Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 26
Sandkorn Ó lafur Ólafsson, eigandi Samskipa og fyrrverandi næststærsti hlut­ hafi Kaupþings, er einn þeirra fjárfesta sem á peninga erlendis sem hann hefur flutt til lands­ ins í gegnum fjárfestingarleið Seðla­ banka Íslands. Í júlí flutti Ólafur hingað til lands 40 milljónir króna til að byggja við Landnámssetur Íslands í Borgar­ nesi, uppeldisbæ sínum, með því að láta félagið sem á húsið gefa út skulda­ bréf sem hann keypti með fjármagni erlendis frá. Með því að fjármagna viðbygg­ inguna við Landnámssetrið með er­ lendu fjármagni fær Ólafur 20 prósenta afslátt af krónunum sem notaðar verða til að greiða fyrir stækkun hússins. Ólaf­ ur fær milljónirnar 40 á 32, ef svo má segja; erlendi gjaldeyririnn sem hann notar til að kaupa krónurnar eru ekki nema 32 milljóna króna virði en Ólaf­ ur fær 40 milljónir króna fyrir þennan erlenda aur sinn. Þess vegna má segja, almennt séð, að það sem kostar 100 ís­ lenskar krónur fyrir þig og mig kostar 80 krónur fyrir Ólaf Ólafsson af því hann á peninga erlendis – hann fær lítrann af mjólk með 20 prósenta afslætti í Kaup­ félaginu í Borgarnesi meðan aðrir borga fullt verð. Seðlabanki Íslands kom þess­ um krónuafslætti á skömmu eftir hrun til að liðka til fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi vegna þeirra gjaldeyrishafta sem verið hafa á Íslandi síðastliðin tæp fimm ár. Síðan þá hafa fjölmargir þekktir fjárfestar nýtt sér þennan afslátt til að koma með fé til landsins: Lýður og Ágúst Guðmundssynir í Bakkavör, Heiðar Már Guðjónsson, Skúli Mogen­ sen, Róbert Guðfinnsson, Jón von Tetzhner, Hjörleifur Jakobsson og Ólafur Ólafsson. Nú efast ég ekki um að Seðlabanka Íslands hafi gengið allt gott til með því að lögbinda þessa fjárfestingarleið eft­ ir hrun. Ísland er þjóð í höftum og er­ lendir fjárfestar eru eðlilega ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að flytja fé til landsins til fjárfestinga þar sem ekki liggur fyrir hvort og hvenær þeir geta náð peningum sínum aftur út úr landinu. En mér virðist af yfirlitinu yfir þau félög sem hafa nýtt sér þessa fjár­ festingarleið með skuldabréfaútboðum að þau séu mörg hver í eigu umdeildra viðskiptamanna sem margir vilja meina að beri stóra ábyrgð á hruninu og sem jafnvel sæta ákæru hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeir viðskiptamenn sem tóku einna mestan arð út úr íslenska efnahagskerfinu fyrir hrun, og áttu jafn­ vel stóra hluti í bönkunum og risastór­ um eignarhaldsfélögum, nota þessa fjárfestingarleið því til að koma aftur með arð sinn til Íslands; arð sem jafn­ vel er tvöfalt hærri en þegar þeir tóku hann úr landi á árunum 2006 og 2007 þar sem verðgildi krónunnar var svo hagstætt gagnvart öðrum gjaldmiðlum á þeim tíma. Svo bætist afsláttur Seðla­ banka Íslands þar ofan á. Þannig má segja að fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands hafi öðrum þræði ýtt undir um­ deilda, íslenska fjárfestingu erlendis frá en ekki fjárfestingu erlendra aðila á Ís­ landi. Til að mynda nýttu Bakkavarar­ bræður sér þessa leið til að flytja pen­ inga til landsins til að kaupa aftur hlutabréf í Bakkavör sem þeir misstu eftir hrunið en annar þeirra, Lýður Guðmundsson, sætir nú ákæru hjá embætti sérstaks saksóknara. Þannig má segja að fjárfestingar­ leið Seðlabanka Íslands nýtist vel þeim aðilum sem síst skyldi: Þeim sem mok­ uðu peningum út úr íslenska efna­ hagskerfinu fyrir hrun og sem snúa nú aftur með stökkbreyttar krónur vegna gengishrunsins og keppast við að kaupa upp eignir af bönkunum á brunaútsölu. Segja má að brennuvargarnir snúi aftur tvíefldir til að kaupa brunarústirnar á spottprís af bönkunum sem þeir sjálf­ ir misnotuðu. Við sjáum þetta gerast í nánast hverjum einasta mánuði. Bank­ arnir eiga orðið svo ótrúlegt magn fyrir­ tækja og fasteigna sem þeir vilja ekki og mega ekki eiga og þá dauðlangar til að selja og svo margir íslenskir fjárfestar eiga sjóði erlendis sem þeir vilja ólmir reyna að ávaxta með hagstæðum fjár­ festingum. Þetta sögulega samhengi er mikil­ vægt að hafa í huga meðan gjaldeyr­ ishöftin ríkja: Þegar menn eins og Ólafur Ólafsson snúa aftur til Íslands með afsláttarpeningana sína og veifa þeim framan í landsmenn. Flestir þeirra vilja ólmir kaupa sér annan séns hjá landsmönnum með því að láta peningana sína mýkja almennings­ álitið til. Ólafur var einn af kaupend­ um Búnaðar bankans, maðurinn sem þrýsti einna mest á Halldór Ásgrímsson í söluferlinu árið 2002 og 2003 í þeirri viðleitni S­hópsins að eignast bæði VÍS og bankann, maðurinn sem svo leiddi sameininguna við Kaupþing og sem var stór hluthafi og stjórnarmaður í bankanum fram að hruninu. Hann hef­ ur fengið tugi milljarða króna afskrif­ aða hjá Arion banka sem tók af honum þriðjungshlut hans í HB Granda upp í skuldir og hann var einn aðalhönnuður Al­Thani fléttunnar sem sérstakur sak­ sóknari hefur nú ákært hann fyrir. Þá skiptir engu máli hvað Ólafur Ólafsson ætlar sér að gera við þessa peninga hér á landi: Hvort hann hyggst gefa þá til Mæðrastyrksnefndar eða til listamanna og hönnuða í velgjörða­ sjóðunum tveimur sem hann setti á laggirnar fyrir hrun til að blíðka ímynd sína sem mannsins sem sagður er svíkja alla að minnsta kosti einu sinni í við­ skiptum, kaupa hlut í Íslandsbanka eða HB Granda, eða nota þá til að styrkja menningartengda ferðaþjónustu með því að reisa viðbyggingu við Landnáms­ setur Íslands. Miðað við fortíð Ólafs í íslensku þjóðlífi getum við nánast full­ yrt að honum gangi aldrei neitt annað til en að ota eigin tota og hann kann að gera það með brauðmolum og krónum sem hann stráir um sig í nafni góðverka. Góðverk núllar hins vegar ekki út spell­ virki – ekki einu sinni mörg góðverk. Öll svokölluð góðverk – góður verknaður með jákvæðar afleiðingar sem er unn­ inn umfram skyldu manna – eru ekki alltaf góðverk þó þau kunni að virðast vera það á yfirborðinu. n Skandall formanns n Furðulegasta fréttamál vik­ unnar var án efa dramatíkin sem KSÍ bjó til í kringum þá ákvörðun Arons Jóhannssonar að spila frekar með banda­ ríska landsliðinu í fótbolta en því íslenska. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í viðtali um málið að Aron væri að af­ sala sér „fótaboltalegum ríkis­ borgararétti“ sínum, að KSÍ liti ákvörðun hans „alvarlegum“ augum. Eiginlega enginn virð­ ist hafa skilið þetta upphlaup Geirs þar sem íþróttamönn­ um með tvöfalt ríkisfang er fullfrjálst að velja að spila með því landsliði sem þeim hentar. Samsæri í Þrótti n Vikan einkenndist annars öðru fremur af fót­ boltaskandölum. Á miðviku­ dag lak langt bréf frá fyrr­ verandi leik­ manni Þróttar til fjölmiðla þar sem hann ræddi um skoðun sína á félaginu og stjórn þess. Varð bréfið til þess að bloggarinn Páll Vilhjálmsson sá Baugssam­ særi út úr málinu þar sem tveir af stjórnarmönnum Þróttar, Jón Kaldal og Þórður Snær Júlí- usson, eru fyrrverandi starfs­ menn Fréttablaðsins. Báðir hættu þeir reyndar á Frétta­ blaðinu í kjölfarið á óeðlileg­ um afskiptum Jóns Ásgeirs af ritstjórn Fréttablaðsins. Spurning um heilablóðfall n „Eftir þennan dag er ég eiginlega bara með eina spurningu: Er Geir Þorsteins- son í miðju heilablóð­ falli?,“ spurði blaðamað­ urinn Stígur Helgason á Facebook­ síðu sinni eftir að viðtalið við Geir Þor­ steinsson birtist í sjónvarpinu á miðvikudaginn en vart var um annað talað á samskipta­ miðlum. Óttar Norðfjörð rithöf­ undur tók sér það bessaleyfi að birta bréf um málið frá ís­ lensku þjóðinni þar sem hann staðhæfði að Aron mætti sannarlega spila fyrir það landslið sem hann vildi. Baugur í hverju horni n Ummæli Páls Vil­ hjálmsson um Baugssam­ særið í Þrótti vöktu ekki síður kátínu á netmiðlum en ummæli Geirs Þorsteinssonar um Aron Jó­ hannsson og var gert stólpa­ grín að bloggaranum. Þannig spurði blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson að því á Facebook hvort Páll væri ekki í lagi. „Hversu lengi a ad bida med spennitreyjuna a hann Pal?“ Páli hefur löngum verið uppsigað við Baug þannig að mörgum þykir jaðra við þrá­ hyggju; Páll sér Baug í hverju horni – líka í Þrótti. Fólkið er svangt að sjá Leoncie, aftur Trúði alltaf að hjarta Arons slægi fyrir Ísland Leoncie snýr aftur. – DV Geir Þorsteinsson er miður sín yfir ákvörðun Arons Jóhannsson. – DV Góðverk Ólafs Ólafssonar H ann var ekki mikill fyrir mann að sjá, 150 cm á hæð og vó þetta 50 kg eða þar um bil. Það var eins og tvær mýs trítl­ uðu fram á sviðið, þegar hann og Nína, konan hans, hún var enn smágerðari ef eitthvað var, stigu fram til að flytja lögin hans. Hún var söng­ kona. Hann hét Edvard Grieg (1843– 1907), einn frægasti sonur Noregs í lif­ anda lífi og æ síðan, fremsta tónskáld lands síns. Ég kom í fjallakofann hans í Harðangursfirði í Noregi um daginn, þar sem hann samdi sum frægustu verkin sín, örlítinn kofa, þar sem hann vann um skeið og gat virt fyrir sér makalausa fegurð fjallanna út um lít­ inn glugga. Noregur Grieg elskaði Noreg – landið, ekki fólkið, því að hann undi illa heimsku, skilningsleysi og illmælgi landa sinna, en hann hélt þó tryggð við heimahag­ ana. Hann fór ekki úr landi eins og Henrik Ibsen, leikskáldið, sem eyddi mestum hluta starfsævinnar á megin­ landinu fjarri smáborgurunum, sem leikritin hans lýsa. Grieg safnaði þjóð­ lögum líkt og séra Bjarni Þorsteins­ son tónskáld og prestur á Siglufirði og notaði efniviðinn í lögin sín. Segja má, að næstum hver einasta nóta í verk­ um Griegs sé norsk. Noregur var hluti sænska konungdæmisins, og Norð­ menn vildu losna. Sjálfstæðisbarátta Norðmanna kallaði á þjóðlega tónlist og þjóðrækni í listum yfirhöfuð. Norð­ menn tóku sér sjálfstæði árið 1905. Stundum er gert lítið úr Grieg með því að kalla hann tónskáld í litlu broti, og er þá einkum átt við smálögin hans öll fyrir píanó og 140 sönglög. Grieg hafði þó einnig gott vald á stærri form­ um. Píanókonsertinn hans heyrist enn í dag um allan heim. Margir fremstu píanóleikarar heimsins hafa hljóð­ ritað konsertinn. Þegar eina sinfónía Griegs, æskuverk sem hann ætlaði sér ekki að birta, kom upp úr dúrnum fyrir nokkrum áratugum, var hún flutt í fréttatíma norska ríkisútvarpsins. Finnland, Danmörk, Svíþjóð Jean Sibelius, annað höfuðtónskáld Norðurlanda, var í senn þjóðlegt og al­ þjóðlegt tónskáld í stóru broti. Hann samdi sjö sinfóníur, sem meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur hljóðritað allar, og frægan fiðlukonsert, sem margir helztu fiðlusnillingar heims hafa hljóðritað. Finnland var hluti rússneska keisaradæmisins fram að byltingunni 1917. Sibelius (1865– 1957) söng sig inn í hjörtu finnsku þjóðarinnar um aldamótin 1900 með hljómsveitarverkinu Finlandia, sem hann samdi til að mótmæla ritskoðun rússnesku keisarastjórnarinnar í Finn­ landi. Sibelius safnaði ekki finnskum þjóðlögum, hann þurfti ekki á þeim að halda. Carl Nielsen (1865–1931), helzta tónskáld Dana, hafði heldur enga þörf fyrir þjóðleg aðföng í tón­ smíðar sínar, enda var Danmörk sjálf­ stætt ríki. Helztu tónskáld Svía sóttu líkt og Carl Nielsen innblástur suður á bóginn frekar en í heimahaga. Svíþjóð var sjálfstætt land. Ísland Jón Leifs (1899–1968), frægasta tón­ skáld Íslands, var þjóðlegt tónskáld fram í fingurgóma, þótt sjálfstæðis­ baráttu Íslendinga lyki í reynd með heimastjórninni 1904. Jón Leifs hefði því kannski heldur átt að verða alþjóð­ legt tónskáld og þjóðlegt í jafnari hlut­ föllum, en hann var ekki einn á báti. Margir íslenzkir listamenn héldu sig á öldinni sem leið við innlend yrkis­ efni. Jóhannes Kjarval málaði íslenzkt landslag, Gunnlaugur Scheving málaði íslenzka sjómenn og bændur, og jafn­ vel heimsborgarinn Halldór Laxness skrifaði langmest um innlend efni. Halldór gaf löngu síðar þá skýringu á Íslandsklukkunni, að hún hafi verið tilraun til að halda þjóðinni vakandi á viðsjárverðum tímum, 1943–1946, þegar erlendur her virtist vera kominn til að vera í landinu. Ljóðskáldið Snorri Hjartarson er á svipuðum slóðum, þegar hann yrkir 1952: „Ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld“. Með líku lagi lagði Jón Leifs þungar þjóðlegar áherzlur í verkum sínum og markaði sér með því móti skýra sér­ stöðu meðal evrópskra tónskálda. Verk hans eru yfirleitt hrjúf eins og landið og hvöss eins og tungan. Íslendingar höggva með því að leggja þunga áherzlu á fyrsta atkvæði hvers orðs, meðan til dæmis franska líður fram eins og hún sé liðamótalaus, þar eð þar er lögð jöfn áherzla á öll atkvæði orðanna. Þess vegna hlýtur þjóðleg tónlist Jóns Leifs að vera harðari á að hlýða en til dæmis frönsk tónlist yfir­ leitt. Jón Leifs bjó lengi erlendis, en hann fór um Ísland og safnaði þjóðlögum líkt og Bjarni Þorsteinsson hafði áður gert. Verk hans eru nú til á að minnsta kosti 20 hljómdiskum og seljast eins og heitar lummur. Tvær ævisögur hans eru nú til á prenti, önnur eftir Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing (Líf í tónum, 2009), hin eftir sænska tónlist­ arfræðinginn Carl­Gunnar Åhlén (Jón Leifs: kompositör i motvind, 1999). Þjóðrækin tónlist Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 26 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað Góðverk Ólafs Ólafur Ólafsson hefur lagt sig fram um að veita fé til góðverka og mann- úðarstarfa. Gengur honum gott til? MyND: SiGtRyGGUR ARi Kjallari Þorvaldur Gylfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.