Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Helgarblað 2.–6. ágúst 2013
Pólitískur myndbrjótur
sem dregur allt í efa
n Brynjar Níelsson var efnilegur í fótbolta en var húðlatur, segir Þorgrímur Þráinsson n Fljótfær en heiðarlegur
Brynjars. Hann segir að allt frá
barnæsku hafi verið hópur fólks í
kringum Brynjar, hann hafi allar
götur laðað að sér fólk. „Enda get-
ur Brynjar verið mjög skemmtileg-
ur í umgengni. Hann kemur oftar
en ekki fram með ný sjónarhorn
á hlutina. Hann er góður í því að
hlusta og ég held að fólk finni það.
Brynjar er maður sem heldur trún-
að og segir engum frá ef hann er
beðinn fyrir hlutina.“
Helgi og Brynjar leigðu saman
íbúð á námsárunum í háskólan-
um. „Við segjum stundum að þetta
hafi verið mikið menningarheimili
hjá okkur. Við héldum kvöldvökur
þar sem við spurðum hvorn ann-
an út úr. Brynjar var ágætlega les-
inn í sögu og landafræði. Hann
vissi til dæmis allt um harðstjóra í
Afríku og Suður-Ameríku og þegar
hann talaði um þá var eins og hann
væri að ræða um einhvern úr fjöl-
skyldunni. Hann var ekki eins
sterkur á svellinu þegar kom að
bókmenntum og ljóðum.“
Mikill barnavinur
„Hann mátti heldur ekkert aum
stjá. Það voru oft sölumenn að
banka upp á hjá okkur og reyna að
pranga inn okkur einhverju dóti.
Brynjar átti mjög erfitt með að
segja nei, sérstaklega ef það voru
börn sem voru að banka upp á.
Það endaði með því að ég varð að
banna honum að fara til dyra. Ég
vildi meina að börnin hefðu verið
farin að gera út á að selja Brynjari.
Annars er hann mjög barngóður og
hefur mikið dálæti á börnum. Það
finna þau og laðast að honum.“
Brynjar þótti afar efnilegur
knattspyrnumaður og lék með Val á
námsárum sínum. „Hann var góð-
ur í öllum íþróttum en sérstaklega í
fótbolta,“ segir Helgi. „Sem fótbolta-
maður hafði Binni rosalega mikla
hæfileika, hann var fjórfalt hæfileik-
aríkari en ég en hann var húðlatur.
Hann hefði án efa getað spilað 200
leiki í efstu deild ef hann hefði nennt
því – áhugi hans lá bara annars stað-
ar,“ segir Þorgrímur Þráinsson vinur
hans og samherji í Val.
Getur verið fljótfær
Brynjar hefur oft og tíðum verið
umdeildur lögmaður. „Styrkur hans
sem lögmaður liggur í því að hann
er fljótur að greina kjarn-
ann í hverju máli
og sneggri á fyrstu metrunum en
aðrir að sjá hvað skiptir máli. Hann
er ekki lögmaður sem flækir hlutina
í endalausu orðagjálfri. Hann finn-
ur til samkenndar með fólki. Hann
bregst hart við ef það er komið fram
með frekju og yfirgangi gagnvart
þeim hópum fólks sem á sér fáa eða
enga málsvara. Allt tal um að fang-
elsa menn og henda svo lyklunum
þolir hann ekki. Miskunnarleysi fer
í taugarnar á honum svo og það að
einhver ein skoðun sé annarri rétt-
ari. Hann bregst hart við öllu slíku.“
Brynjar Níelsson viðrar skoð-
anir sínar gjarnan á netinu og sýn-
ist sitt hverjum um það sem hann
setur fram. „Er Brynjar Níelsson
búinn að taka að sér að vera alls-
herjar nettröll eða er hlutverk hans
kannski að prófa hugmyndir sem
virka öfgafullar og athuga hvernig
þær falla í kramið? Því framganga
Brynjars – og að nokkru leyti Vig-
dísar Hauksdóttur – virðist aðal-
lega til þess fallin að drepa þjóð-
félagsumræðunni á dreif, senda
hana í óvæntar og skrítnar áttir,“
sagði Egill Helgason nýlega á Eyj-
unni.
„Brynjar hefur mjög skemmti-
lega nærveru og er ekkert að setja
fram hlutina eins og hann heldur
að aðrir vilji heyra þá. Hann er rök-
fastur. Getur verið fljótfær. Hann
stuðar fólk. Ég er viss um að hann
hefur gaman að því að ögra. Hann
er samt alltaf samkvæmur sjálf-
um sér og þolir ekki þegar fólk set-
ur hlutina í einhvern búning til að
líta betur út. Binni er traustur og
góður vinur. Það er alltaf hægt að
leita til hans með margvísleg mál.
Hann er rödd skynseminnar þó
hann geti verið ögrandi. Hann er
vel menntaður og vel gefinn, það
hvarflar aldrei að honum að tækla
fólk heldur fer hann beint í mál-
efnin með rökum. Andstæðingar
hans líta hins vegar fram hjá því til
að geta barið á honum. Því fer fjarri
að ég sé alltaf sammála honum
en ég ber hins vegar virðingu fyrir
skoðunum hans,“ segir Þorgrímur
Þráinsson.
Flaug inn á þing
Brynjar ákvað að hann vildi á þing.
Hann tók þátt í prófkjöri sjálfstæðis-
manna síðastliðið haust og gekk vel
og flaug inn á þing í vor. Þeir sem
kepptu við Brynjar bera honum þó
vel söguna og segja baráttuna hafa
verið í góðu.
„Ég varð aldrei var við annað en
að barátta hans væri drengileg,“ seg-
ir Birgir Ármannsson þingmaður og í
sama streng tekur Sigríður Andersen
lögmaður sem líka tók þátt í próf-
kjörinu. „Hann hefur ákveðnar skoð-
anir og talar hreint út og segir skoð-
anir sínar á mannamáli. Það á án efa
eftir að fylgja honum inn í stjórnmál-
in. Það hefur vantað slíkt fólk frekar
en hitt í stjórnmálin, það sýndi sig í
prófkjörinu,“ segir Sigríður.
„Mín reynsla af skammri sam-
vinnu við Brynjar í þinginu er að
hann sé góður liðsmaður og sam-
starfsmaður og vinni vel í hóp.
Hann virðir skoðanir annarra.
Sumir myndu án efa segja að það
væri galli hversu hreinskilinn hann
er, það er auðvitað ekki alltaf til vin-
sælda fallið. Ég held hins vegar að
slíkt fólk eigi erindi í pólitík. Það
stuðar fólk stundum þegar hann
segir skoðanir sínar umbúðalaust
en á móti kemur að menn vita þá
alltaf hvar þeir hafa hann. Hann
talar enga tæpitungu, það vekur
oft harðari viðbrögð en ella,“ segir
Birgir.
Gerir þingið skemmtilegra
Einn pólitískra andstæðinga Brynj-
ars er Össur Skarphéðinsson og
eins og aðrir hefur hann sínar skoð-
anir á Brynjari.
„Hann er pólitískur myndbrjót-
ur. Hann dregur allt í efa og er til-
búinn að skoða hluti upp á nýtt.
Hann er greinilega glöggur lögmað-
ur eins og sást á því að þegar fjár-
málaráðherra lagði fram tillögu um
að fresta því að leggja fram fjárlaga-
frumvarpið um þrjár vikur í haust;
þá spottaði Brynjar það af sinni
lögmannskunnáttu að það væru
tæknilegir meinbaugir á því. Ef til-
lagan hefði verið samþykkt hefði
ekki verið hægt að kalla saman þing
næstu þúsund árin. En hið glögga
lögmannsauga Brynjars sá það.
Brynjar er fylginn sér og óhræddur
við að taka rökræðu.
Gallinn við hann er hins vegar sá
að hann er úr hófi íhaldssamur og
tekur mjög hægri sinnaða afstöðu.
Ég umber þessa galla hans,“ segir
Össur og hlær.
Bætir síðan við: „En Brynjar
er samkvæmur sjálfum sér. Þegar
hann deilir á Ríkisútvarpið, viðtek-
in viðhorf til kvennaréttinda eða á
ákveðnar stofnanir þá setur hann
gagnrýni sína fram frá mjög hægri
sinnuðum sjónarhóli. Mér finnst sú
hugmyndafræði sem birtist í orð-
um hans vera samfelld og búa á
innri rökhugsun. Ég er bara ósam-
mála þeim röklega punkti sem
hann hefur sína vegferð á. Annars
er hann greinilega mikill húmoristi
og af kynnum mínum við hann á
sumarþingi þá tel ég hann einn af
þeim sem á eftir að gera Alþingi að
skemmtilegri vinnustað.“
Algerlega smekklaus
Þegar viðmælendur DV eru beðnir
um að nefna einhverja galla á Brynj-
ari þá gagnrýna margir þeirra klæða-
burðinn. „Hann er óttalegur sauð-
ur þegar kemur að praktískum
hlutum og kann ekki að klæða sig.
Hann þyrfti virkilega á stílista að
halda,“ segir gömul vinkona hans
úr menntaskóla. Í sama streng taka
fleiri viðmælendur. „Hann er skelfi-
legur í klæðaburði. Ef hann á hinn
bóginn væri farinn að klæða sig
smart væri hann kannski kominn út
úr karakter. Hann vill geta mætt með
skakkt bindi og í sokkum sitt af hvoru
tagi í vinnuna. Honum er nákvæm-
lega sama hvað fólki finnst. Kannski
sýnir það líka hversu heiðarlegur og
einlægur hann er,“ segir Þorgrímur
Þráinsson. n
„Hann er óttalegur
sauður þegar kem-
ur að praktískum hlutum
og kann ekki að klæða
sig. Hann þyrfti virkilega á
stílista að halda.
FJÓRFALDIR
VILDARPUNKTAR
ICELANDAIR
ALLA HELGINA!
(1.–5. ÁGÚST)
Dæmi: 10.000 kr. áfylling
gefur 600 Vildarpunkta.
4
FALDIR
Til að safna Vildarpunktum Icelandair með Olís-lyklinum
þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair korti,
American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís.
Nánari upplýsingar um vildarkerfi Olís eru á
olis.is/vidskiptakort/vildarkerfi
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 132198