Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 28
Þ jóðfélagsumræðan á Íslandi hefur sjaldan verið furðulegri á síðari árum. Þegar Evrópusambandið er rætt við sjálfstæðismenn er ástandið gott á Íslandi, en hræðilegt í Evrópu þar sem gjaldmiðillinn er við hrun og atvinnuleysi landlægt. Þeg- ar talað er um innanríkismál er hins vegar allt í kaldakoli á Íslandi vegna ríkisstjórnarinnar. Þegar talað er um hrunið er aftur allt í lagi á Íslandi, vegna þess hve vel Geir Haarde gerði í hruninu. Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir endurreisnina hafa gengið vel er okkur sagt að hann ljúgi. Endurreisn- in hafi ekki gengið vel. Hins vegar hafi hrunið gengið vel. Allt hefði getað verið miklu betra, segja þau, en ríkis- stjórnin klúðraði því. Samt er allt verra í Evrópusambandinu. Því við hrund- um svo fullkomlega, en ekki þau. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók þátt í frægum viðskiptum með turn í Makaó í Kína, en setur sig upp á móti jarðarkaupum Kínverja á Íslandi. Fyrir skemmstu var Ísland þjóð útrásarvíkinganna. Í nafn- giftinni, sem fyrr var upphafning, fólst að fjárfesta í eignum erlendis. Við vilj- um kaupa upp eignir erlendis, en ekki leyfa útlendingum að kaupa hérlendis. Þórunn Sveinbjarnardóttir ákveð- ur að hætta á þingi og læra siðfræði. Hún finnur leið til að hámarka þau laun sem hún getur fengið af al- mannafé, án þess að vinna, og læt- ur allt sumarfríið líða, og bíður rétt fram yfir mánaðamót, svo hún nái að fá laun í sjö mánuði á meðan hún er í námi. Þráinn Bertelsson þingmaður segir um málið að það sé „skamm- arlegt“. Ekki það sem Þórunn gerði, heldur að fjölmiðlar hafi fjallað um það. Maðurinn sem staðfest er að stýrði Íslandi inn í efnahagshrun og blekkti almenning „skammast sín“ fyrir Al- þingi Íslendinga. Enginn hefur meira klúður á samviskunni en Geir Haarde, en hann finnur öllum öðrum eitthvað til foráttu. Samábyrgir samflokks- menn fylla stuðningsmannabekk- inn fyrir landsdómi þar sem lögmað- ur Geirs hneykslast á því að fylgt sé lögum sem Sjálfstæðisflokkurinn bar sjálfur ábyrgð á. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra og félagar hennar í Samfylk- ingunni hafa tekið upp sömu máls- vörn og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar beitti af skaðsemi í góð- ærinu. „Við eigum að sammælast um það á vettvangi þings sem annars stað- ar að tala ekki efnahags- og atvinnu- líf þjóðarinnar niður,“ sagði Jóhanna þegar hún gaf tóninn í upphafi þings. Það var líkt og hún hefði gleymt því þegar hún notaði síðast orðalagið að „tala niður“. Það var þegar hún var félagsmálaráðherra, fasteignamark- aðurinn var alveg að fara að hrynja og ekki mátti gagnrýna neitt fyrir hrunið. Nú er þetta nýja línan aftur. Látum vera ef stjórnarandstaðan dregur upp of dökka mynd, en að lýsa því að gagnrýnin sé „raunverulega að verða eitt helsta efnahagsvanda- málið“ á Íslandi er jafninnihaldslaust og það er skaðlegt. Ekki stela frá almenningi, jafnvel þótt þú finnir löglega leið, ekki banna fólki að gagnrýna, ekki skamma fjöl- miðla fyrir að segja fréttir, ekki kenna öllum öðrum um það sem þú gerir af þér, ekki ljúga, ekki snúa út úr og bulla. En svo lengi sem þau fá stuðning út á þetta gera þau það. Það er á ábyrgð almennings að veita þeim eftirlit. Al- menningur mótar stjórnmál á Íslandi með því aðhaldi sem honum tekst að veita stjórnmálamönnum. Ef þeir græða á því að beita áróðri munu þeir beita honum. Eina leiðin til að bæta stjórnmála- menningu á Íslandi er að almenning- ur standi fast á grundvallaratriðum, greini áróðursbrögð frá rökum og refsi þeim markvisst sem blekkja, svíkja og stela. Leiðin til þess er að hver og einn hlusti, hugsi og gagnrýni eftir bestu getu. 28 | Umræða 9.–11. september 2011 Helgarblað tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Hinn óbærilegi sjúkleiki umræðunnar Leiðari Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar Hanna gegn Bjarna n Hanna Birna Kristjánsdóttir, odd- viti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, þykir hafa styrkt sig innan flokksins að undanförnu. Horft er til hennar sem leiðtogaefnis flokksins og vilja einhverjir að hún taki slaginn strax við Bjarna Benediktsson. Hanna Birna hefur fram að þessu ekki tjáð sig um erlend málefni. Breyting varð þar á þegar hún fagnaði áhuga Kínverj- ans Huangs Nubo á að kaupa Gríms- staði. Þetta gengur þvert á skoðun Bjarna sem er andvígur. Jafnframt þykir þetta vera vísbending um að hún vilji leggja til atlögu. Hún hef- ur einnig gefið út yfirlýsingar sem benda til eindregins vilja til að kom- ast til æðstu metorða. Einkasamtök Smára n Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi fríblaðakóngur, hefur komið sér vel fyrir á spena hjá SÁÁ og gerir sig gildandi sem formaður með miklum yfirlýsingum. Gaf hann út sérstakt blað sem dreift var á höfuðborgar- svæðinu. Þar var ein helsta skraut- fjöðrin viðtal við hann sjálfan sem lærisveinn hans, Mikael Torfason, tók. Harpa Hreinsdóttir bloggari fordæmdi þetta: „Mikael Torfason, sem „tekur viðtalið“, aktar helst sem bergmál í þessari langloku,“ bloggar Harpa. DV-bloggarinn Unnur Jóhanns- dóttir tók einnig í lurginn á formann- inum undir fyrirsögninni Galinn Gunnar Smári. Óhætt er að segja að einkaframtakið hafi vakið athygli. Þórlindur heitur n Þess er beðið að Björn Ingi Hrafns- son og félagar hans opni hægrivef- inn blatt.is sem ætlað er að höfða til hægrimanna. Talsvert er síðan byrjað var að aug- lýsa eftir ritstjóra sem eðli máls- ins samkvæmt þarf að koma frá hægri. Hávær orð- rómur er um að Þórlindur Kjart- ansson, áhrifamaður á meðal ungra sjálfstæðismanna og fyrrverandi blaðamaður Fréttablaðsins, muni hreppa hnossið. Þórlindur starfaði á gróðæristímanum í Landsbankanum og var talinn einn af lykilmönnunum að baki farsællar markaðsherferðar Icesave. Bankastjóri í stuði n Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Ar- ion, má vel við una eftir að hafa skil- að10 milljarða hagnaði á fyrri hluta árs. Er almennir launþegar lepja dauðann úr skel taka starfsmenn Ar- ion til sín mikla launahækkun. Beðið er eftir uppgjöri annarra banka og hvort álíka gróði verði þar. Ekki er tal- ið að hagnaður Landsbankans verði jafn mikill en þar hafa menn unnið að lækkun skulda viðskiptavina sinna í þeirri viðleitni að þeir komist af. Sandkorn Á Íslandi ræðst afstaða fólks til manna og málefna gjarn- an af því hvar í flokki eða liði þeir liggja. Þannig er sjálf- gefið að sjálfstæðismenn- irnir Tryggvi Þór Herbertsson og Ásbjörn Óttarsson séu undir all- flestum kringumstæðum gjör- spilltir. Þar má enginn vafi leika á um afgreiðslu. Aftur á móti verða vinstrimenn að njóta vafans því þeirra er hreinleikinn. Þ egar samfylkingarþingmaður- inn Þórunn Sveinbjarnardótt- ir fer í feluleik með starfslok sín og græðir þannig með lög- legum hætti nokkrar milljónir þá verðum við að hafa skilning á því að hún er að upplagi strangheiðar- leg, einstæð móðir sem á allt gott skilið. Þegar annar samfylkingar- þingmaður, Sigmundur Ernir Rún- arsson, er sauðdrukkinn í ræðustól Alþingis eigum við ekki að dæma hann hart. Hann ætlaði sér ekki að verða drukkinn. Það bara fór þann- ig vegna þess að of mikið framboð var af rauðvíni í boði golfklúbbs. Flestir innan Samfylkingar eru sammála um það í þessum tilvikum að fyrirgefningin sé nauðsynleg þar sem ekki hafi verið um lögbrot að ræða þótt deila megi um siðferðið. Þ egar sjálfstæðismennirnir líta illa út í einhverju samhengi er nauðsynlegt að lúskra á þeim. Ef Tryggvi Þór, Árni Johnsen eða Ásbjörn Óttarsson hefðu nýtt sér biðlaunaréttinn til hins ítrasta hefði góða liðið umhverfst af æs- ingi og fordæmingu. Ekki hefðu verið til nógu sterk lýsingarorð til þess að afgreiða skúrkana sem nýttu sér almannafé til að komast í nám eða annað. Fordæmingin hefði verið algjör af þeirri ástæðu að þessir gæjar eru spilltir og þeim verður að velta upp úr tjöru og fiðri. Þ egar um er að ræða fólk til vinstri eða á miðjunni er spill- ingin auðvitað ekki meðvituð. Axarsköftin eru óvart. Allt öðru máli gegnir um auðvaldsbullurnar til hægri. Þar eru meðvitaðir glæpir en ekki glappaskot. Þar eru hlutirn- ir nákvæmlega eins slæmir og þeir sýnast vera. Hjá vinaliðinu eru hlut- irnir eins góðir og þeir virðast vera þegar góðum vilja ert beitt til þess að umbera og fyrirgefa. Hinir eru slæm- ir. Við erum góð. Glæpurinn eða siðleysið fær vigt eftir því hvaðan er horft. Hinir eru spilltir Svarthöfði V ið erum semsagt að lögsækja Geir á meðan Dabbi litli blaða- drengur gengur laus. Og við heyrum Sjálftökuflokkinn aug- lýsa að ríkisstjórnin sé ekki að gera neitt nema hækka skatta. Já, og við eigum væntanlega ekki að sjá hver andlitin eru að baki auglýsingagrím- unni. En svona ykkur að segja, þá er þar á ferð fólkið sem makaði krókinn; fólkið sem olli því að núna þurfum við að borga brúsann í formi hærri skatta. Og svo er hér einnig ágætt fólk, sem á þá frómu draumsýn, að allt muni reddast ef við bara komumst á spen- ann í Brussel. Við erum fórnarlömb auglýsinga- ofbeldis og innantómrar umræðu. Við dýrkum dollara og evrur. Við njót- um þeirra forréttinda að láta áunna heimsku reka okkur í sleik við þá sem slá okkur í rot. Sérstakur saksóknari hefur ekki enn náð að setja einn einasta glæpa- mann á sakamannabekk. Sérstakur ritstjóri er ekki einu sinni sakaður um að hafa sett Seðlabankann á hliðina, sérstakur eigandi orkuveitumæla læt- ur okkur dæla til sín peningum og sér- stakur forseti rífur kjaft á meðan afar sérstök forsetafrú er á bakvið eldavél- ina. Íslenskir andófsmenn ganga laus- ir og gefa lýðnum langt nef. Við veltum okkur uppúr tittlinga- skít á meðan bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að höfða mál gegn 17 bönkum, vegna taps í tengslum við lán til húsnæðiskaupa, en tapið hefur, nú þegar, kostað bandaríska skattgreiðendur milljarða dollara og á eftir að kosta helling. Og sérstakur saksóknari er svo sérstakur og svo sérstaklega valinn til sérstakra verka að hann vandar sig alveg sér- staklega við að handtaka engan sér- stakan. Já, kæru vinir, við eyðum tíman- um í karp um Evrópusambandið og veltum því upp hvort útsendari Kína- stjórnar megi kaupa íslenska lóð. En samt vitum við ósköp vel að Kínverj- arnir eiga þetta allt – nú þegar. Þeir eiga alla dollara veraldar og þeir eiga alla bandamenn sem þeir vilja eiga. Kínverjar eiga með húð og hári þau sérstöku bandarísku stjórnvöld sem ætla að knésetja bankaklíkurnar. Við ættum að hætta viðræðum við Evrópusambandið og taka upp tví- hliða viðræður við Kínverja. Við get- um stofnað með þeim Íslensk-kín- verska alþýðulýðveldið. Þá verður okkar sérstaki forseti kannski keisar- inn í Kína með kerlinguna sína. Við getum kennt þeim glímu, þeir geta kennt okkur borðtennis og saman geta þjóðirnar ræktað með sér græðgi og gírugheit. Þá verða allir íslensk-kín- verskir andófsmenn settir á sérstakan sakamannabekk og við getum hætt að hugsa um lýðræði og aðra hégilju. Málverndarstefna verður óþörf og gamla, íslenska þjóðremban gleymist. Já, drífum í þessu – Kínverjar munu, hvort eð er, eignast þetta allt innan ör- fárra ára. Það að meta rétt og rangt er reynslu okkar bundið þótt margur hafi leitað langt og litla gæfu fundið. Keisarinn í Kína Kristján Hreinsson Skáldið skrifar „Við njótum þeirra forréttinda að láta áunna heimsku reka okkur í sleik við þá sem slá okkur í rot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.