Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 6
Arion tók fAsteignir
giftAr og seldi þær
6 Fréttir 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað
Skattaþrætur eftir skilnað
n Togast á um persónuafsláttinn
D
æmi eru um að sameigin-
leg skattkort maka verði
ásteytingarsteinn eftir skiln-
að og annar aðilinn nýti ónýtt-
an persónuafslátt í eigin þágu og
persónuafsláttur hins aðilans skerðist
sem því nemur. Með þessu er lögum
um tekjuskatt og eignaskatt misbeitt,
en þar kemur fram að hjónum sem
slíta hjúskap eða samvistir sé heimilt
að telja fram allar tekjur sínar á við-
komandi ári hvoru í sínu lagi. „Hafi
þau samnýtt persónuafslátt þannig
að annar makinn hefur nýtt persónu-
afslátt hins á staðgreiðsluárinu, skal
telja þannig nýttan persónuafslátt
þeim fyrrnefnda til góða, en skerða
persónuafslátt hins síðarnefnda sem
því nemur,“ segir í lögunum.
Á þetta reyndi þegar yfir-
skattanefnd fékk kæru á sitt borð árið
2003 eftir að kærandi og maki hans
höfðu slitið samvistir á miðju ári 2003
en verið skattlögð sem einstaklingar
vegna alls tekjuársins. Fram að sam-
búðarslitum nýtti kærandinn ónýtt-
an persónuafslátt sambýlismannsins
við staðgreiðslu opinberra gjalda og
voru þau skattlögð hvort í sínu lagi.
Mótmælti kærandi því að lögð væru á
sig opinber gjöld gjaldárið 2004. Hún
kærði málið til skattstjóra sem hafnaði
kærunni, og því næst kærði hún úr-
skurð skattstjóra til yfirskattanefndar
sem féllst á kröfuna. Samkvæmt heim-
ildum DV er þessu fordæmi ekki alltaf
fylgt sem skyldi. „Ég lenti í því að vera
rukkaður um 470 þúsund krónur af
ofnotuðum persónuafslætti fyrir árið
2012 og dóttir endurskoðanda míns
lenti í því sama,“ segir skattgreiðandi
sem ekki vildi láta nafns síns getið í
samtali við DV. „Skatturinn vill greini-
lega leiðrétta svona mál eftir álagn-
ingu, frekar en að vinna vel úr mál-
um fyrir álagningu. Hálfur dagurinn
hjá mér fór í að bjarga málum til að
sleppa við að borga 80 þúsund krónur
aukalega.“ n
A
rion banki leysti til sín fast-
eignir fjárfestingarfélags-
ins Giftar í Örfirisey í fyrra
vegna skulda félagsins.
Bankinn seldi fasteignirnar
svo í byrjun þessa árs. Yfirtaka fast-
eignanna var liður í nauðasamningi
Giftar. Þetta kemur fram í ársreikn-
ingi dótturfélags Giftar sem hélt utan
um fasteignirnar, Potter ehf., og í öðr-
um gögnum um starfsemi félagsins.
Um er að ræða 18 fasteignir á
Eyjaslóð og Hólmaslóð í Örfirisey.
Fasteignirnar voru áður í eigu
eignarhaldsfélagsins Góms, sem
meðal annars var í eigu Magnúsar
Jónatanssonar, Ólafs Garðarsson-
ar, Byrs og Sparisjóðabankans. Líkt
og DV greindi frá árið 2011 yfirtók
Gift þessar fasteignir vegna skulda
Góms við fjárfestingarfélagið en Gift
hafði keypt skuldabréf Góms fyrir
840 milljónir króna á vor- og sum-
armánuðum 2007. Skuldabréfin
voru með veði í þessum fasteignum
Góms. Skuldabréfakaupin voru fjár-
mögnuð með bankaláni samkvæmt
fundargerð stjórnar Giftar frá 20.
júní 2007 sem DV hefur undir hönd-
um, líklega frá Kaupþingi, viðskipta-
banka Giftar. Líkt og DV greindi frá
fyrr á árinu átti félag sem var að hluta
til í eigu Finns Ingólfssonar, fyrrver-
andi ráðherra Framsóknarflokksins,
hlut í Gómi í gegnum félagið Hólma-
slóð ehf. og því var Gift að fjármagna
félag sem Finnur átti að hluta. Finn-
ur var jafnframt einn af stjórnendum
Giftar í gegnum fulltrúaráð þess.
Lítil skuldaafskrift
Í ársreikningi Potter fyrir árið 2012
kemur fram að félagið hafi skipt um
eiganda í fyrra þegar það færðist frá
Gift og yfir til Landeyjar, fasteignafé-
lags Arion banka. Fasteignir félags-
ins í Örfirisey voru þá metnar á 407
milljónir króna en höfðu verið metn-
ar á tæplega 450 milljónir króna í
ársreikningi félagsins fyrir árið 2011.
Langtímaskuldir félagsins höfðu ver-
ið færðar úr 445 milljónum króna og
niður í 0 krónur en í stað þess var
komin skuld við móðurfélagið, Arion
banka, upp á 395 milljónir króna.
Yfir færsla fasteignanna til Arion
banka fól í sér endanlega eftir gjöf
skulda til Giftar upp á rúmlega 63
milljónir króna.
Ekkert ákveðið með framhaldið
Félagið sem keypti Góm og eignir
þess í Örfirisey heitir Inngarður
ehf. og er í eigu félaga í eigu Þor-
leifs Björnssonar arkitekts, Hjördísar
Baldursdóttur, Óskars Þórðarsonar
og Vignis Óskarssonar. Félög þeirra
heita Glóra ehf. og Sovon fasteigna-
félag ehf.
Þorleifur segir aðspurður um
hvað Inngarður hyggst fyrir með
eignirnar að það liggi ekki fyrir.
„Nei, við höfum ekki ákveðið
það. Það eru leigjendur í húsun-
um: Listasafnið, Olís, listamenn
og fleiri þannig að þarna eru hin-
ir ýmsu leigjendur. Þetta eru 4.500
fermetrar í heildina. Við ætlum
bara að halda áfram að leigja þetta
út og hugsanlega fara í einhverja
þróun með að byggja ofan á þetta
eina inndregna hæð en við erum
ekkert komnir lengra með þetta,“
segir Þorleifur sem ekki vill greina
frá kaupverði eignanna. Hann segir
þó að kaupverðið hafi verið í kring-
um fasteignamat eignanna, um 430
milljónir króna. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ritstjórnarfulltrúi skrifar ingi@dv.is
n Eignarhaldi Giftar á fasteignum í Örfirisey lýkur með milljóna afskrift
Kaup Góms
Kaup Góms á fasteign-
unum í Örfirisey voru
hluti af hugmyndum
eigenda félagsins,
Magnúsar Jónatansson-
ar og Ólafs Garðarssonar,
og eignarhaldsfélagsins Lindbergs ehf.,
sem var eigu sömu aðila, um gríðarlega
uppbyggingu á svæðinu. Lindberg og
Gómur keyptu tugi fasteigna í Örfirisey
lok árs 2006 og byrjun árs 2007 fyrir
samtals nokkra milljarða króna. Til stóð
að hefja framkvæmdir undir „veglega
íbúðabyggð“ í Örfirisey, eins og sagði
í fréttum um málið í fjölmiðlum um
haustið 2007. Íslenska efnahagshrunið
setti hins vegar verulegt strik í reikning-
inn hjá eigendum Góms og Lindbergs og
ekkert varð af þessari uppbyggingu.
Fjárfestu fyrir
fé tryggingar-
takanna
Sögu Giftar má rekja
aftur til ársins 2007. Þá
runnu um 30 milljarðar
króna eignir Samvinnu-
trygginga, sem voru meðal
annars í eigu um 40 þúsund tryggingartaka
félagsins, inn í félagið sem í kjölfarið hóf
stórtæk viðskipti með hlutabréf, meðal
annars í stórum eignarhlut í Kaupþingi sem
bankinn lánaði Gift fyrir. DV hefur áður
greint frá því hvernig Lýður Guðmundsson,
stærsti hluthafi Kaupþings í gegnum
Exista, og Sigurjón Rúnar Rafnssonar,
aðstoðarkaupfélagsstjóri KS í Skagafirði,
skipulögðu þau viðskipti.
n Á þeim tíma var rætt um að greiða ætti
20 milljarða af þessum 30 milljörðum
til um 40 þúsund tryggingartaka,
einstaklinga og lögaðila, sem áttu hlut í
Samvinnutryggingum. Skiptin á félaginu
drógust hins vegar. Upphaflega átti þeim
að ljúka haustið 2007. Hluthafar Giftar
fengu því aldrei þá fjármuni sem þeim
hafði verið lofað og ekki er vitað hvað varð
um alla fjármuni félagsins þó að líklegt sé
að minnsta kosti hluti þeirra hafi tapast
vegna þessara fjárfestinga.
n Gift er í eigu Eignarhaldsfélags
Samvinnutrygginga sem stýrt er af
fulltrúaráði sem í sátu meðal annars Finnur
Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir, Helgi
S. Guðmundsson og Ingólfur Ásgrímsson,
bróðir Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi
formanns Framsóknarflokksins.
„Við ætlum bara
að halda áfram
að leigja þetta út
Bílstjórinn
fékk sekt
Bílstjóri erlendrar langferðabifreið-
ar sem uppvís varð af því að losa
úr frárennslistanki bifreiðarinnar
í vegkanti við Selfoss þann 29. júlí
síðastliðinn var yfirheyrður, með
aðstoð túlks, á miðvikudag. Í yfir-
heyrslunni, sem fór fram í gegnum
síma, viðurkenndi bílstjórinn brot
sitt og með aðstoð lögreglunnar á
Egilsstöðum var honum boðið að
ljúka málinu með því að gangast
undir 150 þúsunda króna sektar-
gerð vegna brots á 18. gr. reglu-
gerðar um lögreglusamþykktir.
Bílstjórinn, sem er frá Sviss, féllst
á þessi málalok og vildi taka sér-
staklega fram hversu leitt honum
þætti að þetta hafi gerst, um mis-
tök hans hafi verið að ræða. Kom-
ið hefur fram að maðurinn hafi ýtt
á rangan takka í bifreið sinni með
fyrrgreindum afleiðingum.
Aukin löggæsla
um helgina
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið
að auka umferðarlöggæslu lög-
regluumdæmanna í Borgarnesi, á
Selfossi og á Hvolsvelli um versl-
unarmannahelgina með lögreglu-
mönnum og lögreglubifreiðum frá
ríkislögreglustjóra.
Þá munu lögreglumenn frá
ríkislögreglustjóra vera með lög-
regluliðunum í Vestmannaeyj-
um og á Akureyri til styrkingar við
löggæsluna á þessum stöðum.
Einnig mun ríkislögreglustjóri,
Landhelgisgæslan og lögreglu-
stjórarnir á Selfossi og Hvolsvelli
eiga samstarf um umferðareftirlit
með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Tækjabúnaður verður í þyrlunni til
eftirlits með hraðakstri.
Þá verður fíkniefnaeftirlit
einnig eflt á nokkrum stöðum á
landinu með fíkniefnaleitarhund-
um.
Deilumál Algengt er að skattkortið verði
ásteytingarsteinn eftir skilnað. MynD: DV EHf /
SigTryggur Ari
Tekið af gift Yfirtaka Arion banka á fasteignum Giftar í Örfirisey var liður í nauðasamn-
ingi Giftar. MynD SigTryggur Ari