Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 56
Trommarinn sem sló í gegn! Veislustjórinn sló í gegn n Söngvarinn Haukur Heiðar Hauks- son, forsprakki hljómsveitarinnar Diktu, gekk í það heilaga um síð- ustu helgi. Sú heppna heitir Guðný Kjartansdóttir og hafa þau verið saman í um tvö ár. Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni en veislan var haldin í Iðnó þar sem hljómsveitin Akademían lék fyrir dansi en söng- konan Ólöf Jara Skagfjörð fer fyrir því bandi. Veislustjórn var í höndum vinar brúðhjónanna, Jóns Þórs Sig- urðssonar, eða Nonna kjuða eins og hann er gjarnan kallaður í tónlistarheiminum, en hann trommar einmitt með Hauki í hljómsveitinni Diktu. Hann þótti fara á kostum og söng meðal annars fyrir brúðhjónin og sló al- gjörlega í gegn. Gnarr skýlir rithöfundi n Jón Gnarr borgarstjóri hefur boð- ist til þess að skjóta skjólshúsi yfir þekktan rithöfund hér á landi. Rit- höfundurinn verður ekki nafn- greindur af öryggisástæðum, en hann getur ekki hafst við í heima- landi sínu, starfs síns vegna. Hann er væntanlegur hingað á næstu mánuðum, og mun fá húsnæði frá borginni sem og greiddan lífeyri. Reykjarvíkurborg gerðist nýverið aðili að ICORN, sam- tökum borga sem gerast skjólborgir fyrir rithöfunda sem af einhverj- um ástæðum er ekki líft í heima- landi sínu. Klúður á heims- mælikvarða n Þráinn Bertelsson var áminntur og síðan rekinn úr ræðustól Alþingis á fimmtudag. Þráinn kallaði úr þing- salnum að málefni Kvikmynda- skólans væru „klúður á heims- mælikvarða“. Stuttu síðar var hann rekinn úr ræðustól þegar hann vildi ræða málefni skólans þegar fundar- stjórn forseta var til umræðu. Þrá- inn vildi fá að bera af sér sakirnar þegar forseti áminnti hann, en fékk ekki. Þá kom Ögmundur Jónasson flokks- bróður sínum til varnar og sagði að ef Þráinn óskaði eftir því að bera af sér sakir, hefði hann rétt til þess. Þráinn fékk engu að síður ekki tækifæri til þess og sagðist því mótmæla þessari óstjórn forseta. G öngugarpar á leið upp Esjuna í vikunni mættu þar söngkonunni Björk Guðmundsdóttur. Björk er þekkt fyrir að vera mikill náttúruunnandi og kann vel við sig úti í guðsgrænni nátt- úrunni og vílar greinilega ekki fyrir sér að skella sér í létta Esjugöngu. Ekki er ólíklegt að Björk hafi rekist á nokkra eld- heita aðdáendur í brekkum Esjunnar en á mettíma hefur selst upp á tónleika hennar sem verða hér á landi á næst- unni. Göngugarpar á leið sinni upp fjallið heilsuðu henni með virktum og fannst ekki lítið til þess koma að þessi heims- fræga söngkona væri þarna á ferð að njóta hollrar útiveru í náttúrunni. Söngkonan hefur verið ötull talsmaður verndun- ar íslenskrar náttúru um árabil og stóð meðal annars fyrir tón- leikunum Náttúra í Laugardal fyrir nokkrum árum síðan. Hún var þá einnig áberandi í um- ræðunni um kaup kanadíska fyrirtækisins Magma á HS Orku fyrr á árinu en þar hélt hún blaðamannafund þar sem hún söng og las upp yfirlýsingu. Íslendingar eiga eftir að sjá meira af Björk á næstunni, en í öðrum aðstæðum. Hún kemur fram á einum níu tónleikum í tengslum við Iceland Airwaves- tónlistarhátíðinni sem fram fer 12.–16. október næstkomandi. Tónleikar Bjarkar fara fram í Hörpu. Tónleikarnir eru haldnir undir heitinu Bi- ophilia en tónleikarn- ir voru fyrst settir upp á Manchester-listahátíð- inni en Björk mun ferðast til nokkurra valinna borga í heiminum með tón- leikana. Glaðbeitt á Esjunni n Náttúruunnandinn Björk fór í fjallgöngu Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 9.–11. SeptemBer 2011 103. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. Heilsaði göngufólki Björk var alþýðleg og heilsaði fólkinu sem hún mætti á leið sinni upp Esjuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.