Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 46
46 | Sport 9.–11. september 2011 Helgarblað Rúnar Kristinsson þjálfari KR 1. „Ég hef svo sem enga brjálæðis- lega skoðun á því. Það er allt í lagi að líta út fyrir landsteinana en ég hef ekkert ákveðið svar í þessum efnum. KSÍ þarf bara að skoða þetta og velja rétta manninn. Ég er ekki hrifinn af Roy Keane en Lagerbäck yrði ágætis kostur. Það þarf samt ekkert að velja útlending þótt þjóðfélagsumræðan sé þannig.“ 2. „Mér finnst það þurfi að fá aðila inn í KSÍ sem hjálpar til við ákvarðan- irnar. Einhvern sem mótar stefnu, yfirmann knattspyrnumála eða hvað má kalla hann. Mann sem hefur smá reynslu innan sem utan vallar.“ Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV 1. „Ég vil sjá íslenskan þjálfara en styð erlendan verði hann ráðinn. Mér finnst vanta virðingu í kringum þetta allt saman. Það er hægt að kaupa stórt nafn en þú kaupir ekki virðingu. Það fæst ákveðin virðing með stóru nafni en myndum við fá sömu virðingu til baka er það sem ég veit ekki. Íslenskur þjálfari myndi líta á þetta sem stærsta starfið á sínum ferli en ég veit ekki hvort stórt erlent nafn myndi líta það sömu augum.“ 2. „Mér finnst þetta alltaf vera spurning um virðingu. Það þarf að ríkja gagnkvæm virðing hjá öllum sem koma að liðinu. Frá þjálfurum, leikmönn- um, íþróttafréttamönnum og allt upp í knattspyrnuforystuna. Almenningi finnst hann kannski ekki eiga nægilega mikið í landsliðinu. Landsliðið og sambandið þurfa að sýna þessa gagnkvæma virðingu og leyfa almenningi að vera með. Við eigum samt alltaf að vera stolt af okkar landsliði. Ekki förum við að halda með Hollandi í Evrópukeppni.“ Heimir Guðjónsson þjálfari FH 1. „Af þessum tveimur kostum sem hafa verið nefnd- ir finnst mér Svíinn góður kostur. Ég hef setið fyrir- lestra sem hann hefur haldið á vegum KSÍ og fannst þeir mjög góðir. Hann hefur líka náð góðum árangri með sænska liðið. Hvort sem ráðinn verður íslenskur eða erlendur þjálfari er bara aðalatriðið að ráðningin verði fagleg og ráðist ekki af almannarómi.“ 2. „Það væri sniðugt að ráða einhvern sem er yfir landsliðsmálum og mótar stefnu í samráði við þjálfarana. Þannig fáum við einhvern strúktúr í þetta. Ég held að það skipti töluverðu máli að þegar þjálfarar eru ráðnir til starfa í yngra landsliðið séu þeir að fylgja hugmyndafræði sambandsins frekar en að allir séu með sína eigin.“ Kristján Guðmundsson þjálfari Vals 1. „Mín afstaða er sú að það eigi að vera Íslendingur. Við eigum vel menntaða þjálfara, bæði skólagengna í þjálfunarfræðunum og reynslumikla menn sem hafa spilað í útlöndum. Ég hef ekki enn séð nein rök fyrir því að ráðning útlendings sé betri en ráðning Íslendings.“ 2. „Það er alveg ljóst að það þarf að breyta hlutunum í kringum umgjörð- ina. Það þarf að skoða hana vel. Það er ekki endilega bara lausnin að skipta um þjálfara heldur þarf einnig að rannsaka hvernig umhverfi þeir hafa verið að vinna í.“ Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar 1. „Ég er búinn að lýsa því yfir að ég vilji erlendan, flottan þjálfara. Báðir kostirnir sem hafa komið upp eru góðir en mér líst betur á Svíann.“ 2. „Það þarf að taka alla hugmyndafræði lands- liðsins í gegn frá a-ö og þar er enginn einn þáttur frekar en annar sem þarf að laga. Við eigum að ráða fólk í kringum þetta sem hefur vit og er vel menntað og fara að gefa í. Það þarf að taka hluti til gagngerrar endurskoðunar eins og landsliðs- nefndina. Það þarf að taka hlutverk hennar og ákvarðanatökur rækilega í gegn. Menn sem eru í þessu þurfa að bera gagn- kvæma virðingu hver fyrir öðrum, kunnáttu þeirra og hæfni.“ Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis 1. „Ég vil sjá Íslending í starfinu. Hann mun þekkja betur til leikmannanna. Mér hugn- ast alls ekki erlendur þjálfari. Útlendingar hafa komið hingað og gert vel en það hafa íslenskir þjálfarar líka gert. Það verður líka að hugsa út í það hversu margfalt dýrara það verður fyrir KSÍ að ráða útlending.“ 2. „Ég held að umgjörðin í kringum liðið sé ágæt. Við þurfum frekar bara að hafa hugfast að við eigum ekki jafnmarga leikmenn sem spila reglulega í toppdeildum í Evrópu eins og við áttum áður. Það hefur orðið breyting þar á. Hverjum það er svo um að kenna er önnur umræða.“ Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks 1. „Mér persónulega finnst umræðan vera á villigötum. Sérstaklega í kringum þetta Roy Keane-mál. Af hverju fannst mönnum hann góður kostur? Fyrir mér snýst þetta um það hvað maðurinn hefur fram að færa og fyrir hvað hann stendur. Er það maður sem er hæfur til að vinna eftir ákveðinni hugmyndafræði og vinna það sem þarf að vinna hjá sambandinu? Af þessum tveimur kostum líst mér betur á Lagerbäck því hann hefur unnið slíka vinnu og hans skandínavíski bakgrunnur er líkari því sem við höfum. Einn af göllunum við erlendan þjálfara er að hann mun vera lengi að komast inn í hlutina en kosturinn er að hann er engum tengdur.“ 2. „Það er gríðarlega margt sem þarf að breyta. Það þarf að móta stefnu sem þarf að vinna eftir. Það þyrfti að vera með aðila sem er eins konar fótboltastjóri sem samræmir vinnu landsliðsþjálfaranna. Þjálfarar koma og fara en þessi maður á að vera ráðinn til lengri tíma til að byggja slíkt upp. Maður sem gæti tekið ákvörðun um hvort henti leikmanni til dæmis betur að spila níutíu mínútur með U-21 liðinu eða fjórar mínútur með A-liðinu. Þetta væri hans ákvörðun, ekki þjálfaranna.“ Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs 1. „Ætli ég sé ekki hrifnastur af þessu Lagerbäck-dæmi. Ég held að það sé bara klár karl sem nýtur virðingar og getur aðeins hrist upp í þessu. Hann hefur mikla og góða reynslu og gæti komið með innspýtingu inn í þetta.“ 2. „Ég held að allt sé nú bara í góðu lagi hjá KSÍ. Gengi landsliðsins truflar náttúrulega allt því þá finna menn að öllu. En ég held að það sé ekki hægt að kvarta yfir umgjörðinni. Lagerbäck hefur komið hingað nokkrum sinnum og veit hvernig er í pottinn búið. Hann væri ekki að bjóða sig fram í þetta ef hann héldi að hér væri allt í lamasessi.“ Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur 1. „Persónulega hallast ég að Svíanum. Ég held að hann muni koma með ákveðinn leikstíl inn í fótboltann. Svíarnir eru með ákveðinn leikstíl og hafa alltaf fylgt honum sama hvort þeir spila á móti góðu eða slæmu liði. Vegna þessa hallast ég að Guðjóni Þórðarsyni ætlum við að ráða íslenskan þjálfara. Hann var með einn stíl, sama gegn hverjum var spilað. Markmiðið var bara að tapa ekki leiknum. Þótt hann hafi spilað mikinn varnarbolta var alltaf fullt á leikjunum því árangur laðar að fólk.“ 2. „Það vantar völl án hlaupabrautar. Völl sem tekur 10–15.000 manns í sæti og er bara fótboltavöllur. Þannig myndi myndast mun meiri stemning.“ Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur 1. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ís- lenskur þjálfari eigi að stýra landsliðinu. Það er bara prinsipp. Ég held líka að það skipti máli að vera svolítið hagkvæmir í þessu en það er samt ekki aðalatriðið.“ 2. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að fara gaumgæfilega ofan í saumana á öllu sem snertir þetta. Spurningin er hvort það liggi eitthvað í umgjörðinni. Mig grunar meira að þetta tengist því hvernig við nálgumst skipulagið og það sé ekki hægt að kenna bara einum manni um.“ Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram 1. „Þetta snýst ekki um hvern á að ráða heldur hvað menn ætla svo að gera. Hvernig hugsa menn sér framtíð íslenska landsliðsins. Það þarf að ákveða hvernig strúktúrinn á að vera í framtíðinni.“ 2. „Það er spurning hvort eigi að ráða einhvern yfirþjálfara. En þetta snýst um tölur líka. Það kostar allt í heiminum.“ Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkings 1. „Ég held að ég myndi vilja sjá erlendan þjálfara eða mann með erlendan bakgrunn og þar sé ég kannski Teit Þórðarson sem góðan kost. Ég held að við þurfum mann sem getur komið inn með nýjan vinkil og ný sjónarmið.“ 2. „Ég vil ekki að landsleikirnir séu spilaðir á Laugardalsvelli. Frekar spila í Kaplakrika. Stemningsleysið úti á vellinum er algjört. Ég trúi því að minni völlur myndi skapa stemningu og að leikmenn yrðu meira varir við stuðning fólksins.“ n Þjálfarar Pepsi-deildar liðanna vilja Lars Lagerbäck frekar en Roy Keane n Skiptar skoðanir um hvort ráða eigi Íslending eða útlending n Þarf að ríkja gagnkvæm virðing n Vilja taka umgjörðina algjörlega í gegn Fleiri hallast að Lagerbäck Þ að liggur ljóst fyrir að Ólafur Jóhannesson verð- ur ekki lengur þjálfari ís- lenska landsliðsins í fót- bolta. Hann á eftir einn leik, gegn Portúgal í byrjun október, og í kjölfarið lýkur fjögurra ára martröð hans sem þjálfari Ís- lands. Ráðningarferlið á nýj- um þjálfara er hafið og er mikið deilt um hvort ráða eigi erlendan þjálfara eða íslenskan. Tveir er- lendir kappar, Roy Keane og Lars Lagerbäck, hafa sterklega verið orðaðir við stöðuna. Keane átti að koma til landsins á mánudag- inn í viðræður við KSÍ en komst ekki vegna fjölskylduaðstæðna. Svíinn Lars Lagerbäck hefur einnig verið orðaður við starfið og lýsti því yfir í viðtali í Frétta- blaðinu að hann væri tilbúinn til viðræðna við íslensku knatt- spyrnuforystuna. DV vildi vita hvað þjálfarar Pepsi-deildar lið- anna höfðu um málið að segja. Blaðamaður hringdi í alla tólf þjálfara deildarinnar og lagði fyrir þá tvær spurningar. Sú fyrri snéri að ráðning- unni. Hvort viðkomandi hugn- aðist annar hvor erlendi kost- urinn sem væri í umræðunni? Hvort þeir vildu sjá erlendan þjálfara yfirhöfuð? Eða halda áfram með íslenskan þjálfara. Sú síðari snéri að því hvort þeir vildu breyta einhverju eða bæta í umgjörð íslenska lands- liðsins í fótbolta. m y n d f o tb o Lt i.n et m y n d f o tb o Lt i.n et Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.