Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Side 39
Menning | 39Helgarblað 9.–11. september 2011 Hvað er að gerast? Föstudagur9 sep Laugardagur10 sep Útgáfutónleikar Jóns Jónssonar Í tilefni af útgáfu fyrstu geislaplötu Jóns Jónssonar, Wait for Fate, sem kom út í byrjun júlí verða útgáfutón- leikar í Austurbæ í kvöld. Fjölmörg lög á plötunni hafa notið vinsælda og heyrst mikið á öldum ljósvakans. Má þar nefna lög eins og Lately, Kiss in the Morning, You ŕe Around og Sooner or Later. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2.000 krónur. Reykjavik Dance Festival Danshátíðin Reykjavik Dance Festi- val hófst 5. september og stendur til 11. september. Á hátíðinni verða sýnd mörg dansverk. Hátíðin fer að mestu fram í Tjarnarbíói en einnig er sýnt á öðrum stöðum eins og til dæmis Kex Hostel á Skúlagötu. Hægt er að kaupa sérstakt hátíðararmband sem gildir á alla viðburði hátíðarinnar eða borga sig inn á einstaka sýningar. Pörupiltar ásamt Viggó og Víólettu Á föstudagskvöldum í haust munu Pörupiltar ásamt Viggó og Víólettu halda uppi fjörinu í Leik- húskjallaranum. Pörupiltar bjóða upp á frumsamin ljóð, óskiljanleg töfrabrögð, dansatriði og ýmislegt fleira skemmtilegt. Gamansöm sýning þar sem konur fara með hlutverk pörupilta. Viggó og Víóletta eru söngleikjapar sem setur á svið sjálfshjálparsöngleikinn. Viggó og Víóletta fjalla um viðkvæm málefni eins og fordóma, útlendingahatur, kynþáttafordóma, hommafælni og meðvirkni. Þau skemmta áhorfend- um með söng, leik og dansi. Sýningin hefst klukkan 22 og aðgangseyrir er 2.000 krónur. Íslensk tónlist Félagar úr sönghópnum Voces Masculorum syngja þjóðlög, ætt- jarðasöngva og sálma án undirleiks. Einnig syngja þeir nokkur erlend lög sem Íslendingar hafa eignað sér. Farið er með rímur og leikið á langspil. Á tónleikunum er sungið á íslensku en kynning fer fram á ensku. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 í salnum Kaldalóni í Hörpu. Miðaverð er 3.000 krónur. Frá Reykjavík til Kína Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guð- mundsdóttir standa fyrir tónleikum í tilefni af 25 ára samstarfsafmæli þeirra stallna. Efnisskrá tón- leikanna spannar verk frá Reykjavík til Kína, samin á um 120 ára tímabili. Flest verkin eiga það sameiginlegt að vera sprottin upp úr eða leita fyrirmynda í tón- listararfi nokkurra landa. Tónleikarnir eru haldnir í Salnum í Kópavogi og hefjast klukkan 17. Aðgangseyrir er 3.500 krónur. Jóel Pálsson á Munnhörpunni Fimmtu tónleikarnir í tónleikaröðinni Munnharpan fara fram í Hörpu á laugardag. Að þessu sinni er það kvartett saxófónleikarans Jóels Páls- sonar. Aðrir meðlimir hljómsveitar- innar eru þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Scott Mclemore á trommur. Kvartettinn leikur fjölbreytt úrval djasslaga. Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og standa til klukkan 17. Aðgangur er ókeypis. Sunnudagur11 sep dugði tungumálið til dæmis ekki til, það var einfaldlega ekki nóg, það þurfti að beita orðlausum hávaða til að knýja stjórnvöld frá. Að svona átök hafi aldrei orðið að beinum hernaði hér á landi er auðvitað mikið lán. En þarna liggur einhver lína, að vera tilbúinn að taka þátt í átökum með þeim tilvistar- lega þrýstingi sem því tilheyrir, án þess um leið að stíga út fyr- ir þann grundvallarsáttmála að við eigum okkur öll tilverurétt. Á hverjum tímapunkti hafa ein- hverjir hagsmuni af því að það sé ekki litið svo á að þessi átök séu til staðar. Og ákveðnir hags- munir eru þá fólgnir í því að tungumálið sé froða. Ég held að það sem blasir við öllum í dag, mun sterkar en fyrir til dæm- is fimm árum, sé að við erum stödd í átakasögu, sem hófst löngu fyrir okkar daga, og er enn í gangi.“ Íslensk stjórnvöld snupruð Haukur nefnir Þorgeir Þorgeirs- son sem einn þeirra kvikmynda- gerðarmanna sem áhrif hafa haft á hann með verkum sínum. Þorgeir háði mál gegn íslenska ríkinu fyrir mannréttindadóm- stóli Evrópu en þetta mál hef- ur Hauki verið hugleikið rétt eins og mál níumenninganna. „Meiðyrðalög fram til níunda og tíunda áratugarins voru á þann veg að það mátti ekki viðhafa óviðurkvæðileg ummæli um embættismenn eins þótt þau væru sönn og sannanleg,“ segir Haukur og hlær. „Þetta beinlínis gerði emb- ættismenn á landinu, algjör- lega stikkfrí fyrir gagnrýni, þar til mjög nýverið. Þorgeir var dæmdur fyrir slíkt. Hann tók saman sögur af lögreglu- ofbeldi, skrifaði grein um það og dró ályktanir af þessum sögum. Hann fór með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu, og snupraði íslensk stjórnvöld beinlínis í leiðinni, að vert þætti að minna á að möguleikinn á frjálsri umræðu væri mikilvægari lýðræðinu en hitt að embættismönnum sé ekki sýndur dónaskapur.“ Dansar bannaðir Ég spyr Hauk hvort slík dæmi séu kannski lýsandi fyrir það hversu stutt við séum á veg komin þegar kemur að mann- réttindum? „Já og nei: um leið hafa orðið miklar breytingar. Þær eru hins vegar ekki vel- komnar hjá öllum. Það sem er jafnvel meira lýsandi en sjálft mál Þorgeirs er sú stað- reynd að því er ekki miðlað til nýrra kynslóða. Hvað þá að því sé gefin almenn merking og vægi. Þarna verður tímamóta- viðburður sem skiptir máli fyr- ir alla sem koma í kjölfarið, af þessu spruttu miklar breyting- ar, ekki bara í löggjöf, heldur líka í stjórnarskrá. Þessu broti ríkisvaldsins á tjáningarfrelsi Þorgeirs er gefin merking af mannréttindadóm- stólnum. En raunar er þetta löng og merkileg saga, sem við kunnum ekki enn almennilega. Hvar lærir maður til dæmis að á Íslandi voru dansar bannaðir frá 1780 til 1880? Dansar! Þeg- ar frelsishreyfingar og bylting- ar ríða yfir Evrópu og Ameríku, þá banna Íslendingar dansa. Við höfum búið við miklu meiri hversdagslega kúgun en við erum kannski byrjuð að horfast í augu við. Það sem sýndi sig í fyrstu umræðunni um mál níu- menninganna, voru landlæg- ir fordómar í garð þeirra sem í sínu hversdagslífi leggja sig fram um að hlíta ekki slíkum boðum.“ Að gangast við veruleikanum Ge9n var forsýnd á Skjald- borgarhátíðinni á Patreksfirði í sumar og vakti þar mikla at- hygli. „Myndin olli klofningi meðal áhorfenda og leiddi til heitra umræðna, fái hún al- mennilega dreifingu gæti hún reynst tifandi tímasprengja. Þetta er ekki fullkomin kvik- mynd, en afar áhugaverð og raunverulega frumleg. Ef nógu margir sjá hana gæti hún hreint átt eftir að breyta samfélaginu sem henni er ætlað að gagnrýna.“ Svo ritaði blaðamaðurinn Ásgeir H. Ing- ólfsson um Ge9n í Reykjavík Grapevine. Aðspurður um hvaða væntingar Haukur sjálfur hafi til myndarinnar segir hann: „Þetta er ekki markmiðsmið- að í rauninni. Ég vil auðvit að að sem flestir sjái myndina. Ég geri þessa mynd vegna þess að það er eitthvað í henni sem mig langar til að sýna, þá sér- staklega þessu samfélagi. Það er átaksverkefni að horfast í augu við raunveruleikann, það þekkja margir Íslend- ingar í gegnum áfengismeð- ferðir og fleira, segja þeir. Að geta tæklað það að hafa jafn- vel brotið á einhverjum, það er erfitt og það er vont en það er nauðsynlegt og síðan gott. Þarna er eitthvað mikilvægi í sjálfu sér að sjá, að nota aug- un, að gangast við raunveru- leikanum, það er allt og sumt, eini ásetningur minn með því að gera þessa mynd liggur ein- hvers staðar þar.“ Ísland með linsu níumenninganna „Það sem sýndi sig í fyrstu um- ræðunni um mál níu- menninganna voru landlægir fordómar í garð þeirra sem í sínu hversdagslífi leggja sig fram um að hlíta ekki slíkum boðum. Haukur Már Helgason „Ég geri þessa mynd vegna þess að það er eitthvað í henni sem mig langar til að sýna, þá sérstaklega þessu samfélagi.“ MynD Sigtryggur Ari Sagan á mynd Þau voru ákærð fyrir árás á Alþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.