Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2013, Side 2
2 Fréttir 2.–6. ágúst 2013 Helgarblað Boðið er upp á tveggja vikna spænskunámskeið með menn- ingarlegu ívafi í Extremadurahéraði á Spáni. Kennt er í 3 tíma á dag utan þá tvo daga sem farið er í dagsferðir. Fyrri vikuna er dvalið í klaustri sem breytt hefur verið í þriggja stjörnu hótel í þorpinu La Parra. Þar gefst góður tími til slaka á, ná sambandi við náttúruna og kyrrðina og borða mat sem framleiddur er í héraðinu. Síðari vikuna er dvalið á undurfallegu fjögurra stjörnu hóteli á ráðhús- torginu í bænum Zafra. Leiðsögumaður og spænskukennari er Margrét Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar. Haustbúðir á Spáni - fyrir fullorðna www.mundo.is 11. - 25. október 2013 Verð: 369.900 miðað við tvo í herbergi Verð: 410.000 miðað við einn í herbergi Nánari upplýsingar í síma 6914646 eða margret@mundo.is Innifalið: Flug, hótel, fæði (fullt fæði fyrri vikuna, hálft fæði síðari vikuna), rútuferðir, skoðunarferðir til Mérida og Sevilla, spænskukennsla 3 klst. á dag, gönguferðir við sólarupprás í 2-3 klst á dag, jóga þrisvar í viku, aðgangseyrir að Reales Alcazares í Sevilla og aðgangseyrir að söfnum í Mérida. Sendur heim með verkjalyf 3 Methúsalem Þórisson sem lést úr hjarta áfalli á heimili sínu þann 14. júní síðast- liðinn fór tveim- ur dögum áður á Læknavaktina á Smáratorgi. Þá hafði hann verið mjög slappur í þrjá daga og kvartað und- an verkjum aftan í hálsi sem leiddu niður í öxl. Læknirinn tjáði honum að þeir stöfuðu af þreytu og sendi hann heim með lyfseðil fyrir verkja- lyfjum. Þetta segir Elda Thorisson- Faurelien, eiginkona hans. Tveimur dögum síðar fannst hann látinn eins og áður greinir. Jóhannes Jónsson látinn 2 „Hann var stór maður með stórt hjarta,“ sagði Hendrik Berndsen, eða Binni á Blóma- verkstæði Binna, um vin sinn Jó- hannes Jónsson, kaupmann kennd- an við Bónus, sem lést eftir hetjulega baráttu við krabbamein síðast liðinn laugardag. Í mánudagsblaði DV var farið yfir feril Jóhannesar og rætt við vini hans. Hann var vinmargur og var lýst sem traustum og dygg- um vini, miklum leiðtoga sem hafði skýra framtíðarsýn. Félagslyndum, fyndnum og orðheppnum. Manni með þykkan skráp. Ríkustu Íslendingarnir 1 Rúmlega þrjú þúsund ís- lenskar fjölskyldur greiddu auðlegðar- skatt á síðasta ári og skilaði hann ríkissjóði tekjum upp á tæplega 5,6 milljarða króna. Þetta eru ríkustu fjölskyldur landsins. Í DV á mánu- dag var auður ríkustu Íslendinganna út frá greiddum auðlegðarskatti árið 2012 áætlaður. Í efstu 25 sætum list- ans eru margir þjóðþekktir athafna- menn; útgerðarmenn, fjárfestar og frumkvöðlar. Á toppnum trónir Kristján V. Vilhelmsson, annar af helstu eigendum og stjórnendum útgerðarrisans Samherja. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni R isasveppurinn jötungíma vex í tugatali umhverf- is sveitabæinn Sandvík á Melrakkasléttu. Þar býr gæsabóndinn Hans Al- freð Kristjánsson ásamt vinkonu sinni. „Sveppamóðirin sjálf er und- ir húsinu mínu. Og svo vaxa svepp- ir í tugatali hringinn í kringum hús- ið mitt, og hringurinn stækkar með hverju árinu,“ segir Hans Alfreð. Í viðtali við DV tekur hann jafnframt fram að hann sé ekki mjög fróður um sveppi. Hann veit þó að þessir svepp- ir eru tröllvaxnir. „Þetta eru risavaxn- ar gorkúlur, 93 síðast þegar ég taldi. Þetta er orðið alltof mikið.“ Borðar þá stundum Sveppirnir byrjuðu að spretta upp úr jörðu Hans í byrjun 10. áratugar síðustu aldar, gæsabóndanum til mikillar armæðu. Hans reynir að hefta útbreiðslu sveppanna með því að tína þá og stundum enda þeir á pönnunni. „Þeir eru samt ekkert sér- staklega góðir á bragðið – ég fæ klígju af þeim,“ segir Hans Alfreð, en hann lætur sig þó hafa að narta í þá enda, eins og sést á meðfylgjandi myndum, eru þeir einstaklega stórir og matar- miklir. Fjórtán kílóa sveppur Jötungíma er af físisveppaætt og getur myndað risavaxið aldin, sem getur orðið allt að 60 sentímetrar í þvermál. Árið 2006 var sagt frá því á vef Bæjarins besta að „risasveppur“ hefði fundist í Bolungarvík. Var þar á ferð títtnefndur sveppur. Sveppurinn hefur einnig fundist í Hrunamanna- hreppi, á Þríhyrningi í Hörgárdal auk Melrakkasléttu þar sem útbreiðsla hans virðist vera mest. Hann fannst fyrst hér á landi á Svíra í Hörgárdal á síðari hluta liðinnar aldar, sam- kvæmt því sem fram kemur á vefnum Flóra Íslands. Þar kemur fram að jöt- ungíma komi oftast upp úr jörðinni á hverju ári á sama stað. Einn stærsti sveppur þessarar tegundar fannst á Skáni í Svíþjóð árið 1909. Hann var mjög stór, 60 sentímetrar í þvermál, og vó hann heil fjórtán kíló. Aldin þessarar tegundar vex mjög hratt og getur hver sveppur innihaldið tíu milljarða gróa. „Mjög sjaldgæfur“ Helgi Hallgrímsson er einn helsti sveppafræðimaður á Íslandi. „Þetta er stærsta sveppategund sem hér vex, en hann er mjög sjaldgæfur,“ segir Helgi og bætir við aðspurður að enginn viti hvernig eða hvenær þessi risasveppategund nam land á Íslandi – nema guð almáttugur. „Mönnum hefur helst látið sér detta í hug að hann hafi borist með fóðri. Sveppur- inn hefur stundum sprottið upp við skepnuhús,“ segir Helgi. Þar er hugs- anlega komin skýringin á sveppa- plágunni á Melrakkasléttu. n Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is n „Sveppamóðirin er undir húsinu mínu“ n Geta orðið allt að 14 kíló Risasveppir gera bónda lífið leitt „Þeir eru samt ekkert sérstak- lega góðir á bragðið Sveppa- og gæsabóndi Hans Alfreð Kristjánsson fær klígju af jötungímu. Risastór Jötungíma getur orðið á stærð við körfubolta eða sundbolta. Hótel rís loks við Hörpu Á fimmtudag undirrituðu eignar- haldsfélagið Situs og Auro Invest- ment ehf. kaupsamning um hótel- lóð við hlið Hörpu að Austurbakka 2. Útboðið var framkvæmt af Ríkis kaupum og voru tilboð opn- uð í júlí árið 2011. Auro Invest- ment bauð hæst í lóðina, rúmlega 1,8 milljarða. Á lóðinni mun rísa 250 her- bergja fjögurra eða fimm stjörnu hótel. Búið er að vinna frum- hönnun hótelsins og verður það í svipuðum stíl og Harpa. Nú bítast tvö fyrirtæki um að fá að annast rekstur hótelsins og verður tekin ákvörðun um það í vikunni. Annað þeirra er hin heimsþekkta Marriott-hótelkeðja. Auro Investment mun byggja hótelið, en arkitektar T.ark munu hanna það og Mannvit stjórna framkvæmdum. Áfengissala svipuð og í fyrra Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Á síðasta ári komu um 125 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku og seld- ust um 713 þúsund lítrar af áfengi. Mest var salan á föstudeginum, eða 225 þúsund lítrar. Til saman- burðar má nefna að vikuna 16. til 21. júlí komu um 95 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar og keyptu um 430 þúsund lítra af áfengi. Samkvæmt frétt á heima- síðu Vínbúðarinnar bendir flest til þess að viðskiptavinafjöldi fyrir verslunarmannahelgina í ár verði svipaður og í fyrra. Reynslan sýnir að flestir kaupa áfengi á milli klukkan 16.00 og 18.00 á föstudeginum, en þá koma allt að 7.000 viðskiptavinir á klukkustund. Þegar álagið er sem mest þarf stundum að grípa til þess að hleypa viðskiptavinum inn í hollum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.