og fá náttúru- legan sykur úr banana, rúsínum eða döðlum. Þannig forðast þú viðbætt- an sykur. Kókosolía Nú trúa því margir að kókosolía sé hollari fita en önn- ur. Það er byggt á þeirra trú að þegar fita nær ákveðnu hitastigi við steikingu, breytist hún í óholla fitu, ólíkt kókosfit- unni. Með þessum yfirlýsingum er fólk fælt frá öðrum tegundum af olíu og afleiðingarnar eru þær að fólk neytir meira magns af mettum fitusýrum og kólesterólið hækkar. Fólk fitnar í kjölfarið og yfir lengri tíma litið eykst hættan á hjartasjúk- dómum. Kúamjólk Sumir trúa því að mjólkin sé með því hollasta sem við neytum og drekka mik- ið af henni. Aðr- ir drekka aldrei mjólk þar sem þeir telja hana óholla. Báðir að- ilar hafa rangt fyrir sér. Ný rann- sókn sýnir að mikil neysla mjólk- ur hjá mönnum getur aukið líkur á blöðruhálskrabbameini og Park- insonsveiki. Ef fólk drekkur enga mjólk aukast líkur á heilablæðingu, nokkrum tegundum krabbameina og sykursýki II. Best er að drekka ¼ til ½ lítra af mjólk á dag. Ef þú borð- ar töluvert af osti þá getur þú sleppt mjólkinni en við fáum einnig kalk úr vörum eins og jógúrt og mjólk í kaffi. Sojamjólk Sumir halda því fram að öll helstu vanda- mál heimsins megi rekja til kúa- mjólkurinnar. Þeir sömu ráðleggja fólki að drekka frekar sojamjólk. Í henni er þó mikið að plöntuefni sem líkist estrógeni. Þetta er slæmt fyrir konur sem eru í meðferð vegna brjóstakrabba- meins og það getur beinlínis ver- ið hættulegt að skipta snögg- lega frá kúamjólkinni yfir í sojamjólk fyrir þá sem eru að nálgast fertugsaldurinn. Þar að auki getur mikil neysla á sojamjólkur haft áhrif á sæðisframleiðslu karlmanna. Niðurstöður einnar rannsókn- ar benti til þess að þeir karlmenn sem drekka mikið af sojamjólk séu gott sem ófrjóir. Hins vegar sýndi önnur rannsókn að eistu karlmúsa sem fengu mikið af kúamjólk, stækkuðu. iris@dv.is Ekki eins hollt og við héldum n Ellefu algengar mýtur um hollustu matvæla n Allt er best í hófi Reynir Traustason Baráttan við holdið M ont Blanc er fyrir heitna fjallið og ég les allt sem ég kemst yfir um þetta 4.800 metra háa fjall sem heillar svo marga. Ég hef komist að því að þar farast allt að 12 manns á ári sem er í sjálfu sér ekki mjög hátt hlutfall þegar til þess er litið að þúsundir manna leggja þangað leið sína. F lest banaslysin eiga sér þá skýr- ingu að fólk gerir mistök og fer ekki eftir reglum. Auðvitað eru svo dæmi um veikindi eða að snjóflóð skelli fyrirvaralaust á og kosti fólk lífið. Þar er sjálfsagt ekki hægt að kenna neinu um. Slysin einfaldlega gerast. T il þess að lágmarka áhættuna við gönguna á Hvíta fjallið mun ég gæta þess að halda mér í líkamlegu formi. Það þýðir þrotlausar æfingar næstu mánuði. Þannig tekst vonandi að fyrirbyggja að hjartað gefi sig í átökunum. Meiri óvissa ríkir um það hvernig þunna loftið í 4.800 metrum fer í mig. Á síðasta ári fékk ég forsmekkinn af þeirri líðan þegar ég gekk á eldfjallið Teide á Tenerife. Það fjall er 3.800 metrar. Þegar ég kom í hæðina fór ég að finna fyrir svima og léttri ógleði. Úthaldið á síðustu metrunum snarminnkaði. Þ að skondna við háfjallaveikina er að hún leggst jafnt á þrautþjálfað fólk sem óreynt. Það virðist ekki vera nein leið að sjá fyrir hver þoli þunna loftið og hver ekki. Þó virðast menn vera á einu máli um að fyrrverandi reykingamenn eigi einna best með að yfirstíga fylgikvillana. Ég hef þá forgjöf að hafa reykt í 30 ár. Því skal þó haldið til haga að þegar gangan á fjallið hefst verða meira en þrjú ár síðan ég hætti. E n þótt Mont Blanc sé ennþá aðeins hluti af áætlun er ég þegar kominn með annað og hærra fjall á heilann. Aftur og aftur hefur skotið niður þeirri hugsun í kollinn á mér að það væri gaman að komast á Everest, hæsta fjall heims. Þar erum við að tala um tæplega 8.000 metra hæð sem einungis örfáir Íslendingar í toppformi hafa klifið. Dánartíðnin á Everest er svipuð og á Mont Blanc en auðvitað miklu hærri ef miðað er við að miklu færri leggja á fjallið. Vandinn í 8.000 metr- um er súrefnisskorturinn sem er langtum meiri en á Mont Blanc. Ég hef reifað hugmynd mína um að fara á hæsta fjall heims við nokkra aðila og flestir vara mig við. Á efsta hluta Everest eru stokk- freðin lík sem engin leið er að ná niður. Það kaldranalega er að sum líkanna eru eins kon- ar vegvísar. Þarna eru „Grænu stíg- vélin“ til dæmis þar sem menn geta staðsett sig. Kannski er það tómt rugl að hugsa um Everest sem viðkomu- stað árið 2014. Margir úrtölu- manna hafa nefnt að ég verði þá rúmlega sextugur og þannig fólk eigi að halda sig á jafnsléttu. Af því tilefni gúgglaði ég hverjir væru þeir elstu sem farið hafa á Everest. Svarið er að tveir voru 75 ára þegar þeir toppuðu. Mitt markmið gæti verið að verða elsti Íslendingurinn sem kemst á hæsta fjall heims. En þetta eru vangaveltur. Fyrst er það Mont Blanc og hugsanlega Matter- horn. Dáið fólk vísar leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.