Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 46
30 Viðtal 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað
núna að vinna að nýju prógrammi fyrir
starf UN Women í Afganistan fyrir árin
2014–2017. Við klárum það væntanlega
nú í haust. Þegar fjármögnun er lokið
þá er mínu verkefni hérna lokið.“
En hvað tekur þá við? Er hún farin
að leita sér að nýju starfi?
„Nú langar mig til þess að gera eitt-
hvað annað. Mig langar á næsta stig. Ég
er búin að fylgjast svolítið með því hér
hvernig svona pólitískar sendinefnd-
ir eins og UNAMA (United Nations
Assistance Mission in Afghanistan)
vinna, og það eru fullt af verkefnum
víða um heim þar sem fólk fer inn á
átakasvæði og þarf að eiga við aðstæð-
ur pólitískt. Mér finnst það spennandi.
Ég held að ég myndi nýtast vel þar. Ég
vil ekki vera í því hlutverki að banka
stöðugt á dyrnar og segja: „Munið
eftir konunum!“ Mig langar að vera
þar sem ákvarðanirnar eru teknar og
stefnumótunin fer fram og koma sjón-
armiðum kvenna að. Þar sem það sem
máli skiptir er ákveðið … eða þá gera
eitthvað allt annað,“ segir Ingibjörg og
glottir út í annað.
Áhuginn kviknaði í Palestínu
Ég segi við Ingibjörgu að það séu langt
í frá allir sem myndu leggja í það, eða
einfaldlega hugnast það að koma til
stríðshrjáðs lands eins og Afganistan
til þess að vinna að mannréttindamál-
um. Ég spyr hana hvernig hugmyndin
hafi kviknað? „Þetta varð eiginlega til í
tengslum við störf mín í Palestínu. Ég
starfaði þar með samtökum sem hétu
því langa nafni: „International Womens
Commission for Just and Sustainable
Peace in Palestine“.“
Ingibjörg segir að markmið verk-
efnisins hafi verið að stuðla að sam-
ræðu milli Palestínskra og Ísraelskra
kvenna og beita sér fyrir friðarviðræð-
um og viðurkenningu á rétti Palestínu-
manna. En hún kynntist starfi UNIFEM
í gegnum þetta verkefni. „Svo var það
um vorið 2011 sem þær fóru að segja
mér frá þessum vandræðum hér í Kab-
úl og spurðu mig hvort ég væri til í að
sækja um þetta starf. Og þar sem ég
hafði komið hingað áður sem utanrík-
isráðherra og af því að ég hafði kynnst
starfi á átakasvæði þá fannst mér þetta
svolítið spennandi,“ segir Ingibjörg sem
tekur fram að hún hafi alltaf hafa þurft
nýjar áskoranir í lífinu.
Eins og þorp úti á landi
Við yfirgefum litlu íbúðina og kettina
þrjá og höldum út í 37 gráðurnar fyrir
utan. Við höfum ekki gengið langt
þegar við mætum vegfaranda sem Ingi-
björg heilsar eins og gömlum félaga.
„Það er almennt mjög friðsælt og hljóð-
látt hér. Um helgar er þetta bara eins og
í einhverju þorpi úti á landi. Þar sem
fólk þvær þvottinn sinn, kaupir græn-
meti í matinn, spilar fótbolta, hleypur
og er svona bara í rólegheitum. Það er
oft mjög notalegt hérna,“ segir hún og
bendir á lítið hús við veginn: „Þetta er
ítalska kaffihúsið okkar, þar er hægt að
fá capucchino og pítsur.“ Sandpokavíg-
in sem verða svo á vegi okkar minna
okkur á hvar við erum. „Þau eru yfirleitt
ekki mönnuð,“ segir Ingibjörg. „En það
kemur fyrir, eins og þegar það hafa ver-
ið árásir hér í nágrenninu.“
Öryggisverðir í svörtum skotheldum
vestum og með hríðskotariffla ganga
fram hjá, brosa til okkar og heilsa.
„Þetta eru gúrkurnar, eða „Ghurkas“
eins og þeir eru kallaðir. Þeir koma frá
Nepal og þykja mjög öflugir öryggis-
verðir, ganga alveg í opinn dauðann
fyrir þá sem þeir eru að verja. Þeir sjá
um öryggisgæsluna hér. Alveg einstak-
lega kurteisir menn og það liggur við að
þeir kalli yfir götuna til manns og bjóði
góðan daginn.“
„Veit aldrei hvar skotin lenda“
Við heimsækjum því næst skrifstofu
Ingibjargar sem er lítið og einfalt
vinnurými. Á veggnum er stórt kort af
Afganistan. Á skrifborðinu möppur og
hvers kyns vinnuskjöl. Það sem vekur
athygli mína er skothelda vestið og
hjálmurinn sem hvílir í horni skrifstof-
unnar. Ingibjörg segir mér að hún hafi
tvisvar sinnum þurft að setja á sig hjálm
og fara í skothelt vesti. Nú síðast fyrir
einungis tveimur vikum.
„Ef það er árás í nágrenninu þá þurf-
um við að setja upp vestið og hjálm-
inn áður en við hlaupum yfir í neðan-
jarðarbyrgið. Af því að maður veit aldrei
hvar skotin lenda. Þau geta dottið nið-
ur hérna þó að þetta sé ekki endilega
svæðið sem sé undir árás. Maður veit
bara að menn eru að skjóta einhvers
staðar. Ég þarf eiginlega að sýna þér
neðanjarðarbyrgið …“
Vaknaði við sprengingu
Við göngum út af skrifstofunni og dá-
góðan spöl þar til við töltum niður
tröppur og ofan í djúpan kjallara. Ingi-
björg opnar þykka stálhurð og við göng-
um inn í stóran hvítan sal sem er fullur
af kojum. Rödd Ingibjargar bergmálar
þegar hún segir frá byrginu: „Þetta er
alveg nýr bönker. Hérna er fjarskipta-
herbergið og hér eru vatnsbirgðirnar
geymdar og svona nauðsynjar ...“
Og hvað haldiði lengi til hérna?
„Það bara fer eftir ástandinu. Eins og
ég segi, síðast þurftum við ekki að vera
hérna lengi. Þessi bönker getur auðvit-
að tekið mjög marga. Þessi er líka mjög
fínn, margir þeirra eru mun minni.“
Ingibjörg rifjar upp atvikið fyr-
ir hálfum mánuði þegar hún þurfti að
flýja hingað í byrgið: „Það var svolítið
óhugnanlegt þegar við lentum hérna
síðast. Þá vaknaði ég sko við sprengj-
una en ég var ekki alveg viss hvað var
að gerast fyrst. Hvort mig var að dreyma
eða hvort þetta væri raunverulega
sprengja. Svo heyrði ég að einhverjir
voru byrjaðir að hreyfa sig þannig að
ég hringdi í öryggisvörðinn okkar og
hann sagði bara: „Bönker!“ Og ég var
svo fljót að klæða mig í skothelda vestið
og hjálminn og fara út að ég var fyrst
hingað inn í bönkerinn. Það var enginn
kominn. Og ég hugsaði með mér: Er
þetta einhver vitleysa? Getur verið að
það hafi ekki verið nein sprenging? En
fljótlega eftir að ég sleppti þeirri hugs-
un fór fólkið að streyma hér að.“
UN-barinn
Ingibjörg tekur mig því næst í áttina að
félagsheimilinu í búðunum. Þegar við
nálgumst heyrum við mikinn hávaða
frá nokkrum skúrum í nágrenninu.
„Hér heyrirðu í ljósavélunum en þær
sjá okkur fyrir rafmagni. Þannig að við
erum ekki að taka rafmagn frá stjórn-
völdum eða borginni. Stundum er
það þannig á veturna þegar maður er
að koma heim úr vinnunni, kannski
klukkan fimm, sex og maður kveikir
ljós og á hitanum og byrjar að elda, þá
fer rafmagnið. Af því að allir eru að nota
það á sama tíma. Það er svo mikið álag.“
Félagsmiðstöðin minnir kannski
einna helst á félagsheimili eins og mað-
ur þekkir þau úti á landi heima á Ís-
landi. Stór salur með dekkuðum borð-
um og á einu þeirra sitja kunningjar
Ingibjargar, sem hún spjallar við, áður
en við setjumst niður við barinn. „Hér
er hægt að fá gos og hér er hægt að fá
bjór og hér er hægt að fá vín … þetta er
einn af fáum stöðum í Kabúl þar sem
þú finnur áfengi,“ segir Ingibjörg. Við
fáum okkur drykk og setjumst síðan við
borð fyrir utan miðstöðina.
Konur sýnilegri
Ég spyr Ingibjörgu hver staða kvenna
í Afganistan sé nú þegar alþjóðlegt
herlið hefur verið í landinu í tólf ár og
hvort þau hjá UN Women sjái mikl-
ar breytingar til batnaðar? „Já, við sjá-
um heilmiklar breytingar á ákveðnum
sviðum á þessum tólf árum. Ég held að
það séu um 3,7 milljónir stelpna í skól-
um núna, en þær voru innan við fimm-
tíu þúsund undir Talíbönum. Þá hefur
aðgangur að heilbrigðisþjónustu auk-
ist verulega sem hefur orðið til þess að
dánartíðni kvenna hefur lækkað heil-
mikið. Svo kveður stjórnarskráin nú á
um jafnrétti og þar er ákvæði um að 25
prósent þingmanna skuli vera konur.
Það hefur orðið til þess að frambæri-
legar og klárar konur hafa stigið fram til
starfa í þinginu sem þær áttu ekki kost á
að sinna áður.“ Ingibjörg segir að konur
séu almennt mun sýnilegri í afgönsku
samfélagi í dag en fyrir tólf árum.
„Sumir halda því fram að kynferð-
islegt ofbeldi gegn konum hafi aukist
í Afganistan en ég er alveg sannfærð
um að það sé ekki raunin. Það er bara
orðið sýnilegra. Það hefur orðið vit-
undarvakning á meðal kvenna um að
ofbeldi sé ekki eitthvað sem þær eigi
að láta yfir sig ganga og það er auðvit-
að gríðarleg breyting. Lögin um afnám
ofbeldis gagnvart konum (EVAW) voru
auðvitað gríðarlega mikilvægur áfangi
þó að það sé langt í frá að þeim sé fram-
fylgt og að þau séu reyndar enn þá bara
bráðabirgðarlög. En þau hafa leitt til
þess að konur stíga fram og kæra menn
fyrir ofbeldið, þær koma í fjölmiðla og
tjá sig um það, sem var eitthvað sem
gerðist ekki áður. Hins vegar er þetta
allt saman afskaplega brothætt. Það
þarf mjög lítið til þess að riðla þessu.
Að þessir ávinningar tapist.“
Tími breytinga
Þessa dagana er talað mikið um
næsta ár, 2014, sem ár umbreytinga
í Afganistan en þá mun alþjóðaher-
liðið fara úr landi. Margir velta vöng-
um yfir því hvort og þá hvaða áhrif
það muni hafa á ástandið í landinu.
Ég spyr Ingibjörgu hvort hún óttist að
þeir ávinningar sem náðst hafi í mál-
efnum kvenna muni tapast? „Já, það
er full ástæða til þess að óttast það. Við
sjáum líka ákveðin teikn á lofti um að
það sé að verða svona ákveðið bakslag.
Íhaldsöflin eru að fá aukið sjálfstraust.
Ég held það tengist því að einhverju
leyti að alþjóðaherliðið sé að fara og
einnig þessum viðræðum við Talíban-
ana. Þannig að margir eru svona and-
lega farnir að búa sig undir að það verði
gert einhvers konar samkomulag við
Talíbana og að menn muni deila völd-
um með þeim.“
Þetta segir Ingibjörg valda því að
fleiri konur dragi sig í hlé og passi sig
á því að vera ekki of áberandi eða hafa
sig of mikið í frammi. Það sé vissulega
skiljanlegt, fólk sé auðvitað að hugsa
um líf sitt og limi, en slíkur ótti sé
hættulegur til lengri tíma litið. „Þannig
að það er enginn tilbúinn til að mæta
afturhaldsöflunum nú þegar þau eru
farin að sækja í sig veðrið. Og það er
það sem maður finnur svo mikið fyr-
ir núna, þeir taka sér æ meira rými í
umræðunni og það eru fáir sem eru
tilbúnir til að rísa upp á móti þeim.
Stjórnvöld ætla greinilega ekki að leika
það hlutverk og alþjóðasamfélagið er
líka farið að gera ákveðnar málamiðl-
anir, svona andlega við sjálft sig, um
þessa hluti. Þetta er ekki einhver opin-
ber stefna sem er ákveðin, þetta bara
gerist. Og þetta er það hættulega, það
er hættulegt að gefa svona eftir, áður en
ástæða er til.“
Gagnrýnir alþjóðasamfélagið
Ingibjörg er að vissu leyti gagnrýn-
in á alþjóðasamfélagið: „Ég er þeirrar
skoðunar að það sé hægt að gera allan
skrambann hérna. Það er hægt að reka
kvennaathörf, skóla fyrir stúlkur, þjálfa
konur í leiðtogahlutverkum og það er
hægt að hella alveg fullt af peningum
í öll þess verkefni. En ef það er enginn
einlægur pólitískur vilji til þess að auka
jafnrétti kynjanna og standa við bak-
ið á konum þá komumst við voðalega
lítið áfram. Frelsi og réttindi kvenna er
pólitískt mál fyrst og fremst og það hafa
verið mín skilaboð hérna í Afganistan.“
Ef pólitíska stuðninginn vanti þá sé
einfaldlega verið að sóa peningum. „Ég
ætti auðvitað ekki að segja þetta sem
yfirmaður stofnunar sem er að reyna
að vera með ýmis verkefni fyrir konur
en þetta er bara staðreynd. Ef alþjóða-
samfélagið vill raunverulega að þessir
peningar nýtist. Að þetta séu ekki bara
einhverjir sýndargerningar, þá verður
hugur að fylgja máli, þá verður að vera
öflugur stuðningur og mjög skýrar kröf-
ur um aðgerðir afganskra stórnvalda.”
Gestrisið og fallegt fólk
Ég spyr Ingibjöru út í reynslu hennar
af samskiptum við íbúana í landinu.
„Fólk heima fær bara neikvæðu frétt-
irnar frá Afganistan. Heyrir bara af ein-
hverjum sprengjuárásum Talíbana.
Og því finnst auðvitað eins og hér sé
hætta við hvert fótmál og að allir séu
svona mögulegir hryðjuverkamenn.
En það er auðvitað ekki þannig. Auð-
vitað getur maður verið á röngum stað
á röngum tíma, af því að þetta er auð-
vitað átakasvæði, en fólkið hérna er al-
mennt óskaplega gott fólk og gestrisið
og elskulegt.“
Og kannski margt sem við mættum
læra af þeim …?
„Já, það er mjög margt sem við
mættum læra. Það er ofsalega margt
gott að gerast hérna þó að aðstæðurn-
ar séu erfiðar og mikið af flottu, skap-
andi fólki.“ Ég er forvitinn um að fá að
vita hvað hún hafi lært af veru sinni í
Afganistan í þessi tvö ár sem hún hefur
verið hér? „Ég hef lært mikið af því að
kynnast fólki sem hefur lifað við stríðs-
hörmungar í hartnær 30 ár, misst ná-
komna ættingja og vini og tapað öllu
sínu jafnvel oftar en einu sinni. Samt
heldur það áfram æsingalaust, byggir
upp og skipuleggur framtíðina. Við
Íslendingar erum mikið gæfufólk að
hafa algerlega óverðskuldað fæðst í
okkar góða landi. Við kunnum ekki
mjög vel að meta það.“
Alls staðar er fólkið eins
„Það sem mér finnst sko svo áhuga-
vert við að ferðast um heiminn, og það
skiptir engu hvar maður stígur niður
fæti, er að maður áttar sig alltaf á því að
alls staðar er fólkið eins. Við metum og
höfum áhyggjur af svipuðum hlutum
í okkar daglega lífi. Alls staðar er flest
fólk bara almennilegt fólk og það vill
öðrum vel. Og þannig er það auðvitað
hér í Afganistan eins og annars staðar.“
Ingibjörg segir að þess vegna
sé dapurlegt að sjá stundum fólk
heima halda því fram að aðrir menn-
ingarheimar eða fólk frá fjarlægum
löndum sé eitthvað sérstaklega frá-
brugðið okkur og vilji okkur eitthvað
illt. „Þetta er auðvitað bara heimaln-
ingsháttur. Þetta er bara svo rangt. Það
er þess vegna sem mér finnst umræð-
an heima um moskuna og islam á svo
miklum villigötum. Það eru hundruð
milljóna múslima um allan heim. Þeir
eru ekkert eitt. Þú getur ekkert fellt þá
alla undir einn hatt, fremur en alla
kristna menn.“ Hún segir Kóraninn
ekkert andstæðari konum en til dæmis
Biblían.
Maður á bara eitt líf
Þegar ég ætla að færa mig yfir í spjall
um pólitíkina heima er Ingibjörg fljót
að svara því til að hún finni ekki hjá
sér neina sérstaka þörf fyrir að tala um
hrunið eða pólitíkina heima síðustu
ár. „Ég ákvað bara að lifa mínu lífi og
eyða orku minni í annað en að hring-
sóla í hruninu. Maður á bara eitt líf. Og
ef maður ætlar að eyða því í einhver
leiðindi þá er það val. En það er líka
hægt að reyna að gera eitthvað vitrænt
við það. Ég tók þann kostinn.“
Ingibjörg veiktist haustið 2008 og
var að kljást við veikindin á sama tíma
og hrunið skall á. Ég spyr hana hvaða
áhrif veikindin hafi haft á hana? „Ég
var mjög heilsuhraust áður en veik-
indin skullu á mér og hafði eiginlega
aldrei kennt mér nokkurs meins,“ segir
Ingibjörg og tekur fram að það hafi tek-
ið hana ár að vinna sig í gegnum veik-
indin, „og nú er ég mjög heilsuhraust
aftur. Þetta telst ekki mikil barátta en
ég lærði, það sem ég vissi reyndar fyr-
ir, að það sem ekki drepur mann, það
styrkir mann.“
Dvelur ekki við fortíðina
Og ef þú horfir vítt yfir sviðið og á líf þitt
hingað til, geturðu nefnt eitthvað atvik
eða atburð í lífi þínu sem þú mynd-
ir álíta þinn stærsta sigur? Hvað með
eitthvað sem þú sérð eftir? Hvað með
stærsta lærdóminn úr skóla lífsins?
„Ég dvel aldrei við fortíðina og hef
hvorki varið tíma eða kröftum í að
halda arfleifð minni á lofti. Liðið er
liðið – sigrar jafnt sem ósigrar. Þegar
allt kemur til alls er það sem mestu
máli skiptir að reyna að vera sæmileg
manneskja og meiða ekki annað fólk
með orðum sínum eða athöfnum.“
Það er orðið vindasamt við borðið
fyrir utan félagsmiðstöðina. Ljósavél-
arnar eru ennþá murrandi. Nokkrir
vinir sitja við eitt borðið og drekka bjór.
Bílstjóri Ingibjargar kemur og sæk-
ir mig á brynvarða bílnum. Við kveðj-
umst eftir þennan áhugaverða dag og
ég held mína leið, út fyrir rammgirta
múra Sameinuðu þjóðanna og aftur til
Kabúl. n
Á eigin vegum „Mig langaði bara til að fara ein út og láta reyna á mig þar sem enginn þekkir mig. Ég hef ekkert séð eftir því. Mér finnst
þetta mjög dýrmæt reynsla.“ MyNDir: JóN BJArKi
Strangar öryggisreglur Á ferðum sínum um Kabúl verður Ingibjörg Sólrún stundum að
líta undan þegar hún sér fólk í vanda vegna þess hve algeng skotmörk starfsmenn Sam-
einuðu þjóðana eru og öryggisreglurnar þar af leiðandi stífar.