Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 20
20 | Fréttir 9.–11. september 2011 Helgarblað Á stæðan fyrir því að ég kom ekki fram á sínum tíma voru viðbrögð samfélagsins, kirkj- unnar manna og jafnvel frétta- manna. Viðbrögðin voru svo ofsafengin að ég þorði ekki að koma fram,“ segir ein þeirra kvenna sem sakar Ólaf Skúlason um kynferðisbrot gegn sér. Alltaf sama mynstrið Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vik- unni að vitað væri um að minnsta kosti sex konur til viðbótar við þær sem fengu bætur frá þjóðkirkjunni á dögunum og að vitað hafi verið um þær áður en bæturnar voru greiddar. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sagðist stundum hafa verið milliliður á milli kvennanna og fagráðs þjóðkirkjunnar en að minnsta kosti tvær þeirra hafa haft samband við fagráðið skriflega án þess að leggja málin formlega fram. DV sagði sögu þriggja kvennanna síðasta sumar en þrjár þeirra vilja ekki gefa neitt upp varðandi meint brot Ólafs. Ein þeirra sagði þó að mynstrið væri svipað í öllum þessum málum. Ólafur hefði yfirleitt laðað að sér kon- ur sem hafi verið viðkvæmar fyrir, byggt upp trúnaðarsamband sem endaði með kynferðislegri áreitni, kossum og káfi. Engin þessara kvenna tilkynnti brotin á sínum tíma og engin þeirra lítur svo á að kirkjan eða aðrar stofnanir hafi brugðist sér með einum eða öðrum hætti. Vilja sjá breytingu Konurnar sex sem um ræðir þekktust ekkert innbyrðis en eftir að þær fréttu hver af annarri hafa þær hist, spjallað saman og sent hver annarri stuðn- ingskveðju þegar við á. Þær líta svo á að máli Ólafs Skúlasonar hafi lokið í sumar þegar þær Sigrún Pálína Ingv- arsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir og Stefanía Þorgrímsdóttir fengu greiddar bætur frá kirkjunni. „Við viljum bara sjá breytingu á því hvernig kynferðisbrot eru með- höndluð, sama hvaða hlutverki kyn- ferðisbrotamaðurinn gegnir og óháð því hvort hann brýtur gegn konum, körlum, börnum eða unglingum. Það skiptir ekki máli. Það þarf að taka þessi mál fastari tökum,“ segir konan sem segir að í rauninni hafi það verið samfélaginu að kenna hvað Ólaf- ur komst upp með þetta lengi, hann sjálfur hafi bara verið veikur. Ábyrgðin liggi hjá þeim sem tóku ekki á málinu þegar reynt var að koma upp um það hvernig hann hagaði sér. Réðst á hana í enskuprófi Særós Guðnadóttir varð fyrir kynferðis legri áreitni af hálfu Ólafs Skúlasonar árið 1972, sautján ára gömul. Líkt og DV greindi frá síð- asta sumar sendi Særós Sigrúnu Pá- línu Ingvarsdóttur bréf árið 2009 þar sem hún þakkaði henni fyrir að hafa stigið fram á sínum tíma og vakið at- hygli þjóðarinnar á framferði Ólafs Skúlasonar. Særós steig síðan fram og sagði þjóðinni sögu sína í þættinum Sjálfstætt fólk árið 2009 þegar Sigrún Pálína kom þar fram. „Ég var ekki að koma fram með þrjátíu ára gamlar ásakanir á hendur Ólafi til þess að ráðast á hann. Ætlun- in var að styðja þessar konur til þess að fá uppreisn æru sinnar eftir með- ferðina sem þær fengu, ekki bara inn- an kirkjunnar heldur einnig í fjölmiðl- um og á meðal almennings. Ég held að við þurfum öll að líta í okkar eigin barm.“ Sjálf var hún nemandi í Réttar- holtsskóla þar sem Ólafur var umsjón- ar- og enskukennarinn hennar. Vegna veikinda varð hún að taka sjúkrapróf í lokaprófinu í ensku. „Þegar að próf- inu kom vildi Ólafur að það yrði tek- ið í kirkju því hann ætlaði að vinna að ræðu á meðan. Þegar ég svo tók próf- ið kom hann og nuddaði axlirnar á mér, sagði mér að reyna að vera ekki stressuð og slappa af. Ég kláraði próf- ið og hann leit yfir það með mér og áður en ég gat áttað mig fór hann að káfa á mér og skyndilega henti hann sér á mig og byrjaði að kyssa mig. Ég varð skelfingu lostin og stökk á fætur og hljóp hljóðandi að dyrunum sem hann hafði læst, hann kom á eftir en ég barði á dyrnar og öskraði. Þá greip hann höndunum fyrir andlitið og sagði: „Guð, fyrirgefðu, hvað hef ég gert?“ Síðan opnaði hann dyrnar fyrir mér og ég hljóp út.“ Áreitti hana í veikindum Önnur kona varð fyrir barðinu á Ólafi árið 1973, 28 ára gömul. Hún sagði sögu sína í DV síðasta sumar en hún lá á spítala vegna veikinda þegar móð- ir hennar kallaði Ólaf til hjálpar. Hann leitaði tvisvar sinnum á hana áður en hún sleit endanlega öllum samskipt- um þeirra á milli. Konan sagði móð- ur sinni og sambýlismanni frá þessu en bæði gerðu þau lítið úr þessu. Hún ætti ekkert að vera að tala um svona hluti. Hún gaf lögreglunni þó skýrslu þegar Ólafur kærði þær Sigrúnu Pá- línu Ingvarsdóttur og Stefaníu Þor- grímsdóttur. Ólafur kom upp á spítala og hitti þessa konu. Í kjölfarið fór hann að hringja heim til hennar. Einn daginn bauð hann henni í bíltúr. „Við fórum upp í Hafnarfjarðarhraun. Þetta var að vori og það var gott veður. Hann fór að fækka fötum og settist í aftur- sætið á bílnum og bað mig að setjast hjá sér. Ég gerði það en þá tók hann utan um mig. Ólafur renndi síðan niður buxnaklaufinni og gerði sig lík- legan í einhvers konar ástarleik. Ég sá í hvað stefndi og sagðist þá vilja kom- ast heim og fór út úr bílnum. Hann gerði það þá einnig, klæddi sig og ók af stað. Við ræddum ekkert um þetta á heimleiðinni en hann talaði mik- ið um það að hann hefði oft farið út í hraun þegar hann var að læra að verða prestur.“ Nokkrum dögum síðar hringdi Ólafur í hana og bað hana um að hitta sig í kirkjunni. „Ég hélt að hann ætlaði að ræða við mig. Hann var að klára athöfn og leiðir mig um kirkj- una. Hann fer með mig inn í þetta fræga gluggalausa herbergi. Seinna hef ég oft hugsað með mér að hann hljóti að hafa verið í góðri æfingu því hann hvolfdi hempunni af sér með einu handtaki og henti henni út í horn. Hann lét hempuna bara fljúga. Þetta var ótrúlegt. Ég man ekki hvort hann fækkaði fötum frekar. Hann tók mig í fangið og reyndi eitthvert kelerí. Hann gaf skýr merki um að hann vildi ganga lengra. Hann var hátt stemmd- ur og æstur. Ég hörfaði undan hon- um og fór út í miklu uppnámi. Mér var brugðið. Ég hvorki hitti né ræddi við Ólaf Skúlason eftir þetta.“ Ósæmileg framkoma prestsins Þriðja konan í þessum hópi sagði einnig sögu sína í DV í fyrra. Ólöf Pitt Jónsdóttir varð fyrir kynferðis- legri áreitni af hálfu Ólafs Skúlasonar árið 1982, 26 ára gömul. Hann áreitti hana tvisvar sinnum, í annað skipt- ið var bænastund að hefjast á spítala og í hitt skiptið var hann umvafinn prestum. Enginn varð þess þó var þegar hann áreitti konuna. Hún sagðist hafa hitt Ólaf á Landa- kotsspítala þar sem hann byrjaði að klæmast við hana. „Hann strauk yfir axlirnar á mér, niður eftir bringunni og kleip svo í brjóstin á mér. Sagði: „Rosalega ert þú með falleg brjóst.“ Svo sló hann tvisvar sinnum á rass- inn á mér. Ég stífnaði alveg upp.“ Áður en leiðir þeirra skildi sagði hann henni að klæðast þröngum búningi svo hennar „fallegi skrokkur“ fengi notið sín en hún var klædd víð- um slopp þegar þetta gerðist. Kvaddi hann hana svo með þessum orðum: „Vertu nú ekkert að segja frá þessu, þetta er bara í gríni.“ Óttaðist ofsa- fengin viðbrögð n Vitað er um sex aðrar konur sem saka Ólaf Skúlason um kynferðisbrot n Mynstrið alltaf það sama n Þorðu ekki að stíga fram á sínum tíma n Vilja að kynferðisbrot verði tekin fastari tökum „Við viljum bara sjá breytingu á því hvernig kynferðisbrot eru meðhöndluð, sama hvaða hlutverki kynferð- isbrotamaðurinn gegnir. Tengiliðurinn Sigrún Pálína Ingvarsdóttir hefur vitað af sumum þessara kvenna í mörg ár og leiddi þær saman. Hún hefur einnig komið tveimur þeirra í samband við fagráð kirkjunnar. Engin þeirra sækist þó eftir bótum frá kirkjunni. Steig fram síðasta sumar Ólöf Pitt Jónsdóttir sagði frá reynslu sinni af Ólafi í DV síðasta sumar. Það var í fyrsta sinn sem hún gerði það. Biskupinn Ólafur Skúlason beitti áhrifum sínum víða og margir sitja eftir í sárum. Ein þessara kvenna segir að ábyrgðin liggi hjá þeim sem brugðust ekki við þegar reynt var að opinbera framferði hans en hann sjálfur hafi bara verið veikur maður. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.