Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 22
22 Fréttir 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað
600 svipuhögg fyrir blogg
n Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir móðgun í garð islam
R
aif Badawi frá Sádi-Arabíu
hefur verið dæmdur í sjö ára
fanglesi og til þess að vera
sleginn 600 sinnum með
svipu fyrir að móðga islam. Badawi
hefur setið inni frá því í júní 2012
en hann á eiginkonu og þrjú börn.
Málið hefur vakið hörð viðbrögð og
mannréttindahreyfingar um allan
heim hafa fordæmt dóminn.
„Þessi ótrúlega harði dómur
yfir friðsælum bloggara gerir full-
yrðingar yfirvalda Sádi-Arabíu um
að stjórnvöld styðji endurbætur
og trúarlegar samræður að aðhlát-
ursefni,“ segir Nadim Houry, tals-
maður Human Rights Watch í Mið-
Austurlöndum í samtali við CNN.
Badawi var dæmdur fyrir ummæli
sem hann lét falla á bloggsíðu sinni
og í sjónvarpsviðtali. „Maður sem
vildi ræða trúarbrögð hefur þegar
setið inni í eitt ár og stendur nú
andspænis sjö ára dóm til viðbótar
og 600 svipuhöggum,“ segir Houry.
„Ég veit ekki hvað ég á að gera.
Raif gerði ekkert rangt,“ sagði eig-
inkona hans, Ensaf Haidar, þegar
dómurinn lá fyrir. Hún býr núna
í Líbanon ásamt börnum þeirra.
Ensaf segir ómögulegt að fara
með börnin aftur til heimalands-
ins vegna þeirra fordóma sem fjöl-
skyldan muni verða fyrir.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
stjórnvöld dæma aðgerðasinna
sem aðhyllist aðrar skoðanir en
þeirra eigin til fangelsisvistar. Mo-
hammed Al-Qahtani og Abdullah
Al-Hamid, sem höfðu talað fyrir
umbótum í landinu, fengu tíu ára
dóm hvor.
CNN og fleiri fjölmiðlar á
Vestur löndum hafa ítrekað reynt að
fá viðbrögð frá yfirvöldum í Sádi-
Arabíu en án árangurs. Talsmað-
ur yfirvalda hefur sagt að ekki verði
talað um mál sem séu fyrir dóm-
stólum en svo virðist sem engin
svör fáist við þeim sem eru afgreidd
heldur. n
asgeir@dv.is
D
aniel Chong, 25 ára, gleymd-
ist í fangaklefa í San Diego
í fjóra daga í apríl í fyrra
og þurfti meðal annars að
drekka sitt eigið hland til
þess að halda lífi. Chong var hand-
tekinn þegar lögreglan gerði áhlaup
vegna fíkniefnasölu en hann var einn
níu sem voru handteknir. Honum
var sagt að hann yrði ekki kærður en
eftir það kom enginn að klefa hans í
fjóra daga.
Chong fór í mál við yfirvöld sem
hann vann en honum voru dæmdar
4,1 milljón dala eða tæpar 490 millj-
ónir króna í bætur.
Skar skilaboð í handlegginn
Chong meig á stálbekk í klefanum og
drakk hland af honum til að halda
sér á lífi en hann var viss um að hann
væri að deyja þegar leið á vítisvistina.
Hann ákvað því að skera skilaboð
í handlegg sinn til móður sinnar.
Hann braut gleraugun sín með því að
bíta í þau og reyndi að skera í hand-
legg sinn „Fyrirgefðu mamma“. Hon-
um tókst bara að klára fyrsta stafinn.
Alla fjóra dagana sem Chong
dvaldi í klefanum sparkaði hann og
öskraði til að reyna vekja athygli á
veru sinni þar en allt kom fyrir ekki.
„Ég sat ekki þarna þegjandi og hljóð-
alaust,“ sagði Chong í samtali við fjöl-
miðla í Bandaríkjunum. „Ég spark-
aði stöðugt í hurðina og öskraði.“
Chong reyndi einnig að setja af stað
brunakerfi stöðvarinnar án árangurs.
Chong setti einnig skóreimar út um
rimla á klefanum sínum til að reyna
vekja athygli á sér en allt kom fyrir
ekki.
Ofskynjanir
Á þriðja degi fór Chong að sjá of-
skynjanir. Það var svo ekki fyrr en á
fjórða degi sem hann fannst loksins
í klefanum. Þá var hann orðinn mjög
máttfarinn og þakinn eigin saur og
hlandi.
Chong þurfti að dvelja á spítala í
fimm daga eftir að hann fannst þar
sem hann hafði orðið fyrir miklu
vökvatapi, þjáðist af krömpum,
nýrnabilun og öndunarfærasýkingu.
Chong léttist um sjö kíló á meðan á
dvölinni stóð.
Skelfileg mistök
Ljóst er að Chong gleymdist fyrir
slysni en fíkniefnalögreglan og
vinnu ferli hennar hefur verið gagn-
rýnt harðlega eftir atvikið. „Þetta
hljómar eins og mistök. Mjög, mjög
alvar leg og hræðileg mistök,“ sagði
Chong.
Yfirmaður fíkniefnalögreglunnar
gaf út opinbera afsökunarbeiðni
í maí síðastliðnum en lögmaður
Chong segir að verkferlum inn-
an lögreglunnar hafi verið breytt í
kjölfarið á atvikinu. Nú eru komn-
ar myndavélar í alla klefa auk þess
sem reglulega er athugað hvort allt
sé með felldu.
Chong nemur þessa dagana hag-
fræði við Háskólann í Kaliforníu en
hann ætlar meðal annars að nota
peninginn sem hann fékk í skaða-
bætur til þess að kaupa hús handa
foreldrum sínum. n
Drakk hland
til að lifa af
n Gleymdist saklaus í fangaklefa í fjóra daga n Fær 490 milljónir í skaðabætur
Ásgeir Jónsson
blaðamaður skrifar asgeir@dv.is
Daniel Chong Þurfti að
upplifa helvíti en er nú ríkur
maður.
Fastur í fjóra daga
Fangaklefinn sem hér sést er
svipaður að stærð og sá sem
Daniel var í.
Raif Badawi Hefur þegar setið ár í
fangelsi.
Ensaf Haidar Eiginkona Raif treystir sér
ekki með börnin aftur til Sádi-Arabíu.
Jósef Stalín
aftur á stall
Sagan fer ekki mjúkum höndum
um Jósef Stalín, einræðisherra
Sovétríkjanna, og hann hefur
verið sakaður um að hafa valdið
dauða milljóna meðan hann réð
ríkjum. Sú saga þykir þó hvorki
merkileg né rétt af hálfu íbúa í
Georgíu en þar í borginni Gori, í
klukku stundar fjarlægð frá höfuð-
borginni Tíblisi, var Stalín fæddur
og er í svo miklum hávegum hafð-
ur enn þann dag í dag að borgar-
yfirvöld ætla að reisa nýja sjö
metra háa styttu til minningar um
þennan son landsins. Hana skal
opinbera með viðhöfn þann 21.
desember næstkomandi sem er
afmælis dagur einræðisherrans.
Drónar til að
leita Stórfeta
Enn trúir fjöldi fólks á tilvist
Stórfeta, Bigfoot, víða um heim og
þar með taldir vísindamenn ekki
síður en leikmenn. Nú hyggst vís-
indadeild ríkisháskólans í Ohio
reyna að sanna tilvist þessa fyrir-
bæris með aðstoð fjarstýrðra
dróna. Eiga slíkir að kortleggja stór
skógarsvæði í Bandaríkjunum og
Kanada þaðan sem fregnir hafa
borist af undarlegu dýri sem líkist
apa og gengur á tveimur fótum.
Áhugi á dýri þessu jókst til muna
fyrir skömmu þegar á YouTube
birtist myndband af ókennilegu
stóru apadýri sem vafraði um skóg
í Kanada. Eins og oft áður í slík-
um tilvikum er myndbandið þó of
óskýrt til að hægt sé að taka af vafa
um hvað þar var á ferðinni.
Lögreglan
í beinni
Svo getur farið að lögreglumönn-
um í Kanada verði gert skylt að
ganga með upptökutæki á sér í öll-
um útköllum í því skyni að hægt sé
að ganga úr skugga um að frásögn
þeirra af umdeildum atburðum sé
sannleikanum samkvæm. Hug-
myndin er sú sama og að hafa upp-
tökutæki í lögreglubílum þannig að
ekki fari milli mála ef lögreglumenn
fara yfir strikið gagnvart þegnum
eða til sönnunar verði lögreglumenn
fyrir skaða í starfi. Nýlega kom upp
atvik hérlendis þar sem lögreglu-
maður virtist fara fram af offorsi
gagnvart stúlku í miðbæ Reykjavíkur
en myndband náðist af atvikinu sem
annars hefði ekki komist upp.