Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 48
32 Viðtal 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað
B
óklegt nám átti aldrei við
Eyjólf Kristjánsson eða Eyfa
eins og hann er alltaf kall
aður. Tónlistin átti hug hans
allan. Hann hætti í skóla
og ákvað að helga líf sitt tónlistinni.
Maðurinn sem samdi lagið um Nínu,
sem allir Íslendingar þekkja, segist
ekki hafa séð eftir þeirri ákvörðun.
Spilaði á kvöldvökum
„Ég fékk áhuga á tónlist ungur að
árum og lærði mín fyrstu grip á gítar
þegar ég fór í sveit til frænku minn
ar tíu ára gamall. Það voru synir
frænku minnar sem kenndu mér
fyrstu gripin en ég hafði fiktað á
píanó hjá mömmu og pabba frá því
að ég man eftir mér. Þegar ég var 14
ára ákvað ég að ég vildi verða tón
listarmaður. Mér fannst draumur
inn um að semja mína eigin tónlist
og gefa hana út mjög heillandi. Ég
spáði ekkert í ímynd tónlistarmanns
ins á þessum árum. Það var tónsmíð
in sem heillaði mig upp úr skónum
en ekki töffaraskapurinn sem fylgir
oft tónlistarmönnum,“ segir Eyfi sem
aðeins hefur unnið einu sinni fasta
vinnu um ævina fyrir utan tónlistina.
„Já, ég var skíðakennari um árabil
í Kerlingarfjöllum og spilaði þar
opin berlega í fyrsta sinn. Þá var ég
aðeins 19 ára og stjórnaði kvöldvök
um með kassagítar í hönd,“ segir Eyfi
og hlær. „Þannig að tónlistin hefur
alltaf tekið völdin.“
Fæddist með silfurskeið
„Ég átti mjög góða æsku. Ég fæddist
með silfurskeið í munni, foreldrar
mínir voru efnaðir og ég bjó í stóru
einbýlishúsi. Ég er yngstur af sex
systkinum og var algjört dekur
barn. Systkini mín þoldu mig ekki
á tímabili því ég var frekur og al
gjör mömmustrákur. Ég var ákaflega
leiðinlegur framan af. Ég bjó heima
þangað til ég var 24 ára og mamma
þvoði mér um hárið þangað til ég
var 24 ára,“ segir Eyfi, hlær og bætir
svo við: „Það er örugglega henni að
kenna að ég er sköllóttur í dag, því
hún þvoði mér upp úr amerískum
hárvörum sem innihéldu örugglega
einhvern geislavirkan úrgang.“
Móðir Eyfa lést úr krabbameini
þegar hann var 31 árs. Það fékk mik
ið á Eyfa. „Af þessu 31 ári sem við
áttum saman, bjó ég með henni í
24 ár. Við vorum miklir vinir og hún
kenndi mér margt sem ég reyni að
miðla til barna minna með misgóð
um árangri.“
Engin áhugi á bókinni
Eftir stutta dvöl í MR hóf Eyfi nám í
píanóleik við Tónlistarskóla FÍH og
lauk náminu árið 1985. Hann gekk til
liðs við hljómsveitina Vísnavini og þá
var ekki aftur snúið.
„Árið 1981 kom út fyrsta lag mitt
á plötu með hljómsveitinni Vísna
vinum en það lag heitir Mánudagur.
Það sló alls ekki í gegn en mér þykir
vænt um það engu að síður. Ég gekk
í Menntaskólann í Reykjavík og hafði
sko engan áhuga á því sem mér var
kennt þar en þá var áhuginn orðinn
það mikill á tónlistinni að ég sá lítið
annað í stöðunni en að fylgja inn
sæi mínu í þeim efnum og sé ekki
eftir því. Ég átti alls ekki erfitt með að
læra, bókin var bara ekki fyrir mig og
tónlistin truflaði námið ég var bara í
vitlausu fagi,“ segir Eyfi.
Bítlavinafélagið var
vendipunktur
„Ég hef ekki gert handtak annað en
að spila og semja tónlist frá 1982
– fyrir utan að vera skíðakennari í
Kerlingarfjöllum í ein 12 ár. Þar
fékk ég dýrmæta reynslu sem nýtt
ist mér vel í mínum bransa. Ég spil
aði á kvöldvökum og það tók pínu
á að stíga fram 19 ára gamall með
kassagítarinn og láta liðið syngja
með mér í fjöldasöng. Ég komst
klakklaust í gegnum það og varð
reynslunni ríkari sem nýttist mér vel
í því sem koma skyldi.“
Í byrjun árs 1986 hóaði Jón Ólafs
son í Eyfa. Hann var að setja saman
hljómsveit fyrir nemendamót
Versló. Hann hafði heyrt Eyfa spila
með þjóðlagabandinu Hálft í hvoru
nokkru áður og sá að Eyfi bjó yfir
hæfileikum.
„Ég var nýhættur í bandinu, sló til
og gekk til liðs við fjórmenningana
og úr varð hljómsveitin Bítlavina
félagið. Þarna varð ég í raun fyrst
þekkt andlit sem lagahöfundur og
söngvari og hjólin fóru að snúast fyr
ir alvöru. Bítlavinafélagið var ein vin
sælasta hljómsveit landsins á árun
um 1986–1990, Danska lagið náði
gífurlegri spilun sumarið 1989 og
hefur lifað góðu lífi síðan. Ég gaf út
mína fyrstu sólóplötu árið 1988 sem
heitir Dagar. Þetta er ellefu laga plata
og ég á um tíu þeirra. Á þessum tíma
tóku Íslendingar í fyrsta skipti þátt í
Eurovision og að sjálfsögðu sendi
ég lag inn í undankeppnina. Ég lifi í
draumi var framlag mitt í keppnina
og það er eiginlega í kjölfarið á því
sem lög mín fara að slá í gegn.“
Búið að „nauðga“ Nínu oft
Eyfi hefur frá fyrstu tíð látið að sér
kveða sem lagahöfundur. Lög eftir
hann hafa meðal annars sigrað í
Landslagskeppninni sem var haldin
á vegum Stöðvar 2, en þar sigraði
hann árið 1990 með laginu Álfheið
ur Björk. Ári síðar var lagið Draumur
um Nínu valið í Eurovision fyrir hönd
Íslands. Blaðamanni lék forvitni á að
vita hver þessi Nína er en hinar ýmsu
sögur hafa sprottið upp um konuna
sem sungið er um.
„Draumur um Nínu fjallar um
konu sem er látin en eftirlifandi
unnusta hennar dreymir hana á
hverri nóttu og vill helst ekki vakna af
ljúfum draumi. Textinn virðist höfða
til margra og mér þykir vænt um hvað
þjóðin hefur tekið miklu ástfóstri við
lagið. Eflaust eru margir sem hata
lagið en það hefur verið spilað mik
ið í gegnum árin og ég held að ég sé
að fara með rétt mál þegar ég segi að
í hvert einasta skipti sem við Stefán
Hilmarsson spilum saman þá er
Nína tekin. Sumir vilja meina að það
sé búið að nauðga henni Nínu einum
of oft. Ef það er hægt að tala um svo
alvarlegan hlut í þessum skilningi er
það bara hið besta mál,“ segir Eyfi og
brosir út í annað.
Ástin flæktist fyrir
Eyfi og Sandra Lárusdóttir hafa verið
gift í 12 ár. Þau kynntust árið 1998 og
þrátt fyrir að Eyfi sé ellefu árum eldri
hefur aldursmunurinn ekki flækst
fyrir þeim hjónum. Ástin spyr ekki
um aldur.
„Það hefur gengið á ýmsu í okk
ar sambúð eins og hjá flestum en við
tókum ákvörðun um að snúa bökum
saman og vinna úr okkar málum,“
segir Eyfi en vill ekki fara nánar út í
þá sálma. Hann segir mikilvægast að
horfa fram á veginn.
„Fjölskyldan skiptir okkur miklu
máli og það þýðir lítið að gefast upp
þótt á móti blási. Maður hagaði sér
ekki vel þegar maður var ungur og
óþroskaður og djammaði eflaust
meira en góðu hófi gegndi. Frægðin
tók líka sinn toll. Ég er í dag breyttur
maður. Ég held að það séu allt of
margir sem gefast upp og ákveða að
skilja við maka sinn þegar illa gengur.
Við Sandra höfum ákveðið að byggja
upp okkar samband og einblína á það
góða í stað þess að einblína á þau mis
tök sem hafa átt sér stað. Eflaust hefur
líferni popparans farið í taugarnar á
henni en í dag fer ég ekkert án hennar
og hún kemur með mér á þá tónleika
sem ég held. Við erum miklir vinir og
gerum alla hluti saman. Hún styður
mig og okkur þykir gaman að fara út
að borða með vinum og í heimahús,“
segir Eyfi og bætir við: „Pöbbaröltið
heyrir sögunni til.“
Vinir í 25 ár
Stefán Hilmarsson og Eyfi hafa spil
að saman í yfir 25 ár, en þeir félagar
gáfu út plötu árið 2006. Þeir hafa
spilað saman víðs vegar og meðal
annars hafa þeir spilað saman á
Spáni þegar svo ber undir en þó
segir Eyfi að þeir spili aðallega
saman golf þegar þeir eiga leið til
Spánar.
„Já, við höfum tekið lagið saman
á pöbbum við sérstök tilefni en þó
spilum við aðallega saman golf þar,“
segir hann aðspurður um spila
mennsku þeirra Stefáns erlendis.
„Við Stebbi erum miklir og góðir
vinir og það er gaman að segja frá
því að okkur hefur aldrei lent saman
í þau 25 ár sem við höfum þekkst.
Við erum ekki endilega alltaf sam
mála en við getum rætt hlutina án
þess að úr verði drama. Vörumerk
ið Stebbi og Eyfi er vel þekkt, þetta
er hliðarverk hjá okkur báðum sem
við höfum báðir mjög gaman af.“
Þetta er hark
„Ef þig dreymir um að verða ríkur er
tónlistin ekki rétta starfið. Þetta er
oft bölvað hark hér á landi en þetta
er það sem ég vil gera. Mér var boð
ið að selja höfundarrétt minn á lög
um mínum en hafði engan áhuga
á því. Þetta voru ekki það háar fjár
hæðir og mér þótti skemmtilegra að
innheimta mín stefgjöld þann 10.
desember ár hvert. Mig hefur aldrei
dreymt um að slá í gegn erlendis. Eft
ir 30 ár í þessum bransa get ég litið
til baka nokkuð sáttur. Ég er búinn
að skilja eftir fjöldann allan af lögum
sem ég er stoltur af. Auðvitað hefði
ég viljað gera eitthvað öðruvísi en
þegar þú fellur af baki er best að drífa
sig á bak strax aftur. Að gera plötu er
bara dýr auglýsing það er bara einn
Eyjólfur Kristjánsson lagasmiður hefur helgað
líf sitt tónlistinni. Hann ólst upp hjá efnaðri fjölskyldu,
leið ekki skort en missti móður sína ungur. Í dag glímir
Eyjólfur við fjárhagserfiðleika. Hann býst við því að
missa húsið sitt en segir að góð heilsa sé mikilvægari
en peningar. Það hefur gengið á ýmsu í hjónabandinu
en hann hefur aldrei verið ástfangnari en í dag. Eyjólf-
ur ræðir um ferilinn og frægðina við DV.
Íris Björk Jónsdóttir
iris@dv.is
Viðtal
Frægðin tók sinn toll
„Ef þig
dreymir
um að verða ríkur
er tónlistin ekki
rétta starfið
Félagarnir saman Eyfi og Stebbi munu spila saman á Þjóðhátíð á laugardag.
Í faðmi fjölskyldunnar Hér er Eyfi í faðmi fjölskyldunnar sem
kom saman í grill og gleði í vikunni. Þetta eru þau Tryggvi Lárusson,
Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir, Sandra Lárusdóttir, Guðný Eyjólfs
dóttir, Eyfi, Stefanía Agnes Eyjólfsdóttir. MyNd: dV EHF / Sigtryggur Ari