Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Side 53
Fólk 53 Helgarblað 11.–13. janúar 2013 H allgrímur samdi lagið Skuggamynd með bresk/ þýska tónlistarmanninum Ashley Hicklin. „Ég lagði fram lagið upprunalega en svo sendi hann mér breytingar sem gerðu lagið betra. Sumir myndu kalla það ballöðu þó þetta sé ekki rólegt eða hægt lag heldur frekar nútíma „power“-ballaða.“ Hann segir að lagið megi flokka með popplögum þar sem elektrónísk hljóðfæri eru notuð í bland við klassísk hljóðfæri eins og selló og píanó. Hann hafi valið Klöru Ósk því hún sé einfaldlega ein af bestu söngkonum landsins í dag. „Það var mikill happafengur fyrir okkur að fá Klöru því hún er bæði svo glæsilegur flytjandi og góð söng- kona og einnig með hjartað á rétt- um stað, hógvær og með báðar fætur á jörðinni.“ H ann segir að lagið sé gríp- andi gleðisprengja með hlýjum og notalegum texta. Það sé spilað inn með hljóð- færi sem kallast guitalele sem er bræðingur af gítar og ukulele. „Svo er harmonikka og klukku- spil þannig að hljóðheimurinn er einfaldur, hlýr og ögn hippalegur. Þetta er samt „up-tempo“ lag sem vonandi á að geta kveikt á gleði- og hamingjutökkum hjá hlustend- um. Svavar Knútur gerði megnið af textanum og textinn endurspeglar alveg hans góðu gildi sem hafa fært honum tryggan aðdáenda- hóp.“ Flytjendur eru Svavar Knútur og Hreindís Ylva. „Svavar Knútur hefur virkilega snert hjörtu þjóðarinnar með fallegum laga- smíðum, heiðarleika og auðmýkt. Hreindís Ylva er með þennan fal- lega, náttúrulega sjarma, bæði í röddinni og einnig í straumunum sem hún sendir frá sér.“ Lífið snýst Skuggamynd n Svavar Knútur og Hreindís Ylfa n Klara Ósk syngur Skuggamynd Vel undirbúin Birgitta Birgitta Haukdal tekur þátt í Söngvakeppninni í ár og flytur lag sitt og Sylvíu Haukdal Brynjars- dóttur og Jonas Gladnikoff. Lögin sem taka þátt í undankeppninni öll lögin á vefnum ruv. is/songvakeppnin. Fyrirkomulag keppninnar er með breyttu sniði í ár, en haldin verða tvö und- anúrslitakvöld sömu helgi, föstudaginn 25. janúar og laugar- daginn 26. janúar n.k. í beinni útsendingu úr sjónvarpssal RÚV. Sex lög keppa hvort kvöldið og mun síma- kosning skera úr um hvaða þrjú lög frá hvoru kvöldi komast áfram. Sex lög munu því keppa á úr- slitarkvöldinu, en stjórn- endur keppninnar hafa vald til að hleypa einu lagi til við- bótar áfram ef ástæða þykir til. Úrslitin verða send út beint frá Eldborgarsal tónlistarhússins Hörpu laugardagskvöldið 2. febr- úar kl. 20.00. Dómnefnd hefur helmings atkvæðavægi á móti símakosningu á úrslitakvöldinu. Þegar stigin hafa verið talin munu tvö stigahæstu lögin keppa innbyrð- is. Þau lög verða flutt aftur og síðan kosið um það í hreinni símakosningu hvort lagið verður framlag Íslands þegar Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva 2013 fer fram í Svíþjóð í maí næstkomandi. Elíza tekur þátt Meðal keppenda er tónlistarkonan Eliza Newman en lag hennar flytur Unnur Eggertsdóttir sem eitt sinn lék Sollu stirðu í Latabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.