Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Qupperneq 15
Fréttir | 15Helgarblað 9.–11. september 2011 n Gæti tekið nokkra mánuði að fara yfir undanþágubeiðni Huangs Nubo n Ráðuneytið segir erfitt að tímasetja ferlið n Tugir hafa fengið undanþágu á síðustu 5 árum Mánuði getur tekið að fara yfir beiðni Nubos „Ég myndi segja að það tæki allmarg- ar vikur að fara yfir málið og fá botn í það með pappírum og öllu saman,“ segir Jóhannes Tómasson, upplýs- ingafulltrúi í innanríkisráðuneytinu, aðspurður hve langan tíma hann telji það taki ráðuneytið að fara yfir und- anþágubeiðni Huangs Nubo vegna kaupa hans á Grímsstöðum á Fjöll- um. „Allmargar vikur geta verið sjö til átta og þær geta verið sautján,“ bæt- ir hann við til nánari útskýringar. Jó- hannes segir þetta vera mjög óvisst ferli sem erfitt sé að tímasetja. Hann segir það fara eftir því hve mikið farið verði í málið og að hugsanlega þurfi að kalla eftir frekari gögnum. Að- spurður segir hann engan hámarks- tíma vera uppgefinn, ráðuneytið taki sér allan þann tíma sem þarf til að fara yfir gögn málsins. 24 hafa fengið undanþágu Lögum samkvæmt er einstaklingum og fyrirtækjum utan EES-svæðisins óheimilt að fjárfesta hér á landi nema að fenginni undanþágu frá innanrík- isráðuneytinu, líkt og Nubo hefur sótt um. Frá og með árinu 2007 hafa 24 ein- staklingar og félög utan EES-svæð- isins fengið leyfi til að fjárfesta hér á landi. Langflestir hafa fengið leyfi til fasteignakaupa en eitt leyfi hefur verið veitt til kaupa á fimmtán hekt- ara jörð á þessu tímabili. Til saman- burðar er vert að geta þess að jörðin á Grímsstöðum á Fjöllum sem Nubo hefur gert bindandi kauptilboð í er um 22.500 hektarar. Af tíu þjóðernum Þeir sem hafa fengið undanþágu frá íslenskum lögum til að fjárfesta hér á landi á síðastliðnum fimm árum koma frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína. Langflestir, bæði einstaklinga og fyrir- tækja, koma frá Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa einnig verið skráð á hverju ári eitt til fjögur til- vik þar sem erlendir aðilar með lög- heimili á Íslandi hafa keypt eignir. Þeir aðilar þurfa þó ekki að fá leyfi hjá ráðuneytinu til kaupanna þrátt fyrir að hafa ekki íslenskan ríkis- borgararétt. 2007 – 9 aðilar fá leyfi, þar af 7 vegna íbúða og 2 vegna sumarhúsalóða. 2008 – 3 fá leyfi, 2 vegna fasteigna- kaupa, einn vegna 15 hektara lóðar úti á landi. 2009 – 3 fá leyfi, allir vegna fasteignakaupa. 2010 – 5 fá leyfi, allir vegna fasteignakaupa. 2011 – 4 fá leyfi, allir vegna fasteigna- kaupa. Undanþágur Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Allmargar vikur geta verið sjö til átta og þær geta verið sautján. Vill undanþágu Upplýsingafulltrúi hjá innanríkis- ráðuneytinu segir allmargar vikur geta liðið þar til niður- staða fæst í mál Nubos hér á landi. Jeppasýning í Öskju Bílaumboðið Askja býður til jeppa- sýningar á laugardag þar sem glæsi- legir Mercedes-Benz-jeppar verða til sýnis. Á meðal þeirra jeppa sem verða til sýnis verður ML-Class-, GL-Class- og GLK-sportjeppinn en í tilkynningu kemur fram að hann verði boðinn á afmælistilboði og kosti um 8,8 millj- ónir króna. Þá verður einnig til sýnis G-Lander-jeppi og auk þess breyttur Mercedes-Benz Sprinter-ferðabíll með 35 tommu dekkjum. Jeppasýn- ingin verður opin frá hádegi til klukk- an fjögur en gestir sýningarinnar geta fengið að reynsluaka Benz-jeppun- um. Í tilkynningunni segir einnig að heitt verði á könnunni. Stal snyrtivörum Karlmaður var dæmdur í tíu mán- aða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda afbrota í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag. Maður- inn, sem hefur setið í gæsluvarð- haldi frá því í síðustu viku, er meðal annars dæmdur fyrir að hafa stolið fjölmörgum snyrtivörum, svo sem hárblásara, varalit, andlitsfarða og fleiru. Þá var hann einnig með yfir hundrað kannabisplöntur á heim- ili auk þess sem á honum fundust kannabisefni. Hann er einnig sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir að aka ítrekað undir áhrifum vímuefna. Brotaferill mannsins nær aftur til vetrarins 2008 til þjófnaðarbrota sem framin voru seint í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.