Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 59
Lífsstíll 43Helgarblað 2.–6. ágúst 2013 Konan sér um þvottinn en ég um eldhúsið R agnar Freyr Ingvarsson læknir og matarbloggari ferðast víða og þar sem hann kemur leggur hann áherslu á að borða mat sem hann hefur ekki borð- að áður. Honum finnst best að finna veitingahús sem bjóða upp á heimilismat en sneiðir fram hjá dýrustu og fínustu stöðunum. Hann vill borða mat líkastan því sem heimamenn borða á hverjum stað. „Ég byrjaði að snúast í eld- húsinu heima hjá móður minni þegar ég var smápatti. Hún bak- aði afskaplega góða skúffuköku og stundum fannst mér hún ekki baka hana nógu oft svo ég ákvað að læra að baka hana sjálfur. Svo vatt þetta upp á sig. Þegar ég var tólf ára fékk ég það verkefni hjá henni móður minni að sjá um kvöldmatinn einu sinni í viku. Þá átti ég að kaupa inn, elda og ganga frá eftir matinn. Ég lærði mikið af þessu.“ Ragnar Freyr segir að innan við tvítugt hafi honum ekki dottið í hug að verða kokkur þó hann gæti vel hugsað sér að elda á veitinga- stöðum í dag. Hann fór í mennta- skóla og þaðan lá leiðin í læknis- fræði í Háskóla Íslands. „Ég held að ég hafi ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að verða læknir. Ætli þetta hafi ekki verið einhver dulinn metnaður; mig langað að prófa hvort ég kæmist í læknis- fræðina. Námið gekk vel og mér fannst það ótrúlega skemmtilegt. Á námsárunum í Háskólanum kynntist Ragnar eiginkonu sinni Snædísi Evu Sigurðardóttur og í dag eiga þau þrjú börn. „Þegar við byrjuðum að búa, ákváðum við að skipta heimilisverkunum á þann veg að ég sæi um eldhúsið en hún um þvottahúsið. Þetta eru bestu kaup sem ég hef nokkurn tíma gert.“ Ragnar lauk lækna- námi sínu á Íslandi og þaðan lá leið fjölskyldunnar til Lundar í Sví- þjóð þar sem Ragnar hefur nú lok- ið sérfræðinámi í lyf- og gigtar- lækningum og um þessar mundir leggur hann stund á doktorsnám. Fyrir nokkrum árum fór hann að blogga um mat á Eyjunni og hefur verið iðinn við að birta uppskriftir af ýmsum réttum sem hann hefur prófað enda segir hann að eldhús- ið sé hans herbergi og hann uni sér hvergi betur en þar yfir heitum pottum og pönnum. Þar sé hvergi eins gott að slaka á. „Um þessar mundir er það frönsk matargerð sem heillar mig mest. Þeir eru alltaf að leita að því besta, besta hráefninu, besta bragðinu og svo framvegis. Aðferða fræðin við franska matar- gerð finnst mér líka heillandi en það getur verið ansi hátt flækju- stig á henni. Síðustu átta eða níu mánuði hef ég verið að skrifa mat- reiðslubók. Í henni koma til með að birtast vinsælustu uppskrift- irnar mínar af blogginu auk fjölda nýrra uppskrifta sem ég hef verið að þróa og prófa. Það má eiginlega segja að flest kvöld og allar helg- ar hafi farið í undirbúning þessar- ar bókar. Þó að þetta sé mikið álag, bæði fyrir mig og fjölskylduna þá er fjölskyldan alsæl og hvetur mig til dáða. Ég fæ mikinn stuðning frá henni. Þetta er áhugamál sem verðlaunar sig sjálft, ég elda góð- an mat sem þau borða. Svo baka ég brauð og kökur í tíma og ótíma. Fjölskyldan er stöðugt að prófa nýja rétti sem hún fengi ekki að bragða á nema af því að ég er að prófa mig áfram. Íslenskt hráefni er afar gott og ekki svo dýrt. Fiskur í Svíþjóð kostar til dæmis þrisvar sinnum meira en hér heima og lambakjöt er rándýrt þar líka. Þetta er mjög gott hráefni. Maður er náttúrulega alinn upp á þess- um mat og ég held að það sé sann- merkt með öllum þjóðum að finn- ast sitt hráefni það besta.“ Ragnar talar af mikill ástríðu um mat, það verður ekki af honum skafið en hvernig fer hann að því að halda sér grönnum og vera sí- borðandi. Hann brestur í hlátur og segir: „Ég spila veggtennis þrisvar í viku og það heldur mér í formi.“ n n Ástríðukokkurinn Ragnar Freyr Ingvarsson n Börnin taka virkan þátt í eldhúsinu Skúffukaka frá Ragnari Frey 375 gr hveiti 450 gr sykur 1,5 tsk. salt 1,5 tsk. lyftiduft 3/4 tsk. matarsódi 6 msk. gott kakóduft 3 og 3/4 dl nýmjólk 3 egg 190 gr smjör Blandið þurrefnunum saman. Sigtið hveitið, lyftiduftið, matarsódann og kakó- ið. Bætið svo sykrinum og saltinu við. Sigtið og blandið þurrefnunum saman í hrærivélinni. Setjið síðan 2/3 af mjólkinni og svo mjúkt smjörið saman við. Blandið þessu saman í nokkrar sekúndur þar til þetta er farið að líkjast þykkum graut. Þá skal bæta eggjunum saman við og restinni af mjólkinni. Blanda vel saman við þangað til að þetta verður að fallegu hægt rennandi deigi. Smyrja ofnskúffuna með smjöri. Hella deiginu í mótið. Bakað í 180 gráðu heitum ofni í um það bil 30 mínútur. Kremið Súkkulaði 1,2 hlutur á móti 1 hlut rjóma og smá smjörklípu má einnig setja út í til að fá fallegan gljáa á kremið. Sáldrið smá kókos yfir. Ástríðukokkur „Ég kann hvergi betur við mig en í eldhúsinu,“ segir læknirinn, bloggarinn og kokkurinn Ragnar Freyr Ingvarsson. Aðstoðarkokkur Valdís Eik hjálpar til við að baka skúffukökuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.