Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað Fjár dráttur í jafn réttis félagi n Gjald keri mis notaði styrk úr æsku lýðs sjóði í eigin þágu F yrrverandi gjaldkeri Félags ungra jafnréttissinna dró sér fé úr sjóðum félagsins og eyddi því meðal annars í herra- klippingu, leigubílaþjónustu og á skemmtistöðum í miðbæ Reykja- víkur. Svik gjaldkerans komust upp í vor við skoðun á reikningsyfirliti félagsins en áður hafði hann gef- ið stjórnarmönnum ranga mynd af fjárhagsstöðu þess. Félag ungra jafnréttissinna var stofnað í janúar á síðasta ári og í vet- ur hlaut félagið 125 þúsund króna styrk úr æskulýðssjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þar af ráðstafaði gjaldkerinn tæplega 50 þúsund krónum í eigin þágu. Maðurinn sem um ræðir hefur verið virkur í ýmiss konar félaga- samtökum um nokkurt skeið og situr meðal annars í fráfarandi stjórn Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Hann hef- ur nú endurgreitt Félagi ungra jafn- réttissinna upphæðina að fullu. Þá var honum einnig gert að greina stjórnum annarra félagasamtaka sem hann á sæti í frá fjárdrættinum. Þetta hafa þrír stjórnarmenn fé- lagsins staðfest í samtali við DV. Bryndís Torfadóttir, formaður Fé- lags ungra jafnréttissinna, vill ekki tjá sig um málið við fjölmiðla en tekur fram að viðkomandi einstak- lingur gegni ekki lengur trúnaðar- stöðu innan félagsins. Ekki náðist í manninn við vinnslu fréttarinnar þar sem hann er staddur erlendis á vegum Sambands íslenskra fram- haldsskólanema. Eins og áður sagði er Félag ungra jafnréttissinna tiltölulega nýstofnað félag. Samkvæmt vefsvæði félagsins eru meginmarkmið þess að stuðla að vitundarvakningu um jafnréttismál og vekja fólk til umhugsunar um fordóma og staðalímyndir af ólíkum hópum samfélagsins. n olafurk@dv.is „Þar að auki teljum við að starfsmaðurinn hafi stundað ýmis önnur vafasöm viðskipti Ó li Valur Steindórsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri og að- alhluthafi túnfiskfyrirtækis- ins Umami, hætti hjá norska fiskeldisfyrirtækinu Stolt Sea Farm í Tókýó í kjölfar hneykslis- máls sem kom upp hjá fyrirtækinu árið 2003. Stjórnendur Stolt í Noregi komumst þá að því að óeðlileg við- skipti hefðu átt sér stað hjá fyrirtæk- inu í Tókýó þar sem Óli Valur starf- aði. Nokkrir aðrir starfsmenn Stolt í Tókýó hættu hjá fyrirtækinu í kjölfar- ið á hneykslismálinu. DV hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Óla Val Steindórs- syni vegna gjaldþrots hans sjálfs og eignarhaldsfélagsins sem hélt utan um hlutabréf hans í Umami, Atlantis Group. Óli Valur hefur hins vegar ekki haft samband við blaðið. Starfs- lok hans hjá Stolt eru einungis eitt málið af fjölmörgum sem komið hafa upp nýlega út af viðskiptum Óla Vals og Umami. DV greindi meðal annars frá því fyrir skömmu að Óli Valur hefði hætt hjá Umami eftir að upp komst að hann hefði látið Atlantis Group vera millilið í viðskiptum fé- lagsins með túnfisk til Japans í fyrra. Þá greindi blaðið einnig frá því að norskt fiskeldisfyrirtæki sem veitti Atlantis Group lán hefði stefnt hon- um fyrir að tvíveðsetja hlutabréf Atlantis Group í Umami. Vafasöm viðskipti Í ársreikningi Stolt fyrir árið 2003 er rætt um starfslok yfirmanns Óla Vals í Tókýó, Joe Rifkin, og nokkurra annarra starfsmanna fyrirtækisins í Tókýó, meðal annars Óla Vals. Þar segir meðal annars: „Árið 2003 komumst við að því að starfsmaður á skrifstofu Stolt í Tókýó hefði stundað óeðlileg viðskipti með sjávarafurðir. Nánar tiltekið teljum við að starfs- maðurinn hefði keypt umtalsvert magn af ýmiss konar sjávarafurðum og tilkynnt stjórninni að þær hefðu verið seldar á markaði á sama tíma. Þetta var hins vegar ekki rétt og því sat fyrirtækið uppi með verulegt magn af fiski á sama tíma og verð fór lækkandi á mörkuðum. Þessar birgðir voru á endanum seldar með tapi.“ Þessi viðskipti leiddu til þess að Joe Rifkin, yfirmaður Óla Vals, missti starf sitt hjá Stolt. Fyrirtækið tap- aði rúmlega 78 milljónum dollara árið 2003 og er rakið í ársreikningn- um hvernig stjórnendur fyrirtækis- ins hafi metið það sem svo að tapið mætti meðal annars rekja til þessara viðskiptahátta starfsmanna þess í Tókýó. Sérstaklega er rætt um þessa vafasömu viðskiptahætti í skýrslu stjórnar fyrirtækisins. Grunur um græsku Þá kemur einnig fram í ársreikningi Stolt að Joe Rifkin hafi staðið í annars konar vafasömum viðskiptum sem höfðu það að markmiði að hann hagnaðist sjálfur á kostnað Stolt. „Þar að auki teljum við að starfs- maðurinn hafi stundað ýmis önn- ur vafasöm viðskipti sem höfðu það að markmiði að færa fjármuni frá Stolt til hans sjálf, með beinum eða óbeinum hætti. Starfsmaðurinn, og allir aðrir einstaklingar sem talið er að hafi tengst þessum vafasömu við- skiptum, hafa síðan hætt hjá Stolt …“ 25 milljóna dollara tap Svo mjög taldi Stolt sig hafa tap- að á þessum vafasömu viðskiptum starfsmanna sinna í Tókýó að þau voru líka rædd í ársreikningi félags- ins fyrir 2004 þar sem það mat var lagt á skaðsemi viðskiptanna að þau hefðu kostað fyrirtækið rúmlega 25 milljónir dollara árið 2003. Áhrifin af þessum viðskiptum höfðu því veruleg áhrif á norska fyrirtækið um nokkurra ára skeið. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ritstjórnarfulltrúi skrifar ingi@dv.is 22. júlí 2013 Óli Valur hætti eftir hneykslismál n Hundraða milljóna tap í Tókýó vegna vafasamra viðskipta Hneyksli í Tókýó Óli Valur Steindórsson hætti hjá Stolt í Tókýó eftir að hneykslismál kom upp árið 2003. Mynd: © FréTT eHF/TeiTur Jónasson Milljónir safnast Söfnun áheita fyrir góðgerðafé- lög í tengslum við Reykjavíkur- maraþon Íslandsbanka á vefnum hlaupa styrkur.is fer vel af stað. Á miðvikudag höfðu safnast yfir 11 milljónir króna en á sama tíma í fyrra höfðu safnast rúmar 6 millj- ónir króna, þannig að um er að ræða yfir 80 prósenta aukningu milli ára. Á síðasta ári söfnuð- ust um 46 milljónir króna sem runnu til um 130 góðgerðafélaga. Tæplega 1.700 hlauparar hafa nú skráð sig á hlaupastyrkur.is og eru að safna áheitum. Reykjavíkur- maraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 24. ágúst næst- komandi. Nú þegar hafa tæplega 7.000 manns skráð sig í hlaup- ið. Rúmlega 5.000 manns höfðu skráð sig á sama tíma í fyrra. Um 1.800 erlendir þátttakendur eru skráðir til leiks í ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Ekki leggja of snemma af stað Á Íslandi verða að minnsta kosti 250 umferðarslys á ári sem rekja má til ölvunaraksturs. Í um fimmtungi þeirra slasast fólk og tveir til þrír láta lífið á ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VÍS sem minnir ferðalanga á að fara varlega um verslunarmanna- helgina, stærstu ferðahelgi ársins, og sleppa því alfarið að setjast undir stýri eftir neyslu áfengis eða eitur lyfja. „Samkvæmt rann- sóknum ráða tilviljun, skamm- tímasjónarmið og brengluð dóm- greind mestu um að fólk ákveður að aka drukkið. Þá ekur margur of snemma af stað daginn eftir djamm þannig að áfengi er enn í blóðinu. Tryggingafélög geta krafið einstaklinga um endur- greiðslu tjóna- og slysabóta ef umferðar slysi er valdið af ásetn- ingi eða stórkostlegu gáleysi. Árið 2011 stöfuðu 84 prósent endur- krafa af ölvunar- og/eða lyfja- ástandi ökumanna. Hæstu kröf- urnar námu 4,5 milljónum. Þrír af hverjum fjórum sem eru krafðir um endurgreiðslu eru karlmenn og í 44 prósentum tilfella ungir ökumenn. Mjög margir átta sig ekki á hversu mikil áhrif áfengi hefur á líkamlega og andlega færni og aka eftir að hafa fengið sér drykk. Ef allir tækju þá stað- föstu ákvörðun að aka aldrei eftir að hafa neytt áfengis drægi stór- lega úr slysum. Láttu þitt ekki eftir liggja,“ segir í tilkynningu frá VÍS. Fjárdráttur Fyrrverandi gjaldkeri Félags ungra jafnréttissinna dró sér fé úr sjóðum félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.