Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 57
Lífsstíll 41Helgarblað 2.–6. ágúst 2013 Ekki sóa berkinum n Frosið sítrónukurl er gott í drykki F lestir sem matreiða sítrón- ur kreista safann úr en henda berkinum og hratinu í ruslið. Sítrónubörkur er hins vegar afar hollur og inniheldur allt að tíu sinnum meira af vítamínum en safi sítrónunnar. Hann er auk þess rík- ur af trefjum, magnesíni, kalsíni og karótíni og þar sem hann er fullur af C-vítamíni og kalki hefur hann góð áhrif gegn beinþynningu og liða- gigt. Þá hefur hann verið notaður til að vinna á og koma í veg fyrir nokkr- ar gerðir krabbameins, svo sem húð- krabbamein, ristilskrabbamein og brjóstakrabbamein. Lítið mál er að nýta ávöxtinn í heilu lagi og það er því algjör óþarfi að láta börkinn fara til spillis. Settu sítrónu í heilu lagi í frystinn. Þegar hún er frosin í gegn skaltu ná í rifjárn og rífa sítrónuna niður í heilu lagi án þess að fjarlægja börkinn áður. Til- valið er að dreifa sítrónukurlinu út í drykki og yfir alls konar mat, svo sem salöt og súpur, ís og kökur, núðlu- og pastarétti, hrísgrjón, sushi og fisk svo eitthvað sé nefnt. n horn@dv.is Finndu þinn tón ...og leiktu af fingrum fram! Þú finnur þinn tón í Hagkaup, Lyfju, Lyfjum & Heilsu og víðar. Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Í frystinn Gott er að eiga við ávöxtinn frosinn. Náttúrulegar snyrtivörur M argar náttúruafurðir henta vel sem snyrtivörur og hafa sumar verið not- aðar sem slíkar svo öld- um skiptir. Auk þess að vera mun ódýrari fara þær betur með húðina en verksmiðjuframleiddar vörur sem eru fullar af litar- og ilm- efnum og því er tilvalið að leita nátt- úrulegra leiða í húð- og hárumhirðu. Blaðamaður DV tók saman nokkrar náttúruafurðir sem virka frá- bærlega sem snyrtivörur. Kókosolía Kókosolía er frábær og náttúruleg olía sem nota má í allt frá matargerð til húð- og hárumhirðu. Hún virkar vel sem rakagefandi olía á andlit og líkama, varir og hár. Með því að bera kókosolíu í hár og hársvörð kemurðu í veg fyrir flösu, kláða og hárlos auk þess sem hárið verður glansandi og silkimjúkt. Þá hentar olían vel til þess að fjarlægja farða á náttúrulegan hátt því hún veldur hvorki sviða né kláða í augum og ertir ekki húðina. Kókosolía er í föstu formi við stofuhita en bráðnar auðveldlega í lófa og hentar því vel til að bera á húð- ina. Hægt er að kaupa náttúrulega kókosolíu sem er án allra litar- og ilm- efna. Aðrar náttúrulegar olíur sem hafa góð áhrif á húð og hár eru til dæmis möndluolía, arganolía og lárperuolía. Matarsódi Matarsódi er sannkallað töfraefni því auk þess að vera notaður í matargerð og bakstur, til hreinsunar á vélum og tækjum, í læknisfræðilegum tilgangi og á tilraunastofum, hentar matar- sódi einstaklega vel fyrir húð-, hár- og tannumhirðu. Matarsódi er algengt efni í tann- kremi og munnskoli og hentar vel til að gera tennur hvítari. Gott er að tannbursta sig annan hvern dag með blöndu af matarsóda og vatni í stað þess að nota tannkrem, en matar- sódinn hlutleysir sýrustigið í munn- inum og hreinsar bæði tennur og tannhold auk þess sem hann drepur sýkla og kemur í veg fyrir sýkingar í munni. Eins er gott að nota matarsóda til að hreinsa húðina og hentar hann því vel út í baðið eða sem ódýr og áhrifaríkur andlitsmaski, sé honum blandað við nokkra dropa af vatni. Þá er hægt að þvo hárið með matarsóda og ediki í stað þess að nota sjampó. Sítrónusafi Sítrónusafi hefur lengi verið notað- ur bæði á húð og hár. Sítrónur eru ríkar af sítrónusýru sem hafa góð áhrif á bólur og rauða bletti á húð- inni auk þess sem C-vítamín sítrón- anna lýsir upp húðina og gefur henni fallega ljóma. Mælt er með því að drekka glas af vatni með sítrónusafa á hverjum morgni og einnig að bera sítrónusafa beint á húðina, sér í lagi á bólur og önnur sýkt svæði, og hafa yfir nótt. Það opnar svitahol- ur og minnkar fílapensla auk þess sem safinn drepur sýkla. Þá virkar sítrónusafi vel til að lýsa hár. Gott er að blanda sítrónusafa saman við vatn og setja í hár og hársvörð, því auk þess að lýsa hárið hefur blandan góð áhrif á hárvöxt og minnkar flösu. Hunang Hunang hefur verið notað sem nátt- úruleg snyrtivara svo öldum skiptir. Það er afar rakagefandi og græðandi og hentar því vel til að næra bæði húð og hár auk þess sem það býr drepur sýkla og hefur því lengi verið borið á skurði, skrámur og brunasár. Þá virkjar það myndun nýrra húð- fruma og minnkar þannig líkur á að ör myndist. Tilvalið er að nota hunang sem andlitsmaska með því að bera þunnt lag á andlit og varir og láta standa í nokkrar mínútur áður en það er hreinsað burt með volgu vatni. Slík- ur maski deyfir rauða bletti og jafnar þannig húðlitinn auk þess sem hann vinnur gegn hrukkumyndun. Þá er einnig gott að bera hunang í hárið og láta það standa í nokkrar mínútur áður en hárið er þvegið eins og venjulega. Hunangið bæði hreins- ar og nærir hárið og gefur því silki- mjúka og glansandi áferð. n n Bæði ódýrari og betri n Hunang og matarsódi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.