Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 9.–11. september 2011 Helgarblað A rion banki á 6,6 milljarða króna veð í Blikastaðaland­ inu í Mosfellsbæ en eigandi félagsins er Bleiksstaðir ehf., félag sem að 80 prósenta leyti er í eigu Holtasels, móðurfélags verktakafyrirtækisins Eyktar. Bleiks­ staðir ehf. keypti landið fyrir 65 millj­ ónir evra, rúmlega 6,2 milljarða króna á þávirði, í febrúar 2008. Pétur Guð­ mundsson, stjórnarformaður og eig­ andi Eyktar, segir aðspurður að Bleiks­ staðir eigi landið enn en að Arion banki eigi veð í því. „Það er sama félag sem keypti það sem á það: Bleiksstað­ ir eiga það. Bankinn á bara áfram veð í landinu,“ segir Pétur. Blikastaðalandið, sem er um 150 hektara byggingarland í nágrenni Mosfellsbæjar, var í eigu Íslenskra aðalverktaka þegar ríkið seldi 40 pró­ senta hlut sinn í fyrirtækinu til þá­ verandi æðstu stjórnenda verk­ takafyrirtækisins árið 2003. Eftir einkavæðinguna kom í ljós að landið hafði verið verulega vanmetið þeg­ ar íslenska ríkið seldi hlutinn í Ís­ lenskum aðalverktökum. Verðmatið á Blikastaðalandinu fyrir einkavæðingu var tæplega 900 milljónir króna en í ársreikningi Íslenskra aðalverktaka árið 2003 hafði verið framkvæmt „sér­ stakt endurmat“ á landinu þar sem verðmat þess hækkaði upp í tæplega 4,5 milljarða króna. Blikastaðalandið var svo selt til Bleiksstaða fyrir rúma 6 milljarða króna árið 2008. Meira en fimm milljarða munur var því á bók­ færðu verðmæti landsins þegar ríkið seldi hlut sinn í fyrirtækinu og þegar kaupendurnir seldu Blikastaðalandið til Eyktar 2008. Blikastaðalandið og einkavæðingin Helstu stjórnendur Íslenskra aðal­ verktaka, meðal annars Stefán Frið­ finnsson forstjóri og Jón Sveinsson stjórnarformaður, voru gagnrýndir harkalega fyrir aðkomu sína að einka­ væðingarferlinu en þeir störfuðu náið með þeim aðila, eignarhaldsfélaginu EAV, sem keypti hlut ríkisins í Íslensk­ um aðalverktökum. Jón sat jafnframt í einkavæðingarnefnd þegar gengið var frá sölunni á hlut ríkisins. Hæstiréttur dæmdi einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ólögmæta í maí 2008, meðal annars á þeim for­ sendum að stjórnendur verktakafyrir­ tækisins hefðu verið fruminnherjar í fyrirtækinu og að þeir hefðu ekki átt að koma að sölu þess með þeim hætti sem þeir gerðu. Blikastaðalandið spil­ aði stóra rullu í málinu þar sem talið var að stjórnendur Íslenskra aðalverk­ taka hefðu vitað að jörðin var vanmet­ in í bókum fyrirtækisins og því hefðu þeir vitað að hlutur ríkisins var verð­ metin of lágt. Átti að byggja 1.800 íbúðir Þegar Blikastaðalandið var selt í árs­ byrjun 2008 stóð til að byggja um 1.800 íbúðir á svæðinu. Kaupand­ inn var eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, Eykt, og mikil eftirspurn hafði verið eftir húsnæði á Íslandi á árunum þar á undan þegar íslenska góðærið gekk yfir. Reiknað var með að íbúðirnar myndu seljast á næstu sjö til tíu árum þar á eftir. Íslenska efna­ hagshrunið setti strik í reikninginn hjá Eykt, líkt og hjá flestum öðrum verk­ takafyrirtækjum í landinu, og varð ekkert af því að hafist væri handa við þessa miklu uppbyggingu á svæðinu. Þrjú og hálft ár er liðið frá þessari fjár­ festingu Eyktar í Blikastaðalandinu og félagið hefur ekki fengið til baka þá fjármuni sem reiknað var með við sölu á íbúðunum á svæðinu og hefur því ekki getað greitt Arion banka af lánum sínum. Pétur vill ekki svara því hvort Arion banki muni leysa Blikastaðalandið til sín eða hvort Eykt muni hefja fram­ kvæmdir á landinu í náinni fram­ tíð. „Bara eins og ég sagði þér áðan þá er ekkert meira um þetta að segja. Bleiksstaðir eiga þetta og þar til annað verður ákveðið þá eiga þeir það.“ Rekstrarhæfi félagsins brostið Í ársreikningi Bleiksstaða fyrir árið 2009 kemur fram að vafi leiki á um rekstrarhæfi félagsins en félagið tap­ aði 2,3 milljörðum króna það árið og var eigið fé þess neikvætt um tæpa fimm milljarða. Í ábendingu Deloitte, endurskoðanda félagsins, segir að fé­ lagið uppfylli ekki skilyrði lánasamn­ inga sinna og að Arion banki hafi gjaldfellt lán félagsins árið 2009: „Af því gefnu að ekki náist samningar við lánveitanda er rekstrarhæfi félagsins brostið,“ segir í ábendingu Deloitte. Heildarskuldir félagsins námu rúm­ um 12 milljörðum króna í lok árs 2009. Í skýringu í ársreikningi Bleiks­ staða kemur fram að í árslok hafi Bleiksstaðir verið að reyna að fá eftir­ gjöf skulda hjá viðskiptabanka sínum en ekki kemur fram hvernig þessar viðræður gengu. Orðrétt segir í skýr­ ingunni: „Einn af viðskiptabönkum félagsins gjaldfelldi á árinu lánveit­ ingar sínar að eftirstöðvum í árslok 8.389 milljónir króna auk málskostnaðar sem nam tæpum 210 milljónum króna í árslok. Þrátt fyrir gjaldfellingu á láninu þá eru stjórn­ endur félagsins í samráði við við­ skiptabanka félagsins enn að vinna að lausnum fyrir félagið. Náist ekki samningar við lánveitendur félagsins um eftirgjöf skulda þá er rekstrarhæfi félagsins brostið.“ Samkvæmt því mun Arion banki því eignast Blikastaða­ landið með tíð og tíma. n Blikastaðalandið gæti lent hjá Arion banka n Stjórnarformaður Eyktar vill ekki gefa upp hvaða gera á við landið n Lán eiganda Blikastaðalandsins gjaldfelld 2009 „Bankinn á bara áfram veð í landinu“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 6.6 milljarða veð Veð Arion banka, sem Höskuldur Ólafsson stýrir, sem hvíla á Blikastaðalandinu í Mosfellsbæ nema um 6.6 milljörðum króna. Í ársreikningi eiganda Bleiksstaða kemur fram að rekstrarhæfi félagsins sé brostið. Forstjórinn varð stjórnarformaður Stefán Friðfinnsson var forstjóri Íslenskra aðalverktaka við einkavæðingu fyrirtækisins árið 2003. Hann hélt áfram að vinna með nýjum eigendum félagsins og varð síðar stjórnarformaður þess. Blikastaðalandið Blikastaðaland- ið er í eigu móðurfélags Eyktar í dag en Arion banki á veð í því. Myndin er af bænum Blikastöðum sem Blikastaða- landið er kennt við. mynd FRéttABLAðið Er virkur sprautufíkill HIV­smituð kona sem Haraldur Briem sóttvarnalæknir fór fram á að yrði sett í tímabundna ein­ angrun árið 2007, er talin hafa smitað fjölda einstaklinga af sjúkdómnum. Haft var eftir Har­ aldi í Fréttablaðinu á fimmtudag að kröfunni um einangrun hafi verið synjað en dómara þótti ekki hafa verið sýnt fram á að hún hefði smitað aðra og hafði hennar orð fyrir því að hún myndi ekki smita aðra einstaklinga. Í blaðinu sagði einnig að konan hafi verið virkur sprautufíkill og hún hefði haldið því fram við sótt­ varnalækni í upphafi að hún treysti sér ekki til að gæta sín úti í samfé­ laginu. Úrræði eru til staðar í sótt­ varnalögum til að taka á smituðum einstaklingum sem sýnt þykir að geti ekki gætt fyllstu varúðar til að koma í veg fyrir að aðrir smitist. Þetta tilvik árið 2007 var í fyrsta og eina skipti sem reynt hefur verið að beita þessu úrræði. Konan breytti framburði sínum fyrir héraðsdómi og var kröfunni um tímabundna einangrun því synjað þar sem hún kvaðst ætla að fylgja öllum reglum. „Talið er að mörg smit megi rekja til hennar,“ er haft eftir Har­ aldi í Fréttablaðinu. hanna@dv.is HiV-smituð kona talin hafa smitað marga: 85 þúsund fermetra nýbyggingar rísa á lóð Landspítalans: Nýr Landspítali kostar 100 milljarða Allt stefnir í að 85 þúsund fermetra nýbyggingar rísi á lóð Landspítalans og heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands á næstu 6 árum. Verkið verð­ ur boðið út næsta vor og áætlað er að kostnaður við fyrsta áfangann, sem ljúka á árið 2017, muni nema um 40 milljörðum króna. Öll starfsemi Landspítalans mun þar með færast á lóðina við Hringbraut. Til saman­ burðar má nefna að heildarkostn­ aður við byggingu tónlistarhússins Hörpu mun líklega koma til með að nema tæpum 30 milljörðum króna. Starfsemi Landspítalans fer nú fram í tæplega hundrað byggingum á 17 stöðum á höfuðborgarsvæð­ inu og hefur Guðbjartur Hannes­ son velferðarráðherra sagt að um þriggja milljarða króna hagræðing á ári hljótist af því að hafa starfsemi spítalans á einum stað. Heildar­ rekstarkostnaður spítalans sam­ kvæmt fjárlögum þessa árs er rúmir 35 milljarðar króna. Á heimasíðu Nýs Landspítala kemur fram að þegar uppbyggingu á umræddri lóð ljúki verði bygging­ ar Landspítala Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands samtals um 166 þúsund fermetrar, þar af 141 þúsund fermetrar undir spítalastarfsemi. 35 þúsund fermetrar munu tilheyra Háskóla Íslands og tilraunastöðinni á Keldum. Gunnar Svavarsson, for­ maður bygginganefndar Nýs Land­ spítala, segir þó að þessar tölur um fermetrafjölda geti tekið breyting­ um. „Það liggur ekki nákvæmlega fyrir hverjir fermetrarnir verða en við sýnum hins vegar möguleika á upp­ byggingu spítalans til framtíðar, eða til ársins 2027, á þessum reit.“ Gunn­ ar bendir í því samhengi á að Alþingi hafi enn ekki gefið leyfi fyrir fjár­ festingunni í þessum fyrsta áfanga, hvað þá að búið sé að gefa heimild til framtíðar. Ætla má að heildarkostn­ aður við byggingu Nýs Landspítala komi til með að verða um 100 millj­ arðar króna fram til ársins 2027. solrun@dv.is Vinningstillaga Tölvumynd af vinningstillögu sem sýnir nokkurn veginn umfang nýs spítala við Hringbraut. St. 36-41 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 37-41 St. 36-41 Verð: 6.575 Verð: 6.595 Verð: 6.295 Verð: 5.895
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.