Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 32
4 2.–6. ágúst 2013 Verslunarmannahelgin Brúðkaup og róleg fjölskyldustemming Þ að er yfirleitt róleg og nota- leg stemming um verslunar- mannahelgina inni í Básum á Goðalandi,“ segir Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Úti- vistar. „Við búumst við að það geti orðið um 400 manns sem verða á tjaldstæðunum.“ Það er pláss fyrir um 800 til 1.000 manns á tjaldstæðunum en Skúli segir að skógurinn og kjarrið gleypi tjöldin og því finnist fólki oft ekki svo margt fólk á svæðinu. Í Básum er góð tjaldaðstaða, útigrill, vatnssalerni og sturtur. Þar er hins vegar ekki raf- magn. Góð færð hefur verið inn í Bása síðustu vikur, að vísu er Hvannáin stundum farartálmi, botninn á henni getur verið grýttur og hún breytir oft um farveg. Ekki er skipulögð dagskrá í Bás- um um verslunarmannahelgina. All- ar helgar er þar kveiktur varðeldur á laugardagskvöldinu þar sem menn koma og syngja saman. Það sama er uppi á teningnum um verslunar- mannahelgina. Fjöldi gönguleiða er í nágrenni tjaldstæðisins og skálanna, bæði langar og krefjandi gönguleið- ir, til dæmis upp á Fimmvörðuháls, og stuttar og auðveldar eins og inn í Stakkholtsgjá. „Það er yfirleitt fjölskyldufólk sem kemur í Bása um verslunarmanna- helgina. Unglingarnir fara ann- að. Það verður brúðkaup í Básum á laugardaginn það er orðið nokkuð algengt að fólk gifti sig þar, ég held að þetta sé þriðja eða fjórða brúðkaupið þar í ár,“ segir Skúli. n johanna@dv.is Klassískur kryddlögur n 6–7 msk. ólífuolía n nokkrir hvítlauksgeirar, saxaðir smátt eða pressaðir n safi úr sítrónu n ferskt rósmarín, saxað smátt n þurrkað timjan n nýmalaður pipar Þ að eru rúm sjötíu lið búin að skrá sig til leiks,“ segir Jó- hann Bæring Gunnarsson, einn aðstandenda Mýrar- boltans sem fer fram um verslunarmannahelgina. Að venju verður boðið upp á skítuga stemn- ingu í Tungudal í Skutulsfirði og von- ast Jóhann, sem titlar sig skíthæl, til þess að metþátttaka verði að þessu sinni. „Það voru hundrað lið í fyrra en miðað við sama tímabil í fyrra erum við aðeins yfir. Það færist alltaf líf í skráningarnar síðustu dagana.“ Mýrarboltinn hefur verið í boði um verslunarmannahelgina frá árinu 2005 og hefur hann notið mikilla vin- sælda. Glæsileg dagskrá Jóhann segist lofa því að Mýrarbolt- inn verði drullugri í ár en í fyrra enda sé búið að fjölga völlum. „Það verða átta vellir og það gefur auga leið að það verður meiri drulla.“ Ljóst er að fyrir þá sem leggja leið sína vestur verður nóg í boði. Mýrarboltamótið hefst klukkan 10 að morgni laugar- dags og er búist við að keppni ljúki klukkan 18. Úrslitakeppni fer svo fram á sunnudeginum. Á laugar- dagskvöld er fjörubrenna og stórtón- leikar á Suðurtanga þar sem með- al annars Mugison stígur á svið. Að tónleikum loknum verður flugelda- sýning sem Jóhann lofar að verði öll hin glæsilegasta. „Við erum að bjóða upp á fleiri böll í kringum viðburðina og fá hörkugóðar hljómsveitir. Ég get lofað stærstu brennu og flug- eldasýningu um verslunarmanna- helgina.“ Meðal annarra hljómsveita og tónlistarmanna sem munu koma fram má nefna Retro Stefson, Jónsa í Svörtum fötum, Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Playmo og fjölmarga plötusnúðar. Verð í Mýrarboltann og á alla tón- leika og skemmtistaði bæjarins er 9.500 krónur en þeir sem taka ekki þátt í Mýrarboltanum en vilja passa á tónleika og skemmtistaði borga 7.500 krónur. Frítt verður á brennuna, flugeldasýninguna og að sjálfsögðu geta allir horft á Mýrarboltann án þess að greiða fyrir það. Hugmynd frá Finnlandi Mýrarboltinn hélt innreið sína á Ís- landi árið 2004 eftir að tveir vestfirskir eldhugar skelltu sér á Heimsmeistaramót mýrarboltans í Finnlandi árið 2004. Strax sama ár hóf mýrarboltinn innreið sína á Vestfirði en stuttu eftir heimkom- una fór fram mýrarboltamót á Ísa- firði. Á vef Mýrarboltafélags Íslands segir að eftir góðar móttökur kepp- enda og áhorfenda á mótinu á Ísa- firði hafi verið ákveðið að slá til og halda veglegt mót sumarið 2005. „Mótið sló í gegn og tóku 14 lið þátt, þar af 5 kvennalið,“ segir á vef félags- ins og því bætt við að Mýrarbolta- félag Íslands, sem heldur utan um mótahald hafi einmitt verið stofnað í kjölfarið á vel heppnaðri keppni í greininni. Jóhann segist lofa góðri stemn- ingu í Mýrarboltanum um helgina. „Það verður drullugóð stemning. Það er alveg á hreinu.“ n einar@dv.is „Drullugóð stemning“ n Mýrarboltinn á Ísafirði frá árinu 2005 „Það verða átta vellir og það gefur auga leið að það verður meiri drulla Góð stemning Stemningin í Mýrarboltanum er jafnan góð. Baráttan er hörð en allir eru þó komnir til að hafa gaman. Grillspjót eru sniðug Þegar haldið er í útilegu er hugs- unin yfirleitt að flækja matarmál- in ekki of mikið. Margir detta í að grípa með sér pylsupakka eða hamborgara til að skella á grillið. Það þarf hins vegar ekki að vera neitt flóknara að grilla dýrindis kjöt, en það krefst þó stundum smá undirbúnings. Að skera kjöt niður í litla teninga og stinga upp á grillspjót er til dæmis mjög snið- ugt. Þá er gott að leyfa bitunum að liggja í kryddlegi í nokkra klukku- tíma áður en þeir eru þræddir upp á spjótin. Þetta er hægt að gera við nánast allt kjöt og jafnvel fisk, ef hann er þéttur í sér. Svo getur líka verið skemmtilegt að setja græn- meti á spjótin með kjötinu. Það er auðvelt að grilla kjötið á spjótunum og í það þarf í raun engin áhöld. Kjötinu er einfald- lega snúið á grillinu með því að grípa um endana á spjótunum. Kryddlög má nánast búa til úr því kryddi sem hugurinn girnist, en uppistaðan í leginum er gjarn- an ólífuolía. Þá er einnig hægt að grilla eftirrétti á spjótum. Til dæmis stinga ávöxtum, sykurpúðum og súkkulaði á spjót og halda yfir grillinu í skamman tíma. Ekki er skynsamlegt að leggja eftirréttar- spjótin beint á grillið en gott get- ur verið að hafa einnota álbakka undir spjótunum. Eyþór Ingi á Neistaflugi Hátíðin Neistaflug í Neskaupstað hefur fest sig í sessi sem ein af stóru bæjarhátíðunum um verslunar- mannahelgina. Hátíðin er kær- komið tækifæri fyrir brottflutta bæjarbúa til að snúa aftur í sinn heimabæ og skemmta sér með vin- um og ættingjum. En hátíðin býður líka upp á skemmtidagskrá fyrir þá sem vilja sækja Neskaupstað heim. Dagskrá hátíðarinnar er ekki af verri endanum. Á daginn skemmta Gunnar og Felix börnum auk Ingó töframanns. Boðið er upp á dansleiki á kvöldin. Á fimmtudags- kvöld spila Dúndurfréttir, fimmtu- dagskvöld er það Eyþór Ingi sem treður upp og á laugardagskvöld spilar Eyþór Ingi ásamt hljóm- sveitinni Buffi fram undir morgun. Á sunnudeginum er heljarinnar flugeldasýning og svo ball með Sál- inni í Egilsbúð. Fyrir bæjarbúa er svo nóg um að vera – boðið er upp á söngvakeppni milli hverfa, Austurlandsmót í Drullubolta, fótboltamót milli hverfa og barna- skrúðgöngur. n Í Básum í Þórsmörk er pláss fyrir 800 til 1.000 manns á tjaldsvæðinu Básar Það verður varðeldur og róleg fjölskyldustemming í Básum á Goðalandi um verslunar mannahelgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.