Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað Fann pabba á Facebook n „Þurfum að bera saman myndir af okkur“ D önsk kona, Eva Stokholm, hefur undanfarna daga leit- að logandi ljósi að íslenskum föður sínum og loksins fund- ið hann. Leitin fór að mestu leyti fram í gegnum samfélagsmiðlana og bar árangur eftir að Evu barst fjöldi ábendinga á Facebook. „Ég hef talað við dóttur hans en hann er í sumarfríi. Hann hefur samt staðfest við dótturina að það sé möguleiki á því að hann sé faðir minn,“ seg- ir Eva sem telur allar líkur á að svo sé og tilkynnir meðal annars á Face- book að faðirinn hafi komið í leitirn- ar. Af samskiptum á Facebook-síðu hennar má ráða að hann heiti Rögn- valdur. Eva vildi ekki segja DV alla sól- arsöguna fyrr en endanleg stað- festing fengist. „Ég er að bíða eftir frekari upplýsingum sem ég fæ von- andi eftir að hann kemur úr fríi. Ég verð að ræða við hann. Við þurfum að bera saman myndir af okkur og gá hvort við séum lík. En þetta hlýtur að skýrast á næstu vikum,“ segir hún. Eva var í sólskinsskapi þegar DV ræddi við hana og að því er fram kemur á Facebook er hún í sjöunda himni eftir að hafa fundið Rögnvald. „Þúsund þakkir, allir. Ég get ekki lýst því hve þakklát ég er fyrir allar ábendingarnar sem ég fékk eftir að ég lýsti eftir blóðföður mínum. Nú hef ég fundið hann og takk aftur fyrir að sýna þessu áhuga og verja tíman- um ykkar í þetta,“ skrifar Eva þakk- lát veraldarvefnum. Hún vinnur hjá ráðgjafarfyrirtæki í Danmörku og er móðir svo líklega bætist í barna- barnahópinn hjá Rögnvaldi. n Eva Stokholm Fann íslenskan föður sinn á Facebook. H ann sagði bara: „ Krakkar, þið eruð ekki að skilja þetta: Þetta verður geð- bilaðasta partí sem haldið hefur verið fyrr og síðar. Við erum að tala um dýr í útrým- ingarhættu,“ segir viðmælandi DV, sem ekki vill láta nafn síns getið, um ummæli matreiðslumannsins Ósk- ars Finnssonar þar sem hann ræddi um fimmtugsafmæli athafna- mannsins Ólafs Ólafssonar í árs- byrjun 2007. Afmælið var haldið í kæli geymslu á vinnusvæði Samskipa í Kjalarvogi í Reykjavík og var hún sérútbúin fyrir afmælið. Kvikmyndafyrirtækið Saga Film sá um framkvæmd veisl- unnar og lét Óskar ummælin falla á undirbúningsfundi fyrir afmælið sem er einna þekktast vegna þess að breski popparinn Elton John kom og spilaði fyrir gestina. Ólafur er sagður afa greitt popparanum millj- ón dollara, um 70 milljónir króna á þeim tíma, fyrir að spila í afmælinu. Framandi dýr Óskar hafði yfirumsjón með matn- um í fimmtugsafmæli Ólafs en hann hefur löngum verið kenndur við steikhúsið Argentínu. Auk kokka frá Argentínu komu matreiðslu- menn frá Nobu í London og Þrem- ur frökkum og elduðu ofan í af- mælisgesti Ólafs. „Hann talaði um að það kæmu dýr sem væru hengd upp á afturlöppunum: sebrahestar og gíraffar. Það voru mjög framandi tegundir á boðstólum þarna,“ segir heimildarmaðurinn og vísar til orða Óskars. Með á umræddum fundi var maður sem starfað hafði hjá Ólafi við undirbúning veislunnar, Maggi fíni eins og hann er kallaður, en sá maður hafði ferðast um heim- inn í nokkurn tíma og sett saman matseðilinn í afmælið. „Hann hafði ferðast í tvö eða þrjú ár og verið að smakka mat fyrir veisluna.“ Veiðimannaþema Heimildarmaðurinn segir að í af- mælinu hafi verið tvískipt þema: Annars vegar veiðimannaþema framan af kvöldi og svo Mið- jarðarhafsþema seinni hluta kvölds- ins. „Það var svona veiðimanna- þema fyrri hluta kvöldsins. Fólk átti að upplifa sig sem aristókrata í ein- hverjum veiðimannakofa. Svo um það leyti sem Elton kom var skipt yfir í Miðjarðarhafsþema.“ Átið á dýrunum í útrýmingar- hættu rímaði því við veiðimanna- þemað en líkt og kunnugt er þá er Ólafur Ólafsson mikill veiðimaður og hefur ferðast oftsinnis til Afríku til að skjóta ýmiss konar skepnur. DV hefur meðal annars greint frá því að Ólafur hafi ferðast til Afríku til að skjóta ljón. n Boðið upp á dýr í útrýmingarhættu n Afmælisgestir hjá Ólafi Ólafssyni í Samskipum borðuðu framandi skepnur „Það voru mjög framandi tegundir á boð­ stólum þarna Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Sebrahestar Ein af þeim dýrategundum sem í boði voru í afmælisveislu Ólafs voru sebrahestar. Mynd: REutERS Geðbilaðasta partíið Óskar Finnsson sagði að afmælisveisla Ólafs Ólafssonar yrði geðbilaðasta partí sögunnar. Undirbúa millidómstig Hanna Birna Kristjánsdóttir innan ríkisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa millidómstig. Var það eitt af markmiðum í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar að tekið yrði upp slíkt millidómstig bæði í einkamálum og sakamálum og að Hæstiréttur starfi í einni deild. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að með skipun nefndarinn- ar sé ráðherra að hrinda verkefn- inu af stað en nefndin mun útfæra fyrirkomulag, tímamörk, kostn- að og önnur atriði er snerta tilurð millidómstigs og leggja drög að frumvarpi. Einnig skal í frumvarp- inu fjallað um starfsemi og fyrir- komulag sameiginlegrar stjórn- sýslu dómstóla landsins, eftirlit dómskerfisins með dómurum og starfsemi dómstóla. Stefnt er að því að leggja megi frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári. Formaður nefndarinnar er Kristín Edwald hæstaréttarlög- maður og aðrir nefndarmenn eru Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við HÍ, og Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari. Veiðimaður Ólafur Ólafsson er mikill veiðimaður og hefur matarvalið væntanlega endurspeglað það. Mynd: SiGtRyGGuR ARi Vilja sumar- götur áfram Rekstraraðilar og íbúar við Skólavörðustíg hafa farið fram á það í bréfi til borgarstjóra að gatan verði göngugata fram yfir Menningarnótt. Sumargöturnar svokallaðar voru opnaðar þann 1. júní síðast liðinn og til stóð að þeir kaflar Skólavörðustígs og Lauga- vegar sem hafa verið sumar- götur yrðu lokaðir fyrir umferð vélknúinna ökutækja til mánu- dagsins 5. ágúst næstkomandi vegna gatnaframkvæmda í mið- borginni. Rekstraraðilar við Skólavörðustíg telja þær fram- kvæmdir ekki hafa áhrif á um- ferð um götuna þar sem gang- andi umferð er það mikil fyrir. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að mikil ánægja hafi verið með fyrirkomulagið meðal rekstraraðila við Skólavörðustíg og vildu allir aðilar hafa sumar- götu lengur en auglýstan tíma. Málið er nú til skoðunar hjá Um- hverfis- og skipulagssviði. Fram kemur í fréttinni að Reykjavíkur- borg fagni frumkvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.