Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Page 52
36 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað
„Vísitölu sumarhasar“
Pacific Rim
Leikstjóri: Guillermo del Toro.
Þjóðmenningarkrútt
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
„Stenst ekki væntingar“
The Wolverine
Leikstjóri: James Mangold.
n Ástin blómstrar í Rauðum fiskum
Þ
að er bilun að eiga tvö lítil
börn og vera saman í hljóm-
sveit, það er gott fyrir sam-
bandið en erfitt upp á
pössun,“ segir Níels Rún-
ar Gíslason, söngvari og fiðluleikari
hljómsveitarinnar Rauðra fiska. Með
honum syngur sambýliskona hans
Sigga Dís, en ástin blómstrar víðar í
bandinu. Flautuleikarinn Freyja Eilíf
er á föstu með rótaranum.
Níels játar að örlítil Abba-stemning
svífi yfir vötnum. Tónlist sveitarinn-
ar er þó meira í átt við sjómannavísur.
Stofnandi hennar er hinn goðsagna-
kenndi Einar Melax sem spilar á selló,
en hann var einn af stofnmeðlim-
um bæði Kuklsins og Sykurmolanna
ásamt Einari Erni og Björk.
Áður en hvalir urðu
tilfinningaverur
Hljómsveitin var stofnuð á Grundar-
firði árið 2004 þar sem Einar var tón-
listarkennari. Brátt kom í ljós að
Paimpol í Frakklandi er sérstakur
vinabær Grundarfjarðar, og þegar boð
kom um að senda listamenn þangað
til að taka þátt í sjómannahátíð stofn-
uðu þeir Einar og Níels Rauða fiska.
„Við heimsóttum Reykjavíkur
Akademíuna og þjóðlagasafn séra
Bjarna Þorsteinssonar og fundum
kvæði og stef sem fjölluðu um sjóinn,“
segir Einar. Nýjasta lagið á dagskránni
er frá 1846 og sum ná aftur til upphafs
Íslandsbyggðar.
„Mörg kvæði fyrri alda fjalla um
hvalveiðar, en þetta frá þeim tíma
áður en menn fóru að líta á hvali sem
tilfinningaverur,“ segir Níels. Hann
hefur stungið upp á að spila á árshá-
tíð hjá Kristjáni Loftssyni en eftir á að
koma í ljós hvað Frökkum finnst um
þessar hvalveiðivísur.
Ástsjúkir nýnasistar
Platan Poisson Rouge kom út árið
2006 en hljómsveitin hefur síðan leg-
ið í dvala. Hún var nýlega endurreist
með breyttri áhöfn og hélt vel heppn-
aða tónleika á Rósenberg í vikunni.
Hún heldur brátt aftur til Frakklands,
en sjávarhátíðin í ár er tileinkuð tónlist
eyjaskeggja, svo sem frá Japan, Haítí
og Íslandi.
Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar
eru Engilbert Norðfjörð sem kem-
ur úr þungarokksgeiranum og spil-
ar á trommur, Gímaldin úr 5. her-
deildinni og hin rússneska Elena sem
býr í Frakklandi. Tónlist þeirra hefur
vakið athygli í þjóðlagakreðsum víða,
ekki síst útgáfa þeirra á kvæðinu Mælti
mín móðir eftir Egil Skallagrímsson.
Sú athygli er þó ekki alltaf kærkomin.
„Rússneskir nýnasistar urðu bál-
skotnir í Freyju af því þeir töldu hana
með hreinræktað blóð,“ segir Níels.
„Við myndum svo sem spila fyrir þá,
en minna þá um leið á að Óðinn er ná-
frændi arabískra guða.“
Leitin að þjóðmenningunni
En hvað er einstakt við íslenska
þjóðlagatónlist? „Undir lok miðalda
var franskur tónlistarkennari fenginn
til landsins að kenna Íslendingum tví-
söng. Hann var eini kennarinn sem
hingað kom öldum saman og því er
hinn íslenski tvísöngur 15. aldar tísku-
fyrirbæri sem einangraðist,“ segir Ein-
ar. Má því segja að Íslendingar séu nú
að flytja hann aftur út til Frakklands.
„Við fengum eitt sinn styrk frá
menntamálaráðuneytinu, að hluta til
vegna þess hve við þóttum þjóðmenn-
ingarleg, en það var áður en forsætis-
ráðherra sölsaði hana undir sig,“ segir
Níels.
En hvað er þá þjóðmenning?
„Þegar eitthvað sem er talið ein-
kennandi er sett í farveg í pólitískum
tilgangi verður til miðstýrð þjóðmenn-
ing,“ segir Níels sem lengi hefur búið í
Rússlandi og bætir við: „Stalínistarnir
tóku gamlar hefðir og gerðu að sínum.
En raunveruleg þjóðmenning breyt-
ist ört.“
Eru krúttin þjóðmenning? „Ef Ís-
lendingar ætla að halda áfram að
meika það í útlöndum verða þeir lík-
lega bráðum að fara að taka upp á
öðru, en krúttin hafa gert margt gott.
Erum við ekki hálfgerð krútt bara?“
segir Níels. n
Tónlist
Valur
Gunnarsson
Blóðbað í anda Bollywood
n Einlægir fjöldamorðingjar segja sögu sína í einni af betri myndum seinni ára
A
ð vera fjöldamorðingi
fer misvel í menn, eða svo
sýnir heimildarmyndin The
Act of Killing. Í henni fáum
við kynnast nokkrum athafnamestu
böðlum Indónesíu sem allir eiga
það sameiginlegt að hafa tekið þátt
í hreinsunum herforingjastjórnar-
innar á sjöunda áratugnum. Allir
sprikla þeir um frjálsir og óhrædd-
ir því núverandi stjórnvöld standa
með þeim. Myndin er þó ekki þurr
frásögn um fjöldamorð sem kost-
uðu um milljón manns lífið, heldur
bjóða kvikmyndagerðarmennirnir
slátrurunum að túlka gjörðir sínar
í kvikmyndaformi. Myndirnar sem
morðingjarnir gera eru svo æði
misjafnar, einn gerir hasarmynd
í anda Heat, meðan annar gerir
hástemmda Bollywood-mynd.
Ein helsta og fyrirferðarmesta
persóna myndarinnar er Anw-
ar Congo, nú einungis óbreyttur
þorpari. Segja má að Congo,
sem myrti 1.000 manns með eig-
in hendi, brosi hringinn nær alla
myndina. Í upphafi myndarinnar
sýnir hann áhorfendum hvernig
hann murkaði lífið úr fórnarlömb-
um sínum með stálvír, síhlæjandi
yfir því að hann sé í hvítum fötum
sem hefði nú ekki gengið í gamla
daga. Annað eftirminnilegt atriði
er þegar einn böðlanna segir frá
því er hann fór hús úr húsi í Kína-
hverfi og myrti hvern húsráðanda
á fætur öðrum þar til hann kom
að húsi kærustu sinnar, þar ákvað
hann að aflífa föður hennar svona
rétt í leiðinni.
The Act of Killing er með tví-
mælalaust með betri heimilda-
mynda síðari ára, enda ekki skrít-
ið þar sem risar eins og Werner
Herzog og Errol Morris standa að
baki hennar. Myndin verður sýnd
í Bíó Paradís á næstunni. Segja má
að myndin sé enn eitt verkið sem
brjóti þá ímynd að fjöldamorðingj-
ar séu geðveik skrímsli, því flest-
ir eru þeir eins og við, trúðar eða
fífl. n
Rauðir fiskar Tvö pör
og þrír stakir.
Hvað er að
gerast?
2.–6. ágúst
Föstudagur2
Ágú
Laugardagur3
Ágú
Sunnudagur4
Ágú
Innipúkinn
Innipúkinn verður
haldinn að vanda
í Reykjavík, í þetta
sinn á Faktorý
og fer hver að
verða síðastur til að
upplifa tónleika þar.
Á föstudagskvöldið koma meðal annars
fram Prins Póló og Steed Lord en á laugar-
daginn Botnleðja, Geiri Sæm, Agent Fresco
og Grísalappalísa.
Faktory
Græni hatturinn
Dagskráin á Græna
hattinum á
Akureyri er ekki
af verri endanum.
Á föstudags-
kvöld treður eitt
besta ábreiðuband
landsins, Dúndurfréttir,
upp. Á laugardagskvöld spilar hin
goðsagnakenndu Mannakorn og á sunnu-
dagskvöldið reggíbandið Hjálmar.
Græni hatturinn
Tónleikar á Rosenberg
Á meðan Magnús Eiríksson skemmtir
Norðlendingum geta Reykvíkingar ornað
sér við Magnús R. Einarsson sem mun
troða upp á Rosenberg við Klapparstíg
bæði föstudags- og laugardagskvöld
ásamt góðum gestum.
Rosenberg
Stuðmenn spila
Fyrir þá sem hafa
pabba- eða
mömmu- eða
jafnvel fjölskyldu-
helgi er um að
gera að bregða sér
í Fjölskyldugarðinn á
sunnudagskvöld. Þá munu
Stuðmenn troða upp, ásamt gestum á
borð við Sveppa og Villa, Eyþór Gunnars-
son og jafnvel eina grýlu eða svo.
Fjölskyldugarðurinn
Íslandsvinur í bíó
Fyrir þá sem vilja taka því rólega um
helgina má berja Ryan Gosling augum í
myndinni Only God Forgives, sem sýnd er
í Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó
Akureyri. Leikstjórinn er Daninn Nicolas
Refn sem gerði Pusher og Drive og
sérhæfir sig í listrænu ofbeldi.
Bíómynd
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
The Act of Killing
IMDb 8,2 RottenTomatoes 97 Metacritic 88
Leikstjóri: Joshua Oppenheimer
Leikarar: Haji Anif, Syamsul Arifin, Sakhyan
Asmara
159 mínútur