Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 9.–11. september 2011 Helgarblað Tap á hvern sjóðsfélaga 13.000 krónur vegna N1 n 15 lífeyrissjóðir töpuðu alls 4,4 milljörðum króna vegna skuldabréfa N1 n N1 fór í skuldabréfaútboð, sem Glitnir sá um, þremur mánuðum fyrir hrun n 200 þúsund sjóðsfélagar í sex lífeyrissjóðum tapa að meðal- F immtán íslenskir lífeyrissjóð- ir hafa tapað 4,4 milljörðum króna vegna skuldabréfa sem þeir áttu í olíufélaginu N1. Við fjárhagslega endurskipulagn- ingu N1 áttu lífeyrissjóðirnir 14 pró- sent af heildarkröfum í olíufélagið sem hljóðuðu upp á alls 53 milljarða króna. Samþykktu lífeyrissjóðirnir að breyta skuldabréfum sínum, sem voru upp á 7,4 milljarða króna, í hlutafé og afskrifa þar með 60 prósent af kröf- um sínum. Heildarafskriftir eru tald- ar nema 4,4 milljörðum króna og eiga lífeyrissjóðirnir nú hlutafé í N1 sem metið er á um þrjá milljarða króna. Í dag fer Almenni lífeyrissjóðurinn með 2,7 prósenta hlut í N1, lífeyris- sjóðurinn Stafir 2,6 prósenta, Sam- einaði lífeyrissjóðurinn 2,13 prósenta, lífeyrissjóðurinn Stapi 1,9 prósenta, lífeyrissjóðurinn Gildi 1,5 prósenta og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 1,1 prósents. Eins og sést með töflu í frétt eru sjóðsfélagar í umræddum lífeyris- sjóðum nærri 200 þúsund talsins en þó má vera að nokkur fjöldi hafi borg- að í fleiri enn einn sjóð. Margir töpuðu peningum Áhugavert er að skoða hversu mikið hver sjóðsfélagi í umræddum líf- eyrissjóðum hefur tapað að meðal- tali vegna fjárfestinga sjóðanna í N1. Þannig virðast sjóðsfélagar lífeyris- sjóðsins Stapa hafa tapað mestu eða nærri 22 þúsund krónum hver. Sjóðs- félagar hjá Almenna lífeyrissjóðnum hafa tapað um 17.500 krónum hver að meðaltali og sjóðsfélagar Söfn- unarsjóðs lífeyrisréttinda um 15.300 krónum hver. Þess skal þó getið að vissulega hefur hver sjóðsfélagi borg- að mismikið í iðgjöld hjá sjóðunum en tafla með frétt er einungis sett fram til viðmiðunar. Að meðaltali hafa þeir nærri 200 þúsund sjóðsfélagar sem eiga aðild að þeim sex lífeyrissjóðum sem eiga mest í N1 tapað nærri 13 þús- und krónum vegna fjárfestinga sinna lífeyrissjóða í skuldabréfum N1 fyrir bankahrunið. Einnig má geta þess að af þeim fyrir tækjum þar sem starfsmenn greiða iðgjöld sín til lífeyrissjóðsins Stafa eru starfsmenn N1 næstfjöl- mennastir. Þannig tapa mjög marg- ir starfsmenn N1 að meðaltali um tíu þúsund krónum vegna fjárfestinga líf- eyrissjóðs þeirra í N1. Lífeyrissjóðir ósáttir með yfirstjórn N1 DV greindi frá því fyrir stuttu að for- svarsmenn margra lífeyrissjóða væru ósáttir við að Hermann Guðmunds- son væri enn í forstjórastólnum hjá N1 eftir fjárhagslega endurskipulagningu olíufélagsins. Sjálfur sagði Hermann hins vegar í samtali við Viðskipta- blaðið nýlega að lánardrottnar félags- ins væru sáttir við fjárhagslega endur- skipulagningu þess. Hermann fór sem kunnugt er með stjórn félagsins frá því að Engeyingar yfirtóku fyrirtækið með skuldsettri yfirtöku árið 2006 en ein- ungis þremur árum eftir yfirtökuna var félagið komið í þrot. Heimildarmaður sem DV ræddi við innan lífeyrisjóðakerfisins segist líka furða sig á því að Eggert Þór Kristófers- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri eignastýringar Glitnis, hafi verið ráð- inn framkvæmdastjóri fjármálasviðs N1 eftir fjárhagslega endurskipulagn- ingu félagsins í sumar. Margir efast um hæfni hans en Eggert hafði enga starfsreynslu sem fjármálastjóri áður en hann fór til N1. Þess skal getið að DV sagði frá því síðasta föstudag að tvö einkahlutafélög Eggerts, sem skuld- uðu Íslandsbanka um 1.200 milljónir króna vegna hlutabréfakaupa í Glitni á árunum 2007 og 2008, hafi verið tek- inn til gjaldþrotaskipta en engar eign- ir fundust í þrotabúum félaganna sem heita HEKT og EV Holding. Ófullnægjandi upplýsingar hjá Glitni 2006 Líkt og áður kom fram áttu 15 lífeyris- sjóðir hlut í skuldabréfum N1 upp á 7,4 milljarða króna áður en olíufélag- ið fór í fjárhagslega endurskipulagn- ingu. Óhætt er að segja að tengsl N1 og Glitnis hafi verð mikil. Glitnir fjár- magnaði að stórum hluta skuldsetta yfirtöku Engeyinga á N1 árið 2006 en það gerði einnig Kaupþing. Ástæða þess að Kaupþing var fengið til að fjár- magna hluta af kaupunum var sú að við yfirtökuna á N1, sem þá hét Olíu- félagið, náðu lántökur Engeyinga hjá Íslandsbanka hámarki. Í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis segir að sem hlutfall af eiginfjárgrunni bankans fóru heildarútlán Glitnis til Engeyinga yfir 20 prósent í byrjun árs 2006 við yf- irtökuna á Olíufélaginu (N1). Fljótlega eftir að Engeyingar höfðu keypt N1 á yfirverði í upphafi árs 2006 fór félagið í fimm milljarða króna skuldabréfaútgáfu. Keyptu líf- eyrissjóðir að stærstum hluta um- rædd fimm milljarða skuldabréf. Hafði Glitnir umsjón með sölu skuldabréf- anna og var ætlað að afla gagna sem gæfu nauðsynlega mynd af stöðu félagsins. Sameinaði lífeyrissjóðurinn sendi nýlega frá sér athugasemd vegna frétta um tap sjóðsins á skuldabréfum N1. Þar sagði að sjóðurinn hefði keypt skuldabréf á N1 árið 2006 upp á 500 milljónir króna. „Þegar bréfin voru keypt var fyrirtækið hóflega skuldsett og rekstur þess gekk vel og fyrirtækið átti að hafa alla burði til að greiða skuldabréfin til baka,“ segir í athuga- semdinni. Þau gögn sem Glitnir veitti lífeyrissjóðunum við umrætt skulda- bréfaútboð árið 2006 voru einungis ársreikningar Olíufélagsins (N1) fyrir árin 2003 til 2005 en engar upplýs- ingar voru gefnar um stöðu félagsins eftir skuldsetta yfirtöku Engeyinga á félaginu. Því virðist sem útboðsgögn á þessum tíma hafi gefið ranga mynd af stöðu félagsins. Þannig má nefna að við fjárhagslega endurskipulagn- ingu á N1 sem lauk í sumar var við- skiptavild upp á 4,5 milljarða króna, sem myndast hafði á árunum 2006 til 2010 eftir yfirtöku Engeyinga, færð að fullu niður. Skuldabréfaútgáfa rétt fyrir hrun Sumarið 2008, einungis þremur mán- uðum fyrir hrun, fór N1 aftur í skulda- bréfaútgáfu. Þá upp á tvo milljarða króna. Aftur hafði Glitnir umsjón með útgáfu skuldabréfs olíufélagsins. Næsta víst má telja að Glitnir hafi á þeim tíma vitað af því að stærstu eig- endur BNT, sem átti N1 að fullu, voru komnir í vandræði vegna skulda- stöðu sinnar hjá bankanum. Ef Vafn- ingsfléttan sem sett var upp í febrúar 2008 hefði ekki verið framkvæmd má telja nokkuð víst að staða stærstu eig- enda BNT sem lántakanda hjá Glitni hefði verið orðin miklu verri þegar N1 fór í skuldabréfaútgáfu um sumarið. Bæði forvarsmenn Glitnis og N1, þar á meðal Bjarni Benediktsson, sem fékk umboð til að skrifa undir Vafn- ingsfléttuna, vissu að aukin vandræði gætu verið í aðsigi á næstu mánuð- um. Þrátt fyrir það var farið í skulda- bréfaútgáfuna. „Stjórn N1, sem útgefandi, lýsir því yfir að samkvæmt okkar bestu vit- und eru upplýsingarnar, sem lýsingin hefur að geyma, í samræmi við stað- reyndir og að engum upplýsingum er sleppt sem kunna að skipta máli varð- andi áreiðanleika hennar,“ segir í yfir- lýsingu sem Bjarni Benediktsson, þá stjórnarformaður N1 kvittar fyrir í júlí 2008. „Glitnir hefur séð um gerð verð- bréfalýsingar þessarar. Umsjónaraðili lýsir því yfir að við gerð hennar var aflað þeirra gagna sem að mati Glitn- is banka hf. voru nauðsynleg til þess að gefa rétta mynd af verðbréfunum,“ segir í yfirlýsingu frá Jóhannesi Bald- urssyni, þáverandi framkvæmda- stjóra markaðsviðskipta Glitnis. Þess skal getið að Jóhannes var einn af lykilþátttakendum í Stím-málinu sem nú er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Líklega hefði fjárhagslegt tjón 15 lífeyrissjóða sem áttu skulda- bréf í N1 orðið minna ef ekki hefði verið farið í umrædda skuldabréfaút- gáfu sumarið 2008. Afskriftir kröfuhafa Félag Hlutur í dag Kröfur Afskriftir Eign í dag N1 alls 53000 31800 21200 Arion banki 39% 20670 12402 8268 Íslandsbanki 30,2% 16006 9604 6402 Glitnir 10,3% 5459 3275 2184 Almenni 2,71% 947 567 379 Stafir 2,62% 915 549 367 Sameinaði 2,13% 744 446 298 Stapi 1,92% 671 402 269 Gildi 1,49% 520 312 208 Söfn.sj. lífsr. 1,10% 384 230 154 Lífeyrissj. alls 14% 7420 4452 2968 Afskriftir kröfuhafa á N1 við fjárhagslega endurskipulagningu Tap hvers sjóðsfélaga á N1 Sjóður Afskrift á N1 Fjöldi sjóðsfélaga Tap á hvern Almenni 567 milljónir 32.435 17.495 kr. Stafir 549 milljónir 53.927 10.173 kr. Sameinaði 446 milljónir 37.516 11.888 kr. Stapi 402 milljónir 18.415 21.832 kr. Gildi 312 milljónir 40000 7.800 kr. Söfn.sj. lífsr. 230 milljónir 15.041 15.313 kr. Meðalupphæð taps: 197.334 12.701 kr. Annas Sigmundsson as@dv.is Úttekt „Þannig tapa mjög margir starfsmenn N1 að meðaltali um tíu þúsund krónum vegna fjárfestinga lífeyrissjóðs þeirra í N1 Starfsmenn N1 tapa Af þeim fyrirtækjum þar sem starfsmenn greiða iðgjöld sín til lífeyrissjóðsins Stafa eru starfsmenn N1 næstfjölmennastir. Þannig tapa mjög margir starfs- menn N1 að meðaltali um tíu þúsund krónum vegna fjárfestinga lífeyrissjóðs þeirra í N1. Skrifaði undir Vafningsfléttuna Bjarni Benediktsson var einn þeirra sem vissi árið 2008 að aukin vandræði gætu verið í aðsigi. Samt var ráðist í skuldabréfaútgáfuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.