Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 40
Hrifin af góðum efnum 40 | Lífsstíll 9.–11. september 2011 Helgarblað S tíllinn minn hefur ver- ið frekar klassískur í gegnum tíðina þótt mig langi líka í litríka kjóla inni á milli,“ segir Ragna Sveinbjörnsdóttir hjá auglýs- ingastofunni Fíton en hún vek- ur gjarnan eftirtekt fyrir flottan fatastíl. „Ég sæki mikið í Spútnik, Kolaportið, Hjálpræðisherinn og aðrar verslanir sem selja not- uð föt. Hlutirnir voru mun betur gerðir í gamla daga, efnin voru betri og saumaskapurinn vand- aðri en ég á það líka til að splæsa á mig einum og einum kjól frá einhverju flottu merki og blanda svo öllu saman.“ Ragna segir Báru í Aftur vera sinn uppáhaldshönnuð. „Bára er í uppáhaldi af þeim íslensku. Hún er svo sjúklega skapandi og nær að taka flottan snúning úr gömlum fötum og efnum og endurnýta svo úr verður flott konsept og dásamleg föt. Það er svo svakalega mikil gróska í ís- lenskri hönnun og þetta er iðn- aður sem við verðum að huga betur að og fjárfesta í því þarna eru frábær tækifæri fyrir Ísland,“ segir Ragna og bætir við að á al- þjóðavísu sé Vivienne Westwo- od í uppáhaldi. „Ég á bara ekki til orð til að lýsa Vivienne Westwood. Hún er svo ótrúlega frumleg og flott enda búin að vera í þessu lengi. Þar er það merkið Anglomania sem ég held mest upp á, ekki alveg eins flippuð hönnun og ódýrari.“ Ragna segist versla mik- ið hér heima en fari hún til út- landa verða Urban Outfitters, sem selja Anglomania, Topshop og H&M gjarnan fyrir valinu. „Þar er sko alveg hægt að finna gull. Ég kaupi mér það sem mér finnst flott, hvar sem ég finn það,“ segir hún en viðurkennir að hafa stundum gert mistök í innkaupum. „Það eru mörg ár síðan en einu sinni keypti ég mér aga- lega dýra skó sem ég notaði að- eins einu sinni. Maðurinn minn minnir mig endalaust á það. Ég sauma og laga föt sjálf en treysti mér ekki til að taka skó í gegn,“ segir Ragna sem kaupir gjarn- an herraföt og lagar þau að sér. „Þetta er oftast bara spurning um að þrengja. Gömul herraföt eru gjarnan klæðskerasaumuð og gerð úr vönduðu efni og ég er mjög hrifin af góðum efnum og vönduðum saumaskap.“ Hún viðurkennir að hún hafi gaman af því að fylgjast með tískunni. „Ég skoða tískusíður reglulega og finnst gaman að pæla í því sem er í gangi hverju sinni, einhvern tímann var sagt við mig að ég væri „dedicated follower of fashion“ og það er sennilega eitthvað til í því.  Ég held að þessi tískuáhugi komi frá fallegu mömmu minni sem fylgdist vel með tísku og saum- aði mikið á okkur krakkana og var með búðina Sér í gamla daga sem var með þeim fyrstu sem bauð upp á háklassafatnað.“ indiana@dv.is Veski Ragna fann ve skið í gramsferð í Hjálpræ ðishernum. „Dedicated follower of fas- hion“ Ragna í fallegum hvítum jakkafötum sem voru keypt í H&M í sumar. „Mig hafði lengi langað í svona föt og fann þau í utan- landsferðum í sumar.“ Ragna Sveinbjörnsdóttir hjá Fíton fer ótroðnar slóðir í fatavali. Ragna kaupir sér gjarnan gömul herraföt og segir að hlutirnir hafi verið mun betur gerðir í gamla daga. Theodór „Feldurinn var keyptur í Gyllta kettinum. Hann verður einhvern veginn ennþá fallegri með nafni. Við erum miklir vinir og spjöllum heilmikið saman.“ Herraföt „Ég keypti þennan smóking notaðan í dásamlegri búð í Köln.“ Vivienne Westwood „Eigin-mannskrúttið gaf mér kjólinn í jólagjöf. Hann er sá fyrsti sem ég eignaðist frá Anglomania.“ Morgungjöfin „Embracing Faith-armban dið fékk ég óvæ nt frá eiginmann skrúttinu í mor gun- gjöf þegar við giftumst, ótrú lega fallegt skart se m ég er svo sjúklega glöð a ð eiga.“ Vináttuarmband „Armbandið var smíðað af Örnu stjörnu fallegu gullsmíða- vinkonu minni. Við berum svona allar æskuvinkonurnar sem ólumst upp í Mosfellsbæ til að minna okkur stöðugt á okkar dýrmæta vinskap.“ Burberry „Kápa sem ég fékk fyrir tíu árum eftir vikusuð í eiginmanninum. Ég samdi lag um þessa fallegu kápu og sönglaði stöðugt allan daginn. Hann gaf sig á endanum og kom færandi hendi á degi sjö með þessa dásemdarkápu.“ Veldu leið, sjáðu rými Citroën Berlingo Van 1,6 Hdi Hleðslurými 3,3m3 Burðargeta 850kg Eldsneytisnýting 5,6L/100km* Verð frá aðeins kr. 2.462.000 án/vsk** * Blandaður akstur ** kr. 3.090.000 m/vsk Finndu leiðina með nýjum Citroën Berlingo. Þú finnur rýmið. Veldu farþegadyrnar. Þar er rými fyrir 2 farþega auk bílstjóra. Það er gott fyrir fjölmenna. Veldu afturdyrnar. Þær opnast í 180 gráður. Það er gott fyrir fyrirferðarmikla. Veldu topplúguna. Með fellanlegum framsætum er hún góð fyrir langa. Veldu bílstjóradyrnar. Þar finnur þú rými fyrir höfuð og fætur. Það er gott fyrir þig þegar þú ekur Citroën Berlingo. Veldu aukið hleðslurými og burðargetu. Veldu sparneytni og gott verð. Veldu öryggi, þægindi og notagildi. Ko md u í B rim bo rg Re ykj aví k e ða Bri mb org Ak ure yri . Sp yrð u u m ný jan Ci tro ën Be rlin go se nd ife rða bíl . H an n e r nú en n r úm be tri og ha gk væ ma ri í re kst ri o g ö rug ga ri e n á ðu r. Sjáðu Opið í dag, Bíldshöfða 8 R eykjavík og Tryggvabraut 5 Akureyri, milli kl. 9 og 17 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 | citroen.is cw110231_brimborg_cibe_frumsyning_auglblada5x19_15082011_END.indd 1 15.8.2011 18:04:16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.