Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 30
2 2.–6. ágúst 2013 Verslunarmannahelgin Þetta þarftu á útihátíðina Það eru nokkrir hlutir sem geta reynst ómissandi á útihátíð-um. Í íslenskri veðráttu og efnahagsástandi er eins gott að vera við öllu búin/n og hér á eftir fylgja nokkur heilræði. Stígvél Ef marka má veðurspá verður besta veðrið á Suð- vesturlandi og því ef til vill best að vera bara í sandölum á höfuðborgarsvæðinu um verslunar- mannahelgina. Þeir sem ætla á útihátíð ættu þó að íhuga að fjárfesta í stígvélum. Þau gera gæfumuninn þegar gengið er um Herjólfsdal eða mjög nærri mýrar- boltavellinum á Ísafirði. Þau eru þægileg, notadrjúg og henta eiginlega í öllu veðri. Sólgleraugu Þú situr í brekkunni og blessuð sólin, sem elskar allt, skín beint í augun á þér. Myndirnar af þér úr brekkunni minna meira á grettusamkeppni en smart stælpíu eða gæja sem er við öllu búin/n. Þú getur verið laus við þetta með því að kippa með þér sólgleraugunum. Þau geta líka komið sér vel ef tekið var of harkalega á því kvöldið áður (nú eða ef þú ert með gras ofnæmi) og skartar fagurrauðum og þrútnum augum. Heimasmurt Það getur reynst bæði dýrt og óhollt að kaupa sér skyndibita. Það fer betur með fjárhag heimil- isins að taka sér smjörhníf í hönd og útbúa nesti. Það þarf ekki að vera flóknara en samloka með osti og skinku, en fyrir lengra komna er hægt að vera með alls kyns útfærslu á smørrebrød. Getnaðarvarnir Getnaðarvarnir ættu að vera staðalbúnaður fólks sem stundar gott, heilbrigt og ábyrgt kynlíf. Bakpoki Síðast en ekki síst þarftu bak- poka. Það er hægt að koma fyrir nánast öllu sem minnst var á hér að framan í slíkri tuðru. Þangað er hægt að setja eða sækja nestið, sólgleraugun, regnjakka, stígvélin og ekkert týnist. Stuð á Akureyri hvernig sem viðrar n Eyþór Ingi, Páll Óskar og Stuðkompaníið á Einni með öllu S tuðið byrjaði hér á Akur- eyri strax í gærkvöldi en undanfarin ár hefur sjón- varpsstöðin N4 svona byrj- að helgina á fimmtudeg- inum með tónleikum og það hefur þótt góður undirbúningur fyrir það sem koma skal,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, einn skipuleggjenda Einnar með öllu á Akureyri. Ein sú stærsta Sú verslunarmannahelgarhátíð er með þeim allra stærstu sem fram fara þessa miklu skemmtanahelgi og í meðalári er líklega aðeins Þjóð- hátíðin í Eyjum sem trekkir að fleira fólk en hátíð Akureyringa. Ólíkt öðrum slíkum fer skemmtana- haldið á Akureyri fram um allan bæinn svo að segja. Skemmtanir af ýmsu tagi má finna á tjaldsvæð- inu Hömrum þar sem fjölskyldu- fólk kemur sér gjarnan fyrir enda pláss nóg fyrir smáfólkið að leika sér. Yngra fólkið er hrifnara af tjald- svæðinu við sundlaugina enda það- an styttra að fara í miðbæinn og skemmta sér og sínum. Viðburðir fara fram alla helgina í Lystigarðin- um fallega sem og í hinni kostulegu skautahöll heimamanna. Stíf dag- skrá er fyrir alla aldurshópa í Skáta- gili við göngugötuna bæði í dag og á morgun eftir hádegið og þar kem- ur meðal annars fram Páll Óskar Hjálmtýsson auk þess sem hinsegin ganga norðanmanna fer þar um á laugardeginum. Spár fara batnandi Að sögn Davíðs er fjölmargt annað áhugavert að sjá og upplifa á hátíð- inni að þessu sinni og hann gefur lítið fyrir veðurspár sem gera illu heilli ráð fyrir talsvert köldu veðri þegar þetta er skrifað. Samkvæmt Veðurstofu Íslands fer hitamælir- inn varla yfir tíu stig þessa helgina. „Hitinn skiptir ekki öllu máli því meðan ekki er rigning og hvasst er alltaf hægt að klæða smá kulda af sér. Annars hafa spár verið að breyt- ast aðeins til batnaðar síðustu sól- arhringa og við vonum að sólin sýni sig öðru hverju allavega og hér verði bara gott og þægilegt að vera.“ Stuðkompaníið aftur á svið Í huga þeirra sem skipuleggja há- tíðina er rúsínan í pylsuendanum tónleikar hljómsveitarinnar Stuð- kompanísins sem var æði vin- sæl á árum áður og var þá skip- uð heimamönnum að öllu leyti. Sú sveit hefur aðeins tvívegis komið fram í hartnær 20 ár og í fyrra skipt- ið í Sjallanum á Akureyri árið 2006 og troðfyllti þá húsið. Fjölmargir aðrir þekktir tónlistarmenn stíga á svið þessa helgi bæði í göngugöt- unni, á Ráðhússtorgi og á börum og skemmtistöðum í bænum. Nægir þar að nefna Pál Óskar, Hjálma, Eyþór Inga og Siggu Beinteins svo fáir séu nefndir. Síðast en ekki síst er flugeldahátíðin á sunnudags- kvöldið sem markar endalok há- tíðarinnar þetta árið en sú flugelda- sýning verður stærri og flottari með hverju árinu. Davíð hvetur alla sem vilja lyfta sér upp að láta sjá sig og taka þátt og lofar að enginn verði svikinn af heimsókn á Eina með öllu. n albert@dv.is „Hitinn skiptir ekki öllu máli því með- an ekki er rigning og hvasst er alltaf hægt að klæða smá kulda af sér. Pollurinn Aðalskemmtunin fer fram við Pollinn í Leikhús- brekkunni. Opið alla helgina Föstudag 13:00 - 19:00 Laugardag 12:00 - 21:00 sunnudag 14:00 – 18:00 Mánudag 13:00 – 21:00 akstursíþróttasvæði aÍH við KrÍsuvÍKurveg sími 5530500 www.gokarthollin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.