Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 8
H anna Birna Kristjánsdóttir hefur gefið það sterklega til kynna að hún sækist eft- ir því að verða næsti for- maður Sjálfstæðisflokksins, en landsfundur flokksins hefur verið boðaður 17. til 20. nóvember. Heim- ildarmenn sem gjörþekkja landslag- ið í flokknum telja að meiri líkur en minni séu á því að hún fari fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni. Heimildir eru fyrir því að stuðn- ingsmenn Hönnu Birnu hafi sjálfir staðið fyrir könnun sem gerð var með- al sjálfstæðismanna fyrr á þessu ári þar sem spurt var um nokkra framá- menn í flokknum og hvern þeirra þeir vildu sjá sem formann flokksins, en þar var meðal annars að finna nafn Hönnu Birnu. Fyrsta eindregna vís- bendingin um að hún hyggist fara fram gegn Bjarna var þegar hún sagð- ist á Facebook-síðu sinni vera jákvæð fyrir hugmyndum Kínverjans Huangs Nubo um að kaupa jörðina Gríms- staði undir ferðaþjónustu. Yfirlýsing hennar kom í kjölfar þess að Bjarni hafði lýst sig ósammála því að heimila Kínverjanum að kaupa jörðina. Hefur haldið sig til hlés Það vekur athygli að Hanna Birna skuli gefa upp afstöðu sína í þessu máli, því hún hefur ekki gefið upp af- stöðu sína til stórra deilumála á borð við Icesave og aðildarumsókn Íslands að ESB. Við það vakna spurning- ar hvert sé bakland Hönnu Birnu og hvert sé bakland Bjarna. Daginn eftir að Bjarni lýsti afstöðu sinni til Gríms- staðamálsins þá var annar tónn í lykil- konum Sjálfstæðisflokksins þeim Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur, Ásdísi Höllu Bragadóttur og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, hópi sem mætti kalla sjálfstæðar konur. Þetta má túlka sem nokkuð skýra stuðningsyfirlýsingu við Hönnu Birnu. Ætla má að ESB-sinn- inn Ragnheiður Ríkharðsdóttir sé í þeim hópi sem er spenntur fyrir nýju framboði, jafnvel þótt hún hafi ekkert viljað tjá sig um stöðuna í flokknum þegar DV hafði samband við hana. Hanna Birna hefur ekki sömu vigt í stjórnmálum og hún hafði áður. Hún missti borgarstjórastólinn síðasta vor og hætti sem forseti borgarstjórnar Reykjavíkur vegna ósættis við meiri- hlutann. Það er því ekki órökrétt að ætla að hún hafi haft meira svigrúm að undanförnu til þess að skipuleggja næstu skref sín á pólitískri frama- braut. Einn heimildarmaður innan flokksins orðar það þannig að ekki sé hægt að segja margt neikvætt um Hönnu Birnu sem stjórnmálamann. Hún á að baki óflekkaðan feril og þrátt fyrir að vera ekki lengur borgarstjóri þá kom hún nokkuð ósködduð und- an síðustu sveitarstjórnarkosningum. Hún er hins vegar ekki þingmaður og myndi skorta vettvang til að leiða flokkinn. Síbreytilegt bakland Fyrir utan borgarstjórnarmálin þá eru áherslur Hönnu Birnu að mestu leyti óþekktar. Ekki er vitað fyrir hvað hún stendur í mörgum stórum málum. Innan úr flokknum heyrist þó að tæki- færi geti skapast fyrir hana þar sem bakland Bjarna Ben hefur verið sí- breytilegt frá því að hann tók við sem formaður. Þegar hann tók við sem for- maður flokksins árið 2009 naut hann stuðnings frændgarðsins úr Engeyj- arættinni, þungavigtarmanna á borð við Þorstein Pálsson og Benedikt Jó- hannsson, en báðir eru þeir Evrópu- sinnaðir sjálfstæðismenn. Breytileg afstaða Bjarna til Evrópu- sambandsins og einnig breytt afstaða hans til Icesave-málsins fóru nokkuð illa með þann stuðning. Vonir stóðu til að þegar Bjarni yrði formaður myndi hann þoka flokknum í átt að Evrópu- sambandinu eins og hann hafði gefið til kynna með greinarskrifum haustið 2008. Í grein sem hann skrifaði í félagi við Illuga Gunnarsson í Fréttablaðið var viðhorf hans til Evrópusambands- ins fremur jákvætt. Bjarni er hins veg- ar veikur formaður og hefur því þurft að teygja sig út til sem flestra arma í flokknum. Þannig hefur Bjarni í aukn- um mæli stigið dans við íhaldsöflin í flokknum og endurómað málflutning þeirra í mörgum stórum málum. Þrátt fyrir að hafa ítrekað gagnrýnt ríkis- stjórnina fyrir að hafa ekki stuðlað að erlendri fjárfestingu hér á landi, þá leggst Bjarni gegn kaupum Kínverjans á Grímsstöðum. Þannig leggst hann á sveif með íhaldsmönnum í flokknum á borð við Björn Bjarnason og Styrmi Gunnarsson og amx.is sem hafa allir gagnrýnt áformin. Hann hefur einn- ig fylgt Davíð Oddssyni að málum í afstöðu til ESB. Hann vill nú að hætt verði við aðildarviðræðurnar þannig að þjóðin fái ekki að kjósa um samn- inginn. Styggði frjálshyggjumenn Með því að stíga þennan íhaldsdans hefur Bjarni hins vegar styggt frjáls- hyggjumennina í flokknum. Stjórn Frjálshyggjufélagsins, en óhætt er að ætla að flestir meðlimir þess félags séu í Sjálfstæðisflokknum, fordæmdi ummæli Bjarna um fjárfestingu Kín- verjans. Í ályktun sem stjórn Frjáls- hyggjufélagsins sendi frá sér segir: „Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna. Með ummælum sín- um er hann kominn í flokk með Ög- mundi Jónassyni og Lilju Mósesdóttur sem amast hafa hvað helst við Huang Nubo.“ Þá segir að það sé „háskaleg þróun ef þjóðernishyggja og sósíal- ismi eru orðin aðalviðmiðin í íslensk- um stjórnmálum, þar sem ofuráhersla er lögð á að vernda sérhagsmuni inn- lendra aðila og bægja útlendingum frá. Stefna af þessu tagi mun ekki leiða annað en örbirgð yfir þjóðina.“ For- maður Frjálshyggjufélagsins er Björn Jón Bragason sem tapaði í formanns- kjöri hjá SUS á dögunum. Athyglin beindist að Bjarna Mögulegt framboð Hönnu Birnu myndi ekki endilega snúast um Hönnu sjálfa heldur myndi það skapa Bjarna neikvæða athygli, þar sem fjallað yrði um aðkomu hans að við- skiptalífinu, meðal annars að Sjóvá og N1, þar sem hann var stjórnarfor- maður. Viðskiptaferill Bjarna á árun- um fyrir hrun er vægast sagt umdeild- ur. Hanna Birna þyrfti hins vegar að leggja fram sín stefnumál með skýr- um hætti og útskýra fyrir hvað hún stendur. Vitað er að efasemdir eru uppi í þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins hver geti komið að málum – jafn- vel þótt þingmenn sem DV ræddi við hafi lítið viljað gefa upp um afstöðu sína. Hanna Birna geti komið inn sem nokkuð óspjallaður kostur. Hana má að vísu tengja við Kjartan Gunnarsson en hún var aðstoðarframkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins í fram- kvæmdastjóratíð Kjartans. Landsfundurinn fer sem fyrr segir fram 17. til 20. nóvember. Ekki náðist í Hönnu Birnu við vinnslu fréttarinnar. 8 | Fréttir 9.–11. september 2011 Helgarblað Haustvörurnar komnar Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is 25% kynningarafsláttur fram á laugardag sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is Valgeir Örn Ragnarsson valgeir@dv.is Fréttaskýring Hanna Birna gælir við formanninn n Búist við því að Hanna Birna fari í formannsslaginn n Nýtur stuðnings sjálfstæðiskvenna „Kominn í flokk með Ögmundi Jónas- syni og Lilju Mósesdóttur Hanna Birna Kristjánsdóttir Hefur gefið það sterklega til kynna að hún fari í formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.