Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað Boðið er upp á tveggja vikna spænskunámskeið með menn- ingarlegu ívafi í Extremadurahéraði á Spáni. Kennt er í 3 tíma á dag utan þá tvo daga sem farið er í dagsferðir. Fyrri vikuna er dvalið í klaustri sem breytt hefur verið í þriggja stjörnu hótel í þorpinu La Parra. Þar gefst góður tími til slaka á, ná sambandi við náttúruna og kyrrðina og borða mat sem framleiddur er í héraðinu. Síðari vikuna er dvalið á undurfallegu fjögurra stjörnu hóteli á ráðhús- torginu í bænum Zafra. Leiðsögumaður og spænskukennari er Margrét Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar. Haustbúðir á Spáni - fyrir fullorðna www.mundo.is 11. - 25. október 2013 Verð: 369.900 miðað við tvo í herbergi Verð: 410.000 miðað við einn í herbergi Nánari upplýsingar í síma 6914646 eða margret@mundo.is Innifalið: Flug, hótel, fæði (fullt fæði fyrri vikuna, hálft fæði síðari vikuna), rútuferðir, skoðunarferðir til Mérida og Sevilla, spænskukennsla 3 klst. á dag, gönguferðir við sólarupprás í 2-3 klst á dag, jóga þrisvar í viku, aðgangseyrir að Reales Alcazares í Sevilla og aðgangseyrir að söfnum í Mérida. Sendur heim með verkjalyf 3 Methúsalem Þórisson sem lést úr hjarta áfalli á heimili sínu þann 14. júní síðast- liðinn fór tveim- ur dögum áður á Læknavaktina á Smáratorgi. Þá hafði hann verið mjög slappur í þrjá daga og kvartað und- an verkjum aftan í hálsi sem leiddu niður í öxl. Læknirinn tjáði honum að þeir stöfuðu af þreytu og sendi hann heim með lyfseðil fyrir verkja- lyfjum. Þetta segir Elda Thorisson- Faurelien, eiginkona hans. Tveimur dögum síðar fannst hann látinn eins og áður greinir. Jóhannes Jónsson látinn 2 „Hann var stór maður með stórt hjarta,“ sagði Hendrik Berndsen, eða Binni á Blóma- verkstæði Binna, um vin sinn Jó- hannes Jónsson, kaupmann kennd- an við Bónus, sem lést eftir hetjulega baráttu við krabbamein síðast liðinn laugardag. Í mánudagsblaði DV var farið yfir feril Jóhannesar og rætt við vini hans. Hann var vinmargur og var lýst sem traustum og dygg- um vini, miklum leiðtoga sem hafði skýra framtíðarsýn. Félagslyndum, fyndnum og orðheppnum. Manni með þykkan skráp. Ríkustu Íslendingarnir 1 Rúmlega þrjú þúsund ís- lenskar fjölskyldur greiddu auðlegðar- skatt á síðasta ári og skilaði hann ríkissjóði tekjum upp á tæplega 5,6 milljarða króna. Þetta eru ríkustu fjölskyldur landsins. Í DV á mánu- dag var auður ríkustu Íslendinganna út frá greiddum auðlegðarskatti árið 2012 áætlaður. Í efstu 25 sætum list- ans eru margir þjóðþekktir athafna- menn; útgerðarmenn, fjárfestar og frumkvöðlar. Á toppnum trónir Kristján V. Vilhelmsson, annar af helstu eigendum og stjórnendum útgerðarrisans Samherja. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni R isasveppurinn jötungíma vex í tugatali umhverf- is sveitabæinn Sandvík á Melrakkasléttu. Þar býr gæsabóndinn Hans Al- freð Kristjánsson ásamt vinkonu sinni. „Sveppamóðirin sjálf er und- ir húsinu mínu. Og svo vaxa svepp- ir í tugatali hringinn í kringum hús- ið mitt, og hringurinn stækkar með hverju árinu,“ segir Hans Alfreð. Í viðtali við DV tekur hann jafnframt fram að hann sé ekki mjög fróður um sveppi. Hann veit þó að þessir svepp- ir eru tröllvaxnir. „Þetta eru risavaxn- ar gorkúlur, 93 síðast þegar ég taldi. Þetta er orðið alltof mikið.“ Borðar þá stundum Sveppirnir byrjuðu að spretta upp úr jörðu Hans í byrjun 10. áratugar síðustu aldar, gæsabóndanum til mikillar armæðu. Hans reynir að hefta útbreiðslu sveppanna með því að tína þá og stundum enda þeir á pönnunni. „Þeir eru samt ekkert sér- staklega góðir á bragðið – ég fæ klígju af þeim,“ segir Hans Alfreð, en hann lætur sig þó hafa að narta í þá enda, eins og sést á meðfylgjandi myndum, eru þeir einstaklega stórir og matar- miklir. Fjórtán kílóa sveppur Jötungíma er af físisveppaætt og getur myndað risavaxið aldin, sem getur orðið allt að 60 sentímetrar í þvermál. Árið 2006 var sagt frá því á vef Bæjarins besta að „risasveppur“ hefði fundist í Bolungarvík. Var þar á ferð títtnefndur sveppur. Sveppurinn hefur einnig fundist í Hrunamanna- hreppi, á Þríhyrningi í Hörgárdal auk Melrakkasléttu þar sem útbreiðsla hans virðist vera mest. Hann fannst fyrst hér á landi á Svíra í Hörgárdal á síðari hluta liðinnar aldar, sam- kvæmt því sem fram kemur á vefnum Flóra Íslands. Þar kemur fram að jöt- ungíma komi oftast upp úr jörðinni á hverju ári á sama stað. Einn stærsti sveppur þessarar tegundar fannst á Skáni í Svíþjóð árið 1909. Hann var mjög stór, 60 sentímetrar í þvermál, og vó hann heil fjórtán kíló. Aldin þessarar tegundar vex mjög hratt og getur hver sveppur innihaldið tíu milljarða gróa. „Mjög sjaldgæfur“ Helgi Hallgrímsson er einn helsti sveppafræðimaður á Íslandi. „Þetta er stærsta sveppategund sem hér vex, en hann er mjög sjaldgæfur,“ segir Helgi og bætir við aðspurður að enginn viti hvernig eða hvenær þessi risasveppategund nam land á Íslandi – nema guð almáttugur. „Mönnum hefur helst látið sér detta í hug að hann hafi borist með fóðri. Sveppur- inn hefur stundum sprottið upp við skepnuhús,“ segir Helgi. Þar er hugs- anlega komin skýringin á sveppa- plágunni á Melrakkasléttu. n Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is n „Sveppamóðirin er undir húsinu mínu“ n Geta orðið allt að 14 kíló Risasveppir gera bónda lífið leitt „Þeir eru samt ekkert sérstak- lega góðir á bragðið Sveppa- og gæsabóndi Hans Alfreð Kristjánsson fær klígju af jötungímu. Risastór Jötungíma getur orðið á stærð við körfubolta eða sundbolta. Hótel rís loks við Hörpu Á fimmtudag undirrituðu eignar- haldsfélagið Situs og Auro Invest- ment ehf. kaupsamning um hótel- lóð við hlið Hörpu að Austurbakka 2. Útboðið var framkvæmt af Ríkis kaupum og voru tilboð opn- uð í júlí árið 2011. Auro Invest- ment bauð hæst í lóðina, rúmlega 1,8 milljarða. Á lóðinni mun rísa 250 her- bergja fjögurra eða fimm stjörnu hótel. Búið er að vinna frum- hönnun hótelsins og verður það í svipuðum stíl og Harpa. Nú bítast tvö fyrirtæki um að fá að annast rekstur hótelsins og verður tekin ákvörðun um það í vikunni. Annað þeirra er hin heimsþekkta Marriott-hótelkeðja. Auro Investment mun byggja hótelið, en arkitektar T.ark munu hanna það og Mannvit stjórna framkvæmdum. Áfengissala svipuð og í fyrra Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Á síðasta ári komu um 125 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku og seld- ust um 713 þúsund lítrar af áfengi. Mest var salan á föstudeginum, eða 225 þúsund lítrar. Til saman- burðar má nefna að vikuna 16. til 21. júlí komu um 95 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar og keyptu um 430 þúsund lítra af áfengi. Samkvæmt frétt á heima- síðu Vínbúðarinnar bendir flest til þess að viðskiptavinafjöldi fyrir verslunarmannahelgina í ár verði svipaður og í fyrra. Reynslan sýnir að flestir kaupa áfengi á milli klukkan 16.00 og 18.00 á föstudeginum, en þá koma allt að 7.000 viðskiptavinir á klukkustund. Þegar álagið er sem mest þarf stundum að grípa til þess að hleypa viðskiptavinum inn í hollum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.