Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Helgarblað 9.–11. september 2011 Hittir geðlækni „Ég hef alltaf verið að vinna í sjálfum mér,“ segir hann. „Ég geri það með því að einbeita mér að mínum aðstæðum og því sem ég er að gera og hitta geðlækni. Það hjálpar og ég verð öruggari með sjálfan mig.“ Hann á það til að verða óöruggur með sig segir hann. „Stundum er ég ekki viss um að ég sé í stakk búinn til að takast á við verkefni lífsins. Þá ræði ég við geðlækni og geri plön. Ef ég hef plön þá líður mér betur. Ég er ofvirkur, með ADHD, og þarf að hafa fastan ramma í kringum mig.“ Hann er samt ekki að vinna með bræðina, enda engin ástæða til segir hann. „Ég missi ekkert svona rosalega stjórn á mér eins og hún segir. Ég get alveg sagt þér það að ég er ekki að vinna með neitt sem gerðist á milli mín og þessarar stelpu.“ Segist vera fórnarlamb hennar „Ég hef miklar og sterkar til- finningar, það er staðreynd, en ég hef ekki verið þekktur fyrir það að beita ofbeldi. Ég hef aldrei beitt aðrar stelpur ofbeldi. Og ég lagði aldrei hendur á hana fyrir utan þetta eina skipti. Hún réðst aftur á móti nokkrum sinnum á mig. Kom full heim og fór að berja karl- inn,“ segir hann og bætir því við að það hafi reyndar aldrei sést á honum. „Þetta hefur gert mig sterkari“ „Auðvitað er þetta sárt,“ segir hann og á við sambandsslitin. „Við gerðum okkur miklar von- ir varðandi okkur tvö. En við áttum alls ekki að vera saman. Þetta var stutt samband en það var alls ekki auðvelt. Reyndar var þetta það dramatískasta sem ég hef upplifað. Núna er mér létt. Ég finn að þetta hefur gert mig sterkari. Ég er miklu ákveðnari varð- andi það hvert ég stefni í lífinu og ég stefni hátt. Ég er mikið bjartsýnni núna. Í hjarta mínu veit ég hvernig aðstæður voru, ég veit að mér þarf ekki að líða eins og ofbeld- ismanni. Hún er að spila sjálfa sig sem fórnarlamb og eflaust er engin hugsun á bak við það hjá henni. En ég hef ákveðið að gera ekkert í því hvernig hún talar. Ég ætla bara að leyfa henni að fá samviskubit.“ Staða konunnar Nú eru þrjár vikur liðnar frá at- vikinu en konan er langt frá því að vera búin að jafna sig. Hún glímir nú við alvarlegar afleið- ingar og upplifir mikinn kvíða og þunglyndi. „Það hrundi allt á einum degi,“ segir hún: „Mér líður þannig. Eins og allt sé brotið í tætlur.“ Leið ógeðslega illa Árásin tók á hana. „Ég lenti bara í einhverju biluðu þung- lyndi. Ég er búin að vera svona síðan þetta gerðist,“ segir hún. „Fyrst eftir að þetta gerðist tók ég það nærri mér að líta svona út. Svo fór ég í vinnuna þar sem allir voru að spyrja hvað hefði gerst,“ segir konan sem var öll marin og blá eftir mann- inn. „Mér leið ógeðslega illa og það tekur greinilega tíma að jafna sig.“ Leitaði sér hjálpar Hún er samt að vinna í sínum málum. „Ég er bæði búin að hitta ráðgjafa á Drekaslóð og fara með dóttur mína til sál- fræðings. Hún er líka kom- in inn í hóp á vegum barna- verndar,“ segir hún en hennar aðaláhyggjur beinast að dótt- urinni. „Mér finnst mjög mik- ilvægt að hún fái tækifæri til að vinna sig almennilega út úr þessu, því ég veit aldrei nema að það sitji eitthvað í henni sem hún treystir sér ekki til að ræða við mig.“ Enn beygur í mér Þegar konan sagði sögu sína í DV óttaðist hún að hann myndi reyna að ná til henn- ar á ný. „Ég veit ekki hvað ég á að halda því ég hef ekkert heyrt frá honum. Ætlar hann að halda sig til hlés í smá tíma og gera svo atlögu að mér, eða hvað? Ég finn að það er enn beygur í mér.“ Nefbraut kærustuNa og sér lítið eftir því „Kannski var hún að reyna að espa upp einhverja geðveiki á milli okkar með því að haga sér svona, til að geta kastað svona sögu fram og kallað sjálfa sig fórnarlamb 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Eftir því sem þú svarar fleiri spurningum játandi þeim mun meiri hætta er á að þú beitir kærustu þína eða konu ofbeldi. Ef þú kannast við hegðun þína í mörgum neðangreindum atriðum ættir þú að fá aðstoð fagaðila. Beitir þú kærustuna þína ofbeldi? Hvernig var samband ykkar í upphafi? Sveiflaðist þú milli eldheitrar ástríðu og óöryggis gagnvart henni? Þrýstir þú á hana að gera alvöru úr sambandinu? Mislíkar þér við fjölskyldu hennar, vini og vinnufélaga (sérstaklega karlkyns)? Hefur þú komist að því hvað hún er lengi í og úr vinnu eða skóla? Viltu helst sækja hana beint þangað? Finnst þér börnin ræna athygli hennar frá þér? Ert þú gagnrýninn á uppeldisaðferðir hennar? Finnst þér vinna hennar eða skóli vera lítils virði? Kemur fyrir að þú gagnrýnir fataval hennar og útlit? Viltu helst að þið séuð bara tvö ein saman? Reynir þú að aftra henni frá því að hitta annað fólk? Ef þú, eða þið bæði, hafið fengið ykkur áfengi, endar það þá oft í rifrildi? Finnst þér að þegar allt kemur til alls eigi karlinn að ráða? Viltu vita allt um hennar fyrrverandi? Viltu að hún losi sig við hluti tengda fyrri ástarsam- böndum? Kemur það fyrir að þú sért harðhentur við börn eða gæludýr? Ásakarðu hana oft fyrir að vera þér ótrú? Hefur þú yfirlit yfir fjármál ykkar og skammtar henni peninga eða leynir þú hana upp- lýsingum um fjármálin? Viltu hafa eftirlit með símtölum hennar, tölvupósti, SMS, bréfum, bankareikningum og þess háttar? Kemur það fyrir að þú niður- lægir hana frammi fyrir öðru fólki? Eyðileggur þú persónulega muni hennar í bræði? Finnst þér óþarfi að hún mennti sig meira? Kemur fyrir að þú öskrar á hana eða uppnefnir hana? Reynir þú að fá hana til að taka þátt í kynferðislegum athöfnum sem hún kærir sig ekki um? Heldur þú áfram að þrýsta á hana þótt þú gerir þér grein fyrir að hún vilji það ekki? Ef þú kannast við eitthvað af eftir- farandi atriðum ert þú í verulega vondum málum og ekki síður konan sem þú býrð með. Leitaðu aðstoðar strax. n Hefur þú einhvern tímann reynt að aftra henni frá að fara til læknis án þess að þú sért með henni? n Hefur þú einhvern tímann hótað að beita hana ofbeldi? n Hefur þú einhvern tímann hrint henni? n Hefur þú einhvern tímann haldið henni fast, hrist hana eða slegið utan undir? Hér á landi eru sálfræðingar sem sérhæfa sig í aðstoð við ofbeldis- menn. Nánari upplýsingar má fá í síma Kvennaathvarfsins, 561-1205. Þangað geta konur líka hringt til að fá stuðning. Listinn er tekinn saman af sænskum fagað- ilum og áhugafólki gegn kynbundnu ofbeldi og þýddur af Samtökum um kvennaathvarf. Lífið betra núna Mað- urinn nefbraut kærustuna en segist ekki vera ofbeldis- maður, þetta hafi verið skiljanlegt í ljósi aðstæðna. Og að lífið hafi aldrei verið betra en núna. SviðSEtt mynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.