Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 9.–11. september 2011 Helgarblað SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n NÝJASTA SPENNUBÓK GARÐYRKJUMANNSINS! „Árstíðirnar í garðinum“ er fimmta bókin í bókaflokknum Við ræktum, sem Sumarhúsið og garðurinn gefur út. Höfundur er Vilmundur Kip Hansen garðyrkju- og þjóðfræðingur. Ljósmyndir Páls Jökuls Péturssonar úr íslenskum görðum prýða bókina. Fæst í öllum bókaverslunum og á www.rit.is Í nám á launum frá ríkinu Á mánudag greindi DV frá því að Þórunn Sveinbjarnadóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, að Þórunn væri á fullum launum frá ríkinu á meðan hún stundar nám í siðfræði við Háskóla Íslands en frá og með 1. október mun Þórunn svo fá biðlaun í sex mánuði, jafnhá þingfar- arkaupi eða 520.000 krónur á mán- uði, þar sem hún hefur setið lengur en tvö kjörtímabil. Í samtali við DV baðst Þórunn undan því að svara spurningum og sagði við blaðamann að hvernig hún ráðstafaði sínu einka- lífi væri sitt einkamál. Launahækkanir og hagnaður Arion DV greindi frá risa- hagnaði Arion banka, en bank- arnir hafa hagn- ast um meira en 120 milljarða frá hruni sem myndi nægja til að byggja aðra Hörpu eða um það bil fimm fangelsi á Hólmsheiði. Launakostn- aður bankans jókst um 24 prósent á fyrri helmingi ársins og þar af var 13 prósenta launahækkun hjá starfs- mönnum. „Hræðilegt að horfa upp á þetta,“ sagði Margrét Tryggvadóttir þingmaður. Huang Nubo segist elska Ísland Huang Nubo, sem vill kaupa Grímsstaði á Fjöllum, sagð- ist í viðtali við DV ekki vera hættulegur. Hann sagð- ist enn fremur elska Ísland mjög mikið og hafa gert síðan hann las bókina um íslenska sjómanninn og kynntist íslenska her- bergisfélaga sínum í Peking-háskóla, Hjörleifi Sveinbjörnssyni. Hann lýsti líka sorglegri barnæsku sinni en faðir hans svipti sig lífi þegar Huang var tveggja ára og móðir hans lést úr gas- eitrun þegar hún var við vinnu sem dyravörður á byggingasvæði. Fréttir vikunnar í DV w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 5.–6. septem ber 2011 mánudagur/þriðjudagur 10 1. t b l . 10 1. á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . Þórunn Sveinbjarnardóttir Lærir siðfræði á launum frá ríkinu n „Mitt einkamál“n Fær hálfa milljón á mánuði þar til í apríl á næsta ári Erlendur auðjöfur lokar ám og vötnum Hann á allan Heiðardalinn Kristrún Ösp Veit ekki hver er pabbinnÍsland er á uppleið Hagstæðir samningar við vini Framsóknar Hægri hönd Finns Ingólfssonar stýrði rekstri heilsugæslunnar 2–3 11 6 14–15 22 4 10 Tölurnar segja: Lærðu að spara bensín Óafvitandi greindur vitlaus Greiningin birt opinberlega 2 | Fréttir 7. september 2011 Mi ðvikudagur Fréttir | 3 Miðvikudagur 7. september 2011 Þ ór Saari, þingmaður Hreyf- ingarinnar, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn á Al- þingi til Svandísar Svavars- dóttur, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, um kostaðar stöður við skóla á háskólastigi. Þór spyr hversu margar stöður við skóla á háskólastigi hafa verið kostaðar af fyrirtækjum, samtök- um eða stofnunum frá árinu 1995 og hversu lengi. Hann óskar eftir sundurliðun eftir skólum, auk upp- lýsinga um hverjir hafi gegnt um- ræddum stöðum og hversu lengi, svo og hver greiði kostnaðinn við þær. Ómarktækir háskólar „Það dúkkar upp reglulega um- ræða um hvers eðlis þessar stöður í háskólum eru sem eru kostaðar af fyrirtækjum eða stofnunum,“ segir Þór í samtali við DV. „Nýjasta dæm- ið er Helgi Áss Grétarsson sem er í einhverju fyrirbæri sem heitir Lagastofnun Háskóla Íslands, en launin hans og staðan hans eru greidd af LÍÚ. Þetta hefur verið við- loðandi vandamál hér á Íslandi í nokkuð mörg ár og á ekkert erindi inn í akademískt umhverfi; að pró- fessorar séu á launum hjá sérhags- munahópum í stað þess að vera á grundvelli akademísks umhverfis.“ Þór vill breyta þeim reglum sem heimila að hagsmunahópar geti keypt prófessorsstöður. „Hér á landi hefur staðan verið sú að LÍÚ hefur í mörgum tilfellum einfaldlega keypt sér álit og störf og prófessora Há- skóla Íslands.“ Hann nefnir dæmi um Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands. „Ragnar Árnason hefur verið á launum hjá LÍÚ í áratugi. Hag- fræðistofnunin var lengi að hluta til fjármögnuð af LÍÚ. Háskóli Ís- lands er fyrir vikið að stórum hluta að verða ómarktækur sem aka- demískt fyrirbrigði. Mér finnst rétt að það verði gerð úttekt á þessu og að það komi í ljós hverjir þetta eru og síðan verði reynt að breyta þessu fyrirkomulagi.“ Hann segir að ekki þurfi annað en að lesa örfá álit frá þeim sem eru í kostuðum stöðum, þau séu ávallt í samræmi við hagsmuni þess sem kostar stöðuna. Fráleitt að hagsmunahópar geti keypt prófessorsstöðu Þór gengur svo langt að segja að sjávarútvegsdeild Háskólans á Akur eyri sé algjörlega ómarktæk sem akademísk deild. „Deildin er bara fjármögnuð af LÍÚ.“ Hann gagnrýnir einnig að oft sé það ekki skýrt í stöðuheitum viðkomandi háskólamanna að störf þeirra séu kostuð af öðrum. „Það kemur yfirleitt ekki fram í stöðunum sjálfum – til dæmis að Helgi Áss sé LÍÚ-prófessor við HÍ en það er vitnað í hann sem eitt- hvað átorítet í Lagastofnun Há- skóla Íslands. Mér finnst fráleitt að einkaaðilar og sérhagsmunahópar geti keypt sér prófessorsstöðu við háskóla.“ DV fjallaði um það árið 2010 að hugmyndir hefðu verið uppi um að Björgólfur Guðmundsson, þá- verandi aðaleigandi Landsbank- ans, myndi kosta prófessorsstöðu Tryggva Herbertssonar hjá HÍ. Ekkert varð af því. n Ekki er opinbert hvaða stöður í Háskóla Íslands eru kostaðar af hagsmunaaðilum n Þór Saari telur háskólann ómarktækan Helgi Áss Grétarsson Starf hans hjá Lagastofnun Háskóla Íslands er kostað af LÍÚ. Hagfræðistofnun „Ragnar Árnason hefur verið á launum hjá LÍÚ í áratugi,“ segir Þór Saari.„Deildin er bara fjármögnuð af LÍÚ. Þór Saari „Hér á landi hefur staðan verið sú að LÍÚ hefur í mörgum tilfellum einfaldlega keypt sér álit og störf og prófessora Háskóla Íslands.“ E ins fljótt og ég get,“ seg- ir auðkýfingurinn og æv- intýramaðurinn Huang Nubo sem vill kaupa Gríms- staði á Fjöllum og byggja þar lúxushótel, aðspurður hvenær hann hyggst koma aftur til Íslands. Hann var staddur hér á landi fyr- ir skömmu síðan og gerði þá bind- andi kauptilboð í 72,19 prósenta hlut af jörðinni á Grímsstöðum sem er sú stærsta á Íslandi, eða 300 fer- kílómetrar. Neikvæð umræða gæti haft áhrif Sá fyrirvari er þó á kauptilboði Nu- bos að bæði íslensk og kínversk stjórnvöld samþykki það. Þá þarf innanríkisráðuneytið að veita sér- staka undanþágu til kaupanna því aðilum utan EES-svæðisins er lög- um samkvæmt óheimilt að fjárfesta hér á landi. Ögmundur Jónasson innanríkissráðherra hefur sjálfur sagt að hann efist um réttmæti þessa ráðahags en ætli þó ekki að gefa sér neitt í þeim málum. Fleiri ráðherrar og þingmenn úr röðum Vinstri grænna hafa lýst því yfir að skoða þurfi mál Nubos vandlega áður en ákvörðun verði tekin í máli hans. Ráðherrar og þingmenn úr röðum Samfylkingarinnar eru þó mun já- kvæðari gagnvart fyrirætlunum Nu- bos. Sjálfur hefur auðkýfingurinn sagt í viðtölum að kínversk stjórn- völd muni hugsanlega setja sig upp á móti áformum hans vegna þeirrar neikvæðu umræðu sem skapast hef- ur hér á landi vegna þeirra. DV sendi nokkrar spurningar til Nubos sem hann svaraði samvisku- samlega þrátt fyrir að sumar þeirra væru nokkuð persónulegar. Hann hefur upplifað tímana tvenna og ást hans á Íslandi hefur vaxið og dafnað frá því að hann var barnungur. Reynir að vera góð manneskja Afhverju Ísland? Er ekki nóg af fjall- lendi í Kína sem hægt er að fjárfesta í? „Landslagið á Íslandi er mjög eftirminnilegt og sérstakt. Þar er að finna undravert eldfjallalandslag, stórbrotna heita hveri og dularfull norðurljós. Og síðast en ekki síst er landið náttúrulegt, hreint og óspillt, og engin merki um leifar af mann- gerðu landslagi.“ Financial Times er einn þeirra fjölmiðla sem fjallað hefur um áhuga þinn á Íslandi og að hann gæti tengst hernaðarlegum hagsmunum Kína. Hver eru þín svör við slíkum vanga- veltum? „Það er ekki við Financial Times eða aðra fjölmiðla að sakast, ég er vissulega útlendingur sem þarf að aðlagast menningunni í landi gest- gjafans. Það er hins vegar misskiln- ingur að líta á mig sem umboðs- mann fyrir einhver herkænskubrögð kínversku þjóðarinnar. Í síðustu viku hélt ég blaðamannafund fyrir hundruð blaðamanna, alls staðar að úr heiminum, þar sem ég kynnti stefnu Zhongkun Group og útskýrði að ég væri eingöngu kaupsýslumað- ur og hefði engan annan ásetning. Ég get til að mynda aðeins vonað að þið trúið því að ég sé ekki hættu- legur og að ég reyni að vera góð manneskja. Ég get aðeins lýst því yfir að ég sé í raun og veru að skipuleggja verkefni í ferðamannaiðnaði, að hótelið mitt komi ekki til með að verða herstöð og að dvalarstaðurinn verði ekki ætlaður flugskeytum og ratsjám. Ég vona að þið treystið því. Dóttur- félag mitt á Íslandi kemur til með að greiða skatta á Íslandi. Allir starfs- mennirnir munu verða íslenskir og gestirnir verða ferðamenn, ekki her- menn. Það er allt sem ég hef að segja um það mál.“ „Litlu munaði að ég týndi lífi“ Hvernig var æska þín? Nú hefur komið fram að þú misstir foreldra þína ungur. Hvað varð um þig eftir andlát foreldra þinna? „Þetta er spurning sem mér finnst óþægilegt að svara. Að rifja upp barnæsku mína er mjög sárs- aukafullt fyrir mig. Faðir minn svipti sig lífi þegar ég var aðeins tveggja ára gamall, eftir að hafa verið rang- lega sakaður um pólitískar mis- gjörðir. Þegar ég var unglingur lést móðir mín úr gaseitrun þegar hún var við vinnu sem dyravörður á byggingarsvæði. Eftir að hafa misst foreldra mína og staðið uppi sem munaðarlaus drengur þá mátti ég þola ýmiss kon- ar niðurlægingu, en ég komst af líkt og einmana, hrakinn úlfur. Á þeim tíma komst ég oft í hann krappann og litlu munaði að ég týndi lífi. Síð- ar þegar ég var sendur út á lands- byggðina til að uppfræðast hjá smá- bændum, eins og svo mörg kínversk börn á þessum tíma, fékk ég hlýjar móttökur, þar var mér sinnt og sýnd umhyggja. Upp frá þeim tíma fór ég loksins að geta notið yls sólarinnar. Þetta var erfiður tími fyrir kínversku þjóðina og tók sinn toll af öllum. Í dag er það mín eina ósk að þessi óhamingjusama fortíð endurtaki sig ekki. Ég vil ekki að neitt barn þurfi að þjást vegna slíkrar barnæsku.“ Ert þú tengdur kínverska komm- únistaflokknum? „Ég gekk í kínverska komm- únistaflokkinn þegar ég flutti út á landsbyggðina til fræðslu hjá smá- bændunum, 18 ára gamall. Ég er ekki viss um að allir skilji hvern- ig staðan var í Kína á þessum tíma. Ég var að vonast til að bæta líf mitt með því að ganga í flokkinn. Það var eina leiðin fyrir mig til að losna við menningarbyltingarstimpilinn og það að vera kallaður barn menning- arbyltingarinnar.“ Seldi ljósritunarvélar og leikföng Þú ert í 161. sæti á lista yfir ríkustu menn í Kína. Hvernig varðstu ríkur? „Ég kann illa við litlausa og hversdagslega tilveru. Ég vil áskor- anir og ég hræðist ekkert vegna þess að ég hef þurft að þola svo mikla erf- iðleika í lífinu. Það er ástæðan fyrir því að ég sagði upp starfi mínu sem embættismaður og freistaði þess að koma á fót mínu eigin fyrirtæki á hátindi efnahaglegra umbótatíma í Kína. Á þeim tíma átti ég eiginlega ekki neitt. Ég byrjaði á því að prenta gjafakort en fór síðan að selja ljósrit- unarvélar og leikföng. Fyrstu pen- ingana sem ég eignaðist fékk ég fyrir að landa leigusamningi fyrir gamla verksmiðjubyggingu sem mér tókst að leigja út. Eftir það leigði ég gamla skrifstofubyggingu sem ég breytti í hótel og þannig tók ég fyrstu skref- in í átt að ríkidæmi mínu. Í kring- um aldamótin síðustu hóf ég sam- starf við gamlan skólafélaga og við náðum samningi um að fá að byggja upp íbúðahverfi í Peking og það verkefni skilaði miklum hagn- aði. Síðan þá hef ég verið farsæll í vali á verkefnum og hef hagnast vel á þeim.“ Þekkirðu til íslenskrar menning- ar? Hvernig líkar þér hún? „Ég þekki nokkuð vel til íslenskr- ar menningar. Ég var mjög ungur þegar ég las bókina Íslenski sjómað- urinn, sem var þýdd á kínversku. Bókin skildi eftir sig djúp hughrif yfir fegurð landsins. Síðan þá hef- ur nafnið Ísland verið greypt í huga mér þrátt fyrir að ég hafi aldrei vitað hvar það var. Tuttugu árum eftir að ég las bókina komst ég þó að því að hún er ekki skrifuð af íslenskum rit- höfundi. Á þeim tíma hvarflaði ekki að mér að ég fengi íslenskan her- bergisfélaga á heimavistinni í há- skólanum, eða að ég myndi fjárfesta í þessu landi. Ég held að þetta hljóti að vera örlögin. Fyrir mér er íslensk menning skáldsagnakennd, uppfull af fjöl- skyldutengslum, ríkri ljóðlist og þykkum söguþræði. Ég dáist að heiðarleika og hrein- skilni Íslendinga, það endurspeglar nánasta umhverfi þeirra og náttúru- öflin.“ „Ég mun vera vinur ykkar að eilífu“ Þekkirðu Íslendingasögurnar og hef- urðu lesið einhverjar þeirra? „Já, ég þekki þær. Njáls saga er í uppáhaldi hjá mér, sérstaklega lýs- ingarnar á því hvernig sambandi Njáls og Gunnars var háttað.“ Nú hefurðu komið til Íslands nokkrum sinnum og væntanlega fengið að smakka hefðbundinn ís- lenskan mat. Hver er uppáhalds ís- lenski maturinn þinn? „Ég hef tvisvar komið til Íslands og uppáhalds íslenski maturinn minn er kæstur hákarl og brenni- vín.“ Viltu segja eitthvað við íslensku þjóðina sem veltir fyrir sér hver þú ert? „Ég vil að þið vitið að ég elska Ísland mjög mikið. Alveg síðan ég las bókina um íslenska sjómann- inn, og kynntist íslenska herberg- isfélaga mínum í Peking-háskóla, honum Hjölla [Hjörleifi Sveinbirns- syni, innsk. blm.], og skólafélaga mínum Ragnari [ Baldurssyn], hef- ur ást mín á Íslandi vaxið og dýpk- að. Á ljóðahátíðinni á Íslandi í fyrra varð ég þess heiðurs aðnjótandi að hitta nokkur norræn ljóðskáld. Það var ógleymanleg upplifun fyrir mig þegar ég komst í beina snertingu við sál þessa dásamlega lands. Hvort sem fjárfestingar mínar á Íslandi munu ganga eftir eða ekki mun ást mín á Íslandi vara að ei- lífu, tengsl mín við landið munu ekki rofna og vinátta mín og gam- alla bekkjarfélaga minna mun aldrei taka enda. Ég vil upplýsa íslensku þjóðina um það að ég mun halda áfram að vera aðdáandi ykkar og aðdáandi landsins, ég mun vera vinur ykkar að eilífu, takk fyrir!“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal „Þá mátti ég þola ýmiss konar niðurlægingu, en ég komst af líkt og einmana, hrakinn úlfur. Íslenskur matur Uppáhalds íslenski matur Nubos er ekki harð- fiskur, heldur hákarl og brennivín. Pétur Emil Gunnarsson: „Hann skuldar mér 300 þúsund“ Meistaradeildarsvindlarinn svokall- aði, Pétur Emil Gunnarsson, hefur enn ekki endurgreitt þeim sem hann hafði fé af fyrr á árinu. Eitt af fórnar- lömbum Péturs Emils segir að hann skuldi sér ennþá 300 þúsund krónur. „Hann skuldar mér 300 þúsund krónur,“ segir maðurinn sem ekki vill láta nafn síns getið. Pétur Emil hefur verið búsettur í Bretlandi síðustu mánuði en hann flúði land undan ákæru um fjárdrátt fyrr á árinu. Líkt og DV greindi frá í maí stundaði Pétur Emil það að svíkja fé út úr fólki með því að selja því miða á leiki með Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Fólkið fékk hins vegar aldrei miðana sem Pétur Emil lofaði að senda því. Þann- ig hafði Pétur Emil til dæmis 312 þúsund krónur af fjögurra manna vinahópi sem hann sagðist ætla að afhenda fjóra miða á úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu fyrr á árinu á milli Manchester United og Barce- lona. Einhver af fórnarlömbum Pét- urs Emils hafa verið í sambandi við hann með það fyrir augum að fá endurgreitt frá honum. Pétur Emil sagði sjálfur í viðtali við DV í maí að hann ætlaði að endurgreiða fórn- arlömbunum það sem hann hafði af þeim. Orðrétt sagði Pétur Emil í maí, þegar hann var spurður hvenær hann ætlaði að greiða fólkinu: „Það byrjar bara fljótlega í þessari viku.“ Pétur Emil hefur hins vegar ekki staðið við þessi orð sín samkvæmt einu fórnarlamba hans. Þau tíðindi bárust DV í vikunni að Pétur Emil hefði verið hnepptur í gæsluvarðhald í Bretlandi fyrir að selja miða á leiki með Manchester United í gegnum þarlenda vefmiðla. DV forvitnaðist um málið hjá utan- ríkisráðuneytinu en fékk þau svör að það hefði ekki komið inn á borð til ráðuneytisins. Sjálfur neitaði Pétur Emil því aðspurður að hafa verið hnepptur í varðhald þar í landi. ingi@dv.is Á Norðurpólnum Gömlu skólafélagarnir Huang Nubo, Hjörleifur Sveinbjörnsson og Ragnar Baldursson eru góðir vinir og hafa gengið saman á Norðurpólinn. Háskólamenn greiddir af lÍÚ Ég er ekki hættulegur „Ég mun vera vinur ykkar að eilífu Hlupu fyrir 44 milljónir Aldrei hefur áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþonið gengið eins vel og í ár. Hátt í 44 milljónir söfnuð- ust en til samanburðar söfnuðust 30 milljónir króna í fyrra. Upphæðin skiptist á milli 131 góðgerðafélags sem jafngildir 336 þúsund krónum á hvert félag. Upp- hæðin sem rennur til hvers félags er þó mjög mishá. Ef upphæðinni væri deilt niður á lengd heils maraþons, sem er 42 kílómetrar, má segja að milljón krónur hafi safnast á hvern kílómetra. Reykjavíkurborg hefur efnt til uppskeruhátíðar í Ráðhúsi Reykja- víkur á morgun klukkan fimm. n Huang Nubo segist elska Ísland n Borðar hákarl og drekkur brennivín n Átti ekkert og vann sig upp w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 7.–8. september 2011 miðvikudagur/fimmtudagur 10 2 . t b l . 10 1. á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . Tíu milljarða gróði og launahækkun Þingmaður:„Hræðilegt að horfa upp á þetta n Segist ekki vera hættulegur n Kveðst elska hákarl og brennivín „Ég mun vera vinur ykkar að eilífu“ 2–3 Viðtal Huang Nubo:Geir brosti til Kjartans í landsdómi 8 Gerði ekkert! Gaddafi á enga vini Loksins vann Ísland Það tókst! Lifðu af landinu 12 10–11 Á Íslandi er fullt af mat, það þarf bara að ná í hann Myndir Ókeypis matur! Siðanefnd lækna braut siðareglur Banka- ParTíið BYrjar aFTur! n Laun í Arion banka hækka um 13% n Hagnaður Arion banka frá hruni nægir fyrir nýrri Hörpu 6 20 14–15 Viðskiptavinur: „Á meðan við megum éta það sem úti frýs græða þeir á tá og fingri“ 1 2 3 R eykjavíkurborg hefur fall- ið frá styrkveitingu til Ís- lensku Kristskirkjunnar eftir að mannréttindaráð Reykja- víkur gerði athugasemdir við styrkveitinguna. Ákvörðun um að hætta við styrkveitinguna var tekin á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Friðrik Schram, prestur Íslensku Kristskirkjunnar, hefur ítrekað lýst yfir öfgafullum skoðunum á samkyn- hneigðum og barist gegn auknum réttindum þeirra. Hann skrifaði með- al annars pistil á vefsíðu kirkjunnar þar sem hann sagði að 27. júní á síð- asta ári, þegar ný hjúskaparlög tóku gildi, hefði verið svartur dagur fyrir þjóð og kirkju. „Nú getur karl gifst karli og kona konu. Þetta ber vitni um mjög alvarlega siðferðlega hnignun þjóðfélags okkar, já, nánast ótrúlega,“ sagði Friðrik í pistlinum. Mannréttindastjóri lagðist gegn styrk Styrkveiting til Íslensku Kristskirkj- unnar átti að vera hluti af 11 milljóna króna styrkveitingu kirkjubyggingar- sjóðs til ýmissa kirkna í borginni. Í bréfi sem Anna Kristinsdóttir, mannrétt- indastjóri Reykjavíkur, skrifaði borgar- ráði vegna fyrirhugaðrar styrkveitingar kemur fram að mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar telji að borgin eigi ekki að styrkja Íslensku Kristskirkj- una. Í bréfinu segir: „Þar kemur fyrst og fremst afstaða þeirra gagnvart sam- kynhneigðum sem brýtur gegn mann- réttindastefnu Reykjavíkurborgar.“ Í bréfinu er einnig vísað í níunda kafla mannréttindastefnu Reykja- víkurborgar þar sem fram kemur að öllum nefndum og ráðum borgar- innar sem úthluta styrkjum sé skylt að gæta mannréttindasjónarmiða við úthlutun þeirra. Styrkir Reykjavíkur- borgar séu bundnir því skilyrði að unnið sé gegn mismunun og jafnrétti. Þá segir í bréfinu að Íslenska Kristskirkjan sé á lista innanríkis- ráðuneytisins yfir skráð trúfélög utan þjóðkirkjunnar. Þegar heimasíða safnaðarins sé skoðuð komi fram að afstaða hans til samkynhneigðar sé á skjön við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Á heimasíðunni sé að finna grein þar sem mörg dæmi er að finna um þá skoðun Friðriks forystumanns safnaðarins að sam- kynhneigð sé óeðlileg, hún sé synd og það að samþykkja samkynhneigð sé í sjálfu sér það sama og að sam- þykkja þjófnað eða lygar. Jafnvel eru samkynhneigðir hvattir til að koma sér út úr þessu líferni sínu og breyta kynhneigð sinni. Anna leggur síð- an fram fylgiskjal þar sem fordóm- ar Friðriks prests í Íslensku Krists- kirkjunni koma skýrt fram í ýmsum ummælum. 11 milljónir í kirkjur Sú staðreynd að Reykjavíkurborg sé á annað borð að úthluta styrkjum til kirkjubygginga er ekki óumdeild í borgarráði. Þannig lét Sóley Tómas- dóttir borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna bóka að hún gæti ekki sam- þykkt úthlutun til kirkjubygginga og að hún hefði efasemdir um að sjóð- urinn sem slíkur ætti rétt á sér. Hún vísaði einnig í álit Önnu mannrétt- indastjóra þar sem fram kemur að kirkjubyggingarsjóður hefur ekki stöðu sem sjálfstæður sjóður og í nú- gildandi sveitarstjórnarlögum eru engin ákvæði þess efnis að íslensk sveitarfélög skuli styðja kirkjubygg- ingar eða trúfélög með beinum fjár- framlögum. Þá lét Sóley bóka að á sama tíma og grunnþjónusta líði fyrir þröngan efnahag borgarinnar sé 11 milljóna króna styrkveiting til kirkju- bygginga varla réttlætanleg. Friðrik Schram vildi lítið tjá sig um málið þegar DV hafði samband við hann. Aðspurður hvort hann væri ekki kominn langt yfir strikið í málflutningi sínum í garð samkyn- hneigrða, sagði Friðrik: „Ég er ekki í slæmum félagsskap í kristinni kirkju og það er algjör minnihluti hennar sem aðhyllist það viðhorf að þetta sé mannréttindabrot.“ n Borgarráð hætti við að styrkja Íslensku Kristskirkjuna n Prestur kirkjunnar telur samkynhneigð óeðlilega n Samræmist ekki mannréttindastefnu borgarinnar Fordómakirkja fær ekki styrk „Þar kemur fyrst og fremst til afstaða þeirra gagnvart sam- kynhneigðum sem brýt- ur gegn mannréttinda- stefnu Reykjavíkurborgar. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Dagur B. Eggertsson Dagur er formaður borgarráðs Reykjavíkur sem ákvað að styrkja ekki Íslensku Kristskirkjuna. Mannréttindi Það brýtur gegn mannréttindastefnu Reykjavíkur að styrkja Íslensku Kristskirkjuna Dauðagildrur á leikskólum Í skýrslum heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, frá árinu 2010, vegna reglubundins eftirlits á leikskólum Reykjavíkurborgar er að finna rúm- lega 10 athugasemdir við aðbúnað sem óhætt er að kalla alvarlegar slysagildur fyrir börn, eða jafnvel dauðagildur. Við athugasemdirnar er meðal annars skráð að drukkn- unar- og hengingarhætta geti stafað af leiktækjum á útileikvöllum leik- skólanna. Hætturnar eru þó ekki aðeins utandyra. Í fleiri en einu til- felli er skráð að hengingarhætta stafi af gardínuböndum innandyra á leikskólunum. Í fjölda tilfella hafa athugasemdirnar verið margítrek- aðar. Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki lokið eftirliti á leikskólum borgar- innar á þessu ári og því liggur ekki fyrir hvort hvort lagfæringar hafi átt sér stað. Leiðrétting Í miðvikudagsblaði DV var haft eftir Þór Saari alþingismanni að Ragnar Árnason hefði verið á launum hjá LÍÚ í áratugi. Hið rétta er að Ragnar hefur verið forstöðumaður Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands sem hefur unnið rannsóknir kostaðar af LÍÚ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.