Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 14
Þ að þarf þjóðarsátt um að þeir sem standa verst í þessu þjóðfélagi fái veru­ legar kjarabætur þegar farið verður að semja í haust,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akra­ ness. Hann segir að það þýði ekki fyrir stjórnvöld og vinnuveitend­ ur að halda því fram að hér fari allt til fjandans ef lægstu laun verði hækkuð. Það sé þó sá hræðslu­ áróður sem alltaf fari í gang þegar rætt sé um að hækka laun þeirra lægst launuðu. Vilhjálmur segir að kjararáð hafi í raun lagt línurn­ ar um kauphækkanir þegar það hækkaði laun æðstu embættis­ manna þjóðarinnar. Þar hafi mánaðar laun einstakra embættis­ manna hækkað um 280 þúsund krónur á mánuði sem sé 70 þús­ und krónum hærra en lægstu laun í landinu. Það séu þó ekki bara þeir sem hafa hækkað mikið í laun­ um heldur hafi æðstu stjórnend­ ur fyrir tækja gert það líka. Þessar hækkanir horfi almennt launafólk upp á og hljóti að krefjast ámóta kjarabóta. „Verkalýðshreyfingin hlýtur að bíta vel frá sér í kom­ andi kjarasamningum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að það sé eingöngu verkafólk sem viðheldur stöðugleikanum í íslensku samfé­ lagi,“ segir Vilhjálmur. Samningar renna út í nóvember Samtök atvinnulífsins og Alþýðu­ sambandið náðu samkomu­ lagi skömmu eftir áramót um að kjarasamn ingar rynnu út í lok nóv­ ember. Í samkomulag inu er kveðið á um að hafin verði undir búningur nýs kjarasamnings snemma í haust, sá tími sem samið var um styttist því. Þorsteinn Víglunds­ son, framkvæmda stjóri Sam­ taka atvinnulífsins, hefur sagt að það verði að fara varlega í kjara­ viðræðum í haust til að stuðla ekki að enn meiri verðbólgu. Fjármála­ ráðherra hefur hvatt til hins sama og sagt að hækkun launa æðstu manna ríkisins hafi verið óheppi­ leg og líkleg til að skapa spennu á vinnumarkaði. Úr orðum beggja má lesa að allir verði að leggja sitt af mörkum, það er ríki, verkalýðs­ félög og samtök atvinnulífsins til að ná því marki að verðbólga fari ekki úr böndum. Hófstillta samninga Aðalsteinn Baldursson, formaður Framtíðar á Húsavík, vill hófstillta samninga. „Launahækkanir einar og sér hafa lítið að segja þegar ríki og sveitarfélög auka stöðugt álög­ ur sínar á fólkið í landinu og versl­ unin virðist hafa algert frjálsræði um að hækka vöruverð upp úr öllu valdi. Það þarf að byrja á því að koma böndum á hækkanir á vöru­ verði og álögur ríkis og sveitarfé­ laga, að því búnu er hægt að setjast niður og semja um hóflegar kaup­ hækkanir sem myndu leiða til auk­ ins kaupmáttar. Í gamla daga vildi ég sem mestar prósentuhækkanir á laun en í dag er ég þeirrar skoðun­ ar að það eigi að semja um hóflegar launahækkanir líkt og gert hefur verið í löndunum í kringum okkur. Þar hefur tekist að standa vörð um kaupmáttinn og ég tel að við ættum að stefna að því sama.“ n 14 Fréttir 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað Misskilningur um 110% leiðina n Fólk fær ekki bakreikning fyrir afskriftunum Þ að skiptir máli að fólk geri greinarmun á þessum tveimur leiðum, sértækri skuldaaðlögun og svokall­ aðri 110 prósent leið,“ seg­ ir Haraldur Guðni Eiðsson, for­ stöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Á hann þar við tvær af þeim leiðum sem bankinn bauð skuld­ settum viðskiptavinum upp á til að þeir réðu betur við lánin sín í kjöl­ far hrunsins. „110 prósent leiðin var þannig að lán voru bara lækkuð að 110 pró­ sentum af virði eignarinnar og það var endanleg afskrift. Fólk fær ekki bakreikning fyrir því.“ Hin leiðin kallaðist skuldaaðlögun. „Þá var meira verið að horfa á greiðslugetu fólks og fleiri skuldir teknar inn, ekki bara fasteignalán. Hluti af þeirri lausn var biðlán til þriggja ára, vaxta og verðbótalaust sem fólk var ekki að greiða af fyrr en að þeim tíma loknum.“ Haraldur segir einstak­ linga sem fóru þá leið hafa gert samning við bankann um að greiða ákveðna upphæð á mánuði sem fór þá upp í umsamdar skuldir. „Að þremur árum liðnum kemur biðlán­ ið svo aftur inn,“ útskýrir Haraldur. DV greindi frá því í fyrr í vikunni að Elsa Lára Arnardóttir, þingmað­ ur Framsóknarflokksins, hefði orðið ansi hissa á dögunum þegar hún fékk skyndilega reikning frá Arion banka upp á 5,8 milljónir króna. Var það sama upphæð og hún taldi að hefði verið afskrifuð af húsnæð­ isláni hennar þremur árum áður þegar hún fór í gegnum 110 prósent leiðina, að hún hélt. Haraldur segir að þeir sem voru í skuldaaðlögun hjá bankanum fái í raun reikning fyrir biðláninu þegar samningstímanum lýkur. Hann tekur hins vegar fram að bankinn hafi samband við alla þegar líður að lokum samningstím­ ans. „Þá er farið yfir hvernig best er að greiða það lán niður.“ Að sögn Haraldar er erfiðara að klára skuldaaðlögunarferlið ef fólk lendir í vanskilum á tímabil­ inu. Ef vanskil koma upp er þó reynt að leysa úr þeim. „Skulda­ aðlögunarferlið klárast í raun ekki fyrr en fólk er komið í skil og það er samið um framhaldið.“ n solrun@dv.is Verkalýðshreyfingin hlýtur að bíta frá sér n Styttist í gerð nýrra kjarasamninga n Verðum að standa vörð um kaupmátt „ Launahækkanir einar og sér hafa lítið að segja þegar ríki og borg auka stöðugt álögur sínar á fólk. Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is Tvær leiðir Haraldur segir mikilvægt að gera greinarmun á milli 110 prósent leiðarinnar og sértækrar skulda- aðlögunar. Mynd: © RóbeRT ReyniSSon Moskítóleysi aðdráttarafl Íslendingar gera alls ekki nóg af því að vekja athygli á landi sínu og þeim dásemdum sem það býður upp á að mati Frosta Sigurjónsson­ ar, þingmanns Framsóknarflokks­ ins. Hann vill gera mun meira úr þeirri staðreynd að hér finnist til dæmis engar moskítóflugur sem gera mönnum lífið leitt víða um heim og í heitum löndum smita þessi skordýr marga af malaríu og öðrum grafalvarlegum sjúkdóm­ um. Frosti bendir á að moskítóflug­ ur finnist til dæmis í Færeyjum og á Falklandseyjum og í velflestum öðrum löndum. Skordýrafræðingar eru litlu nær hvað valdi því að þessi skordýr hafa ekki numið land hér líka, því aðstæður hér eru ekki síð­ ur góðar en víða erlendis. „Við slíka fækkun verður ekki unað“ Bæjarráð Hveragerðisbæjar krefst þess að nú þegar verði gripið til aðgerða og fjárveitingar til Lög­ regluembættisins í Árnessýslu verði auknar svo koma megi í veg fyrir fækkun starfsmanna og þá skerðingu á þjónustu sem af slíku hlýst. Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar á fimmtudag. „Ef fram fer sem horfir þá verð­ ur einn bíll á vakt hverju sinni í Árnessýslu allri. Það er ljóst að með því verður ekki mögulegt að tryggja lágmarksþjónustu. Rétt er að leggja áherslu á gríðarlegt umfang löggæslusvæðisins en í sýslunni búa um 15.000 íbúar og að auki sækir sýsluna heim mik­ ill fjöldi ferðamanna á ári hverju. Jafnframt er rétt að geta þess að að jafnaði eru um 10.000 manns í sumarbústöðum á svæðinu yfir sumartímann og getur sá fjöldi hæglega farið í 25.000 manns um helgar,“ segir í bókuninni. Þar kemur enn fremur fram að Hver­ gerðingar hafi ítrekað ályktað um það ófremdarástand sem ríkir í löggæslumálum. „Það er með öllu óviðunandi að þannig sé búið að lögreglu­ embættinu að það geti ekki sinnt sínu lögbundna hlutverki. Ríkis­ lögreglustjóri hefur áður sagt að hér ættu að vera 35 lögreglumenn. Nú stefnir í að þeir verði 21. Við slíka fækkun verður ekki unað.“ Kjarasamningar „Það þarf þjóðarsátt um þeir sem standa verst í þessu þjóðfélagi fái verulegar kjarabætur þegar farið verður að semja í haust,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Launahækkanir Eru ekki eina svarið þegar vöruverð og gjöld hækka og aukast sífellt. Mynd: Mynd eyþóR ÁRnaSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.