Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 64
48 Afþreying 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað Rocky snýr aftur … og aftur n Frægasti boxari bíómyndana fer í sinn síðasta slag H andrukkarinn Rocky Balboa birtist fyrst í myndinni Rocky árið 1976, sem gerði hand- ritshöfundinn og leikarann Stallone að stjörnu. Frægð bæði persónunnar og leikarans jókst næstu árin þegar Rocky barðist aftur við and- stæðinginn Apollo Creed, þá Hulk Hogan og Mr. T og loks sjálfan Ivan Drago á hápunkti kalda stríðins. Stallone leik- stýrði sjálfur öllum myndunum nema þeirri fyrstu, en uppruna- legi leikstjórinn John G. Avild- sen var fenginn aftur til að leik- stýra Rocky V árið 1990 og var persónan nú orðinn æði heila- skemmd eftir átökin í hringn- um. Reyndist sú mynd langt undir væntingum bæði fjár- hagslega og listrænt, og Rocky var í kjölfarið settur á ís í 16 ár. Árið 2006 sneri hann svo aftur í myndinni Rocky Balboa, sem var leikstýrt af Stallone sjálfum og þótti mun betri. Í þetta sinn virtist Rocky hafa jafnað sig á heilaskemmdunum og tekst á við mun yngri boxara. Rocky Balboa er sýnd á Skjá Einum klukkan tíu í kvöld. Myndin þótti verðugur endir á Rocky- seríunni, en nú hefur verið til- kynnt að Rocky muni snúa aft- ur í myndinni Creed, sem fjallar um barnabarn fjandvinarins Apollo Creed. Stallone er óðum að nálgast sjötugt og mun í þetta sinn þjálfa sögupersónuna. Þó er aldrei að vita nema hann stígi inn í hringinn eina ferðina enn. n valurgunnars@gmail.com Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 2. ágúst Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Hörkutólið Góður árangur Opna tékkneska meistara- mótinu lauk um síðustu helgi. Tólf íslenskir skákmenn tefldu á mótinu. Hópinn mynduðu þrír af sterkustu skákmönnum Íslands og svo ungir og efnilegir skákmenn ásamt farar- stjóra sínum sem tefldi einnig á mótinu. Hjörvar Steinn Grétarsson, Hann- es Hlífar Stefánsson og Dagur Arn- grímsson tefldu í a-flokki. Árangur þeirra var ágætur, nokkur veginn í samræmi við skákstig. Einna helst var það Hjörvar Steinn sem náði sér aldrei almennilega á strik og tapaði nokkrum stigum. Í b-flokki tefldu sterkustu skákunglingar landsins. Þrír drengir sem koma úr Rimaskóla; Jón Trausti Harðarson, Oliver Aron Jóhannesson og Dagur Ragnarsson. Svo voru það fulltrúar landsbyggðar- innar; Eyjamaðurinn Nökkvi Sverr- isson og Akureyringurinn Mikael Jóhann Karlsson. Sá síðastnefndi brilleraði framan af móti og var með fimm vinninga að loknum sex umferðum. Síðustu þrjár umferðirnar voru ekki jafn gjöfular en engu að síður mokaði Mikki inn stigum á mótinu. Hin- ir drengirnir stóðu sig einnig afar vel en Oliver hefur reyndar átt betri mót, hann á þó fullt inni enda afar duglegur og ósérhlífinn við æfingar. Í d-flokki tefldu efnilegir drengir í kringum 12ára aldurinn. Heimir Páll Ragnarsson átti afar gott mót og hækkaði um 50 stig sem er býsna gott á einu móti. Sömuleiðis stóð Felix Steinþórsson sig afar vel og halaði inn yfir 20 stig en hann hefur hækkað jafnt og þétt að undanförnu. Dawid Kolka átti erfitt uppdráttar en tapaði engu að síður ekki stigum. Í e-flokki tefldi Steinþór Baldursson fararstjóri og gekk framar vonum. Svona mót eins og opna tékkneska meistaramótið eru gríðarlega mikilvæg fyrir alla skák- menn sem vilja taka framförum og sérstaklega fyrir þá sem yngri eru. dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið 15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe) e. 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) e. 17.20 Sumar í Snædal (3:6) 17.47 Unnar og vinur (16:26) 18.10 Smælki (3:26) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Hið sæta sumarlíf (6:6) e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Gunnar á völlum Í þáttunum Gunnar á völlum fara þeir Gunnar Sigurðarson og Fannar Sveinsson um víðan völl og skoða það markverðasta sem er að gerast í íslenskri knattspyrnu. Þeir félagar eru oftar en ekki mun uppteknari af því sem gerist utan vallar og sökum þess fjalla þættirnir því í raun ekkert um knattspyrnu. 19.45 Dýralæknirinn (8:9) (Animal Practice) Bandarísk gaman- þáttaröð um dýralækninn George Coleman sem þykir afar vænt um dýrin en fyrirlítur gæludýraeigendur. Meðal leikenda eru Justin Kirk, JoAnna Garcia Swisher og Bobby Lee. 20.10 Húðlatir sjóræningjar 5,1 (The Pirates Who Don’t Do Anything: A VeggieTales Movie) Ævintýramynd um þrjá letingja sem langar að verða sjóræn- ingjar. Þeir fara aftur á 17. öld og reyna að bjarga konungsfjöl- skyldu úr greipum illmennis. 21.35 Lewis – Ægifögur form 7,2 (Lewis VI: Fearful Symmetry) Bresk sakamálamynd þar sem Lewis lögreglufulltrúi í Oxford glímir við dularfullt sakamál. Meðal leikenda eru Kevin Whately, Laurence Fox, Clare Holman og Rebecca Front. 23.10 Kanína á kvennavist 5,4 (The House Bunny) Shelley, 27 ára Playboy-kanína, er rekin af Playboy-setrinu og tekur að sér ráðskonustarf á kvennavist. Leikstjóri er Fred Wolf og meðal leikenda eru Anna Faris, Colin Hanks og Emma Stone. Banda- rísk bíómynd frá 2008. 00.45 Chuck og Larry ganga í það heilaga 6,0 (I Now Pronounce You Chuck & Larry) Tveir slökkviliðsmenn í Brooklyn þykj- ast vera samkynhneigt par af parktískum ástæðum. Leikstjóri er Dennis Dugan og meðal leikenda eru Adam Sandler, Kevin James, Jessica Biel, Dan Aykroyd, Ving Rhames og Steve Buscemi. Bandarísk bíómynd frá 2007. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 02.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:10 Malcolm in the Middle (15:22) 08:30 Ellen (13:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (37:175) 10:15 Fairly Legal (7:10) (Lagaflækjur) 11:00 Drop Dead Diva (3:13) 11:50 The Mentalist (11:22) 12:35 Nágrannar 13:00 Extreme Makeover: Home Edition (13:25) 14:25 Diary of A Wimpy Kid 16:00 Ævintýri Tinna 16:25 Ellen (14:170) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan (7:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:06 Veður 19:15 Simpson-fjölskyldan (3:22) 19:35 Arrested Development (8:15) Fjórða þáttaröðin um hina stórskrýtnu en dásamlega fyndnu Bluth-fjölskyldu. Michael tók við fjölskyldufyr- irtækinu eftir að faðir hans var settur í fangelsi. En restin af fjölskyldunni gerir honum lífið leitt því þau eru ekki í tengslum við raunveruleikann. 20:15 Besta svarið (8:8) Frábær spurninga- og skemmtiþáttur þar sem hinn eini sanni Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, stýrir af einstakri snilld. Í hverjum þætti mætir einn þjóðþekktur gestur til leiks og keppendur eru þrír, vinir eða ættingjar gestsins. 21:00 La Delicatesse 6,3 22:50 Triage 6,4 00:30 The Terminator 8,1 Mögnuð hasarmynd. Sögusviðið er árið 2029 og það eru óveðursský á lofti. Barátta góðs og ills heldur áfram en nú ætlar vélmenni að breyta sögunni. Sarah Connor heitir konan á aftökulistanum en koma á í veg fyrir að hún fæði í heiminn framtíðarleiðtoga jarðarbúa. 02:15 The A Team 6,8 Spennumynd með Liam Neeson, Bradley Cooper og Jessica Biel í aðal- hlutverkum og fjallar um hóp hermanna sem freista þess að fá uppreisn æru eftir að hafa verið ranglega sakaðir um glæp. 04:10 Scott Pilgrim vs. The World 7,5 (Scott Pilgrim á móti öllum) Frábær og geggjuð gamanmynd um Scott Pilgrim (Michael Cera), ungan og atvinnulausan bassaleikara í bílskúrsbandi sem hittir draumadísina sína en til þess að vinna hug hennar og hjarta þarf hann að kljást við sjö fyrrverandi kærusta hennar sem eru hver öðrum fjandsamlegri. Leikstjóri myndarinnar er Edgar Wright sá sami og gerði Hot Fuzz og Shaun of the Dead. 06:00 Simpson-fjölskyldan (3:22) 06:25 Fréttir og Ísland í dag. e. 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr.Phil 08:45 Pepsi MAX tónlist 13:15 The Voice (6:13) Bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem leitað er að hæfileikaríku tón- listarfólki. Í stjörnum prýddan hóp dómara hafa bæst Shakira og Usher. 16:15 The Good Wife (11:22) Banda- rísk þáttaröð með stórleikkon- unni Julianna Margulies sem slegið hefur rækilega í gegn. Kona er sökuð um að hafa myrt eiginmann sinn til svíkja fé út úr tryggingunum á meðan Alicia uppgötvar gömul sannindi og ný. 17:00 The Office (17:24) Skrifstofu- stjórinn Michael Scott er hættur störfum hjá Dunder Mifflin en sá sem við tekur er enn undarlegri en fyrirrennari sinn. Það er mikið um dýrðir þegar opna á nýja verslun Sabre í smábænum Scranton. 17:25 Dr.Phil 18:10 Royal Pains (13:16) Bandarísk þáttaröð sem fjallar um Hank sem er einkalæknir ríka og fræga fólksins í Hamptons. 18:55 Minute To Win It Einstakur skemmtiþáttur undir stjórn þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna milljón dollara með því að leysa þrautir sem í fyrstu virðast einfaldar. Keppendur sem þekkjast ekkert þurf að taka höndum saman í gríðarlega stressandi þraut. 19:40 Family Guy (15:22) Ein þekktasta fjölskylda teikni- myndasögunnar snýr loks aftur á SkjáEinn. Peter Griffin og fjöl- skylda ásamt hundinum Brian búa á Rhode Island og lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. 20:05 America’s Funniest Home Videos (34:44) Bráðskemmti- legur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin myndbrot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:30 The Biggest Loser (6:19) Skemmtilegir þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný. 22:00 Rocky Balboa 7,2 Bandarísk kvikmynd frá árinu 2006. Þetta er síðasta kvikmyndin um ítalska folann Rocky Balboa. Mikið vatn er runnið til sjávar hjá hnefaleikamanninum goð- sagnakennda. Adrian er látin úr krabbameini og samband hans við son sinn er afar stirt en á sama tíma finnur Rocky fyrir löngun að snúa aftur í hringinn. 23:45 Excused 00:10 Nurse Jackie (6:10) 00:40 Flashpoint (7:18) 01:30 Lost Girl (18:22) 02:15 Pepsi MAX tónlist 07:00 Borgunarbikarinn 2013 17:55 Sumarmótin 2013 18:40 Pepsí-deild kvenna 2013 (ÍBV - Stjarnan) 20:20 Kraftasport 2013 21:00 NBA 2012/2013 - Úrslitaleikir (San Antonio - Miami) Út- sending frá leik San Antonio og Miami í NBA körfuboltanum 23:00 Borgunarbikarinn 2013 (Stjarnan - KR) 07:00-20:00 (Lalli, Refurinn Pablo, Litlu Tommi og Jenni, Svampur Sveinsson, Mörgæsirnar frá Madagaskar, Strumparnir, Lína Langsokkur, Sorry Í ve Got No Head, iCarly, Njósnaskólinn, Big Time Rush o.fl.) 20:00 Það var lagið Einn vinsælasti þátturinn í íslensku sjónvarpi um þessar mundir. Þáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem söngurinn er í aðalhlutverki. Kynnir þáttarins, Hermann Gunnarsson, fær til sín þjóðþekkta einstaklinga sem fá að spreyta sig í söngkeppni. Í hverjum þætti keppa tvö lið að viðstöddum gestum í sal. Í báðum liðum eru píanóleikarar sem jafnframt gegna hlutverkið liðsstjóra; Pálmi Sigurhjartarson og Karl Olgeirsson. 21:05 Touch of Frost (2:4) 22:50 Monk (7:12) 23:35 It’s Always Sunny In Philadelphia (6:7) 00:00 Það var lagið 01:05 Touch of Frost (2:4) 02:50 Monk (7:12) 03:35 It’s Always Sunny In Philadelphia (6:7) 04:00 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 06:00 ESPN America 06:50 World Golf Championship 2013 (1:4) 10:50 PGA Tour - Highlights (26:45) 11:45 World Golf Championship 2013 (1:4) 15:45 PGA Tour - Highlights (27:45) 16:40 Champions Tour - Highlights (8:25) 17:35 Inside the PGA Tour (31:47) 18:00 World Golf Championship 2013 (2:4) 22:00 World Golf Championship 2013 (2:4) 02:00 ESPN America SkjárGolf 12:05 Time Traveler’s Wife (Kona tímaflakkarans) 13:50 Her Best Move 15:30 The Three Stooges 17:00 Time Traveler’s Wife 18:45 Her Best Move (Hennar besti leikur) 20:25 The Three Stooges 22:00 The Lucky One 23:40 Slumdog Millionaire (Viltu vinna milljarð?) 01:40 Appaloosa 03:35 The Lucky One Stöð 2 Bíó 07:00 Audi Cup 2013 3.sæti 17:55 Audi Cup 2013 Úrslit 19:35 Goals of the Season 1999/2000 20:30 Premier League World 21:00 Audi Cup 2013 Man. City-AC Milan. 22:40 Audi Cup 2013 Bayern Munchen og Sao Paulo. 00:20 Audi Cup 2013 3. sæti 02:00 Audi Cup 2013 Úrslit Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Krakkar Stöð 2 Gull Abraham Lincoln: Vampire Hunter D aniel Day- Lewis fékk óskarinn fyrir frammistöðu sína í myndinni Lincoln sem kom út í fyrra í leikstjórn Stevens Spielberg. En það var ekki eina myndin sem fjall- aði um forsetan hávaxna, því sama ár kom Abraham Lincoln: Vampire Hunter út. Segir hér frá kvöldvinnu for- setans sem minna hefur verið fjallað um og fólst í að bana blóðsugum Suðurríkjamanna. Með hlutverk Lincolns fer Benjamin Walker, en hann leikur einnig stórt hlutverk í væntanlegri sjónvarpsmynd Baltasars Kormáks sem gerist í Austur-Berlín og nefnist The Missionary. Stöð 2 laugardagur 3. ágúst kl. 22.15 Abraham Lincoln. Forseti á daginn, blóðsugubani á kvöldin Rocky hefur tekist á við bæði heilaskemmdir og eiginkonumissi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.