Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 58
42 Lífsstíll 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað
Margir elska
Jimmy Choo
Margar konur kannast við skó frá
Jimmy Choo en þessir skór kosta
sitt. Á eBay er hægt að kaupa
þessa skó á rúmlega fimm þúsund
krónur frá meistara Choo, þeir
eru úr silki og eru súper smart og
klassískir. Þeir hafa verið notaðir
í örfá skipti og líta vel út af mynd-
unum að dæma.
Klassík á
þrjú þúsund
Fjárfestu í einu stykki af „Trench“-
kápu á eBay og þú ert klár fyrir
svöl sumarkvöld og komandi
haust. Það er ótrúlegt hvað slík
flík gerir mikið fyrir heildarútlitið.
Allir ættu að eiga eina slíka, enda
klassísk. Hún þarf ekki að kosta
mikið til að þjóna sínum tilgangi.
Þræddu netið og kauptu ódýrt.
Kauptu fallegt
fyrir klink
Það er hægt að gera góð kaup á
eBay eins og þennan fallega kjól
sem er tilvalinn sem brúðarkjóll.
Kjóllinn sem er frá 1950 er falur
fyrir um fjögur þúsund krónur.
Hann er fölbleikur með fallegu
tjulli og er auðvelt að poppa hann
upp með slöri og fallegu skarti. Á
eBay er að finna aragrúa af falleg-
um hlutum fyrir „klink.“
Gifti sig í fimm
þúsund króna kjól
n Svala Björgvins eyddi ekki miklu í brúðarkjólinn
S
vala Björgvinsdóttir og Einar
Egilsson gengu í það heilaga
í Landakotskirkju laugar-
daginn 27. júlí. Svala kall-
ar þetta ástardaginn mikla
en þau Einar byrjuðu saman þann
4. mars 1994 og byrjuðu að búa
saman árið 2002. Þau eru sálufélagar
að sögn Svölu en Einar bað hennar
sumarið 2011 á heimili þeirra í Los
Angeles.
Klæðnaður Svölu vakti athygli
enda ekki algengt að brúðir klæðist
náttslopp, en sú var raunin hjá henni
en innan undir var hún í ódýrum
brúðarkjól sem hún fann á eBay. Út-
koman var sérlega glæsileg.
Fjöldi manns var viðstaddur at-
höfn ina sjálfa og söng Stefán Hilm-
arsson í kirkjunni. Faðir brúðarinn-
ar, Björgvin Halldórsson, tók lagið í
veislunni ásamt karlakórnum Þröst-
um við mikla ánægju veislugesta.
Tengdafaðir Svölu, Egill Eðvarðs-
son, samdi lag til brúðhjónanna og
flutti það ásamt Björgvini í veislunni.
Einnig tóku þeir Jakob Frímann og
Magnús Kjartansson lagið og var
mikil gleði og stuð í ástarveislunni
miklu.
Svala er að koma með nýja fata-
línu á markað sem ber heitið Kali
sem er listamannsnafn hennar. Ný
plata er væntanleg frá Steed Lord á
næstu mánuðum og því í nógu að
snúast hjá nýgiftu hjónunum.
Blaðamaður DV heyrði í Svölu á
dögunum.
Hvar fékkstu brúðarkjólinn?
„Ég keypti brúðarkjólinn minn á
eBay fyrir átta árum síðan. Hann er
frá hönnuði sem heitir Nicole Mill-
er. Kjóllinn var ónotaður en frá
gömlu „collectioni“ frá Nicole Miller.
Hann kost-
aði bara 40
dollara sem
mér fannst
ótrúlegt verð
vegna þess
að hann var
úr 100% jers-
ey-silki og
alveg ótrú-
lega fallegur.
Svo keypti
ég „vintage“
náttslopp
sem er frá
árinu 1930
í Pasadena
á flóamarkaði á tíu dollara. Slör-
ið keypti tengdamóðir mín, Guðrún
Bjarnadóttir, fyrir mig í Prinsessunni
og er það ofsalega fallegt gólfsítt og
passaði akkúrat við kjólinn sem er
kremhvítur. Skórnir eru „beige“ lit-
aðir rúskinnsskór frá Steve Madden
með rosa háum hælum en samt
þægilegir,“ segir Svala.
Var fjölmennt í veislunni og
hvar var hún haldin?
„Já við vorum með 200 gesti og við
buðum fjölskyldum okkar en við
eigum bæði mjög stór-
ar fjölskyldur og síð-
an komu nánustu vin-
ir okkar líka. Veislan var
haldin í Félagsheimilinu
á Seltjarnarnesi þar sem
ég ólst upp. Þarna fór ég
á öll mín skólaböll og Ein-
ar ólst upp í Vesturbænum
þannig þetta passaði allt
mjög vel saman.“
Völduð þið Landakotskirkju af
sérstakri ástæðu?
„Öll mín móðurfjölskylda er kaþólsk
og þarna ólst ég upp og gekk mína
altarisgöngu þegar ég var 9 ára og
fermdist líka. Mamma
og pabbi giftu sig í
Landakotskirkju og ég
á margar yndislegar
minningar þaðan en
hann séra Jakob sem
gifti okkur hefur þekkt
mig frá því ég var bara
lítil stelpa og svo finnst
okkur þessi kirkja
gríðarlega falleg.“
Ætlið þið í brúð-
kaupsferð og þá
hvert?
„Já, við förum von-
andi í brúðkaupsferð
ef við höfum tíma
en höfum ekki alveg
ákveðið hvert.“
Hvernig gengur með nýju fata-
línuna þína og hvar er hægt að
nálgast hana?
„Það gengur vel með fatalínuna mína
sem ber heitið Kali sem er sama nafn
og ég nota sem listamaður og söng-
kona í hljóm-
sveitinni
minni Steed
Lord. Línan
kemur úr fram-
leiðslu eftir fá-
eina daga og
þá verður hægt
að kaupa hana
á nýrri vef-
síðu sem heit-
ir Lastashop.
com og þessi
síða er staðsett
í Los Angeles
en við sendum
vörurnar um
allan heim.“
Einhver tískuráð fyrir komandi
haust?
„Tískuráð haustsins er einfalt í mín-
um huga. Útvíðar buxur og mega
háhælaðir skór og „oversized“ bol-
ir við.“
Næst á dagskrá?
„Næst á dagskrá er að Steed Lord er
að fara spila heilmikið í haust. Ég er
líka að fara kynna fatalínuna mína í
Bandaríkjunum og standa fyrir alls
kyns uppákomum vegna hennar.
Steed Lord er að fara semja og taka
upp nýja plötu og við erum að skjóta
Steed Lord-tónlistarstuttmynd í
samvinnu við mjög stórt ítalskt fyrir-
tæki og margt fleira spennandi sem á
eftir að koma í ljós.“ n
Falleg brúðhjón Hamingjusöm og
nýgiftir sálufélagar.
Feðgin Faðir Svölu, Björgvin Halldórs-
son, leiddi hana inn kirkjugólfið.
Grjón Grjónunum rigndi yfir
hamingjusömu hjónin.
Skál Skálað fyrir ástinni.
Girnilegt Tertan var ævintýralega
falleg og var með apríkósukremi.
Með bróður sínum Ásamt bróður sínum
Sigurði Þór Björgvinssyni.