Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Helgarblað 9.–11. september 2011 n Gæti tekið nokkra mánuði að fara yfir undanþágubeiðni Huangs Nubo n Ráðuneytið segir erfitt að tímasetja ferlið n Tugir hafa fengið undanþágu á síðustu 5 árum Mánuði getur tekið að fara yfir beiðni Nubos „Ég myndi segja að það tæki allmarg- ar vikur að fara yfir málið og fá botn í það með pappírum og öllu saman,“ segir Jóhannes Tómasson, upplýs- ingafulltrúi í innanríkisráðuneytinu, aðspurður hve langan tíma hann telji það taki ráðuneytið að fara yfir und- anþágubeiðni Huangs Nubo vegna kaupa hans á Grímsstöðum á Fjöll- um. „Allmargar vikur geta verið sjö til átta og þær geta verið sautján,“ bæt- ir hann við til nánari útskýringar. Jó- hannes segir þetta vera mjög óvisst ferli sem erfitt sé að tímasetja. Hann segir það fara eftir því hve mikið farið verði í málið og að hugsanlega þurfi að kalla eftir frekari gögnum. Að- spurður segir hann engan hámarks- tíma vera uppgefinn, ráðuneytið taki sér allan þann tíma sem þarf til að fara yfir gögn málsins. 24 hafa fengið undanþágu Lögum samkvæmt er einstaklingum og fyrirtækjum utan EES-svæðisins óheimilt að fjárfesta hér á landi nema að fenginni undanþágu frá innanrík- isráðuneytinu, líkt og Nubo hefur sótt um. Frá og með árinu 2007 hafa 24 ein- staklingar og félög utan EES-svæð- isins fengið leyfi til að fjárfesta hér á landi. Langflestir hafa fengið leyfi til fasteignakaupa en eitt leyfi hefur verið veitt til kaupa á fimmtán hekt- ara jörð á þessu tímabili. Til saman- burðar er vert að geta þess að jörðin á Grímsstöðum á Fjöllum sem Nubo hefur gert bindandi kauptilboð í er um 22.500 hektarar. Af tíu þjóðernum Þeir sem hafa fengið undanþágu frá íslenskum lögum til að fjárfesta hér á landi á síðastliðnum fimm árum koma frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína. Langflestir, bæði einstaklinga og fyrir- tækja, koma frá Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa einnig verið skráð á hverju ári eitt til fjögur til- vik þar sem erlendir aðilar með lög- heimili á Íslandi hafa keypt eignir. Þeir aðilar þurfa þó ekki að fá leyfi hjá ráðuneytinu til kaupanna þrátt fyrir að hafa ekki íslenskan ríkis- borgararétt. 2007 – 9 aðilar fá leyfi, þar af 7 vegna íbúða og 2 vegna sumarhúsalóða. 2008 – 3 fá leyfi, 2 vegna fasteigna- kaupa, einn vegna 15 hektara lóðar úti á landi. 2009 – 3 fá leyfi, allir vegna fasteignakaupa. 2010 – 5 fá leyfi, allir vegna fasteignakaupa. 2011 – 4 fá leyfi, allir vegna fasteigna- kaupa. Undanþágur Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Allmargar vikur geta verið sjö til átta og þær geta verið sautján. Vill undanþágu Upplýsingafulltrúi hjá innanríkis- ráðuneytinu segir allmargar vikur geta liðið þar til niður- staða fæst í mál Nubos hér á landi. Jeppasýning í Öskju Bílaumboðið Askja býður til jeppa- sýningar á laugardag þar sem glæsi- legir Mercedes-Benz-jeppar verða til sýnis. Á meðal þeirra jeppa sem verða til sýnis verður ML-Class-, GL-Class- og GLK-sportjeppinn en í tilkynningu kemur fram að hann verði boðinn á afmælistilboði og kosti um 8,8 millj- ónir króna. Þá verður einnig til sýnis G-Lander-jeppi og auk þess breyttur Mercedes-Benz Sprinter-ferðabíll með 35 tommu dekkjum. Jeppasýn- ingin verður opin frá hádegi til klukk- an fjögur en gestir sýningarinnar geta fengið að reynsluaka Benz-jeppun- um. Í tilkynningunni segir einnig að heitt verði á könnunni. Stal snyrtivörum Karlmaður var dæmdur í tíu mán- aða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda afbrota í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag. Maður- inn, sem hefur setið í gæsluvarð- haldi frá því í síðustu viku, er meðal annars dæmdur fyrir að hafa stolið fjölmörgum snyrtivörum, svo sem hárblásara, varalit, andlitsfarða og fleiru. Þá var hann einnig með yfir hundrað kannabisplöntur á heim- ili auk þess sem á honum fundust kannabisefni. Hann er einnig sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir að aka ítrekað undir áhrifum vímuefna. Brotaferill mannsins nær aftur til vetrarins 2008 til þjófnaðarbrota sem framin voru seint í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.