Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 30
30| Viðtal 5. september 2011 Mánudagur É g er bara að glíma við verkefni,“ segir Sveinn og brosir. „Kannski svo- lítið óvenjulegt verkefni en það virðist allt benda til að verkefnið leysist farsæl- lega,“ bætir hann við. Já, óvenjulegt verður verk- efnið að kallast. Sveinn er í raun búinn að berjast fyrir lífi sínu síðan síðla árs 2007 og kannski má segja að hann sé rétt nýlega kominn yfir þrösk- uldinn, þessi baráttuglaði, já- kvæði strákur. „Ja, þetta byrjaði nú allt vegna eymsla í fæti,“ segir Svenni og glottir. „Ég pantaði tíma hjá mínum heimilislækni eins og gengur og gerist.“ Sveinn sem alla tíð hefur verið nokkuð þrekinn taldi sig hraustan þó hann hefði orð- ið litla velmegunarbumbu. Jú, hann var kannski orðinn kringluleitari en áður, enda hafði hann stundað minni hreyfingu eftir að fjölskyldulíf- ið hófst og krakkarnir fæddust. Lækninum brá Sveinn ólst upp í Norðurbæn- um í Hafnarfirði, í skóla var hann alltaf jákvæður, bæði sem barn og unglingur, kraft- mikill og vinsæll. Fram eftir öllum aldri stundaði hann alls kyns íþróttir og golfið átti hug hans allan í seinni tíð. Hann er giftur Láru B. Björnsdóttur úr Reykjavík og eiga þau tvö börn, Aron, 15 ára, og Elísu, 9 ára. „Þú ert nú aðeins farinn að bæta á þig,“ sagði heimilis- læknirinn þegar hann skoð- aði fótinn og sagðist vilja nota tækifærið og taka blóðþrýst- inginn í leiðinni. „Ég taldi það nú í lagi enda vissi ég ekki ann- að en allt væri í stakasta lagi.“ Læknirinn tók þrýsting- inn og „það var engu líkara en honum brygði,“ segir Sveinn. Blóðþrýstingurinn var langt upp úr öllu sem eðlilegt getur talist en hjartsláttur var eðli- legur. „Þetta líst mér ekkert á,“ sagði læknirinn, „við verðum að meðhöndla þetta.“ Enda var þrýstingurinn svo hár að í raun var Sveinn í lífshættu. Spurn- ing hvort æðarnar þyldu þenn- an þrýsting. Fór á milli lækna Læknirinn setti hann á blóð- þrýstingslækkandi lyf en þau virkuðu ekki sem skyldi. Hann reyndi önnur lyf og enn önnur og í sem stystu máli þá virkuðu lyfin hreinlega ekki. Þrýsting- urinn hélst áfram langt yfir öllu eðlilegu. Sveini var því vísað af heimilislækni sínum til hjarta- læknis í nóvember 2007. Hjartalæknirinn mældi blóðþrýstinginn og reyndist hann vera 190 yfir 140 mm Hg. Ekki leist hjartalækninum á þessar niðurstöður og útbúinn var lyfjakokteill til að reyna að ná þessum ógnvænlega blóð- þrýstingi niður. „Hjartalækn- irinn spurði mig hvort ég hefði ekki haft neina verki samfara þessu. Nei, jú, kannski smá höfuðverk og síðan smá verki í nýrunum,“ svaraði Sveinn. Hjartalækninum leist ekki á það og vísaði Sveini áfram á innkirtlasérfræðing. Þangað fór Sveinn og „hún þurfti ekki að skoða mig lengi áður en hún sagði mig vera með Cushing-sjúkdóminn.“ Sveinn leit á hana og sagði: „Já, er það?“ og hugsaði með sér hvað í ósköpunum það væri. Byggðu sumarhús Sveinn og Lára búa á annarri hæð í litlu fjölbýlishúsi í Reykja- vík. Í stað þess að fjárfesta í stóru húsi eins og margir gerðu árið 2007 hóf fjölskyldan bygg- ingu á langþráðu sumarhúsi það ár og var unnið við bygg- ingu þess allar lausar stundir. Ekkert benti til þess að heilsa Svenna væri að bila en annað átti eftir að koma á daginn. Eftir að Sveinn fór á þenn- an blóðþrýstingslyfjakokk- teil, fór hjartað að sýna ein- hverjar truflanir. „Ég veit náttúrulega ekkert hvort þetta tengdist lyfjunum en ég var kominn með það sem kallað er hjartsláttarflökt,“ segir Sveinn. Blóðþrýstingurinn lækk- aði með lyfjunum en var þó ekki viðunandi og nú bættist við þetta hjartsláttarflökt sem lýsti sér þannig að það kom eitt sérkennilegt slag, svo hlé, og svo fór allt í gang og hjart- að sló eins og það ætti lífið að leysa. Púlsinn skaust upp undir 160 slög og svo tók það mislangan tíma að ná eðli- legum hjartslætti að nýju. „Vegna þessa var ég settur á blóðþynningarlyf eins og mér skilst að sé gert til að forðast blóðtappa eða aðra hættu- lega kvilla,“ segir Sveinn. Þarna virtust allt í einu vera komnir saman tveir sjúkdómar, hjartsláttarflökt og Cushing-sjúkdómurinn. Óbreytt ástand eftir aðgerð „Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður og hafði ekki hugmynd um hvaða fyrirbæri þetta Cus- hing væri,“ segir Sveinn. Inn- kirtlasérfræðingurinn sagði að „Markmiðið að vera laus við hjólastólinn,“ segir Sveinn Stefánsson sem lá tvo mán- uði í dái eftir hjartaáfall og kransæðaskipti og vaknaði lamaður. Lífsgildi fólks geta verið æði misjöfn. Meðan sumir meta það til lífs- gilda að eiga dýra bíla eða flott einbýlishús eru aðrir, ekki síst þeir sem háð hafa harða baráttu fyrir lífi sínu, annarrar skoðunar og sjá lítil verðmæti í dauðum hlutum. Svæfður í mars, vaknaði í aí Með Cushing-sjúkdóm Innkirtlasérfræð- ingurinn sagði að þetta tengdist offramleiðslu á kortisóni í heiladingli. „Ef líkaminn vinnur ekki úr þessum hormónum, blæs kviðurinn á manni út sem og andlit og háls. Stundum er sagt að andlitið líti út eins og „moonface“ eða eins og tungl í fyllingu,“ segir Sveinn. Myndir gunnar gunnarsson Sigurður Þ. Ragnarsson siggistormur@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.