Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 23
Fréttir 23Helgarblað 2.–6. ágúst 2013 Á dögunum fögnuðu Norður- Kóreumenn því að 60 ár væru liðin frá vopnahlénu við Suð- ur-Kóreu. Fáir Vesturlanda- búar samglöddust Norð- ur-Kóreumönnum jafn mikið og Spánverjinn Alejandro Cao de Benos, 38 ára Katalóníumaður. Alejandro er forsvarsmaður samtakanna Kor- ean Friendship Association sem eru alþjóðleg samtök stuðningsmanna Norður-Kóreu. Samtökin starfa með menningarmálanefnd Norður-Kóreu og er starf nefndarinnar – og samtaka Alejandro – meðal annars fólgið í að efla menningartengsl Norður-Kóreu við aðrar þjóðir. Alejandro er í raun óopinber sendiherra Norður-Kóreu og eini Vesturlandabúinn sem skipað- ur hefur verið fulltrúi þjóðarinnar. Vefritið Vice Magazine náði tali af Alejandro á dögunum, eða skömmu áður en hann hélt til Norður-Kóreu til að samfagna með vinum sínum í einu fátækasta ríki heims. Mikill heiður Í samtökum Alejandro eru þrettán þúsund meðlimir og eiga þeir það sameiginlegt að vilja vera vinir Norð- ur-Kóreu. Ljóst er að Alejandro er mikils metinn í Norður-Kóreu en þegar hann fór þangað á dögunum hitti hann meðal annars forsetann Kim Jong-un og aðra hátt setta emb- ættismenn í landinu. Alejandro segist fyrst hafa fengið mikinn áhuga á Norður-Kóreu þegar hann var sextán ára. Samtökin urðu til nokkru síðar og varð umfang þeirra fljótt nokkuð mikið. Með að- stoð dómsmálaráðuneytis Spánar heimsótti hann Norður-Kóreu í nokk- ur skipti og hélt fyrirlestra um stöðu þjóðarinnar um víða veröld. Það var svo árið 2002 að Norður-Kóreumenn skipuðu hann sem sérstakan erind- reka þjóðarinnar. „Mér fannst það mikill heiður enda tók það mig tíu ár að ávinna traust þeirra,“ segir Alej- andro, eða Cho Son II eins og hann er kallaður í Norður-Kóreu. „Vinalegur“ einræðisherra Vegna stöðu sinnar hefur hann hitt marga hátt setta embættismenn í Norður-Kóreu. Hann ber Kim Jong-il, fyrrverandi forseta, sem lést árið 2011, góða söguna og sömuleiðis syni hans og núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. „Ég hitti Kim Jong-il nokkrum sinn- um fyrir andlát hans og þáði meira að segja gjafir frá honum. Kim Jong-un er nokkurs konar blanda af föður sín- um og afa. Eins og Kim Il-sung er hann vinalegur og finnst gaman að spjalla,“ segir hann. Alejandro býr á Spáni þar sem hann sinnir störfum sínum fyrir Norður- Kóreu. Aðspurður hvers vegna hann búi ekki í Pyongyang, höfuð- borg Norður-Kóreu, segir hann: „Ef ég gerði það þá gæti ég ekki sinnt störfum mínum jafn vel; veitt viðtöl og fylgst með þeirri umræðu sem er í gangi um Norður-Kóreu í öðrum ríkjum.“ Vill eitt ríki á Kóreuskaga Mannréttindasamtök og Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt harðlega það harðræði sem íbúar Norður-Kóreu eru beittir. Efnahagsástand landsins er í molum og eru þrælkunarbúðir víða um landið þar sem „óvinum“ rík- isins er haldið. Alejandro segir að sú mynd sem teiknuð er upp af Norður- Kóreu í fjölmiðlum sé ónákvæm. Þrátt fyrir erfiðleika standi þjóðin saman og einhugur ríki um stjórn hennar, ein- ræðisherrann Kim Jong-un. „Það eru mistök að halda að Norður-Kórea sé að hruni komin. Það mun aldrei ger- ast með núverandi leiðtoga.“ Hann vonast þó til þess að Norður-Kórea og Suður-Kórea muni sameinast í eitt ríki einn daginn en það velti alfarið á Suður-Kóreu og sambandi þeirra við Bandaríkin. Aðspurður um helstu vinaþjóðir Norður-Kóreu segir Alejandro að Kín- verjar séu sem fyrr mikil vinaþjóð. „Og Rússland þar sem margir Norð- ur-Kóreumenn búa þar. Kambódía, Laos og Víetnam einnig. En þetta er að breytast. Í dag eigum við marga stuðningsmenn í Evrópu og í Banda- ríkjunum.“ Sjálfboðavinna Sem fyrr segir eru þrettán þúsund meðlimir skráðir í samtökin og eru flestir þeirra frá Bandaríkjunum. Þar á eftir koma Bretar. Alejandro segist aldrei hafa fengið greitt krónu fyrir störf sín fyrir Norður-Kóreu. „Við ger- um þetta allir í sjálfboðavinnu og not- um frítíma okkar í að vinna fyrir Norð- ur-Kóreu.“ Norður Kóreumenn hafa lengi verið sakaðir um að brjóta á mann- réttindum þegna sinna. Hann seg- ir að þær efnahagsþvinganir sem rík- ið hefur verið beitt séu ekki tilkomnar vegna mannréttindabrota í Norður- Kóreu. „Nei, alls ekki. Það sem heyr- ir til mannréttinda eru þættir eins og þak yfir höfuðið, matur, vatn, ókeyp- is heilbrigðisþjónusta og menntun. Ég hef oft komið til Bretlands þar sem ég hef séð hungrað og fátækt fólk og mörg samfélagsmál vandamál. Þessar þjóðir eiga að leysa sín eigin vandamál áður en þær fara að dæma aðrar þjóð- ir,“ segir Alejandro og nefnir Bandarík- in og Spán einnig í þessu samhengi. n Mikils Metinn í norður-kóreu n Alejandro er eini Vesturlandabúinn til að gegna opinberri stöðu fyrir stjórnvöld Norður-Kóreu Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Eins og Kim Il-sung er hann vinalegur og finnst gaman að spjalla. Stoltur Alejandro segist hafa verið afar stoltur þegar hann var gerður að sendifulltrúa stjórnvalda í Norður-Kóreu. Hér stillir hann sér upp með norðurkóreskri konu. Sendiherra Alejandro var gerður að sérstökum erindreka árið 2002. Á flakki Hér er Alejandro með fyrrverandi forseta norður-kóreska þingsins. Alejandro fer reglulega til Norður-Kóreu þar sem hann hittir hátt setta aðila. Mikils metinn Yfir- völd í Pyongyang meta starf Alejandro mikils. Hér er hann með Kim Yong-nam embættis- manni í höfuðborginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.