Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 38
38 | Menning 9.–11. september 2011 Helgarblað Menningarrýni Hvað ertu að gera? Raular lög úr Uppnámi Hvaða bók ert þú að lesa? „Ég er að lesa Steinsmiðinn eftir Camillu Läckberg.“ Hvaða tónlist er í uppáhaldi þessa dagana? „Lögin sem Viggó og Víóletta syngja í Uppnámi í Þjóðleikhús- kjallaranum eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég raula þau mikið þessa dagana.“ Hvert ferð þú út að borða ef þú mátt ráða? „Ég borða oft á Pisa en annars á ég eftir að prófa Grillmarkaðinn. Hann er næstur á dagskrá hjá mér.“ Hvaða leikrit sást þú síðast og hvernig líkaði þér? „Síðast sá ég sjálfshjálparsöng- leikinn Viggó og Víólettu sem er á eftir uppistandi Pörupilta í Leikhúskjallaranum og fannst það hann mjög skemmtilegur.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Á föstudagskvöld ætla ég að bregða mér í gervi Dóra Maack og vera með Uppnám í Leikhúskjallar- anum. Pörupiltar eru fyrir hlé með uppistand og Viggó og Víóletta eru eftir hlé með sjálfshjálparsöng- leik. Í hádeginu á laugardag verð ég með upplestur á barnabókum fyrir krakka í Eymundsson á Skólavörðustíg og í Kringlunni. Sunnudagurinn væri kjörinn til að fara í berjamó eða taka upp kartöflur ef veður leyfir.“ DV mælir með... Sólveig Guðmundsdóttir Andlit norðursins „Myndin er með stórkostlegt auga fyrir hlutunum en litla tungu og minni mænu.“ – Erpur Eyvindarson The Greatest Movie Ever Sold „Myndin er skemmtileg fyrir þá sem kunna að meta eitthvað dýpra en Hollywood-sumarmyndir.“ – Aðalsteinn Kjartansson Á annan veg „Myndin er dramatísk, fyndin og skemmtileg.“ – Erpur Eyvindarson É g reyni að birta Ísland eins og það blasir við með þau sem linsu, það er ásetn- ingur um tiltekið mynd- verk,“ segir Haukur Már en Ge9n er fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Áður hefur hann gert stuttmyndir, gefið út ljóðabækur, skáldsögu og fjölda greina sem birst hafa í fjöl- miðlum hér á landi og erlend- is. Blaðamaður DV fékk sér kaffi með Hauki Má í íbúð í Vestur- bænum og ræddi við hann um gerð kvikmyndarinnar sem og það íslenska samfélag sem hann hefur verið að takast á við í verkum sínum til þessa, oft með afar gagnrýnum augum. Kvikmyndin sem ábyrgðarhlutur „Fyrstu skrefin við vinnslu svona myndar felast einfaldlega í hugsun. Hvað er það í heimin- um sem ég vil sjá eða vil að sjá- ist. Svo skýtur maður, safnar því sem maður hafði ætlað, en þeg- ar kemur að úrvinnslunni bæt- ist við aukavídd. Í klippingunni taka stemningar yfir, hljóm- fall, fas, líkamsburður, birta og fleira, músíkin í myndinni – ekki bara tónlistin í hljóðrásinni, heldur tónlistin í myndefninu sjálfu, og áður en maður veit af er freistandi að segja að þetta sé ekki heimildarmynd heldur söngleikur,“ segir Haukur Már. Þeir sem til þekkja munu ef- laust taka eftir því að í Ge9n er Haukur Már undir þó nokkrum áhrifum frá leikstjóranum Jean- Luc Godard. Hann segist vera mjög meðvitaður um það enda sé bein tilvísun í Godard í einu atriðinu í Ge9n. „Hann fann upp, ekki bara tilteknar aðferðir, heldur líka nálgun og afstöðu, ákveðinn módernisma í hugmyndinni um kvikmyndina sem átök. Ég gaf mér vísvitandi tíma í að rann- saka og tileinka mér þetta sem einhvern upphafsreit sem sam- ræmist mínu áhugasviði. Þessa hugmynd um kvikmyndina sem ábyrgðarhlut einhvern veginn.“ Annars konar ríki Mér leikur forvitni á að vita hvað hafi rekið Hauk Má út í það að gera sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, og það um mál sem þegar hafði verið fjallað svo mikið um í fjölmiðlum. „Ég held að mjög mörg mikilvæg at- riði í Íslandssögu síðustu ára- tuga hafi farið fyrir ofan garð og neðan, og lengst af lifað í munn- mælasögum eins og til dæmis Guðmundar- og Geirfinnsmál- ið. Á sama tíma er til staðar her atvinnumanna sem fæst við að skrifa söguna, og skilja ákveðna hluti eftir, hvort sem er vísvit- andi í þágu samfélagsmyndar eða bara óvart vegna þess að þeir koma ekki auga á þá.“ Haukur segir mál níumenn- inganna vera þannig vaxið að þar hafi verið reynt að koma höggi á hreyfingu, með því að þreyta fólk með málarekstri. Slík taktík sé mjög stórt ein- kenni á allt annars konar ríki en við viljum kannast við að sé rekið hér á landi. „Þess vegna fannst mér mikilvægt að stoppa við svona atburð. Þarna blasti við mér annar veruleiki en birt- ist í fjölmiðlum, og að þetta væri eitthvað sem ég gæti tæklað, hefði tækin til að takast á við. Það eru mikil forréttindi fyrir kvikmyndagerðarmann með heimspekiblæti að lifa í gegn- um svona mikið, eigum við að segja kjaftæði? Mér fannst bak- grunnur minn á ólíkum sviðum geta mæst í einum brennidepli í þessu viðfangsefni.“ Hvaða stórsaga? Í Ge9n kallast atburðirnir á Austurvelli árið 1949 skýrt á við atburðinn í þinghúsinu árið 2008. Bent hefur verið á að umfjöllun fjölmiðla hafi í báð- um tilfellum oft og tíðum ver- ið nokkuð gildishlaðin. Í kvik- myndinni er meðal annars vitnað í forsíðufyrirsögn Morg- unblaðsins frá 1949 „Trylltur skríll ræðst á Alþingi“. Ég spurði Hauk hverja hann teldi ástæð- una fyrir slíkum fréttaflutningi vera, þá og nú? „Til að gæta sanngirni voru forsíðufyrirsagnir Þjóðviljans alveg jafngildishlaðnar, meðal annars talað um nasistasinn- aðan hvítliðaskríl. Ég held að eitt hugtak sé mikilvægt hér og það er hugmyndin um grand- narratíf eða stórsögu. Á hverj- um tímapunkti í samfélagi er til staðar ein eða fleiri stórsög- ur sem fela í sér hugmynd um ákveðna framvindu sem sé í gangi. Það var stofnað til einn- ar þannig stórsögu í viðbragð- inu við hryðjuverkaárásunum í New York árið 2001. Eftir það stóðu Mið-Austurlönd and- spænis Vesturlöndum, og þeg- ar búið var að stofna til stórsög- unnar, þá var hægt að segja frá öllum atburðum sem fylltu upp í þessa framvindu í afar stuttu máli. Um leið og skopmynda- teiknari er laminn einhvers staðar þá fittar það inn í fyrir- framgefinn ramma sem þarfn- ast engra útskýringa. Þetta dæmi, níumenninga- málið, er kannski svolítið erfitt vegna þess að þá kemur spurn- ingin; hvaða stórsaga er það þarna sem býr til þessa hug- mynd um þennan tryllta skríl og þennan óþjóðalýð? Það er skiljanleg árátta í starfi blaða- manns að byrja á að leita leiða til að segja söguna í sem stystu máli. Hugtak eins og skríll er til, það tilheyrir ákveðinni heims- mynd, ákveðnum heimsskiln- ingi, en svo kemur á daginn að það segir ekki neitt, það lýsir engum raunveruleika.“ Yfirvofandi dómur Haukur þekkti einhverja af þeim ákærðu persónulega og segir það vissulega hafa haft áhrif á hvernig hann nálgaðist umfjöllunarefnið. „Stærsta bil- ið á milli frásagnarinnar sem var ríkjandi og raunveruleik- ans sem mér fannst blasa við var hvað öllum lá á að tala um aðgerðina, ekki bara sem of- beldisfulla, heldur líka hugs- unarlausa. Þetta væru bara krakkabjálfar að valda einhverj- um óskunda og gera einhverja vitleysu. Ég sá sjálfur að einhver í þessum hópi voru mun með- vitaðri um hvað þau voru að gera. Þau stunduðu miklu nánari samræðu orða og at- hafna en kannski meirihluti mótmælenda, voru vel að sér í heimsmálunum, með ákveð- inn grunnskilning á atburð- unum á Íslandi og skóluð í því hvernig bregðast megi við slíku. Þaðan kom ein af löngunun- um að baki myndinni, að birta þetta fólk sem hugsandi verur, láta það tala fyrir sig sjálf. Það er ákveðinn grunnur.“ Haukur segir að frá upphafi hafi markmið hans verið að ljá öllum þeim ákærðu rödd í myndinni. Þannig hefði mynd- in heimildargildi fyrir fram- tíðina. „Öll viðtölin eru tek- in á meðan málið er í gangi, á meðan þau standi frammi fyr- ir óvissunni um niðurstöðuna, hvort þau séu að fara að lenda í fangelsi fyrir það að lesa yfir- lýsingu á pöllum Alþingis eða ekki. Með þetta yfirvofandi er ákveðið spennuástand í lífi þeirra sem er liðið hjá núna. Að ná þeim tímapunkti í lífi fólks á svona breiðum skala úr ís- lensku samfélagi var mikilvægt, bæði fyrir heimildargildið og til að gera gott bíó.“ Falskt hlutleysi Sumir gætu bent á að kvik- myndin sýni bara eina mynd, sé ekki hlutlaus, það vanti til dæmis frásagnir lögreglu- manna sem voru á staðnum og upplifðu hlutina öðruvísi? „Það er ekki bara að hún sýni bara eina mynd. Þetta er bara ein mynd, kvikmynd. Fyrst og fremst er þetta mynd af þessum hópi fólks og Íslandi í gegnum það. Ég reyni að birta Ísland eins og það blasir við og nota þau fyrir linsu og það er ásetn- ingur um tiltekið myndverk. Kvikmyndagerðarfólk eða listamenn eiga ekki að setja sig á sama klafa hlutleysis í um- fjöllun um sitt samfélag og starfsmenn fjölmiðla. Það er jafnvel skylda manns við gerð kvikmyndar eða við ritstörf, að vera tilbúinn að ábyrgjast sann- leikann í tiltekinni sýn, að gang- ast við því að þar sé að finna mikilvægan sannleika sem er mjög ólíklegt að sé jafnþókn- anlegur öllum sem að málinu koma. Þarna blasti við að það væri enginn fótur fyrir þessum málaferlum. Það er ábyrgðar- hlutur að svíkjast ekki um gagn- vart þeirri staðreynd í nafni ein- hvers hlutleysis. Hlutleysi milli þvættings og þess sem blasir við. Hvaða konsept er það eig- inlega? Hvers konar list yrði úr slíkri nálgun?“ Virk í andófi Þegar maður horfir á mynd- ina hlýtur maður að spyrja sig: Afhverju þau níu? Hvern- ig voru þau valin úr hópi þrjá- tíu manns? Ég spyr Hauk hvort hann hafi komist einhverju nær við gerð myndarinnar. „Það er ljóst að á myndum innan úr þinghúsinu þekkj- ast margir í sjón sem ekki voru ákærðir, þar á meðal Lárus Páll sem birtist í myndinni. Hann var ekki ákærður þrátt fyrir að hafa ítrekað krafist þess og bent á þátttöku sína frammi fyrir dómstólum. Ég veit ekki hvernig ákveð- ið var að ákæra þau níu, en sum þeirra höfðu áður mótmælt á Kárahnjúkum, stigið yfir línu í beinum aðgerðum, og gerðu á sínum tíma marga mjög reiða. Sum þeirra tóku þátt í og leiddu að einhverju leyti búsáhalda- byltinguna með því að fara yfir þau mörk sem óvanari mót- mælendur kunnu ekki eða kunnu ekki við. Þau leyfðu sér að stíga yfir merkingarlausar línur og stilltu sér upp í líkam- legri andstöðu við yfirvöld. Svo tóku einhver þeirra einnig þátt í hústökunni við Vatnsstíg vorið 2009 þar sem lögregla brást við með vélsögum og eiturefnum til að svæla þau út. Það er alveg ljóst að einhverjum embættis- mönnum er í nöp við eitthvað af þessu fólki. Hversu stóran hluta það síðan spilar í málinu öllu er ekki einfalt að segja.“ Stríð eða friður? Það er erfitt að horfa á mynd- ina án þess að velta upp þeirri spurningu hvort hér á landi ríki í raun sá friður sem marg- ir vilja halda. Hvort að undir niðri kraumi átök sem frá degi til dags eru falin en blossa síðan upp á mótmælum eins og þeim sem áttu sér stað 1949 eða í kjöl- far hrunsins. Ég spyr Hauk hvort hann sé í myndinni að ýja að því að hér á landi ríki stríð, en ekki friður? „Nú ertu að spyrja mig, svo þyrftirðu helst að geta spurt kvikmyndina líka, sem er ekk- ert víst að sé sömu skoðunar og ég. Ég held að það hafi verið bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet, sem lét það frá sér fyrir ekkert löngu síðan, að já, það væri stéttastríð í gangi, en það væri hans stétt, efri stéttin sem hefði hafið það, og hún væri að vinna. Þetta er rosalega vand- meðfarið tungutak, það er rosa- lega vandmeðfarið hvað mað- ur vill. Ég held að það sé mikið lán að þessi átök í búsáhalda- byltingunni, þar sem ríkti hátt spennuástand, hafi farið fram mannskaðalaust. Það væri enn meira lán ef við byggjum við nógu þroskaða samræðu til að þar væri fótfesta fyrir átök. Erum stödd í átakasögu Haukur segir að honum finnist stundum eins og tungumálið sjálft sé svo „glufótt, almennur áheyrnar- og lesskilningur svo lélegur, orðanotkun svo óná- kvæm og fólk almennt svo vant því að hlusta á slagorð frekar en staðhæfingar, sannreynanlegar eða varfærnislegar, að það sé mjög erfitt að tala. Það er erfitt að tala í umhverfi sem gerir ráð fyrir að þú sért alltaf með eða á móti einum af þremur eða fjór- um stjórnmálaöflum, að þú sért að reyna að snúast í vörn eða sókn, að annað hvert orð sem frá þér fari sé annar hvor fasinn í fótboltaleik. Stundum er eins og nákvæmnin í málnotkun sé ekki meiri en svo. Í búsáhaldabyltingunni Haukur Már Helgason er leikstjóri heimildarmyndarinnar Ge9n sem frum- sýnd verður í Bíó Paradís í kvöld, föstudag, klukkan níu. Myndin fjallar um þau níu sem ákærð voru fyrir árás á Alþingi eftir að þau fóru inn í þinghúsið þann 8. desember 2008 og reyndu að lesa upp yfirlýsingu á þingpöllum. „Fyrst og fremst er þetta mynd af þessum hópi fólks og Íslandi í gegnum þau,“ segir Haukur í samtali við blaðamann. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Viðtal Ísland með linsu níumenninganna„Þarna blasti við mér ann- ar veruleiki en birtist í fjölmiðlum, og að þetta væri eitthvað sem ég gæti tækl- að, hefði tækin til að takast á við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.