Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 52
36 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað „Vísitölu sumarhasar“ Pacific Rim Leikstjóri: Guillermo del Toro. Þjóðmenningarkrútt m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Stenst ekki væntingar“ The Wolverine Leikstjóri: James Mangold. n Ástin blómstrar í Rauðum fiskum Þ að er bilun að eiga tvö lítil börn og vera saman í hljóm- sveit, það er gott fyrir sam- bandið en erfitt upp á pössun,“ segir Níels Rún- ar Gíslason, söngvari og fiðluleikari hljómsveitarinnar Rauðra fiska. Með honum syngur sambýliskona hans Sigga Dís, en ástin blómstrar víðar í bandinu. Flautuleikarinn Freyja Eilíf er á föstu með rótaranum. Níels játar að örlítil Abba-stemning svífi yfir vötnum. Tónlist sveitarinn- ar er þó meira í átt við sjómannavísur. Stofnandi hennar er hinn goðsagna- kenndi Einar Melax sem spilar á selló, en hann var einn af stofnmeðlim- um bæði Kuklsins og Sykurmolanna ásamt Einari Erni og Björk. Áður en hvalir urðu tilfinningaverur Hljómsveitin var stofnuð á Grundar- firði árið 2004 þar sem Einar var tón- listarkennari. Brátt kom í ljós að Paimpol í Frakklandi er sérstakur vinabær Grundarfjarðar, og þegar boð kom um að senda listamenn þangað til að taka þátt í sjómannahátíð stofn- uðu þeir Einar og Níels Rauða fiska. „Við heimsóttum Reykjavíkur Akademíuna og þjóðlagasafn séra Bjarna Þorsteinssonar og fundum kvæði og stef sem fjölluðu um sjóinn,“ segir Einar. Nýjasta lagið á dagskránni er frá 1846 og sum ná aftur til upphafs Íslandsbyggðar. „Mörg kvæði fyrri alda fjalla um hvalveiðar, en þetta frá þeim tíma áður en menn fóru að líta á hvali sem tilfinningaverur,“ segir Níels. Hann hefur stungið upp á að spila á árshá- tíð hjá Kristjáni Loftssyni en eftir á að koma í ljós hvað Frökkum finnst um þessar hvalveiðivísur. Ástsjúkir nýnasistar Platan Poisson Rouge kom út árið 2006 en hljómsveitin hefur síðan leg- ið í dvala. Hún var nýlega endurreist með breyttri áhöfn og hélt vel heppn- aða tónleika á Rósenberg í vikunni. Hún heldur brátt aftur til Frakklands, en sjávarhátíðin í ár er tileinkuð tónlist eyjaskeggja, svo sem frá Japan, Haítí og Íslandi. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru Engilbert Norðfjörð sem kem- ur úr þungarokksgeiranum og spil- ar á trommur, Gímaldin úr 5. her- deildinni og hin rússneska Elena sem býr í Frakklandi. Tónlist þeirra hefur vakið athygli í þjóðlagakreðsum víða, ekki síst útgáfa þeirra á kvæðinu Mælti mín móðir eftir Egil Skallagrímsson. Sú athygli er þó ekki alltaf kærkomin. „Rússneskir nýnasistar urðu bál- skotnir í Freyju af því þeir töldu hana með hreinræktað blóð,“ segir Níels. „Við myndum svo sem spila fyrir þá, en minna þá um leið á að Óðinn er ná- frændi arabískra guða.“ Leitin að þjóðmenningunni En hvað er einstakt við íslenska þjóðlagatónlist? „Undir lok miðalda var franskur tónlistarkennari fenginn til landsins að kenna Íslendingum tví- söng. Hann var eini kennarinn sem hingað kom öldum saman og því er hinn íslenski tvísöngur 15. aldar tísku- fyrirbæri sem einangraðist,“ segir Ein- ar. Má því segja að Íslendingar séu nú að flytja hann aftur út til Frakklands. „Við fengum eitt sinn styrk frá menntamálaráðuneytinu, að hluta til vegna þess hve við þóttum þjóðmenn- ingarleg, en það var áður en forsætis- ráðherra sölsaði hana undir sig,“ segir Níels. En hvað er þá þjóðmenning? „Þegar eitthvað sem er talið ein- kennandi er sett í farveg í pólitískum tilgangi verður til miðstýrð þjóðmenn- ing,“ segir Níels sem lengi hefur búið í Rússlandi og bætir við: „Stalínistarnir tóku gamlar hefðir og gerðu að sínum. En raunveruleg þjóðmenning breyt- ist ört.“ Eru krúttin þjóðmenning? „Ef Ís- lendingar ætla að halda áfram að meika það í útlöndum verða þeir lík- lega bráðum að fara að taka upp á öðru, en krúttin hafa gert margt gott. Erum við ekki hálfgerð krútt bara?“ segir Níels. n Tónlist Valur Gunnarsson Blóðbað í anda Bollywood n Einlægir fjöldamorðingjar segja sögu sína í einni af betri myndum seinni ára A ð vera fjöldamorðingi fer misvel í menn, eða svo sýnir heimildarmyndin The Act of Killing. Í henni fáum við kynnast nokkrum athafnamestu böðlum Indónesíu sem allir eiga það sameiginlegt að hafa tekið þátt í hreinsunum herforingjastjórnar- innar á sjöunda áratugnum. Allir sprikla þeir um frjálsir og óhrædd- ir því núverandi stjórnvöld standa með þeim. Myndin er þó ekki þurr frásögn um fjöldamorð sem kost- uðu um milljón manns lífið, heldur bjóða kvikmyndagerðarmennirnir slátrurunum að túlka gjörðir sínar í kvikmyndaformi. Myndirnar sem morðingjarnir gera eru svo æði misjafnar, einn gerir hasarmynd í anda Heat, meðan annar gerir hástemmda Bollywood-mynd. Ein helsta og fyrirferðarmesta persóna myndarinnar er Anw- ar Congo, nú einungis óbreyttur þorpari. Segja má að Congo, sem myrti 1.000 manns með eig- in hendi, brosi hringinn nær alla myndina. Í upphafi myndarinnar sýnir hann áhorfendum hvernig hann murkaði lífið úr fórnarlömb- um sínum með stálvír, síhlæjandi yfir því að hann sé í hvítum fötum sem hefði nú ekki gengið í gamla daga. Annað eftirminnilegt atriði er þegar einn böðlanna segir frá því er hann fór hús úr húsi í Kína- hverfi og myrti hvern húsráðanda á fætur öðrum þar til hann kom að húsi kærustu sinnar, þar ákvað hann að aflífa föður hennar svona rétt í leiðinni. The Act of Killing er með tví- mælalaust með betri heimilda- mynda síðari ára, enda ekki skrít- ið þar sem risar eins og Werner Herzog og Errol Morris standa að baki hennar. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís á næstunni. Segja má að myndin sé enn eitt verkið sem brjóti þá ímynd að fjöldamorðingj- ar séu geðveik skrímsli, því flest- ir eru þeir eins og við, trúðar eða fífl. n Rauðir fiskar Tvö pör og þrír stakir. Hvað er að gerast? 2.–6. ágúst Föstudagur2 Ágú Laugardagur3 Ágú Sunnudagur4 Ágú Innipúkinn Innipúkinn verður haldinn að vanda í Reykjavík, í þetta sinn á Faktorý og fer hver að verða síðastur til að upplifa tónleika þar. Á föstudagskvöldið koma meðal annars fram Prins Póló og Steed Lord en á laugar- daginn Botnleðja, Geiri Sæm, Agent Fresco og Grísalappalísa. Faktory Græni hatturinn Dagskráin á Græna hattinum á Akureyri er ekki af verri endanum. Á föstudags- kvöld treður eitt besta ábreiðuband landsins, Dúndurfréttir, upp. Á laugardagskvöld spilar hin goðsagnakenndu Mannakorn og á sunnu- dagskvöldið reggíbandið Hjálmar. Græni hatturinn Tónleikar á Rosenberg Á meðan Magnús Eiríksson skemmtir Norðlendingum geta Reykvíkingar ornað sér við Magnús R. Einarsson sem mun troða upp á Rosenberg við Klapparstíg bæði föstudags- og laugardagskvöld ásamt góðum gestum. Rosenberg Stuðmenn spila Fyrir þá sem hafa pabba- eða mömmu- eða jafnvel fjölskyldu- helgi er um að gera að bregða sér í Fjölskyldugarðinn á sunnudagskvöld. Þá munu Stuðmenn troða upp, ásamt gestum á borð við Sveppa og Villa, Eyþór Gunnars- son og jafnvel eina grýlu eða svo. Fjölskyldugarðurinn Íslandsvinur í bíó Fyrir þá sem vilja taka því rólega um helgina má berja Ryan Gosling augum í myndinni Only God Forgives, sem sýnd er í Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri. Leikstjórinn er Daninn Nicolas Refn sem gerði Pusher og Drive og sérhæfir sig í listrænu ofbeldi. Bíómynd Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is The Act of Killing IMDb 8,2 RottenTomatoes 97 Metacritic 88 Leikstjóri: Joshua Oppenheimer Leikarar: Haji Anif, Syamsul Arifin, Sakhyan Asmara 159 mínútur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.