Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 24
24 | Fréttir 9.–11. september 2011 Helgarblað E ignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks- ins og seðlabanka- stjóra, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið, sem heit- ir FS7 ehf., var tekið til gjald- þrotaskipta þann 19. ágúst síðastliðinn samkvæmt Lög- birtingablaðinu. Eignarhalds- félag Finns, Fikt ehf., heldur utan um hlut hans í FS7 sem skuldar meira en 4 milljarða króna. Þrátt fyrir þetta fjög- urra milljarða gjaldþrot FS7 ehf. heldur fikt ehf. eftir tæp- lega 400 milljóna króna aðri sem greiddur var út úr FS7 á góðærisárinu 2007. Ýmis önnur eignarhaldsfélög Finns standa illa um þessar mundir. Engar eignir upp í kröfur FS7 hélt utan um tæplega 67 prósenta hlut í eignarhalds- félaginu Langflugi ehf. sem var einn stærsti hluthafi Ice- landair með 24 prósenta hlut fyrir hrun. Þriðjungshlutur í Langflugi var svo í eigu eign- arhaldsfélagsins Giftar, sem stofnað var utan um eignir Eignarhaldsfélagsins Sam- vinnutrygginga árið 2007. Skilanefnd Landsbankans yfirtók hlut Langflugs í Ice- landair um vorið 2009 en um svipað leyti yfirtók Ís- landsbanki hlutabréf ann- arra hluthafa í félaginu. Þegar þessi niðurstaða lá fyrir sagði Finnur aðspurður við Við- skiptablaðið: „Þegar verð eignarinnar fellur um mörg hundruð prósent og skuldirn- ar margfaldast þá verður ekki hjá þessu komist [...] Þetta er afleiðingin af því sem gerst hefur í viðskiptalífinu hér á landi.“ Langflug var sett í þrot eft- ir þetta. Engar eignir fund- ust upp í 13 milljarða króna kröfur á hendur Langflugi ehf. þegar skiptum á búinu lauk í febrúar 2010. Vegna gjald- þrots Langflugs lá nokkuð ljóst fyrir að FS7 yrði einnig úrskurðað gjaldþrota með tíð og tíma þar sem hlutur í Lang- flugi var helsta eign FS7. Umdeildur maður Finnur Ingólfsson er án vafa einn umdeildasti maðurinn í íslenskri samtímasögu. Finn- ur komst til metorða í íslensku samfélagi vegna þátttöku sinnar í starfi Framsóknar- flokksins á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, fyrst sem aðstoðarmaður Halldórs Ás- grímssonar árið 1985 og síð- ar eftir að hann var kosinn á þing árið 1991. Finnur tengist nokkrum umtöluðustu og umdeildustu málum sem komið hafa upp í þjóðmálaumræðunni á Ís- landi á síðasta áratug. Meðal annars einkavæðingu Bún- aðarbankans árið 2003, þar sem hann og viðskiptafélagar hans fengu að kaupa bankann vegna pólitískra tengsla að því er talið er, sölu Landsbankans á um 40 prósenta hlut í Vá- tryggingafélagi Íslands árið áður og stofnun fjárfestingar- félagsins Giftar árið 2007 þar sem um 30 milljarða króna eignum um 40.000 trygginga- taka var varið í hlutabréfa- kaup, meðal annars í Kaup- þingi. Finnur auðgaðist ágæt- lega á þessum árum og eft- ir að hann lét af störfum sem forstjóri Vátryggingafélags Ís- lands hefur hann einbeitt sér að eigin fjárfestingum, meðal annars í bifreiðarskoðunar- fyrirtækinu Frumherja og Ice- landair. Íslenska efnahags- hrunið hefur hins vegar sett verulegt strik í reikninginn hjá Finni eins og gjaldþrot Lang- flugs og FS7 ber með sér. Bar af sér sakir Í viðtali við vikublaðið Frétta- tímann í nóvember í fyrra reyndi Finnur að verja sig vegna ýmissa þeirra mála sem hann hefur verið hvað helst gagnrýndur fyrir, meðal annars einkavæðingu Bún- aðarbankans og Giftar-mál- ið. Vildi Finnur meina að sú mikla umræða sem verið hef- ur um hann sé að mörgu leyti byggð á misskilningi. Til dæmis sagði Finnur í viðtalinu að hann hefði ekki hagnast persónulega á einka- væðingu Búnaðarbankans og hefði ekki verið þátttakandi í henni persónulega. Því hef- ur löngum verið haldið fram að einkavæðing ríkisbank- anna, Landsbankans og Bún- aðarbankans, hafi snúist um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið að selja aðilum sem honum hugnaðist ann- an bankann og að Framsókn- arflokkurinn hafi fengið að selja hinn til aðila sem voru innvígðir í flokkinn. „Því hef- ur stöðugt verið haldið fram að ég hafi persónulega hagn- ast þegar ríkið seldi Búnaðar- bankann. Það hefur verið sagt ítrekað að ég hafi verið pers- ónulega þátttakandi í þeirri einkavæðingu. Það er alrangt. Hvorki ég, né félög í minni eigu, eignuðumst eina ein- ustu krónu í Búnaðarbank- anum þegar hann var einka- væddur. Ég undirritaði hins vegar samninginn fyrir hönd VÍS um kaupin á um 3 pró- senta hlut í bankanum enda þá forstjóri félagsins,“ sagði Finnur um einkavæðingu Búnaðabankans í viðtalinu. Í viðtalinu bar Finnur sig aumlega og sagðist þreytt- ur á þeim „kjaftagangi“ sem hann sagðist hafa orðið fyrir í samfélaginu: „Þó að ég hafi, eftir öll þess ár í pólitík, þykk- an skráp og útiloki mig oft frá þessu þá er þetta auð vitað sárt fyrir fjölskylduna, vini mína og þá sem standa mér næst, og vita betur; að þarna er um ósannindi og lygi að ræða.“ 4,3 milljarða skuldir Í ársreikningi FS7 fyrir árið 2009 kemur fram að félagið skuldaði tæpa 4,3 milljarða króna í lok árs 2009. Lang- stærsti hluti skuldanna var í erlendum myntum, um 3,8 milljarðar króna. FS7 átti að greiða þessar 3,8 milljarða skuldir í fyrra, árið 2010, en virðist ekki hafa getað það. Félagið er í ársreikningnum sagt eiga eignir upp á rúm- lega 220 milljónir króna en meirihluti þeirra eigna voru eignarhlutir í félögum sem hafa fallið í verði. Því má reikna með að kröfuhafar FS7 ehf., Íslandsbanki og Landsbankinn, fái afar lítið upp í kröfur sínar á hendur félaginu. 385 milljóna arður Þessu til stuðnings má nefna að í ársreikningnum er tek- ið fram að eignarhluti FS7 ehf. í Langflugi sé veðsett- ur Íslandsbanka vegna rúm- lega 2 milljarða króna skulda. „Eignarhluti félagsins í Lang- flugi ehf. að nafnverði kr. 2.004.000.000 er settur að veði vegna lánasamnings við Ís- landsbanka hf.“ Langflug er gjaldþrota félag, líkt og áður segir. Í ársreikningi FS7 vekur því athygli að sjá að árið 2008 var greiddur 385 milljóna króna arður út úr félaginu og til móðurfélagsins Fikts ehf. Arður Fikts af hlutabréfaeign það árið var nærri 388 millj- ónir króna. Þessi arðgreiðsla var vegna rekstrarársins 2007 þegar hlutabréfaverð á Ís- landi fór í hæstu hæðir, meðal annars hlutabréfaeign Lang- flugs í Icelandair. Finnur seldi bréf sín í Icelandair í ágúst 2007 og græddi um 400 millj- ónir króna. Hagnaður félags- ins það árið nam rúmlega 413 milljónum króna og lagði stjórn félagsins til að meiri- hluti umræddrar upphæðar yrði greiddur út sem arður til Náði að koma arðinum undan Arðgreiðsla og gjaldþrot FS7 ehf. 2007 2008 - 2009 2011 FS7 greiðir 385 milljóna arð til Fikts árið 2007 Finnur greiðir sér 13.5 og 15 milljóna arð út úr Fikti árin 2008 og 2009, meðal annars út af afkomu FS7 Gjaldþrot FS7 hefur ekki áhrif á arðgreiðsluna út úr félaginu 2007. Fikt heldur arðgreiðsluna þó FS7 skuldi rúma 4 milljarða FS7 er úrskurðað gjaldþrota árið 2011 Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Nærmynd n Finnur Ingólfsson heldur eftir mörg hundruð milljóna arði n Félag Finns skuldar 4,3 milljarða n Litlar eignir á móti n Tók sér arð persónulega 2008 og 2009 n Stendur illa eftir bankahrunið Keyptu Búnaðarbankann Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem kenndur er við skipafélagið Samskip, og Finnur Ingólfsson hafa tengst með ýmsum hætti í gegnum tíðina. Þeir keyptu til dæmis saman Búnaðarbankann árið 2003 og er til fræg mynd af þeim inni í bíl þar sem þeir eru nýkomnir frá því að skrifa undir samninginn um kaupin. Finnur, um Ólaf í viðtali við Fréttatímann í fyrra: „Við Ólafur erum gamlir skólabræður og höfum verið vinir langan tíma. Við erum saman í við- skiptum á einum stað. Við eigum saman graðhestinn Þey frá Akranesi.“ „Stjórn félags- ins leggur til að greiddar verðir 385,8 milljónir króna í arð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.