Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 72
Skrikaði Árna líka fótur? Minnislaus Árni Páll n Árni Páll Árnason, formaður Sam­ fylkingarinnar, þekkir mikilvægi þess að lifa fyrir líðandi stund og líta ekki að óþörfu í bak­ sýnisspegilinn. „Um verslunar­ mannahelgina í fyrra? Það man ég ekki,“ segir Árni í samtali við DV aðspurður hvað hann gerði um síðustu verslunarmannahelgi. Hvort minnistapið skýrist af fyrrnefndum jákvæðum skapgerðareiginleika, eða hvort óminnishegrinn eigi þar hlut að máli skal ósagt látið en ljóst er að Árni gefur framtíðinni ekki meiri gaum en fortíðinni. „Ég veit ekkert hvert ég fer núna, en von­ andi kemst ég í smá reiðtúr,“ segir Árni sem er þekktur sem mikill djúphyggjumaður. En er hann mikill hestamaður? „Það er stórt orð, hestamaður.“ Stríð gegn nauðgunum n Kynferðisglæpir eru sennilega mesta samfélagsmein samtím­ ans. Þetta vita útvarpsmennirnir skeleggu Frosti Logason og Þorkell Máni Pétursson. Þeir hafa skor­ ið upp herör gegn meininu fyrir verslunarmannahelgina. „Það eru bara aumingjar sem nauðga,“ skrifa þeir á Facebook­síðu út­ varpsþáttar síns, Harmageddon, og meðfylgjandi er mynd af þeim í bleikum bolum, sem á stendur: „Það er bleikur fíll í stofunni. Hann heitir nauðgun!“ Mikael og Jesús n Mikael Torfason hefur afneitað tilvist Jesú Krists. Frá þessu grein­ ir hann á Facebook­síðu sinni. Hann gengur meira að segja svo langt að segja „vandræðalegt“ að halda því fram að „Ésú hafi verið til“. Stefán Pálsson, sagnfræðingur, er á öndverðum meiði og gerir eftirfarandi athugasemd við mál­ flutning Mikaels. „Fornaldarsaga er ekki mín sterkasta hlið, en ég held að sagnfræðingar á þessu sviði telji almennt líklegra en hitt að til hafi verið prédikari með því nafni fyrir rúmum 2000 árum og að hann hafi átt nokkurn hóp fylgismanna.“ L æðan Perla notaði eitt af sínum níu lífum þegar henni skrik­ aði fótur og hún féll af svölum á fjórðu hæð. Hún var þó ótrúlega heppin að sögn dýralæknis sem skoð­ aði hana eftir slysið, og er aðeins lítil­ lega meidd. Eftir fallið er Perla þó tals­ vert meiri kelirófa en áður og hættir sér lítið aftur út á svalirnar. „Við fundum hana í götunni okk­ ar,“ segir Stefán Reynir Jökulsson, átta ára, um Perlu. Perla býr ásamt Stef­ áni í Sviss þar sem Stefán hugsar afar vel um hana og hlúir að henni eins og hún væri barnið hans, segir móðir Stefáns stolt af drengnum. Perla hef­ ur verið hjá fjölskyldu Stefáns í stuttan tíma, en móðir hans bjargaði Perlu eitt rigningarkvöld þegar kötturinn hafði fest sig undir sendiferðabíl. Lilja, móð­ ir Stefáns, hafði verið á leið út en ná­ grannar létu hana vita af kettinum og hún stökk af stað til að bjarga honum. Þegar kettinum hafði verið bjargað varð ekki aftur snúið og hún býr nú hjá íslensku fjölskyldunni á fjórðu hæð. Það var svo eitt blíðviðriskvöld sem fjölskyldan sat úti á svölum og Perla var að sniglast í kring um þau. Perla lenti í hálfgerðri sjálfheldu og Stefán reyndi að bjarga henni en hún féll nið­ ur í garðinn fyrir neðan. Stefán kom á harðahlaupum til foreldra sinn og lét vita og spratt svo af stað niður stigann til að finna köttinn. Engir ljósastaurar eru í garðinum og Stefán gekk því á glugga á íbúðunum á jarðhæð og bað íbúana um að draga upp gardínur og kveikja ljós svo þau gætu fundið kött­ inn. Stefán segist hafa séð glitta í aug­ un á Perlu og reyndist hún vera hreyf­ ingarlaus. Perla reyndist vera vönkuð, en stuttu síðar var hún komin til dýra­ læknis. Hún reyndist aðeins hafa meitt sig lítillega og grær sára sinna vonandi fljótlega. „Hún er líklega búin með eitt af níu lífunum sínum þetta krútt,“ segir Stefán. n astasigrun@dv.is Níu líf læðunnar Perlu n Kötturinn Perla datt af svölum á fjórðu hæð n Átta ára stoltur eigandi bjargaði henni Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 2.–6. ÁgúST 2013 86. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Kelirófa Stefán og Perla eru góðir vinir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.