Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Qupperneq 44
44 Sport 11.–13. janúar 2013 Helgarblað
Svakalegur
Sunnudagur
n Hörkuleikir á sunnudag n United mætir Liverpool og Arsenal tekur á móti Manchester City
M
anchester United tekur á
móti Liverpool á sunnu-
dag í einum stærsta leik
tímabilsins í ensku úr-
valsdeildinni. Þarna
mætast tvö sigursælustu félög Eng-
lands og tveir markahæstu leik-
menn ensku úrvalsdeildarinn-
ar í vetur, Robin van Persie og Luis
Suarez. United situr á toppi deildar-
innar með 52 stig en Liverpool er í
8. sæti deildarinnar með 31 stig en
bæði lið hafa verið á ágætri siglingu
að undanförnu. United tapaði síðast
í deildinni gegn Norwich þann 17.
nóvember og hefur unnið þrjá leiki
í röð. Liverpool hefur unnið síðustu
tvo leiki sína mjög sannfærandi.
Fjórtán rauð spjöld
Þó svo að úrslit síðustu ára úr leikj-
um þessara erkifjenda segi lítið
um hvað koma skal á sunnudag er
athyglisvert að skoða þau. United
hefur unnið síðustu þrjá deildar-
leiki liðanna á Old Trafford, í öll
skiptin með einu marki. Síðasti
sigur Liverpool á Old Trafford var
4–1 sigur liðsins þann 14. mars
2009 en það tímabil vann United
titilinn á meðan Liverpool end-
aði í öðru sæti. United hefur unnið
átta af síðustu tíu deildarleikjum
liðanna á Old Trafford en Liver-
pool hefur unnið tvisvar. Athygli
vekur að síðasta jafntefli liðanna í
deildarleik á Old Trafford kom árið
2000. Frá því að úrvalsdeildin var
stofnuð árið 1992 hafa fjórtán rauð
spjöld farið á loft í leikjum þessara
liða.
Liverpool ætti að geta stillt upp
sínu sterkasta liði ef undan er skil-
inn Jose Enrique sem er meidd-
ur. Wayne Rooney, Anderson, Phil
Jones og Nani eru frá vegna meiðsla
hjá United.
Stoke óstöðvandi á heimavelli
Það eru fleiri spennandi leikir á
dagskránni í enska boltanum um
helgina en grannaslagur United
og Liverpool. Arsenal tekur á móti
Englandsmeisturum Manchester
City á sunnudag og þarf nauðsyn-
lega sigur til að halda í við Chelsea
og Tottenham sem eru í þriðja og
fjórða sætinu. Arsenal er í 6. sæti
fyrir leiki helgarinnar með 34 stig
en City er með 45 stig í 2. sæti.
Arsenal hefur verið á þokkalegu
skriði síðustu vikur og náð í 13 stig
af 15 mögulegum í síðustu fimm
leikjum sínum. City hefur unnið
síðustu tvo leiki sína eftir óvænt
tap gegn Sunderland á öðrum
degi jóla.
Á laugardag tekur Stoke á móti
Chelsea en Stoke hefur ekki tap-
að á heimavelli í 17 deildarleikjum
í röð. Chelsea er í 4. sæti deildar-
innar með 38 stig en Stoke í 10.
sæti með 29 stig. n
Laugardagur
QPR – Tottenham
„Harry Redknapp gegn sínum gömlu félög-
um. Ég held að Tottenham vinni þetta 3–1
og Gylfi nái að leggja upp eitt mark – í það
minnsta.“
Reading – WBA
„WBA vinnur þetta, 2–1“
Stoke – Chelsea
„Þetta fer 1–1. Þrátt fyrir að hafa misstigið
sig upp á síðkastið er Stoke með eina
sterkustu varnarlínu deildarinnar og með
mjög sterkan heimavöll. Það er ekkert
grín að fara á þennan völl. Chelsea verður
meira með boltann en ég held að jafntefli
verði niðurstaðan.“
Sunderland – West Ham
„Þetta er ekki auðveldur leikur að tippa
á. Sunderland er eitt leiðinlegasta lið
deildarinnar og ég held að West Ham hafi
nauman sigur, 1–0.“
Aston Villa – Southampton
„Þetta fer 0–0. Steindautt jafntefli hjá
tveimur slökum liðum.“
Everton – Swansea
„Þetta verður hörkuleikur. Everton-liðið er
sterkt á Goodison Park og ég held að þeir
vinni þetta 3–1. Þeir eru með hörkulið en
ég óttast að þeir muni missa sína sterku-
stu menn á næstunni.“
Fulham – Wigan
„Þetta eru tvö óútreiknanleg lið. Fulham er á
heimavelli og með mann að nafni Dimitar Ber-
batov innan sinna raða. Þeir vinna þetta 2–1.“
Norwich – Newcastle United
„Ég held að þetta verði mjög fjörugur og
skemmtilegur markaleikur sem endar 2–2.“
Sunnudagur
Manchester United – Liverpool
„Þetta fer 3–1 fyrir United. Ef maður
skoðar töfluna þá sést það að getumunur-
inn á þessum liðum er mikill. Persie heldur
uppteknum hætti og skorar en Suarez
djöflar inn einu marki fyrir Liverpool.“
Arsenal – Manchester City
„Ég held að Arsenal vinni þetta á sínum
heimavelli. Það er kannski óskhyggja en
Arsenal á alveg að geta unnið City. Ég segi
að þetta fari 2–1 fyrir Arsenal.“
Persie og Suarez á skotskónum
DV fékk íþróttafréttamanninn góðkunna, Adolf Inga Erlingsson, til að spá í spilin fyrir
leiki helgarinnar. Adolf, sem viðurkennir það fúslega að vera grjótharður stuðningsmaður
Manchester United, spáir sínum mönnum sigri gegn erkifjendunum í Liverpool og að
grannar þeirra í Manchester City fari tómhentir heim frá Emirates-vellinum í Lundúnum.
n Adolf Ingi spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum
Vissir þú …
… að Manchester United hefur unnið sjö
heimaleiki í röð í ensku deildinni.
… að Harry Redknapp,
stjóri QPR, hefur unnið 10
og tapað aðeins 2 leikj-
um af 16 gegn liðum sem
hann hefur áður stýrt.
… að Arsenal er prúðasta lið deildarinnar
það sem af er tímabili með aðeins 17 gul
spjöld og 1 rautt í 21 leik.
… að Liverpool hefur
átt 412 skot að marki
andstæðingsins í
deildinni en Manche-
ster United 333. United
hefur þó skorað 20 mörk
umfram Liverpool.
… að Stoke er eina liðið í deildinni sem
enn hefur ekki fengið á sig mark úr skoti
utan teigs.
… að átta varamenn Fulham hafa skorað
fyrir liðið á tímabilinu og eru þeir mark-
sæknustu varamenn deildarinnar.
… að Everton hefur fengið á sig að lág-
marki eitt mark í 18 leikjum í röð í öllum
keppnum. Síðast hélt liðið hreinu þann
17. september síðastliðinn.
… að enginn varnar-
maður hefur átt þátt
í fleiri mörkum en
Leighton Baines hjá
Everton frá byrjun
leiktíðar 2010/11. Hann
hefur skorað 12 mörk og gefið
15 stoðsendingar.
… að Robin van Persie
hefur skorað 9 mörk í 9
síðustu leikjum sínum
fyrir Manchester United.
„Það er ekkert grín að
fara á þennan völl
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Robin van Persie
Þjóðerni: Holland
Aldur: 29
Mörk í deildinni: 16
Stoðsendingar í deildinni: 6
Landsleikir/mörk: 71/31
Luis Suarez
Þjóðerni: Úrúgvæ
Aldur: 25
Mörk í deildinni: 15
Stoðsendingar í deildinni: 3
Landsleikir/mörk: 60/30